Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 18 mm ' M| rMtfÍiSaáii* ■ ■wll'VI'SCI tölvui takni og visinda Ööruvísi tölvuleikur á markaðinn fyrir jól: Pikkað til dauða The Typing of the Dead er í öllu eins og fyrirmynd hennar þar sem hlaupið er um og uppvakningar drepnir í gríð og erg með til- heyrandi subbuskap. Það er þó grundvallar mismunur á leikjunum ' þar sem skotvopnum hefur nú verið skipt út fyrir lyklaborð, í orðs- ins fyllstu merkingu. Persónur þær sem spilarar stjórna ganga um með lyklaborð í brjóst- hæð í stað þeirra handvopna sem House of the Dead býður upp á. Leikurinn er örugglega ekki ætlað- ur yngri kynslóðinni til að æfa rit- vinnsluna enda House of the Dead leikimir þekktir fyrir allt annað en H.C. Andersen ævintýrablæ. Hins vegar geta blóðþyrstir einkaritarar sem og aðrir sýndarveruleikaofbeldis- seggir brett upp ermarnar og farið að þjálfa fingurna. Nú fyrir jól er væntanlegur á markaðinn tölvu- leikur sem hefur það fram yfir marga aðra leiki að einbeita sér ekki aðeins að skemmtanagildmu. Um er að ræða endurgerð á Dreamcast- leiknum vinsæla House of the Dead 2. Leikurinn heitir nú The Typing of the Dead (í. Ritvinnsla hinna dauðu) og er meginmarkmið leiksins að æfa fólk í ritvinnslu, eins og nafnið gefur til kynna. The Typing of the Dead er í öllu eins og fyrirmynd hennar þar sem hlaupið er um og uppvakningar drepnir í gríð og erg með tilheyrandi subbuskap. Þaö er þó grundvallarmis- munur á leikjunum þar sem skot- vopnum hefur nú verið skipt út fyrir lyklaborð, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar hálfrotinn uppvakningur nálg- ast spilarann þarf að pikka inn orð sem birtist í kassa fyrir framan óarga- dýrið. Um leið og sleginn er réttur stafur hverfur hann og svo koll af kolli. Ef ekki er slegið á réttan staf þá fer stafurinn ekki fyrr en búið er að pikka hann inn. Þegar fólk verður fljótara og öruggara á lyklaborðinu gengur hraðar að drepa uppvakning- ana og þeim mun fleiri stig fást fyrir drápið. - ritvinnslukennsla fyrir fullorðna Netspilunarmöguleiki er fyrir hendi þar sem vinir geta hvílt sig á gegndarlausu byssugelti og herkænskubrölti með því aö pikka hver annan til dauða í The Typing of the Dead. Bannaö innan... Fimm spilamöguleikar eru í leikn- um: Spilakassavalkostur, æfingaval- kostur, Originalvalkostur þar sem spilarinn safnar hlutum í stað stiga, tveir erfiðustu valkostirnir kallast Boss og Drill þar sem virkilega reynir á pikkhæfileika fólks auk þess sem einn falinn spilavalmöguleiki er fyrir hendi. Drill mun vera sérstaklega erf- iður þar sem þarf að drepa ákveðinn fjölda uppvakninga innan ákveðins tíma o.s.frv. Leikurinn skiptist í 6 kafla og er netspilunarmöguleiki fyrir hendi. Fimm erfiðleikastig eru í leikn- um sem hægt er að breyta eftir því sem fingurnir renna fimar yfir lykla- borðið. Rannsókn á fylgikvillum reykinga: Konur í meiri hættu en karlar - með að fá öndunarfærasjúkdóma Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í norsku sýslunni Nord-Trondelag sýndu fram á það að konur sem reykja eru í mun meiri hættu á þjást af öndunarerfiðleikum en þján- ingarsystkini þeirra af hinu kyninu. Yfir 65.000 manns tóku þátt í rannsókninni þar sem hlutfoll reyk- ingamanna voru 30% fyrir karl- menn en 31% fyrir konur. Vísinda- menn fengu þá niðurstöðu að önd- unarerfiðleikar, svo sem hósti, blíst- ur við öndun og andleysi við hreyf- ingu, voru algengari hjá konum en körlum. Ástæða þessa er talin vera sú að þrátt fyrir að vera með minni öndunarveg og lungu þá draga þær Konur eru meö minni öndunarfæri en karlar en draga jafnmikið ofan í sig sem þýðir hærra hlutfall skaölegra efna. jafnmikið af reyk að sér og karl- menn. Þetta þýðir konur fá hærra hlutfall skaðlegra efna í sig við hvern smók. Annað sem kom fram var fylgni stórreykingakvenna og astmatilfella. Því fleiri sígarettur á dag sem konur reyktu þeim mun meiri hætta var á að þær fengju astma. Af þeim sem reyktu meira en 20 sígarettur á dag var hlutfall astmasjúklinga meira en ein af hverjum tíu. Engin þess háttar fylgni fannst hjá körlum. Vísindamenn hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum þar sem hlut- fall ungra kvenna sem reykja fer hækkandi víðast hvar. Þetta gæti þýtt aukningu á sjúkdómum sem oft fylgja reykingum, s.s. bronkítis, lungnaþembu og sumum gerðum lungnakrabbameina. Yfir 65.000 manns tóku þátt í rannsókn- inni þar sem hlutföll reykingamanna voru 30% fyrir karlmenn en 31% fyrirkonur. Vís- indamenn fengu þá niðurstöðu að öndun- arerfiðleikar svo sem hósti, blístur við önd- un og andleysi við hreyfingu voru al- gengari hjá konum en körlum. Merkileg uppgötvun á Madagaskar: Þrjár nýjar tegundir músalemúra - hluti elstu apategundar heims Vísindamenn sem voru að gera rannsóknir í skógum á vestur- hluta eyjarinnar Madagaskar, úti fyrir austur- strönd Afriku, gerðu merkilega upp- götvun. Við rannsóknirnar uppgötv- uðu þeir þrjár nýjar tegundir músal- emúra sem eru smávaxnir apar. Höf- uð þeirra er á stærð við þumalputta og þeir vega tæp 500 grömm. Staðfest- ing þess að um nýja tegund væri aö ræða fékkst með rannsóknum á erfða- efni apanna. Lemúrar munu vera elstu núlifandi dýr af prímataætt, sem m.a. telur mannfólkið, og eru elstu steingerving- ar þeirrar tegundar um 58 milljón ára gamlir. Þetta gerir þá afar mikilvæga í augum vísindamanna sem geta bor- ið saman lemúra og aðra prímata út frá líffræði og þróun lemúranna. Við rannsóknirnar uppgötvuðu þeir þrjár nýjar tegundir músa- lemúra sem eru smá- vaxnir apar. Höfuð þeirra er á stærð við þumalputta og þeir vega tæp 500 grömm. Lemúrar eru elsta núlifandi apategundin, elstí steingervingurinn 58 milljón ára, sem gerir þá mikilvæga í samanburðarrannsóknir viö aðra prímata, s.s. menn. Þessar rannsóknir eru í hættu því margar tegundir lemúra sem og ann- arra dýra- og plöntutegunda, sem flest fyrirfinnast aðeins á Madagaskar, eru í útrýmingarhættu vegna skógar- höggs á eynni. Nú þegar er búið að eyða 90% af upprunalegum skógum eyjarinnar og virðist ekkert lát ætla verða þar á nema gripið verði til rót- tækra aðgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.