Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 4
F F T T R V T M N II Vikan 17. nóvember t i I 23. nóvember Ifókus Fínt í París Ég fór til Parísar á árshátíö OZ, með 150 manns ábyggilega. Það var bara frekar rólegt framan af en á laug- ardagskvöldið var árshátíðin sjálf hald- in. Hún var helvíti fln, glæsilegur mat- ur og dansað fram á morgun. Síðustu menn voru að skrölta inn seint morguninn eftir. Annars var Eiffelturninn fínn og Notre Dam. Svo má ég til með að kvarta yfir Flugleiðum. Á leiðinni út flaug ég með áætlunarflugi en leiguílugi heim. Þar er mikill munur á. Á heimleiðinni var varla pláss fyrir mann yfir 1 og 80 og ekkert útvarp, ekkert sjónvarp og ókurteis tlugfreyja. Þar að auki var seinkun á íluginu." Guðmundur Björn Árnason, stunda- kennari í Verzlunarskólanum sícautum13 „Á föstudagskvöld- ð síðasta hélt ég tón- eika í húsi sem kall- ast Domus Vox á Skúlagötunni. Ég og hljómsveitin mín fluttum þar lög af nýja frábæra diskin- um mínum sem ég gaf reyndar út sjálf og er mjög stolt af. Það gekk mjög vel þó að tónleikagestimir hefðu mátt vera fleiri. En það var allt í lagi því ég hafði verið á skautum áður en tónleik- amir byrjuðu, sem er ótrúlega góð upphitun, þannig að ég var allavega í góðu stuði. Eftir tónleikana gerði ég svo það sem mér þykir skemmtilegast, að hitta Gísla vin minn og hlæja og flflast með honum eins og bijálæðing- Margrét Eir, söng- og leikkona. draumur „Á fóstudags- kvöldið fór ég með eldri stelpuna mína í bíó á íslenska drauminn og hún var ógeðslega fynd- in. Ég fer reyndar ekki oft á íslenskar myndir en þetta var ein besta sam- tímalýsing á íslenskum raunveru- leika sem ég hef séð, enda grétum við báðar úr hlátri. Á laugardaginn keyrði ég bara barnavagn frá morgni til kvölds, ég held ég hafi tekið mér í mesta lagi fimm mínútna hlé til að slafra i mig einhverjum graut. Á sunnudaginn horfði ég á karatemót frá níu til tólf, svo var það beint aft- ur í að keyra barnavagninn." Magga Stína söngkona Dekur í bústaðnum „Á sunnudags- kvöldið fór ég með kærustunni minni upp í sumarbú- : stað, eftir að vera búinn að vera að leika frá mið- vikudagskvöldi til laugardags- kvölds í Ofviðr- inu í Nemendaleikhúsinu. í þess- ari yndislegu sumarbústaðarferð fórum við í labbitúr, kveiktum upp í arninum, fórum í heita pott- inn og spiluðum spil, meðal ann- ars Skítakall og Scrabble. Svo borðuöum við auðvitað góöan mat eins og tilheyrir í sumarbústaðn- um - sannkallað matarsukk. Þama vomm við f tvo daga, áttum yndislegar stundir og dekruðum hvort viö annað.“ Björgvin Franz Gíslason leik- aranemi stríðsleysi í kvöld er spennutryllirinn The Art of War með Wesley Snipes frumsýndur í Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói, Akureyri en myndin sú er pakkfull af hasar eins og hann gerist bestur í dag. kraumar a milli kynjanna þegar atburðarásin fer aö trekkjast upp. Góðkunningi okkar allra, kúlst- erinn þeldökki, Wesley Snipes, leikur í þessari mynd Neil Shaw sem starfar í neðanjarðarsveit á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir piltarnir sérhæfa sig í að beita dækjulegum bellibrögðum til að halda friöinn og tryggja alþjóðlegt samstarf, enda helgar víst tilgang- urinn meðalið. Þegar stafli af steindauðum kínverskum flótta- mönnum finnst í gámi í höfninni í New York og kínverski sendiherr- ann er sömuleiðis myrtur fer allt í háaloft. Reynt er að klína sökinni á okkar mann og hann þarf að stinga hausnum undir þúfu til að fá ekki á baukinn hjá FBI eða kín- versku mafiunni sem eru víst hvorugt vænlegir kostir ef maður stefnir á að komast einhvern tím- ann á ellilaun. Djúpar stríðspælingar Vandamálið hjá Neil er að eins og allir alvöruleynimakkarar er hann ekki til á pappírunum og á sér því engan bakhjarl ef kúkur- inn skyldi lenda í viftunni. Hann hefur hins vegar margt til brunns að bera: er nautsterkur slagsmála- hundur og seigur i austurlenskum bardagalistum, kænskufullur plottari á pólitíska vígvellinum og sallarólegur búddisti, allt í einum pakka. Svo er hann svo sniðugur að vera búinn að kynna sér bók- ina sem myndin er nefnd eftir: The Art of War eftir hershöfð- ingjann Sun Tsu, sem var þeirrar skoðunar að hægt væri að vinna heilu stríðin án þess að lyfta fingri ef hugarfarið væri í lagi. Það er nú ekki alveg pottþétt að Churchill gamli hefði skrifað upp á þetta en það er alla vega svalt að hafa lesið skræðuna. Gella í spilinu En hver þarf einhvers staðar sínu höfði að halla og Neil leggur traust sitt á hina íðilfögru og ská- eygu Juliu Fang (Marie Matiko) sem vinnur sem túlkur hjá SÞ og er blönduð í málin. Saman leggja þau höfuðin í bleyti og reyna að veita vondu körlunum mótspyrnu svo allt fari nú ekki til helvítis. Það Leikaraliðið er annars í betri kantinum, kántrírokkarar eins og Michael Biehn, sem hefur leikið í óteljandi harðhausamyndum, James Hong, sem er álíka sjóaður í hrottaskap, og framatæfan ólseiga Anne Archer. Fremstur meðal jafningja er samt gamli drullusokkurinn Donald Suther- land sem á blóði drifmn feril að baki eins og allh vita en hann leikur aðalritara Sameinuðu þjóð- anna þrátt fyrir fölt litaraftið. Leikstjóri er svo Christian Dugu- ay sem á að baki myndir eins og The Assignment. Myndin er gráglettin blanda af steppdansi, sellótónlist og austurlenskum bar- dagalistum. Háskólabíó frumsýnir um helgina rómantísku gamanmyndina Den eneste Ene. Mynd- in, sem runnin er undan rifjum frænda okkar, Dana, fjallar um nútímakrísu þátttak- enda í lífsins leik sem vilja finna makann eina og sanna. Baunskt Ástargrínmyndin Den eneste Ene er helsta framlag Baunverja til þess flokks kvikmynda sem fjallar um nútímalegar ástarflækj- ur. Sögupersónurnar eru að þvæl- ast um og yfir þrítugt og kominn fllingur í mannskapinn að fara nú að festa ráð sitt og hætta að dingl- ast með tiltækum hjásvæfum út um borg og bý, en það er nú ekki svo einfalt, ónei. í stuttu máli er málið svona útlítandi: Lizzie og Niller vilja eignast barn en sakir sæðisslappleika verða þau að nálg- ast það markmið með ættleiðingu, með tilheyrandi veseni. Systir Lizzie girnist svo eiginmann henn- ar. Svo er það Stella, sem veður i körlum en vill bara eignast mann sem mætir ströngum kröfum tyrens tegn eða Hopsasa pá sengekanten, því miður myndu sumir segja. Það sem þessa mynd skortir i því að pylsan sé falin bætir hún hins vegar upp með dramatískum karakterflækjum, og svo gangast allh undir róttækar framfarir og persónuleikabreyt- ingar sem gera þá hæfari til að umgangast annað fólk. Áfram Danmörk, styðjum norræna sam- vinnu. hennar um gæjalegt ættarnafn, og hin sprengsálfræðilærða Mulle, sem getur aldrei klárað setningu og veitti kannski ekki af sma- hausun fyrir sjálfa sig. Allt þetta lið og fleira hrærist saman í mesta bíóhittara Dana hin Reyndar ber að geta þess, fyrir þá sem eru ekki alveg klárir á því hvað átt er við með „sprenghlægi- leg dönsk gamanmynd af bestu gerð um samskipti kynjanna", að þessi ræma á meira skylt með 01- senbanden ser rodt heldur en I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.