Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 7
Ifókus Vikan 17. nóvember til 23. november 1 i f i ð í kvöld frumsýna Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó, Akureyri, grín- og spennumyndina Nurse Betty. Það eru engir aukvisar sem eru í aðalhlutverkum, þau Renée Zellweger, Morgan Freeman, Chris Rock og Greg Kinnear. Betty horfir til bjartari framtíöar en glæponarnir tveir leggja á ráöin yfir tíu dropum, Plathjúkka í leit að platlækni Söguþráðurinn í Nurse Betty er nokkum veginn á þá leið að gengilbeinan Betty, sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, missir hluta af glórunni við það að sjá illfyglið eiginmann sinn veg- inn af tveimur farandfrílansmorð- ingjum. Hún fær þá fúgu í haus- inn aö hún sé trúlofuð sápulækni í sjónvarpinu og leggur land und- ir fót frá Kansas til að flnna hann í draumaborginni Los Angeles. Það viU hins vegar svo skemmti- lega til að í skottinu á bílnum hennar er dópið sem maðurinn hennar var drepinn fyrir og skúrkarnir fylgja í humátt á eftir henni í von um að ná stöffinu sem leiðir til allsvaðalegrar söguflækju. Einvalalið aðstandenda Hin fíngerða Renée Zellweger er sú leikkona í Hollywood sem eftirsóttust er um þessar mundir til að leika „góðu stelpuna", en eft- ir að hafa komið við sögu í manna- fælum eins og Texas Chainsaw Massacre 4 sló hún í gegn í Jerry Maguire. Síðan hefur hún upp- fyllt væntingar bíógesta um engil- inn í næsta húsi í myndum eins og The Bachelor. í þessari mynd er hennar karakter ljúfur og indæll eins og endranær en spurningin er hvort hún sé alveg með fulde fem þegar hún spænir út í busk- ann aö leita að draumaprinsinum úr imbakassanum. Þess má til gamans geta að hún Renée fyrirlít- ur yfirborðsmennskuna í Hollywood þannig aö ekki er hún nú alveg að leika sjálfa sig héma. Morðhundarnir tveir eru í hönd- um Morgans Freeman, sem er nú svo pottþéttur að það þarf ekki að ræða það frekar, og hraðkjaftsins augnstóra Chris Rock, sem á það til að lyfta á manni munnvikun- um. I hlutverki sápuleikarans er svo ljúfmennið Greg Kinnear, fjallmyndarlegur og indæll. Endurómun snilldarverka Leikstjórinn, Neil LaBute, gat sér fyrst gott orð með In the Company of Men, sem beindi kastljósinu að kvenfyrirlitningu á eftirminnilegan hátt, og fylgdi því eftir með framhjáhaldsdramanu Your Friends & Neighbors. Nú er hann kominn á grínvænni slóðir og hefur sankað að sér stórum nöfnum til að koma rössum í bió- sætin. Gagnrýnendur hafa verið á einu máli um að i Nurse Betty sé skokkað milli kvikmyndategunda á óvenjulega lunkinn hátt. Kerlinga- myndir um heimilið og Qölskyld- una eiga jafn mikið í henni og sí- gildu karlrembuvestrarnir, og sumir vilja líkja Betty við Dóróteu úr Galdrakarlinum í Oz. Menn- ingarvitarnir á kvikmyndahátíð- inni í Cannes gengu svo langt að veita henni verðlaun fyrir besta handritið þannig að hér er engin þynnka á ferðinni. Sjáið þessa eða verið ferköntuð að öðrum kosti. Bíóborgin Human Traffic Að verða fyrir bil er eitt, en það kemst enginn frá því lifandi að verða fyrir manneskju. En þessi mynd fjallar eimitt um það hversu öröugt er að fá ökus- kirteinið í mannlegum samskiptum. Sýnd kl.: 6, 8, 10 U-571 ★★ „Ef litið er fram hjá hnökrum og myndin og sagan tekin án hugleiðinga er U- 571 fín spennumynd “-HK Sýnd kl.: 10 íslenski draumurinn ★★★ Sýnd kl.: 6, 8,10 Buena Vista Social Club Sýnd kl.: 6, 8 Bíóhöl1in Nurse Betty Betty (Renee Zellwegerjer ekki hjúkka, en hún lifir sig ef til vill einum of vel inn í hlutverk hjúkrun- _ „ arfræðings, í gegnum ■ spítalasápuóperur. [íj*. Morgan Freeman og Chris Rock leita henn- ar ólmir þegar hún hverfur sporlaust, en af öðrum ástæðum en .qqjJgPPB þig grunar. Steikt 1 mynd en bragðgóð. Sýnd kl.: 3,30, 5,45, 8, 10,20 Chicken Run ★★★ „Húmorinn í Kjúklinga- flóttanum er einstaklega frumlegur og góður auk þess sem fígúrurnar eru vel heppnaöar og raddir eins og best verður á kosið." -HK- Sýnd kl.: 4, 6 The Exorcist Þetta er ein frægasta hryllings- mynd allra tíma, i þeim búningi sem leikstjðr- inn hefði helst kosið. Særingamaöurinn flæk- ist milli hverfa og rekur á undan sér fjörulalla og púka. Sýnd kl.: 8, 10,15 Gossip Sýnd kl.: 10 Space Cowboys Nokkrir gamlir refir úr geim- ferðaráætlunum NASA fá uppreisn æru á gamalsaldri. Snilldarteymi leikara. Sýnd kl.: 8 Asterix & Obeiix Sýnd kl.: 3,40, 5,45 U-571 ★★ (Sjá Bíóborg) Sýnd kl.: 10 Háskólabíó Den eneste ene Ef þú ert framhaldsskóla- nemandi fastur í kennaraverkfalli, er tilvallið að halda daunlenskunni ferskri meö bíóferð- um á danskar gæðaræmur. Eldra fólk verður að lesa textann. Sýnd kl.: 6, 8, 10 The Nutty Professor II Framhaldsmynd af endurgerðri mynd. Þetta hljómaði ekkert voðalega vel, ef ekki væri fyrir Eddy Murphy sem fer með hlutverk hnotuglaða prófesórs- ins og fjölskyldu hans allrar. Ef prump er eitt- hvaö sem fær þig til að veltast um af hlátri þá er þetta mynd sem þú lætur ekki ganga þér úr greipum Sýnd kl.: 5,45, 8,10,15 Chicken Run ★★★ (Sjá Bíóhöll -ES-) Sýnd kl.: 6 Lulu on the Bridge Enginn veit hvaö raun- verulega gerðist á brúnni, en af kynning- arplakatinu að dæma fór þar fram heljarinnar kossaflens. Sýnd kl.: 10 Dancer in the Dark ★★★★ „Ég mæli hins vegar mjög með því að þú drífir þig, lesandi góður, og dæmir fyrir þig.“ -ÁS- Sýnd kl.: 5,30 101 Reykjavík ★★★ Sýnd kl.: 8 Fantasía/2000 ★★ „Tónlistin er fín og teikningarnar stórkostlegar. Matreiöslan er það sem betur hefði mátt gera." -HK Kringlubíó Nurse Betty (Sjá Bíóhöll)Sýnd kl.: 5,40, 8, 10,20 Bedazzled Brendan Fraser gengur eitthvað illa i kvennamálunum og fær aðstoð djöfuls. Sýnd kl.: 4, 6, 8 The Exorcist (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 8, 10,30 The Kid Bruce Willis hefur gleypt ótæpilegt magn geðlyfja og hittir æskumynd sjálfs sins í eiturvímunni. Ekta Disneymynd. Sýnd kl.: 3,45, 5,50,10 Laugarásbíó The Arse of War Wesley snípur nuddar sér upp við glæpa- hyski, eins og svo oft áður og lítur á kónana hvasseygður þegar hann segir:“Þekkir þú óvini þína?" Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 The Cell Jennifer Lopez leikur í þessum trylli og ekki ergott að átta sig á því hvers kyns mynd er hér á ferðinni, en falleg er hún gleðikonan á henni. Sýnd kl.: 10 Drowning Mona Það fer að miklu leyti eftir smekk manna, en sumum finnst eggin frá Mónu þara svo vond á þragðiö að þeir vilja drekkja þeim. Sýnd kl.: 6, 8 _________ Shaft Shaft er einn [ vígalegasti negrinn á svæðinu og þegar hann er leikinn af Samuel L. Jackson lokast hringurinn. JUha Þetta er endurgerð af klassískri biómynd. Synd ki : 6. 8. 10 Regnbogmn U The Art of War iSjn Laugarásbíó) Sýnd kl.: 5,40, 8, 10,20 What Lies Beneath ★★ „Það er hálffúlt aö það fólk sem stendur að What Lies Beneath skuli ekki geta gert betur." -gse Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 MU- Beyond the promised land Hér fara leik- menn Manchester ógn lengra heldur en til fyr- irheitna landsins, enda allt á öðrum endanum í ísrael um þessar mundir og öruggara aö fara bara til Egyptalands eða Jórdaníu. Ef þú fílar Rauðu djöflana er þetta ábyggilega ágætis- ræma, ef ekki þá ekki. Sýnd kl.: 4, 6 Sýnd kl.: 10 Loser Það er leiðinlegt að vera talinn aum- ingi. Aumingjar eiga litlum vinsældum að fagna hjá lauslátum kvenmönnum, en það breytist allt í bíómyndum. Sýnd kl.: 8 Stjörnubíó Snatch Snatch er frá þeim hinum sama manni, sem gerði LS2SB sér og öðrum að gamni. Ekki á þessi að vera síðri en sú, en um hvað hún er hafa fæstir klú. Sýnd kl.: 6, 8, 10 Blg Momma’s House ★ „Er Martin Lawrence jafngóður gamanleikari og Eddie Murphy?" Svarið hlýtur að vera neitandi.-HK Sýnd kl.: 6 MU- Beyond the promised land (Sjá Regnbogann) iSýnd kl.: 8, 10 Bíóborgin við Snorrabraut frumsýnir í kvöld bresku myndina Human Traffic. Myndin hefur fengið rífandi dóma en hún fjallar um partískrímsli sem hella sér í klúbbana yfir eina helgi. Lifað fyrir helgartraffíkina Human Traffic er frumraun leikstjórans Justin Kerrigan sem var, aö sögn, píndur af kennara sín- um tO að demba sér í verkefnið að lokinni útskrift úr kvikmyndaskóla frekar en að slaka á og sjá heiminn. Hún er þó ekki óþroskaðri en svo að henni hefur verið lýst sem „síð- ustu frábæru mynd tíunda áratug- arins“ í breska menningarvitablað- inu The Guardian og hefur mokað inn ósæmUegum fjárhæðum miðað við mynd sem var gerð fyrir hér um bU engan pening. Atburðarásin á sér stað yfir eina helgi og snýst um partUjón í velsku smáborginni Cardiff sem eru staðráðin í að taka sér 48 klukkustunda frí frá um- heiminum og áhyggjum lífsins. í staðinn fyrir djúpan og flókinn söguþráð höfum við stanslausa klúbbakeyrslu og stuð, ást og kyn- lff, dópneyslu og pælingar undir áhrifum, sem virka frábærlega merkUegar meðan á þeim stendur en eru gufaðar upp með stuðinu að morgni. Eins og venjan er um breskar myndir um fólk í yngri kantinum, sem er ekki í Hjálpræð- ishemum, hefur þessari mynd ver- ið líkt við Trainspotting, en það er eins gott að gleyma þeirri samlík- ingu sem fyrst. Leikararnir eru ungir og óreyndir og hafa örugg- lega þegið sultarlaun fyrir óeigin- gjarnt framlag sitt. Þeir hafa þess vegna aUt að vinna og marka sér orðspor með þessari mynd frekar en öfugt. Tónlistin bindur svo myndina saman en það eru snUI- ingar eins og Fatboy Slim, Arm- and Van Helden, Orbital, Und- Reykjavík: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavikurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. ★SUBWRY* Ferskleiki er okkar bragó '.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.