Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Tveir menn sem ákæröir eru fyrir aö hafa valdið pari líkamstjóni á Café Amsterdam: Séra Jakob Rolland: Dyraverðir kallaðir „fjandans útlendingar“ - stúlkan varö nánast blind á ööru auga og krefst fjögurra milljóna króna í bætur 26 ára þeldökkur karlmaður, sem var dyravörður á Café Amsterdam í nóvember á síðasta ári, segir að par sem hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á með spörkum og höggum hafi meðal annars kallað sig „fjand- ans svertingja" og sig og félaga sinn Óttar Sveinsson blaöamaður frá Suður-Ameríku, sem er ákærður með honum fyrir að hafa ráðist á karlmanninn, „bölvaða útlendinga". Fyrir dómi í gær kom fram að karl- maðurinn, 24 ára íslendingur, kann- aðist við að hafa „örugglega" kallað mennina „öllum illum nöfnum“, enda hefði hann reiðst þegar unn- ustu hans var hent út af staðnum. I málinu fer islensk unnusta karl- mannsins fram á rúmar 4 milljónir króna í skaðabætur, enda hafi hún misst sjón að mestu leyti á öðru auga eftir meint spark annars dyra- varðarins í hana. Karlmaöurinn fer fram á 308 þúsund krónur í skaða- bætur. Segir sparkiö hafa veriö slys Hinum dökka manni er gefið að sök að hafa sparkað í hægra auga stúlkunnar, sem þá var 17 ára, með þeim afleiðingum að hún varð svo til blind á því - hlaut brot á augn- botni og mikla og varanlega sjón- skerðingu sem metin er sem 10 pró- sent örorka. Mönnunum báðum er gefið að sök að hafa ráðist í félagi á unnusta stúlkunnar, skellt honum í gólfið og margsinnis slegið og sparkað í hann. Afleiðingarnar urðu skurður á augabrún, mar á augnaloki og kúla aftarlega á höfði. Málið er talsvert snúið og um- fangsmikið, enda þarf til tvo túlka og munu vel á annan tug einstak- linga bera vitni. Dyraverðirnir lýstu sig báðir saklausa af sakargift- um fyrir dómi í gær en sá sem er ákærður fyrir að hafa sparkað í auga stúlkunnar ungu kvaðst í raun hafa gert það af slysni. Parið var ásamt fjórum öðrum að reyna að komast inn á Café Amster- dam þegar í ljós kom að enginn í hópnum gat sýnt fram á það með skilríkjum að hafa náð tilsettum aldri. Parið og fleiri héldu þvi fram fyrir dómi í gær að stúlkunni hefði verið hent út. Þá hafi kærastinn reiðst en dyraverðirnir brugðust við með því að leggja hann í gólfið og halda honum. Um svipað leyti hlaut hann skurð á augabrún. Stúlkan hljóp til að ná í lögreglu. Þegar hún kom til baka reyndi hún að fá kærasta sinn lausan og fékk þá umrætt spark í andlitið og lá blóðug eftir á gangstéttinni. Kannastu við aö hafa kall- aö þá fjandans ...? „Kannastu við að hafa kallað dyra- verðina fjandans útlendinga?" spurði dómarinn kærastann í gær þegar verið var að ræða um atburðarásina. „Já, alveg örugglega, ég kallaði þá öllum illum nöfnum,“ sagði ungi maðurinn og vísaði til þess að illa hefði verið farið með kærustu hans. Stúlkan bar að þegar hún var að reyna að fá kærastann lausan hefði annar dyravörðurinn haldið honum en ýtt sér í burtu þannig að hún hall- aðist aftur á bak. Síðan hefði hún fengið sparkið með þeim afleiðingum að hún féll í gangstéttina og varð síð- an nánast blind á öðru auga. Breytinga að vænta á móttöku þjóðhöfðingja: Riðið um Keflavíkurflugvöll „Ég sakna þess, miðað við þær und- irtektir sem það hefur fengið, að ekki skuli hafa náðst að sýna ís- lenska hestinn við móttöku erlendra þjóðhöfðingja á Keflavíkurflug- velli,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. „Ég á von á því að af þvi geti orðið næsta sumar. Ut- anrikisráðherrar N or öurlandanna koma hingað á næsta ári og þá verður örugglega riðið um Keflavíkurflugvöll." Guðni hefur ekki áhyggjur af hrossum í návígi við háværa þotu- hreyfla. Hann bend- ir á að íslenski hest- urinn hafi ekki kippt sér upp við lágflug Fokkervéla yfir Víðidal á Lands- móti hestamanna í sumar. Þá hafi hann orðiö vitni að mikl- um gauragangi á Hótel íslandi þegar graðhesturinn Kol- finnur kom þar upp úr gólfinu með feg- urðardrottningu ís- lands á bakinu við dynjandi músík. Hesturinn hafi ekk- ert látið það á sig fá. „Æðruleysi íslenska hestsins er takmarkalaust," segir landbúnað- arráðherra. -HKr. - vonast til þess næsta sumar, segir ráðherra Guðni Ágústsson landbúnaöarráöherra. Kista Einars Arnars Birgissonar borin út úr Hallgrímskirkju í gær fór fram jarðarför Einars Arnars Birgissonar frá Hallgrímskirkju. Sr. íris Kristjánsdóttir, prestur í Hjallakirkju, jarðsöng. Eins og komið hefur fram var Einar Örn vinmargur maður og var Hallgrímskirkja troðfull. Á myndinni eru nokkrir vina Einars Arnars að koma með kistuna út úr Hallgrímskirkju að iok- inni jaröarför. Ráðvilltur og ósáttur Séra Jakob Rolland. „Ég sat lengi á I fundi með dómsmála- ráðherra og hún hlustaði á mig og einnig starfsfólk sitt því hún virtist vera lítið inni í þessu máli,“ sagði séra Jak- ' ob Rolland, kaþólski presturinn sem hóf mótmælasetu á göng- um dómsmálaráðuneytisins í gær- morgun til stuðnings tsjetsjenska flóttamanninum Aslan Gilaev. „Ég er bæði ráðvilltur og ósáttur við að hafa yfirgefið ráðuneytið án þess að fá dval- arleyfi fyrir Aslan. Ég fékk ekki einu sinni loforð þar um,“ sagði séra Jakob sem fékk þó loforð frá ráðherra um að skjólstæðingi hans yrði ekki vísað úr landi á meðan mál hans væri til skoð- unar í ráðuneytinu. Aslan Gilaev kom i hingað til lands um mitt sumar og er nú kvæntur íslenskri konu og býr með henni og börnum hennar þremur í vesturbæ Reykjavíkur. Aslan var vegabréfslaus þegar I hann kom hingað og As,an ®,,aev- Útlendingaeftirlitið hefur neitað að veita honum dvalarleyfi hér á landi vegna þess að hann getur ekki gert nægjanlega grein fyrir því hver hann sé í raun. Aslan á ekki afturkvæmt til heimalands sins, enda segir séra Jakob Rolland að allir ættingjar hans þar séu látnir og heimabær hans ein rjúkandi rúst. „Nú ætla ég að ráðfæra mig við Asl- an og konu hans og það má vel vera að ég geri aðra tilraun til að setjast að í dómsmálaráðuneytinu. En þeir segja mér að þá þurfi ég kannski að sitja þar svo vikum skipti, ef ekki mánuðum," sagði séra Jakob eftir fundinn með Sól- veigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra. -EIR Vilja kaupa íslending til Hafnarfjarðar DV, HAFNARFIRÐI:______________ Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur lagt til að bæjarsjóður taki þátt í því með öðrum að víkingaskipið íslendingur verði keypt til Hafnarfjarðar. Samkvæmt tillögunni verður leitað eftir því að fyrirtæki í bænum taki þátt í kaupun- um. Á bæjarstjómarfundi í fyrradag var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 að vísa tillögunni til bæjarráðs. Kaupverð skipsins verður í kringum 90 milljónir króna. -DVÓ Vcöríö i kvóld Solnr&wgur og sjavnrfoll REYKJAVÍK AKUREYRI mmm Bjart veöur á Suðvesturlandi Norðaustan 10 til 15 m/s norövestanlands en annars víöa 8 til 13. Súld eða rigning öðru hverju norðan- og austanlands en bjart veöur á Suövesturlandi. Sólarlag í kvöld 16.03 15.29 Sólarupprás á morgun 10.29 10.33 Síðdegisflóð 17.28 22.01 Árdeglsflóð á morgun 05.53 10.26 Skýrlngar á veðurtáRmun ^VINDATT lOV-Hm -10° SVINDSTYRKUR VcnncT HSÐSKIRT í nifitrum á sfikúwlu "•t-Kva t -£fe> O O O LÉTTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ AtSKÝJAO í? <W/> : W ; Ö RIGNiNG SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA í W ■ V ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU' VEÐUR SKAF- RENNINGUR FOKA Flughált á Holtavöröuheiöi Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir, en hálka eða hálkublettir eru víöast hvar á vegum. Flughált er á Holtavörðuheiöi og Kísilvegi. KfrAHyL <i uú I n i 1 j •Ti'M Slydda eöa rigning á Austurlandi Noröaustan 10 til 15 m/s norövestanlands en annars víöa 8-13. Slydda eða rigning á Austurlandi og él norðan til á morgun en annars skýjaö meö köflum. Sunmuliigiui Virntur: C 8-13 «n/*\ Hiti 5° tii -2° Miimida£U 10-15 m/P- Hiti 2° til 4 Norðan 8-13 m/s og él norðanlands en léttskýjað syðra. Vægt frost norðan- lands en hltl 0 tll 5 stlg sunnan tll. Norðan og norðvestan 10-15 m/s og snjékoma eða él norðanlands en bjart fyrir sunnan. Frostlaust vlð suöur- og austurströndina en frost annars 04 stlg. ÞriójiiftógMr Vindur; C 3-8 m/v\ Hiti 4° til -2« Norðlæg átt. Él norðanlands og skúrir vlð austurströndina en annars léttskýjað. Vægt frost norðanlands en hltl annars 0 tll 4 stlg. Veöriö kl. 6 & i AKUREYRI rigning 1 BERGSSTAÐIR frostrigning -O BOLUNGARVÍK rigning 4 EGILSSTAÐIR 3 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 0 KEFLAVÍK lágþoka 0 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK léttskýjað -1 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 2 BERGEN haglél 6 HELSINKI rigning 3 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 8 ÓSLÖ skýjaö 6 STOKKHÓLMUR þokumóöa 8 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 8 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM rigning 8 BARCELONA rigning 14 BERLÍN skýjaö 10 CHICAGO heiöskírt -6 DUBLIN skýjaö 6 HALIFAX skýjaö -2 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG skýjað 8 JAN MAYEN alskýjaö 3 LONDON rigning 8 LÚXEMBORG rigning 9 MALLORCA rigning 17 MONTREAL heiösklrt -9 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö -7 NEW YORK hálfskýjaö -3 ORLANDO skýjaö 7 PARÍS rigning 11 VÍN skýjað 11 WASHINGTON heiöskírt -5 WINNIPEG alskýjaö -7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.