Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti Umsjón: Viðskiptabla&iö Umsjón: .U-3 _____ Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Sandkorn Líkur Pálma Gests Steingrímur Hermannsson fyrrverandi for- sætisráðherra og seðlabankastjóri, | hefur, eins og manni með hans feril sæmir, feng- ið mikið málverk af sér upp á vegg í Seðlabankanum. Pálmi Gestsson leikari á sennilega ekki margt sam- eiginlegt með Steingrími nema tengslin viö Vestfirði. Pálmi er þó eigi að síður þekktur fyrir að leika Steingrim af innlifun í frægum Spaugstofuþáttum. Ungur maður átti leið í Seðlabankann á dögunum en greinilega með litla þekkingu á stjórnmálasögu íslendinga. Sá hann málverkið góða uppi á vegg og kannaðist ekkert við hver þessi Steingrímur væri en sagði eftir smáumhugsun: - „Mikiö djöfull er hann líkur Pálma Gestssyni..." Össur í laufabrauðsskurð Össur Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, er far- inn að skera út laufabrauö. Þessa merkilegu frétt gat að líta á fréttavef BB á ísa- firði. Þar sagði frá „vísitasíuferð" forystumanna Samfylkingarinnar vestra. í heim- sókn á Fjórðungssjúkrahúsið á ísa- firði tók Össur í fyrsta sinn á æv- inni þátt í að skera út laufabrauð. Þar naut hann leiðsagnar Birgis Jónssonar, matreiðslumeistara sjúkrahússins, auk þess sem Mar- grét Frímannsdóttir, varaformað- ur Samfylkingarinnar, gaf góð ráð. Andstæðingar hans í pólitíkinni vonast nú til að þetta muni leiða til þess að Össur hætti alveg að baka þeim pólitísk vandræði en snúi sér alfarið að laufabrauðs- bakstrinum ... Ásgeir út af Strikinu? Gróa gamla á Leiti þykir mjög þefvís á fréttir úr viðskiptaheimin- um. Þannig vissi hún það pottþétt að Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, hygðist láta af störfum löngu áður en hann vissi jafnvel af því sjálfur. Nú hefur Gróa það fyrir satt að Ásgeir Friðgeirsson, rit- stjóri á Striki.is, sé að hætta hjá þessum netmiðli. Ekki er Gróa þó með það á hreinu hvort Ásgeir muni sjálfur njóta þess að skila inn upp- sagnarbréfi eða fái það afhent óum- beðið frá stjórn félagsins. Eins mun kerlingin hafa verið að grafast fyrir um ástæður fyrir breyttum högum Ásgeirs, en Strik.is hefur ekki náð sér á það strik sem vonir stóðu til... Yfir strikiö Sagt er að loks- ins hafi Flugleiða- og Flugfélagsmenn gengið of langt í að barma sér og sækjast eftir styrk- veitingum rikis- ins. Mun steininn hafa tekið úr þeg- ar Sigurður Helgason tjáði sig um Vestmanna- eyjaflug Flugfélagsins og sagt líklegt aö leggja þyrfti það af vegna tap- reksturs. Segja gárungar að það sé aðeins illa dulbúin beiðni um styrk. Hins vegar hafi fjandinn þar hitt fyrir ömmu sína því sjálfur Eyja- jarlinn, Ámi Johnsen, tróni sem formaður samgöngunefndar og síst af öllu þoli hann illt umtal um eitt- hvað sem snertir Vestmannaeyjar. Hafi þingmaðurinn því hellt úr skálum reiði sinnar og upplýst al- menning um óþolandi styrkjapot Flugfélagsins ... FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 I>V Landsteinar gera samning við IKEA Danska hugbúnaðarfyrirtækið Navision Software A/S, framleið- andi Navision viðskiptalausnanna, og Landsteinar hafa gert samkomu- lag við Inter Ikea Systems B.V., móðurfyrirtæki IKEA samstæðunn- ar, um innleiðingu lausna sem Landsteinar hafa þróað í Navision- kerfinu. Með samningnum mun Inter IKEA Systems B.V. mæla með notk- un sérþróaðrar lausnar í Navision Financials, sem Landsteinar hafa smíðað, í öllum þeim verslunum sem selja IKEA-vörur með sérleyfi (franchises) frá Inter IKEA Systems B.V. Hér er bæði átt við núverandi verslanir IKEA og þær sem verða opnaðar í framtíðinni. Navision- lausnir frá Landsteinum hafa nú þegar verið settar upp í verslunum IKEA í Ástralíu, á íslandi og í Kúveit. Innleiðing stendur nú yfir í nýrri verslun IKEA í ísrael. Navision-fyrirtækið hefur gefið út frétt um að þaö reikni með að þessi samningur muni skila um 250 milljónum íslenskra króna í sölu á Navision-hugbúnaðarleyfum á næstu þremur árum en velta Land- steina vegna samningsins er hins vegar áætluð mun meiri þar sem fyrirtækið mun einnig selja sínar vörur sem hluta hans og vinna við innleiðingu lausnanna ásamt því að veita þjónustu við notkun þeirra. I þessari viku skrifuðu Landstein- ar undir samning við Ikea í Grikk- landi um uppsetningu kerfa Land- steina þar og samningar hafa einnig náðst við Ikea í Sádí-Arabíu. Navision-lausn Landsteina byggist á sérhæföu verslunar- og afgreiðslu- kerfi sem stýrir allri sölu á vörum í verslunum IKEA. Það er einnig not- að við birgðastýringu og innkaup þar sem rafræn viðskipti (eBusiness) eru viðhöfð í samskipt- um IKEA-verslananna við birgja. Krónan hélst stöðug í gær - Seðlabankinn virðist staðráðinn í að verja krónuna Gengi krónunnar hélst óbreytt í gær en gengisvísitalan stóð í lok dags i 121,4. Að sögn Ingólfs Bender, hagfræðings hjá FBA, hafði verið rólegt á millibankamarkaði með krónur í gær en inngrip Seðlabank- ans eiga sinn þátt í því að ró færð- ist yfir markaðinn eftir stöðuga veikingu krónunnar allan þennan mánuð. Ingólfur segir óverulega breytingu í gær ekki endilega tákna að gengisvísi- tala krónunnar hafi náð há- marki og nú fari hún að styrkjast á ný. „Ef við sjáum að útflæði gjaldeyris heldur áfram án þess að innflæði komi á móti leiðir það óhjá- kvæmilega til frekari veik- ingar krónunnar,“ segir Ingólfur en bætir við að Seðlabankinn virðist vera staðráðinn í að verja gengi krónunnar. Ingólfur Bender hagfræöingur. í Morgunkomi FBA í gær- morgun segir að Seðlabank- inn verði að gæta þess í inn- gripum sínum að vera trú- verðugur en aðeins með því geti hann komið í veg fyrir áframhaldandi veikingu krónunnar. Ingólfur segir inngrip Seðlabankans síðustu daga hafa verið eðlileg og rétt miðað við aðstæður á mark- aðnum. „Spurningin er að- eins hversu oft og í hve miklum mæli Seðlabankinn á að gripa inn I. Ég held að enn sé of snemmt að dæma um hve vel hafi tekist til hjá Seðlabankanum. Hann verður að gæta þess að spila ekki út öllum sín- um spilum i einu,“ segir Ingólfur. FBA birti í september síðastliðn- um langtímaspá um gengisþróun ís- lensku krónunnar. Þar var því spáð að gengisvísitala krónunnar stæði í 120 í lok árs 2001. Ingólfur segir alla helstu grundvallarþætti hafa staðist frá því sú spá var lögð fram. í ljósi þess telur Ingólfur líklegt að hún muni ganga eftir. FBA telur enda vandséð að útlitið í efnahagsmálum kalli á frekari gengislækkun krón- unnar. Hagnaður Pharmaco 299 milljónir - Balkanpharma skilaöi 662 milljóna króna hagnaði Hagnaður Pharmaco nam 299 milljónum króna eftir skatta fyrstu nlu mánuði árs- ins, samanborið við 241 milljón fyrir sama tímabil í fyrra. Velta félagsins nam 2.440 milljónum króna og var rúmum 5% minni en í fyrra, sem skýrist af því að dreif- ingarsamningur við Delta féll niður um áramótin. Aukning á annarri sölu varð þvi tæp 14% á milli ára. Fram kemur í frétt frá Pharmaco að fjár- magnskostnaður hef- ur hækkað mikið samfara kaupum fyrirtækisins á tæplega 20% hlut í Delta og 20% mg k **■ hlut i Balkanp- harma í “ ágúst síðast- liðnum. Hlutdeild Pharmaco í hagnaði Balkanp- harma varð 120 milljónir króna á tímabilinu en Balkapharma skilaði 662 milljónum króna eftir skatta og minnihluta fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Lífleg viðskipti hafa verið með hlutabréf félagsins á árinu og hefur gengi hlutabréfa Pharmaco hækkað um 100% frá ára- mótum. Fram kemur að verulegar breyting- ar verða á rekstri Pharmaco á síðasta ársfjórðungi með kaupum Pharmaco á öllu hlutafé í Balkanpharma. Sam- stæðu- uppgjör verður gert fyrir i þann ársfjórð- ung en hlutafjárútboð stendur yfir hjá Pharmaco þessa dagana. FH með 225 millj- óna króna tap Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. var rekið með 225,2 milljóna króna tapi á rekstrarárinu sem lauk 31. ágúst sl. Þetta er talsvert lakari afkoma en árið áður, en þá varð 126,4 millj- óna króna tap af rekstrinum. í frétt frá Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur hf. segir að afkoman á reikn- ingsárinu sé nokkru verri en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir og stafi það af lækkandi framlegð í rækju- vinnslu ásamt óhagstæðri þróun gengis seinni hluta ársins. Velta Fiskiðjusamlags Húsavíkur á nýliðnu rekstrarári var 1.966 milljónir króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 42,3 milljónir. Fastafjármunir nema í lok reikn- ingsárs 1.007 milljónum og veltufjár- munir 558 milljónum. Eignir eru samtals 1.565 milljónir króna. Skuldir nema 1.174 milljónum króna og eigið fé er 391 millj. kr. í frétt félagsins segir að áfram sé gert ráð fyrir erfiðum rekstri á yfir- standandi rekstrarári, meðal ann- ars vegna óhagstæðra ytri skilyrða. Þetta helst kTi 3 ijrjsj 31 Itf; 3 HEILDARVIÐSKIPTI 721m.kr. Hlutabréf 312 m.kr. Bankavíxlar 141 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingamiðstööin 153 m.kr. |j Össur 34 m.kr. } Íslandsbanki-FBA 27 m.kr. MESTA HÆKKUN ! O Samvinnuferðir-Landsýn 13,6% 1Q íslenski hugbúnaðarsjóö. 5,6% j O Frjálsi fjárfestingabankinn 3,0% MESTA LÆKKUN j 0 Sláturfélag Suðurlands 11,3% j O Bakkavör 6,5% i © Skýrr 6,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.339 stig : - Breyting Q 1,27 % Hagvöxtur í Þýskalandi 0,5% á þriðja ársfjórðungi Hagvöxtur í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi var helmingi minni en á ársfjóröungnum á undan að sögn þýska seðlabankans. Hækkun olíu- verðs er einkum um að kenna. Hag- vöxtur í Þýskalandi síðustu 12 mán- uði var líklega um 3,5% að sögn þýska seðlabankans, sem líkir breytingunum við það að sandur hafi komist í vél efnahagsvaxtarins. Netviðskipti með fiskafurðir Fyrsta fyrirtækið á sviði intemet- viðskipta með fiskafurðir, Fis- hRound Inc., aflaði nýlega 540 millj- óna króna í hlutafjárútboði sínu, en það hyggst ná um 10-20 markaðs- hlutdeild af um 54 milljarða króna markaði. FishRound Inc. segist jafn- framt vera fyrsta heimsvædda fyrir- tækið á sviði B2B í sölu á fiskafurð- um. HELSTO DOWJONES 10399,32 O 0,95% Enikkei is&p ÍNASDAQ FTSE DAX II CAC40 14301,31 O 1,07% 1322,36 O 0,25% 2755,34 O 1,16% 6225,90 O 0,04% 6530,17 O 0,20% 5964,14 O 0,19% 24.11.2000 kl. 9.1S KAUP SALA L®~ i Dollar 90,190 90,650 iHÍÍlPund 126,140 126,790 l*B Kan. dollar 58,300 58,660 BBIPönsk kr. 10,1460 10,2020 rf~HNorskkr 9,4560 9,5080 j {Hffi Sænsk kr. 8,7040 8,7520 : HH Fl. mark 12,7290 12,8055 | I li Fra- franki 11,5378 11,6072 j M I Bclg. franki 1,8761 1,8874 [_j_j Sviss. franki 49,7900 50,0600 : ^ Holl. gyllini 34,3435 34,5499 F' jj Þýskt mark 38,6962 38,9287 : j ít. líra 0,03909 0,03932 ! f3Q Aust. sch. 5,5001 5,5332 j iPort. escudo 0,3775 0,3798 t*~jSpá. peseti 0,4549 0,4576 j | ♦ | Jap. yen 0,81310 0,81800 j 1 | írskt pund 96,097 96,675 SDR 114,4600 115,1500 HIecu 75,6832 76,1380

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.