Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 I>V Karldýr í keng Nýjasta skáldsaga Mikaels Torfasonar, Heims- ins heimskasti pabbi, er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Hún er, þótt einkennilegt megi virðast, eins og blanda af amerísku sóðaraunsæi og skandína- vískum sósíalrealisma. Uppíúll af kynlífsórum og gróteskum líkamleika tii jafhs við félagsleg og fjölskyldutengd vandamál í yfírstærð. Þetta er kokkteiil sem bragðast ekki alitaf vel, og örugg- lega ekki öllum, en hann þrælvirkar. Heimsins heimskasti pabbi er í senn svolítið fráhrindandi og afar áhrifamikii bók - og hún er fimavel skrif- uð. Bókmenntir Heimsins heimskasti pabbi er skyldari fyrstu skáldsögu Mikaels, Fölskum fugli, en Sögu af - stúlku sem kom út fyrir tveimur árum. f frásagn- armiðju er Matthías Máni, tuttugu og átta ára gamall fjölskyldufaðir, stóma- og geðsjúklingur og óvirkur alkóhólisti. Þegar saga hans hefst er hann á hraðri niðurleið, líkamlega og andlega. Allt sem skifgreinir hann sem karlmann er að fjara undan honum, vinna, fóðurhiutverk, sjálfs- stjóm og ekki síst virkni í kynlífi. Matthías sker sig ekki úr í fjölskyldu sinni. Þar hefur hver sinn djöful að draga og saga fjölskyld- unnar er vörðuð skilnuðum, meðferðum og inn- lögnum á geðdeildir. Saga Matthíasar geymir líka sársaukafufit leyndarmál sem er listilega ofið inn í söguna allt frá upphafi og gerir það að verkum að samúð lesandans vikur ekki frá honum, hversu óþægileg og jafhvel langdregin sem orð- ræða hans verður. Einn þráðurinn í ræðu Matthíasar er ákæra á hendur kynslóð foreldranna, sjálfhverfustu kyn- slóð sögunnar - þeirri sem kennd er við sextíuo- gátta. Ásakanimar em ekki vegna ömurlegrar æsku (þótt fuil ástæða væri til), heldur vegna taumlausrar fortíðarhyggju, nútíðin kemst aldrei að fyrir endalausum upprifjunum gamalla meina, „úrvinnslu" vandamála og tilheyrandi flækja. Heimsins heimskasti pabbi er nútímasaga, hún tekst á við kreppu ungs karlmanns á íslandi sam- tímans á algerlega klisjuiausan hátt. Hún er mHripfpnfrin nfmálnn hpccnr. félags- ins sem hún sprettur af, en um leið áköf boðun mjög hefðbundinna siðferðilega gilda. Trú sögu- manns á kjama- fjölskylduna nálg- ast stundum of- stæki og það er að sínu leyti eitt af því sem er verulega frum- legt við þessa skáld- sögu Mikaels. Hann blandar hér saman orðræðu úrkastsins, hins öhreina jaðar- mennis sem er fullur ógeðs á sjálfúm sér, og þrá eftir „venjulegu" lífi. Andóf Matthíasar Mána hef- ur ekki niðurrif borgaralegr- ar samfélagsskipanar að mark- Mikael Torfason rithöfundur Kokkteill sem bragðast ekki alltaf vel, en hann þrælvirkar. DV-MYND ÞÖK miði heldur inngöngu í það. Þetta er langþroskað- asta og besta verk Mikaels til þessa, hér hefúr honum tekist að sameina þann ofsa og stílkraft sem ein- kenndi fyrstu skáldsögu hans og þroskaða en óvenjulega gagnrýni í al- veg glænýja tegund af heimsádeilu. Jón Yngvi Jó- hannsson Mikael Torfason: Heimsins heimskasti pabbi. JPV forlag 2000. Að yfirgefa gerviheiminn Geira leiðist lífið. Hann fær einkum útrás með þvi að spila hraða og ofbeld- isfulla tölvuleiki en á að vera að læra fyrir samræmd próf. Mamma hans hef- ur mikinn námsmetnað fyrir hans hönd en sjálfúr veit hann ekki hvað hann vill. Þegar Geira tekst að lenda í slagsmálum við skólafélaga sinn á skólaballi, með þeim afleiðingum að sá síðamefndi stórslasast, er hann sendur vestur á firði til að læra fyrir prófin og á að taka þau þar. Ég stjóma ekki leiknum eftir Jón Hjartarson fjallar um dreng sem hefur týnt sjálf- um sér en kemst á réttan kjöl við að fara þangað þar sem lífið hefur annan tilgang en þann að hanga i gerviheimi tölvuleikja og vefsíðna. Hann kynnist ættingjum sínum og brátt fer að renna upp fyrir honum að ekki er allt sem sýnist í fjöl- skyldu hans. Ferðin vestur verður ekki síður ferð til fortíðar og Geiri reynir að grafa það upp sem hefúr ver- ið svo lengi falið að fæstir vita um hvað málið snýst lengur. í þessari for- tíðarferð kynnist Geiri frænda sínum sem er gamall og geðvondur en tekur Geira í sátt, kannski vegna þess að í honum sér hann svip af sjálfum sér. Persónumar ná sumar að öðlast líf í höndum höfundar. Geiri, meginás sögunnar, verður trúverðugur og Finnur frændi hans er einnig ágæt persóna. Þá kemur amman í pelsinum ágætlega út. Tilgangur Benna frænda er hins vegar óljós. Lesandinn getur ekki annað en haft samúð með honum en Geira líkar illa við hann þó að hann komi honum oftar en einu sinni til hjálpar. Þannig verður Benni hvorki jákvæð né neikvæð persóna og getur ekki talist heilsteyptur karakt- er. Þrúður, aðalkvenpersónan fyrir utan mömm- ur og ömmur, er einnig hálflitlaus; höfundi virð- ist láta betur að lýsa mæðrum en ungum stúlk- um. Gubbi, maður Elsu frænku, er málaður fúll- sterkum litum og verður fyrir vikið einhliða per- sóna í grótesku sinni; sífretandi, feitur, sveittur og heimskur. Sagan heldur athygli og er læsileg þó að ýmis- legt hefði mátt pússa betur. Framan af rennur hún í hefðbundnum farvegi þar sem söguefnið er gamalkunnugt; áflog og vesen í unglingadeiidum grunnskólanna, en hún verður óneitanlega sterk- ari eftir að leikurinn berst vestur, inn í raun- heiminn. Katrln Jakobsdóttir Jón Hjartarson: Ég stjóma ekki leiknum. Iðunn 2000. Mikilvæg skilaboð Blíðfinnur er vængjaður skógarálfur sem býr í litlu húsi undir austurhlíðum Himin- lægja. Pabbi hans og mamma eru löngu far- in inn í Ljósheima og eftir að bamið hvarf frá honum í fyrri bókinni um hann er hann aleinn. En hann er ekki einmana því yfir honum er ævinlega vakað og Orkan fyllir hann á hverjum morgni þegar hann heilsar sólinni vinkonu sinni. Ennþá hamingjusam- ari verður hann þegar hann bjargar lífi þriggja leikaradverga sem illir narrar hafa misþyrmt skammt frá heimili hans og þeir una glaðir saman allir fjórir þangað til narr- arnir láta aftur til skarar skríða... Það er nefnilega Blíðfinnur sjálfur sem narramir vilja tortíma því hann er of góður til að þeir geti liðið hann í grennd við sig. Enn emm við stödd í ævintýralandi Þor- valds Þorsteinssonar en í stað þess að fara í vestur frá húsi Blíðfinns eins og í fyrri bók- inni fer hann nú með okkur í austurátt. Ekki eru þar hversdagslegri þjóðflokkar en fyrir vestan. í stað gúbba, klóbita og Hlunks hittum við hér hina lævísu og viðbjóðslegu narra, fréttum af hráálfum sem eru ennþá verri og kynnumst kelnum og hagmæltum Skvampi, einlægum sprettálfi og frumlegri Bókavörðu sem raðar orðunum i setningunum sjálfkrafa í stafrófsröð um leið og hún lætur þær út úr sér: Er nefnilega það það! Gaman er að sjá lúmskar vísanir í fyrstu bók Þorvalds, ævin- týrið um Skilaboðaskjóðuna, og teikningar Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur týsir vandanum að velja sér vini og hættunni ð að maður sé „narraður“ út í alvarlega vitleysu. Guðjóns Ketilssonar eru líka lúmskar því þær leyna a.m.k. jafnmiklu og þær birta! Að ýmsu leyti er þessi bók, sem heitir því lipra nafni Ert þú Bliðfinnur? Ég er með mik- ilvæg skilaboð, eindregnari barnasaga en sú fyrri sem heiliaði unga sem aldna fyrir tveim- ur árum. Hér er lýst vandanum að velja sér vini og hættunni á að maður sé „narraður" út í alvarlega, jafnvel lífshættulega vitleysu, en sársaukinn sem var svo grunnt á í fyrri bók- inni er ekki eins fyrirfinnanlegur. Þó eru lýs- ingar á viðbrögðum Blíðfinns við þunglyndi og sorg býsna nærgöngular og spumingin verður sú hvort hið illa er eins snyrtilega skil- ið frá hinu góða og við ímyndum okkur. Bliðfinnur 2 ber nokkur merki þess að vera framhaldsbók vinsællar sögu sem í sjálfri sér kallaði ekki á framhald, en hún er listilega vel gerð og skemmtileg, bæði fyrir börn og full- orðna. Því þó að efnið sé átakamikið er stíll- inn bæði fyndinn og launfyndinn; til dæmis ættu lesendur að taka sér- staklega eftir kaflaheitum sem eru yndisleg, neðanmálsgreinunum og einnig því hvemig Þorvaldur notar miðstig lýsingarorða snilldarlega húmorískt. Ætli það sé norðlenskur siður? Silja Aðalsteinsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson: Ert þú Blíöfinnur? Ég er meö mikilvæg skilaboö. Bjartur 2000. ___________Menning Umsjón: Silja Adalsteinsdóttir Skugginn Það ber til tíðinda í Listaklúbbi Leikhús- kjaliarans að frumfluttur verður á mánudagskvöld- ið hluti af Skugganum, æskuverki Jóhanns Sigur- jónssonar leikskálds sem aldrei hefur áður verið þýtt á íslensku eða flutt opinberlega. Verkið er áhugaverður áfangi á skáldbraut Jóhanns, samið undir sterkum áhrifum Ibsens en ber þó ýmis einkenni meistaraverka höfundar. 4. desember verður önnur dagskrá um Jó- hann, helguð Fjalla-Eyvindi sem JPV-forlag var að gefa út og dr. Jón Viðar Jónsson hefur unn- ið með hliðsjón af lokagerð verksins á dönsku. Hefur verkið aldrei áður birst í þeirri mynd á islensku. Leikarar Þjóðleikhússins flytja kafla úr verkinu undir stjóm Ingu Bjarnason. Umsjónarmaður með dagskránum er dr. Jón Viðar Jónsson. Þær hefiast kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Kammersveit Reykjavíkur Fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavík- ur á þessu hausti verða i Þjóðmenningarhúsinu á sunnudagskvöldið kl. 20. Á efnisskrá er Flautukvartett í C-dúr K. Anh. 171 eftir Mozart, Sextett op. 81 fyrir 2 horn og strengi eftir Beet- hoven og Homkvintett í Es-dúr K. 407 eftir Moz- art. Þetta munu vera fyrstu tónleikamir sem haldnir em í hinu sögufræga Safnahúsi við Hverfisgötu. Ann Schein Tónlistarfelagið í Reykjavík hefur ákveðið að taka höndum saman við Salinn í Kópavogi og end- urvekja tónleikahald í nafni félagsins. Fyrstu tón- leikamir verða með hinum þekkta bandaríska píanó- leikara Ann Schein á sunnudagskvöldið kl. 20. Ann Schein fæddist 1939 í New York og spilaði fyrst opinberlega sjö ára gömul. Hún hefur haldið tónleika í rúmlega 50 löndum og leikið með mörgum helstu hljóm- sveitum heims bæði austan hafs og vestan und- ir stjóm þekktustu hljómsveitarstjóra. Á sunnu- dagskvöldið leikur hún Sónötu í Es-dúr op 81eft- ir Beethoven, Davidsbúndlertanze op 6 eftir Schumann og Sónötu no. 3 op. 58 i h moll eftir Chopin. Viltu lesa fyrir mig Á Bamadegi i Gerðubergi á morgun kl. 14-16 verður lesið úr nýjum bamabókum og gestir fá svör við ýmsum brýnum spurningum: Kemst eldþursinn Ari heim til sín? Hver er Mói hrekkjusvín? Getur Grímur bjargað sækúnum? Hverjir búa í Mángalíu? Og hvað heitir leynifé- lag hundanna á Krítey? Auk þess koma Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg og syngja lög um Bullutröll. Ókeypis inn og allir velkomnir. Bókakynning Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður bókakynning á veitingahúsinu Álafoss- föt bezt í Mosfellsbæ. Þar les Guðrún Guðlaugsdótt- ir úr bók sinni í órólegum takti, Sigriður Halldórs- dóttir og Guðrún Guð- laugsdóttir lesa úr Nær- mynd af Nóbelsskáldi, ný- útkomnu safhi frásagna af Halldóri Laxness, og loks leiklesa félagar úr Leikfélagi Mosfellsbæjar sögur úr gamansagna- safninu Kæri kjósandi. Kynnir er Lárus H. Jónsson. Frítt inn. i«.ii»ni Fótspor hins illa Ný spennusaga Birgittu Halldórsdóttur heitir Fót- spor hins illa. Þar segir frá stúlkunni Mariu Stewart sem þrátt fyrir nafnið á ís- lenska foreldra en er alin upp í Englandi. Skömmu eft- ir að hún missir föður sinn í mannskæðu lestarslysi þar sem móðir hennar slasast einnig illa fær hún undarlegar fréttir frá ís- landi. Systir hennar, sem Maria taldi löngu látna, hafði fundist myrt á hrottalegan hátt. Maria fer í skyndi heim til gamla ættlandsins til að fylgjast með rannsókn málsins en áður en varir er hún sjálf föst í neti fomeskju og djöfla- dýrkunar sem ails óvíst er að hún losni úr heil á húfi... Þetta er átjánda skáldsaga Birgittu. Skjald- borg gefúr út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.