Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 8
8 _______________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 Útlönd Forseti í felum Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, fer nú huldu höföi í Japan. Dvalarstað Alber- tos Fujimoris haldið leyndum Fyrrverandi forseti Perú, Alberto Fujimori, hefur haft samband við japanska utanríkisráðuneytið eftir að hann laumaðist út af hótelinu í Tókýó sem hann dvaldi á í fimm daga. Talsmaður japönsku stjórnar- innar sagði í gær að ekki yrði greint frá dvalarstað Fujimoris, meðal annars af öryggisástæðum. Fujimori yfirgaf hótelið nokkrum klukkustundum áður en þingið í Perú vék honum úr embætti. Til- kynnt var að hann myndi dvelja á heimili vinar síns. Samkvæmt tals- manni japönsku stjórnarinnar hef- ur Fujimori ekki beðið um dvalar- leyfi í Japan. Vegabréfsáritun hans rennur þó ekki út fyrr en 3. maí næstkomandi. Stjórnarandstaðan og íjölmiðlar í Perú hika nú ekki við að greina frá skoðun sinni á forsetanum fyrrver- andi. Hann er kallaður hugleysingi, föðurlandssvikari, þjófur og einræð- isherra sem hefur gjörspillt land- inu. Perúbúar heimta meðal annars svör við því hvert samband Fu- jimoris og fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar, Montesinos, var. Þeir vilja einnig vitan hvaðan 58 milljónir dollara, sem Montesin- os átti í banka í Sviss, komu. Aukin flóðahætta víða í Svíþjóð Hætta er á flóðum á enn fleiri svæðum í Vestur- og Mið-Svíþjóð í kjölfar mikilla rigninga í gær. Mesta hættan á alvarlegum flóðum er á svæðum í kringum bæinn Arvika sem er 350 kílómetra norðan við Gautaborg. Einnig er talin mik- il flóðahætta við bæina Bengtsfors og Billingsfors. í gær hækkaði yfirborð vatnsins Glafsfjorden við Arvika um 10 sentrímetra á einum sólarhring. Var yfirborð vatnsins nær 3 metr- um hærra en venjulega. Mörgum verksmiðjum í Arvika og Bengts- fors var lokað í gær vegna flóða- hættunnar. Enginn hefur slasast í vatnavöxtunum sem staðið hafa yfír í eina viku. Gífurlegar skemmdir hafa hins vegar orðið vegna flóð- anna. í Noregi er víða talin mikil hætta á skriðufóllum. Einnig er óttast að drykkjarvatn hafi mengast. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hraðastaðir 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Benedikt Sævar Magnússon, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 28. nóvember 2000 kl. 10.30. Jöklafold 22, 0001, íbúð á neðri hæð, Reykjavík, þingl. eig. Kristbjörg Guð- mundsdóttir og Ami Ingólfsson, gerðar- beiðendur Olíufélagið hf., Ræsir hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 28. nóvember 2000 kl. 14.00. Talað í síma í flóðinu Maöur getur nú þurft aö tala í síma þótt vatniö nái manni næstum upp í axlir. Gífurleg flóö eru nú í noröausturhluta Malasíu og bókstaflega allt á floti. Tólf hafa látist og átta þúsund hafa oröiö aö flýja heimili sín. í lagi að stöðva handtalningu atkvæða í Miami-Dade-sýslu: Gore mun ve- Málamiðlunartillaga á loftslagsráðstefnu SÞ í Haag: Helmingslíkur á samkomulagi Forseti loftslagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna sagði í gærkvöld að aðeins helmingslíkur væru á því að samkomulag næðist um niður- Krókabyggð 16, Mosfellsbæ, þingl. eig. Þórdís Una Gunnarsdóttir, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, og Vaica-Helgafell hf., þriðjudaginn 28. nóv- ember 2000 kl. 11.00. Laufrimi 5, 0201, 72,2 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð fyrst t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ama Rún Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendur íbúðalánasjóður, Landsbanki íslands hf., höfuðst., og Þymirós ehf., þriðjudaginn 28. nóvember 2000 kl. 13.30. Miðholt 1, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, önnur íbúð t.h. (76,4 fm) m.m., Mosfellsbæ, þingl. eig. Asdís Bragadóttir, gerðarbeið- andi Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 28. nóvember 2000 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK fengja Kosningastjórar Als Gores, for- setaefnis demókrata, hétu því í gær að vefengja kosningaúrslitin í Mi- ami-Dade-sýslu í Flórída eftir að Hæstiréttur ríkisins neitaði að fyr- irskipa kjörstjóm að halda áfram að telja atkvæðin þar í höndunum. Lögmenn Gores lögðu einnig fram skjöl í Hæstarétti Bandaríkj- anna í gær þar sem þeir hvöttu æðsta dómstól landsins til að skipta sér ekki af endurtalningunni í Flór- ída. George W. Bush, forsetaefni repúblikana, fór fram á það við Hæstarétt BNA að hann úrskurðaði að handtalin atkvæði skyldu ekki reiknuð með þegar kosningamar í Flórída verða gerðar upp. Búist er við að Hæstiréttur kveði upp úrskurð sinn einhvem tíma í dag. Ef hann neitar að taka málið úrslitin fyrir væri hann þar með að úr- skurða í raun að handtalin atkvæði skuli vera með. Forsetakosningarn- ar fóru fram fyrir sautján dögum. Ron Klein, ráðgjafi Gores, sagðist í gær vera viss um að Gore myndi fara með sigur af hólmi í Flórída og þar með verða næsti forseti Banda- ríkjanna. Hann sagði að Gore ætlaði ekki að viðurkenna ósigur sinn þótt Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórída, staðfesti niðurstöð- umar á sunnudagskvöld, eins og búist er við, og lýsti George W. Bush sigurvegara. A1 Gore hefur saxað á forskot Bush og var það 720 atkvæði þegar atkvæðatalningarmenn í Broward- sýslu héldu til síns heima til að snæða þakkargjörðarkalkúninn. Al Gore Forsetaefni demókrata er ekkert á því aö gefast upp í baráttunni. skurð á losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúlsloftið fyrir loka- frest á laugardag. Jan Pronk, umhverfisráðherra Hollands, lagði fram málamiðlunar- tillögu í gær til að reyna að sætta mjög svo ólík sjónarmið Bandaríkj- anna annars vegar og Evrópusam- bandsþjóðanna hins vegar. Hann sagðist meira að segja vera tilbúinn að framlengja ráðstefnuna um einn dag til að reyna að komast að sam- komulagi. „Ég tel að þar finni allir eitthvað við sitt hæfi. Alla mun svíða undan þessu en allir græða líka eitthvað," sagði Pronk í gærkvöld. Deila Bandaríkjanna og Evrópu- þjóða á ráðstefnunni hefur staðið í veginum fyrir samkomulagi. Mála- miðlunartillaga Pronks gerir meðal annars ráð fyrir að Bandaríkja- menn fái að nota skóga til að binda koldíoxíð, en þó ekki jafnmikið og þeir fóru fram á, og aðstoð við fátæk lönd. Stíflugaröur reistur í Haag Fjöldi manna hlóö stíflugarö úr sand- pokum umhverfis ráöstefnuhöllina þar sem loftslagsráöstefna SÞ er haldin. Meö því vildi fótk minna á hættuna af völdum hlýnandi veöur- fars í heiminum. Bretar fá aukafrídag Bretar fá aukafrí- dag á næsta ári í til- efni þess að hálf öld er liðin síðan Elísa- bet Englandsdrottn- ing settist í hásæt- ið. Elísabet var krýnd 2. júni 1953 en hún hafði sest í hásætið árinu áður þegar faðir hennar, Georg VI, lést. Nýir bæjarstjórar Búast má við nýjum bæjarstjór- um í Þórshöfn og Klakksvík í Fær- eyjum í kjölfar kosninganna þar síð- astliðinn þriðjudag. Verðlaun fyrir að hætta Deild í Siemens-fyrirtækinu í Berlín ætlar að greiða þeim starfs- mönnum sem hætta að reykja 10 þúsund krónur á mánuði í tvö ár. Sökk ekki eftir árekstur Margir rússneskir kafbátasér- fræðingar vísuðu í gær á bug öllum kenningum um að kafbáturinn Kúrsk hefði sokkið eftir árekstur við annan kafbát. Hvalveiðimaður sektaður Dómstóll í Ósló dæmdi í gær norskan hvalveiðimann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 180 þúsund íslenskra króna i sekt fyrir að hafa skotið á gúmbát Grænfriðunga í fyrra. í heimi James Bond Hans-Joachim Klein, sem er fyrir rétti í Þýskalandi fyrir meinta aðild að ráni á olíuráð- herrum í Vín 1975, leit á Sjakalann, fyrrverandi sam- starfsmann sinn, sem James Bond. Þetta sagöi Evr- ópuþingmaðurinn og Græninginn, Daniel Cohn-Bendit, um Klein fyrir rétti í gær. Klein og Cohn-Bendit voru félagar. Lést í aurskriðu á Ítalíu Vörubílstjóri lést í aurskriðu ná- lægt Imperia á Ítalíu í gær. íbúi Imperia lést er veggur féll á hann er hann fór út til að huga að bíl sínum. Sögulegur fundur Leiðtogar Evr- ópusambandsins og Balkanskaga komu i gær til Zagreb í Króatíu til að ræða fjárhagsaðstoö og mögulega aðild að Evrópusamband- inu. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, sagði fundinn sögulegt tækifæri til að byggja upp stöðugleika og hagsæld. Verkföll lama írland Járnbrautastarfsmenn, leigubíl- stjórar og kennarar lögðu í gær nið- ur vinnu til að leggja áherslu á launakröfur sínar. Kennarar heimta 30 prósenta hækkun. Aukið eftirlit með buffi Bretar ætla að fjölga stikkprufum á innfluttu nautakjöti af ótta við kúariðu. Þeir ætla einnig að senda eftirlitsmenn til Frakklands til að kanna öryggismál þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.