Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2000, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 22 esa tölvui takní og vísinda Gömlu spilastokkarnir geta enn gert gagn: Bridds örvar ónæmiskerfið I--—Hver vill ekki halda heilsu i . 'éf j fram í rauöan I I 0 I l -j 0 i dauðann? Finn- j ið þá bara gamla spila- smaliö saman liði í bridds. Já, rannsókn vísindamanna við Kali- fomíuháskóla í Berkeley bendir nefnilega til að fleiri ónæmisfrum- ur sé að finna í þeim sem spila bridds. „Fólk gerir sér grein fyrir að viljastýrt atferli eins og jákvætt hugarfar og bænir geta haldið okk- ur heilbrigðum," segir Marian Diamond, líffræöiprófessor við Berkeley. Rannsókn Diamond, sem hún kynnti á ráðstefnu í New Orleans fyrir skömmu, er ef til vill fyrsta vísbending þess að heilabörkurinn „Fólk gerir sér grein fyrir að viljastýrt atferli eins og jákvætt hugar- far og bænir geta haldið okkur heilbrigð- um,“ segir Marian Dia- mond, líffræðiprófess- or við Berkeley. Þeir sem stunda þá heillandi list aö spila bridds eru líklega meö öflugra ónæmiskerfi en hinir sem aldrei hafa botnaö neitt í þessu höfðingjaspili. í mönnum, sem er viljastýrður, geti átt þátt í að örva ónæmiskerf- ið. „Þessi gögn, þótt þau séu aðeins hin fyrstu, sýna að heilastarfsemi hefur áhrif á ónæmiskerfið og þau renna stoðum undir þann mögu- leika að við getum lært að vilja- stýra magni hvítra blóðkorna til að berjast gegn sjúkdómum," segir Marian Diamond. Rannsókn Diamond byggir á fimmtán ára rannsóknum á heil- um úr rottum og músum. Vísinda- menn hafa verið að leita i þeim að ákveðnu svæði á heilaberkinum sem gæti átt hlut að máli í ónæm- issvörun líkamans. Þegar kom að mannlegum þætti rannsóknar þessarar ákvað Dia- mond að leita til briddsklúbbs kvenna í Orinda í Kaliforníu. Ákveðið var að velja briddsspilara þar sem líklegt var talið að bridds örvaði það svæði heilans sem kynni að hafa áhrif á ónæmiskerf- ið. Tólf konur á áttræðis- og níræð- isaldri tóku þátt í rannsókninni. Þeim var skipt upp í þrjá hópa og þær voru látnar spila bridds í hálfa aðra klukkustund. Blóðsýni voru tekin fyrir og eftir spila- mennskuna. I ljós kom að bridds- spilið jók magn CD-4 jákvæðra T- frumna, það er hvítu blóðkorn- anna sem ferðast um líkamann í leit að óboðnum gestum eins og veirum og öðrum ámóta kónum. Diamond ítrekaði að þetta væru aðeins fyrstu niðurstöður. Frekari rannsókna væri þörf til að fá á hreint sambandið milli heilabark- arins og ónæmiskerfisins. Unglingar ættu aö láta sígaretturnar alveg eiga sig: Reykingar auka víðáttufælni Unglingar sem reykja sigarettur eru í meiri hættu á að þjást af kvíðaköstum og felmtursröskun- um en reyklausir jafnaldrar þeirra. „Unglingar sem reyktu pakka á dag voru fimm sinnum líklegri til að fá felmtursröskun, fimm sinnum lik- legri til að fá víðáttufælni og meira en tólf sinnum líklegri til að fá kvíða- köst við upphaf fulloröinsáranna," segir bandaríski vísindamaðurinn Jeffrey Johnson sem starfar við hinn virta Columbia-háskóla í New York og við geðlæknastofnun New York- ríkis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl þama á milli en ekki var ljóst hvort kom á undan, reykingamar eða tilhneigingin til að fá slíkar raskanir áður en reykingarnar byrjuðu, kem- ur fram í skýrslu vísindamannanna. „Þetta eru fyrstu niðurstöður lang- tímarannsóknar sem gerð var úti í Reykingar ungiinga geta valdiö alvarlegum kvillum viö upphaf fulloröinsár- anna, segir í niöurstööum rannsóknar bandarískra vísindamanna. samfélaginu til að sýna fram á að miklar reykingar á unglingsárum tengist aukinni hættu á að fá víðáttu- fælni, felmtursraskanir og kvíðaköst á fyrstu fuilorðinsáranum," segir í skýrslunni sem birtist í tímariti bandarisku læknasamtakanna. Johnson segir í yfirlýsingu sem hann lét sjálfur frá sér fara að ung- lingar geti dregið úr likunum á að þjást af áðurnefndum röskunum síð- ar meir með því að byrja aldrei að reykja. Foreldrar og kennarar og starfsfólk heilbrigðisstétta eigi að nota þessar upplýsingar í baráttu sinni gegn reykingum unglinga. Niðurstöðurnar byggja Johnson og félagar á rannsóknum á 976 fjölskyld- „Unglingar sem reyktu pakka á dag voru fimm sinnum Ifklegri til að fá felmtursröskun, fimm sinnum líklegri til að fá viðáttufælni og meira en tólfsinnum líklegri til að fá kvíða- köst við upphaf full- orðinsáranna,“ segir bandaríski visinda- maðurinn Jeffrey Johnson. um í New York-ríki sem valdar vom af handahófi. Alls var talað við 688 unglinga á árunum 1985 og 1986 en þá var meðalaldur þeirra sextán ár. Aft- ur var talað við unglingana á árunum 1991 og 1993 þegar þeir vom 22 ára að meðaltali. Þótt ekki liggi ljóst fyrir hvað það er í fari reykingamanna sem kemur felmtursröskunum af stað benda fyrri rannsóknir til að lélegri öndun og meint kvíðavaldandi áhrif nikótíns kunni að koma þar við sögu. Merk 400 ára gömul landbúnaðarmannvirki í Amazon: Bændur í smiðju hjá frumbyggjum Nútímabændur heföu gott af því aö stúdera hvernig frumbyggjar Ameríku fyrir fjögur hundruö árum fóru aö því að temja landið og gera þaö ræktan- legra en þaö var frá náttúrunnar hendi. Bændur nú tU dags gætu lært heilmikið af frumbyggjum Ameríku sem stunduðu ræktun á votlendu Amazonsvæðinu fyrir fjögur hundrað áram. Vísindamenn hafa fundið sann- anir fyrir því að íbúar í Baures-héraði í bólivíska hluta Amazonsvæðisins umbreyttu hitabeltisgresjunni, sem flæðir yfir á regntímanum, í blómlegt ræktarland sem gat séð miklum fjölda manna farborða. „Fyrir komu Evrópubúa beittu frumbyggjar Ameríku á þessu svæði vitneskju sinni um vatnafræði, jarð- veginn, vistfræði og landbúnað til að búa til land sem gaf mikið af sér,“ seg- ir Clark Erickson við fornleifa- og mannfræðisafn Pennsylvaníuháskóla. Erickson fór fyrir hópi bandarískra *og bóliviskra visindamanna sem upp- götvaði flókið kerfi áveituskurða, upp- Erickson og sam- starfsmenn hans segja í grein í tímaritinu Nat- ure að sennilega hafi innfæddir hætt að nýta sér mannvirkin í kringum aldamótin 1700, eftirkomu spænskra trúboða sem fluttu með sér farsóttir frá Evrópu. hækkaðra vega, tjarna og stiflna sem íbúamir notuöu til að stjórna ferðum vatnsins og til að veiða fisk á regntím- anum. Mannvirki þessi náðu yfir fimm hundrað ferkílómetra svæði. „Þeir umbreyttu landslaginu og bættu við það,“ segir Erickson í sam- tali við fréttamann Reuters. Erickson og samstarfsmenn hans segja í grein í tímaritinu Nature að sennilega hafi innfæddir hætt að nýta sér mannvirkin í kringum aldamótin 1700, eftir komu spænskra trúboða sem fluttu með sér farsóttir frá Evr- ópu. Engu að síður hafa mannvirki þessi enn áhrif á gróður og fjölbreytni lífríkisins á þessum slóðum. Fiskagildrurnar eru svipaðar að gerð og þær sem frumbyggjar í Bólivíu og öðram svæðum í Ameríku- ríkjum gera sér enn þann dag í dag en flóknari þó. Warwick Bray frá University Col- lege í London segir í annarri grein í Nature að rannsóknir Ericksons og fé- laga sýni að fornleifafræðingar hafi heilmikið fram að færa þegar land- búnaður er annars vegar. Mestar loftslagsbreyting- ar hjá fátækum Líklegt þykir að 1 þau lönd sem j losa minnst af í svokölluðum gróðurhúsaloft- tegundum út í j andrúmsloftið muni verða verst fyrir barðinu á hækkandi hita- stigi á jörðinni. Tímaritið New Scientist segir frá því að vísindamenn við Tyndall-rannsóknarstofnunina í loftslagsbreytingum á Englandi spái því að í sumum löndum verði hækkun hitastigsins tvisvar sinnum meiri en annars staðar, til dæmis eigi eftir að verða enn heitara en nú er í löndum á borð við Kasakstan og Sádi-Arabíu. Og nóg er það nú samt. Mike Hulm, forstjóri Tyndall, segir að í skýrslu stofnunarinn- ar komi fram hversu mikið eigi | eftir að hitna í ýmsum löndum og hvaða áhrif það muni hafa á i þau. Lönd eins og Afganistan, Eþíópía, Sierra Leone og Tansanía verða verst úti en | minnst áhrif mun hækkandi j hitastig hafa á Lúxemborg. Líkamsræktin vel virði áhættunnar Þótt líkurnar á ; hjartaáfalli auk- j ist umtalsvert þegar hraustlega er tekið á í lík- amsræktinni er langtímaávinningurinn af einmitt slíkri líkamsrækt það mikill að vel er þess virði að taka áhætt- ; una. Þetta kemur fram i niður- stöðum tólf ára rannsókna á meira en tuttugu þúsund læknum af karlkyni. Vísindamenn við Brigham and Women’s Hospital í Boston, undir stjórn Christine M. Albert, komust að raun um að karlar sem stunduðu likamsrækt sjaldnar en einu sinni í viku voru sjö sinnum líklegri til að deyja skyndilega á meðan á æfingum stóð eða strax að þeim loknum en karlar sem æfðu að minnsta kosti fimm sinn- um í viku. Albert og félagar hennar segja í New England læknablaðinu að hressileg líkamsrækt gagnist það mikið í baráttunni gegn hjarta- sjúkdómum að hún sé vel áhætt- unnar virði. Hraðall missti af týnda hlekknum Stærsta öreinda- hraðli heimsins hefur nú verið lokað fyrir fullt og allt eftir að honum mistókst að finna öreindina sem talin er geta lokið upp öllum leyndardóm- um alheimsins. Ekki munaði þó miklu að ætlunarverkið tækist. Evrópska kjarnorkurannsókn- arstofnunin (CERN) í Genf hefur ákveðið að slá leitinni að svokall- aðri Higgs-bóseind á frest þar til nýr og öflugri öreindahraðall verður tekinn í gagnið árið 2005. Það var skoski eðlisfræðingurinn Peter Higgs sem fyrstur manna setti fram kenningar um öreind- ina á sjöunda áratugnum tfl að skýra hvers vegna efni hefði massa. LTiii- h'J'dtíl aaaiBgis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.