Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 X>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur Hæsta verð=l_J Lægsta verð=i Leikskólagjöld í október 2000 Selbamames Vestmannaeyjabær Isafjarðarbær Skagafjörður Fjarðabyggð Húsavík Homafjörður Borgarbyggð Grindavíkurbær DaMurbyggð Austur-Hérað Munur á hæsta og lægsta verðii Almenflt gjald, 5 ta'mar með hressingu og hádegisverði 13.940 13.483 13.335 12.844 11.813 12.650 13.530 13.370 11.775 13.396 14.616 24,1% Almennt gjald, 8 tamar með 2x hressingu og hádegisverði 23.232 20.491 20.737 19.450 16.959 19.500 20.235 20.512 18.000 20.634 22.077 37,0% Forgangshópar, 5 tamar með hressingu og hádegisverði 9.404 10.353 9.574 9.261 10.350 10.810 9.340 10.650 10.792 9.290 16,7% Forgangshópar, 8 tfmar með 2x hressingu og hádegisverði 13.939 15.482 12.722 13.194 14.900 15.880 14.064 16.200 16.476 13.713 29,5% Samtals: 60.515 59.809 54.590 51.227 57.400 60.455 57.286 56.625 61.298 59.696 19,7% Systkinaafsláttur annað bam 25% 50% 25% 25% 25% 25% 25% 25% 50% 25% 25% Systkinaafsláttur þriðja bam 25% 75% 50% 50% 100% 50% 50% 50% 50% 50% 50% Verðkönnun Neytendasamtakanna: Mikill munur á leikskólagjöldum - Fjarðabyggð og Hafnarfjarðarbær með lægstu gjöldin í október gerði skrifstofa Neytendasamtakanna á Akur- eyri könnun á gjaldskrám leik- skóla á vegum sveitarfélaga. í ljós kom allt að 55% verðmun- ur milli sveitarfélaga fyrir jafnlanga vistun. Send voru bréf til 49 sveitarfélaga og spurt um almennt grunngjald dagvistunar og grunngjald fyr- ir forgangshópa á Qögurra til níu tíma vistun, um systkina- afslátt og gjald fyrir hádegis- verð, morgun- og síðdegis- hressingu. Svör bárust frá 42 sveitarfélögum og voru þau flokkuð i fjóra hópa eftir íbúa- fjölda þeirra. ítrekað skal að í könnuninni er eingöngu verið að spyrja um verð en ekki er lagt mat á þjónustuna sem veitt er. Ekki var spurt um hlutfall leik- skólakennara í starfsliði leik- skólanna né húsnæði þeirra og aðbúnað. Gæði fæðis í leik- skólum eru einnig mismun- andi og i einstaka leikskólum er ekki boðið upp á heitan hádegis- verð heldur „létta máltíð". algengast er að 25% afsláttur sé veittur af vistunargjaldi annars barns og 50% af vistunargjaldi þriðja barns. Fimm sveitarfélög gefa ekki upp gjaldskrá vegna forgangs- hópa. Einstæðir foreldrar þurfa þá að sækja um afslátt frá al- menna gjaldinu til félagsmála- nefndar. Á meðfylgjandi töflum sem eingöngu ná yfir sveitarfélög með yfir 5000 íbúa og sveitarfé- lög með 2-5000 íbúa má sjá verð- dæmi um vistunargjald í 5 tíma með hressingu og hádegisverði, visturnargjald í 8 tíma með fullu fæði, bæði almennt gjald og fyr- ir forgangshópa. Einnig kemur fram hvemig systkinaafslætti er háttað. Summan segir til um hvernig sveitarfélögin koma út að meðaltali miðað við þessi til- teknu dæmi. Hæstu gjöldin (summan) af þeim sveitarfélög- um sem eru með fleiri en 2000 íbúa eru hjá Reykjanesbæ og Dalvíkurbyggð og lægstu gjöldin hjá Fjarðabyggð og Hafnarfjarðarbæ. Leikið og lært Mikið og gott starfer unnið á leikskólum landsins en það fer m.a. eftir bú- setu hversu mikið foreldrar þurfa að greiða fyrir vistun barnanna. Systkinaafsláttur er mjög mis- vistunargjaldi með öðru barni og munandi, eða frá 15% til 50% af frá 15% til 100% með þriðja bami en Leikskólagjöld í október 2000 Reykjavík Almennt gjald, 5 tímar með tiressingu og Kádegisverði 14.800 Almennt gjald, 8 ta'mar með 2x hressingu og hádegsverði 21.900 Forgangshópar, 5 tfmar með hressingu og hádcgisverði 8.800 Forgangshópar, 8 ta’mar með 2x hressingu og hádegisverði 11.300 Samtals: 56.800 Systkinaafsláttur annað bam 33% Systkinaafsláttur briðia bam 75% Hæsta verð=L Lægsta verð=Hl Kópavogsbær Hafnarfjarðarbær Akureyrarbær Reykjanesbær Garðabær Árborg Akraneskaupstaður Munur á hæsta og lægsta verði 14.300 12.700 13.750 12.425 13.950 13.954 13.952 19,1% 21.200 19.000 21.160 18.875 20.880 20.973 21.135 16,0% 9.295 8.325 8.450 9.961 9.765 10.229 9.069 22,9% 13.780 12.000 10.900 15.515 14.615 15.013 13.738 42,3% 58.575 52.025 54.260 64.950 59.210 60.169 57.894 24,8 35% 25% 25% 25% 25% 25% ■ 25% 75% 50% 50% 40% 25% 50% 50% I •XU Hjartaáföll: Mikil aukning á veturna Nýleg rannsókn gefur til kynna að tíðni hjartaáfalla aukist um allt að 33% á veturna. Talið er að aukiö stress yfir jólin og áramótin eigi sinn þátt í því, auk þess sem aukin neysla mat- ar, salts og áfengis hafi einnig áhrif. Inflúensa og sjúkdóm- ar í öndunarfærum eru einnig al- gengir á þessum tíma árs og hafa væntanlega eitthvað að segja. Til að minnka áhættuna á hjarta- áfalli á þessum tíma ættu þeir sem eru í áhættuhópi að láta bólusetja sig gegn inflúensu og lungnabólgu. Einnig er ráðlegt að láta skynsem- ina ráða og borða ekki yfir sig af jóla- og áramótakræsingunum. Leiðrétting Með umfjöllun Neytendasíðunnar sl. þriðjudag um könnun á persónu- hlifum birtist mynd frá versluninni Dynjanda sem sérhæfir sig í sölu á öryggisbúnaði fyrir vinnustaði. Til að koma i veg fyrir misskilning skal tekið fram að þessi verslun var ekki með í könnuninni og var ekki ætl- unin að tengja hana við niðurstöð- urnar á nokkurn hátt. Neytendasíð- an biðst velvirðingar á því ef ein- hver misskilningur hefur komið upp af þessum sökum. Leikf angakaup: Margs að gæta Nú er að renna upp sá tími sem leikföng seljast hvað mest. Það verða örugglega margir harðir og skemmti- legir jólapakkar sem börnin fá eftir tæpan mánuð. Marg- ir þeirra koma til með að innihalda leikfóng af öllum stærðum og gerðum. En margs ber að gæta áður en leikföngin sem setja á í pakkana eru keypt. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en ákveðið er hvað gefa á Sigga frænda og Dísu frænku þessi jól. ursleiðbeiningum. Þegar gefnar eru leiðbeiningar um að leikföngin séu ekki ætluð börnum innan ákveðins aldurs er ástæð- an yfirleitt sú að þau inni- halda eitthvað sem getur verið hættulegt fyrir þau. T.d. getur púsl sem er fyr- ir eldri en þriggja ára innihaldið lítil stykki sem geta kæft börnin ef þau setja þau upp í sig, það er þvi ekki verið að tala um getu barnsins til að raða saman púslinu. * Ekki kaupa leikfóng með hvössum brúnum eða mjög hrjúfu yfirborði, böm geta skorið sig og rispað á þeim. ■k Kaupið óbrjótandi leikfóng sem þola þvott fyrir ung börn. Gæt- ið þess að ekki séu í þeim litlir hlut- ir sem bömin geta gleypt. Allt sem kemst ofan í filmubox utan af 35 mm filmu er of litið og getur staðið i bömunum. k Gætið að hlutum sem geta losnað af leikfóngunum og kæft ung böm. Foreldrar ættu að athuga dót barna sinna reglulega með þetta í huga. k Leikföng sem framleiða mik- inn hávaða geta skaðað heyrn barn- anna. Þetta á sérstaklega við um leikföng og tæki sem eru upp ,við eyrun eins og talstöðvar, vasaút- vörp og leikfangasíma. k Dótakassar eiga aö vera hann- aðir þannig að lokið geti ekki dottið ofan á börnin ef þau klifra ofan í þá. Aliar hirslur sem eru svo stórar að börn geta skriðið inn í þær eiga að vera með loftgötum. k Lesið leiðbeiningar með leik- föngunum vel og farið eftir ald- "k Verið viss um að leikfangabíl- ar og hjól henti aldri barnsins. Séu þannig leikföng keypt fyrir ung börn þurfa þau að vera mjög stöðug. k Litlir fmgur vilja oft rata í lykkjur og holur og festast þar. Því ætti að gæta þess að ekkert slíkt sé til staðar. Tcg. Ultitnu Queen Serta er leiðandi vörumerki á dýnumarkaðinum í dag og ávísun á hágæða lúxus dýnu. Fyrirtækið hóf framleiðslu fyrír tæplega 70 árum og í dag hafa áratuga rannsóknir skilað dýnu með einstökum eiginleikum sem veitir þér fullkomna hvíld. Raðgreiðslur i altt að 36 mánuði i L visal j Nýr heimur Það er tvennt ólíkt að vakna á Serta dýnu endurnærð eftir væran nætursvefn heldur en þreytt og óhvíld. Láttu það eftir þér að eignast gott rúm til framtíðar, komdu í Húsgagnahöllina og við aðstoðum þig við að finna Serta dýnu sem hentar þér og bjóðum þér greiðslukjör við hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.