Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 21 ■ ■lllllll tölvun t*kni og vísinda Stafræn tækni komin í handskrift: Beint af pappír í tölvu Sænska fyrir- tækið Anoto kynnti i síð- ustu viku nýj- ung sem gerir fólki kleift að flytja það sem það skrifar á blað beint yfir í næstu PC-tölvu, handtölvu eða far- síma. Til þess að gera þetta mögu- legt hefur það hannað sérstakan pappir og penna. Pappírinn er kailaður stafrænn þó ekki séu nein raftæki i honum. Hann er hins vegar alsettur litlum prentuðum punktum sem auð- kenna hverja blaðsíðu, eins konar kennitala, t.d. til að auðkenna dag- setningu á blaðsíðu í dagbók/filó- - eöa eitthvert annað stafrænt tæki Þaö sem er skrifað á pappírinn fer beint í næstu tölvu eöa önnur stafræn tæki og vist- ast þar meö hjálp blátannartækninnar. faxi. Penninn er hins vegar eins rafrænn og hægt er. Hann lítur út eins og blekpenni en inniheldur blátannarsendi, litla myndavél, myndvinnsluörgjörva auk bleks, að sjálfsögðu. Myndavélin í pennanum fylgir hreyfingum pennans á blaðinu, auk þess að lesa punktana og send- ir það í næsta samskiptatæki sem er með blátannarmóttakara. Þar er það sem skrifað var vistað á rétt- um stað, allt eftir því hvað punkt- arnir segja til um tilgang pappírs- ins. Að sögn Anders Tormod, vara- forstjóra Anoto, er þegar búið að gera samninga við alla helstu framleiðendur skrifstofubúnaöar. Myndavélin í pennan- um fylgir hreyfingum pennans á blaðinu, auk þess að lesa punktana og sendir það í næsta sam- skiptatæki sem er með blátannarmóttakara. Þar er það sem skrifað var vistað á réttum stað, allt eftirþví hvað punktarnir segja til um tilgang pappírsins. Anoto er búið að gera gagnagrunn með milljörðum mismunandi punktasamsetninga sem auðkenna eiga blaðsíðumar og mun svo láta samstarfsaðilum sínum það í té. Fólk getur ekki alveg hlaupið út í búð á nóinu og fjárfest í þessum nýju græjum. Anoto stefnir hins vegar á að það verði hægt stuttu eftir mitt næsta ár. Framfarir í þrívíddartækninni: Heilmyndir orðnar að raunveruleika - ekki bara til í vísindaskáldskap Þeir sem hafa séð fyrstu Star Wars-myndina muna sjálfsagt eftir atriðinu þar sem R2D2 spilar skilaboð frá Leu prinsessu fyrir Loga geim- gengil og C3PO þar sem Lea birtist Einföldustu tækin sem notuð eru við að fram- kalla heilmyndimar nota flókna samsetn- ingu á linsum og speglum sem varpa myndinni upp þannig að hún virðist svífa f lausu lofti. sem þrívíð heilmynd. Þetta þótti fjarstæðukennt í meira lagi og þyk- ir sjálfsagt mörgum enn. Starfsfólk bandaríska fyrirtækis- ins Dimensional Media (DM) er hins vegar ekki á sama máli. Fyrirtækið er nú byrjað að setja á markað tæki sem gerir einmitt þetta, varpar fram þrívíðum myndum, kallaðar heil- myndir, á ekkert. Fyrirtækið sýndi þessa nýju tækni í sýningarbás sín- um á Comdex-tölvusýningunni í Bandaríkjunum í síðustu viku. Einfoldustu tækin sem notuð eru við að framkalla heilmyndirnar nota ílókna samsetningu á linsum og speglum sem varpa myndinni upp þannig að hún virðist svífa í lausu lofti. Einnig eru til flóknari tæki þar sem hægt er að varpa upp heilmyndum sem hreyfast. Eins og tæknin er í dag er aðeins hægt að varpa upp yfirborði hluta. DM stefnir hins vegar á að koma á markað með tölvu sem getur varpað upp heil- myndum sem sýna hlut inn í hlut og myndi það verða á næsta ári. Slíkt tölva gæti nýst á marga vegu, s.s. í heilbrigðisþjón- ustu, á teiknistofum og í hernaði. Sem dæmi væri hægt að nýta það við röntgenmyndatökur við leit að heilaæxlum. Þá er hægt að varpa upp mynd af höfðinu og æxlinu inni í því. Með þessu væri hægt að fá nákvæma staðsetn- ingu æxlisins. Einnig er síðan hægt að varpa mynd- inni á höfuð sjúklingsins Þaö er spurning hvort höfundar vísindaskáldskapar á borö viö Star Trek og Star Wars og fá þá nákvæma stað- sjá fyrir sé framtíöina eöa hreinlega gefa hugvitsmönnum hugmyndir til aö vinna meö, setningu á hvar ætti að eins og meö heilmyndatæknina. skera. pBBBSSBBSBi Ekki Siðastliðinn fostudag opnaði Tal hf. fyrir GPRS-þjónustu sína. Með því opnast mögu- leiki fyrir notendur GSM-síma að vera sítengdir við Netið og nota far- símann sinn til að t.d. athuga tölvu- póst og skoða heimasíður. Opnaö fyrr en áætlað var Þótt kerfið sé nú opið er ekki þar með sagt að fólk geti hlaupið til og fengið sér GPRS-þjónustuna. Þórólf- ur Árnason, forstjóri Tals, segir meginástæðuna fyrir þvi vera skort á símtækjum og allur lager- inn hjá Tal sé tómur. „Við erum hins vegar byrjuð að búa til biðlista og munum deila út símum um leið og þeir berast." Símarnir sem Tal hefur ákveðið að selja í fyrstu eru frá Motorola og hafa að sögn Þórólfs komið best út úr prófunum bæði hjá Tal sem og hjá fyrirtækjum erlendis. Ericsson hefur einnig hannað sima sem hægt er að nota en hann er ekki fullkláraður. Síðan er Nokia líklega BBBBaBBBBHBBBBBBBBHBBBBaBBBBBBBBBBBBBBBflBflBBBBBBBBBflBBBBBBBBBBBflBBBBBBBBBBBBBBBBBflBBHBBflBBBBflBBBflBBI Tal hf. opnar fyrir GPRS þjónustu: nógu margir símar til - aöeins Qögur fyrirtæki sem fá síma til byrja meö Motorola-síminn hefur komiö best út tækjum erlendis. að kynna síma á næstunni. í fréttatilkynningu, sem Tal hf. sendi frá sér fyrir stuttu, kom fram að ætlunin væri að opna kerfið al- menningi i desember næstkomandi. Aðspurður hvers vegna búið væri að opna nú segir Þórólfur að próf- anir á kerfinu hafi gengið vel og því er GPRS nú komið í loftið. í prófunum hjá Tal sem og hjá fyrir- Nýtist í að senda myndir í vinnslu Fjögur fyrirtæki fá að ríða á vað- ið með notkun GPRS-kerfisins. Þau eru Hans Petersen hf., Tæknival hf., Olíudreifing hf. og Morgunblaðið og Mbl.is. Karl Þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hans Petersen, telur GPRS koma til með nýtast vel fyrir fyrirtækið sem nú er komið með verslun sem sérhæfir sig í staf- rænni vinnslu mynda. „Við höfum að undanfomu verið að þróa þann möguleika að fólk sendi okkur staf- rænar myndir á Netinu úr heima- tölvu sinni tU útprentunar á ljós- myndapappir eða til geymslu. Nú sjáum við fyrir okkur að til viðbót- ar verði hægt að gera þetta þar sem fólk er að taka myndir hverju sinni, án þess að þurfa tölvutenginguna. Þá þarf í raun ekkert nema GSM/GPRS-sima og stafræna myndavél og þá er hægt að senda okkur myndir til prentunar, geymslu eða skoðunar. Ætlun Hans Petersen er að vera með í þróun GSM/GPRS-þjónustu Tals strax frá byrjun og jafnframt munu starfs- menn okkar nýta sér þessa tækni til fulls.“ Ómar örn Ólafsson, ráðgjafi hjá Tæknivali, er sama sinnis og Karl Þór um að GPRS eigi eftir að nýtast fyrirtæki hans vel. „Við sjáum með- al annars fyrir okkur að þessi nýja tækni komi til með að spara tækni- mönnum okkar sem eru að vinna Þótt kerfið sé nú opið er ekki þar með sagt að fólk geti hlaupið til og fengið sér GPRS- þjónustuna. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir megin- ástæðuna fyrirþví vera skort á símtækj- um sem í boði eru og allur lagerinn hjá Tal é tómur. úti í bæ mikinn tíma og fyrirhöfn. Þeir geta tengt sig inn á þjónustu- kerfi okkar á vefnum með GPRS- símum og fartölvu hvar sem þeir eru staddir og skráð þar verklýsing- ar og upplýsingar um viðhald og viðgerðir og fengið að vita um næsta verkefni. Allar upplýsingar verða mun nákvæmari og þetta stuðlar að milliliðalausum sam- skiptum í rauntíma með tilheyr- andi sparnaði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.