Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 1
cr cr ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 Reykingar auka víðáttufælni Bls. 23 Tal opnar fyrir GPRS Bls. 21 140 GB diskur Bls. 20 tölvun tækni og vísinda PlayStation Stærsta og virtasta tölvusýningin sem haldin er á banda- rískri grund er Com- dex. Sýningin er hald- in tvisvar á ári og var seinni sýning þessa árs haldin í síðustu viku. Eins og fyrri daginn hélt tölvumó- gúllinn Bill Gates ávarp við opnun sýningarinnar þar sem hann ræddi framtíðina í tölvuiðnaðinum. Meðal þess sem Gates sagði var að þrátt fyr- ir tilkomu fjölmargra nýrra tækja sem nú gætu tengst Netinu væru dag- ar gömlu góðu heimilistölvunnar langt í frá taldir. Ástæðuna' fyrir þessu segir hann vera þá að flest þessara litlu nettengdu tækja, s.s. handtölvur og farsímar, svo eitthvað sé nefnt, ráði ekki við allar þær upp- lýsingar sem komi til með að renna um Netið. Sem dæmi tók hann .Net- áætlun Microsoft um að leigja hug- búnað yfir Netið, eitthvað sem litlu tækin réðu ekki við. Einhverjir hafa sjálfsagt brosað út í annað þegar Gates kom með þessa yfirlýsingu þar sem Microsoft er nú stærsti framleið- andi heimilistölva og fer varla að tala á móti þeim. Eitt sem vakti athygli á Comdex var sú staðreynd að .Com fyrirtækin sáust varla. Síðustu tvær sýningar hafa verið yfirfullar af netfyrirtækj- um. Það hefur hins vegar harðnað á dalnum hjá þeim fyrirtækjum og flest þau sem voru á síðustu sýningu er annaðhvort komin á hausinn eða hafa hægt um sig. í staðinn var mik- ið um nýjungar á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar og er hægt að finna umfjöllun um nokkur forvitnileg tæki og forrit á opnunni í Heimin- um. * „Sýrð“ geðhjálp I Bandarikjunum er nú nokkuð merkileg gerjun í gangi innan geðhjálpargeirans. Þar hafa nokkrir geð- læknar og sálfræðingar byrjað að nota ofskynjunarlyf eins og ecstasy, LSD, sveppi o.s.frv., við meðferð á sjúklmg- um sínum. Ein af rökunum sem þeir halda fram er að með því að nota of- skynjunarlyf eigi fólk auðveldara með að muna erfið atvik úr lífi sínu. Fólk „trippar" undir eftirliti og fer síðan í gegnum reynslu sína með læknum sínum seinna meir. Samkvæmt viðtöl- um sem birtust á veftímariti Wired er fólk afar ánægt með þessa meðferð og segir hana gera kraftaverk. Mikil andstaða er gegn geðmeðferð sem þessari og háværar mótmæl- araddir hafa heyrst, enda eru þetta ailt ólögleg eiturlyf sem notuð eru. Þetta hefur valdið því að meðferðir sem þessar eru haldnar á leynilegum stöðum og fólk kemst aðeins í þær með því að þekkja rétta aðila. Nýr flokkur dýra Danskir vísinda- menn segjast hafa uppgötvað nýjan flokk dýra sem lifir í köldum vatnsupp- sprettum á Grænlandi. Dýrin eru aðeins um einn tíundi úr millímetra og hafa hlotið fræðiheitið Limnogn- athia maerski. Dýrin, sem fundust í sýnum sem tekin voru árið 1996 í kaldri lind á Diskóeyju, eru af sömu tegund og önnur nýuppgötvuð tegund smá- dýra sem eiga það sameiginlegt að hafa flókna kjálka. Eftir miklar rannsóknir varð niðurstaðan sú að aðeins kvendýr var að finna í sýn- inu og var gerð árangurslaus leit að karldýrum en ekkert gekk. Þetta hefur valdið því að kenning er uppi um að kvendýrin fjölgi sér með skiptingu. Rannsóknir á dýrunum eru hins vegar bara nýbyrjaðar og margt eftir órannsakað í sambandi við starfsemi og lifnaðarhætti. Vísindamennirnir sem fundu dýr- in telja að margar aðrar smáverur séu eftir órannsakaðar. LlííuuÓí E v Okeypis smáauglýsingar! ►I Gefins -alltaf á miövikudögum ►! Tapað - fundið -alltaf á þriðjudögum DV Smáauglýsingar 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISII*.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.