Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 20
« 24 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 I>V Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95-ára_________________________________ ^iaflína Björnsdóttir, Kolkuósi, Sauöárkróki. 85 ára_________________________________ Gíslína Gísladóttir, Brunnstíg 7, Hafnarfiröi. Indiana D Ingólfsdóttir, Litlahvammi 1, Húsavík. Védís Hólmfríður Hallsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. 80 ára ____________________,___________ Lovísa Anna Árnadóttir, Grænumörk 5, Selfossi. Áöurtil heimilis aö Húna- B maöur hennar er Óskar :Í«M Gíslason. Af þessu tilefni taka þau hjónin á móti gestum í salnum, Grænumörk 5, Sel- fossi, laugard. 25.11. kl. 14.00—18.00. Páll H. Pálsson, Bólstaöarhliö 41, Reykjavík. Valgerður Sigurðardóttir, Stjörnusteinum 20, Stokkseyri. Sigrún Hulda Magnúsdóttir frá Hólmavik, Vesturbergi 78, Reykjavík, veröur sjötug á morgun. Hún tekur á móti gestum í Þórshöll, Brautarholti 20, Reykjavík, á afmælisdaginn mill kl. 16.00 og 19.00. ^Björn Guðmundsson, Miðdalsgröf, Hólmavík. Eiríkur Símon Eiríksson, Möðrufelli 13, Reykjavík. Gunnvör Rósa Hallgrímsdóttir, írabakka 20, Reykjavík. Halldór Pálsson, Álfaskeiöi 92, Hafnarfiröi. Helga Marsellíusdóttir, Austurvegi 7, isafiröi. Snorri Jónsson, Hagatúni 5, Höfn. Svana Karlsdóttir, Hjallalundi 18, Akureyri. 60 ára__________________________________ Hilmar Einarsson, byggingafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Torfholti 10, Laugarvatni. Eiginkona hans er Berglind Pálmadóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Menntaskólanum á Laugarvatni milli kl. 20.00 og 24.00. Indriði Arnar Adolfsson, Íshússtíg 9, Keflavík. Jónas S. Ástráðsson, Grýtubakka 32, Reykjavík. Sólveig Kristinsdóttir, Oddeyrargötu 36, Akureyri. 50 ára__________________________________ | Jónas Guðmundsson, rafveitustjóri í Búöardal, ^ Bakkahvammi 7, Búöar- Eiginkona hans er Sigur- I Þíörg Jónsdóttir. I tilefni dagsins taka þau á móti gestum í Félagsheimilinu Dalabúð milli kl. 20.00 og 24.00 í kvöld. Hrefna Jónsdóttir, Vallarflöt 1, Stykkishólmi. Kolbrún Friðriksdóttir, Norðurtúni 13, Siglufirði. Sigurður Clausen, Laugavöllum 14, Egilsstööum. 70 ara 40 ára_________________________ Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Suðurási 4, Reykjavík. Dagný Rúna Hrafnkelsdóttir, Sigtúni 35, Reykjavík. Diana Margarete von Ancken, ^ólvöllum 10, Grindavík. tgill Steinar Ingimundarson, Faxabraut 4, Keflavík. Einar Sigurjón Valdimarsson, Rofabæ 23, Reykjavík. Eiísabet L. Sigurðardóttir, Rfusundi 17, Hvammstanga. Guðfinna Elín Jóhannsdóttir, Bakkastööum 127, Reykjavík. Hinrik Jónasson, j Látraströnd 44, Seltjarnarnesi. Jóhann Björn Guðmundsson, 1 Bakkatjörn 2, Selfossi. IJóhann Júlíus Jóhannsson, Mararbyggð 12, Ólafsfirði. Jónína Sigurjónsdóttir, -^latey 1, Höfn. Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, Brautarholti 2, ísafiröi. Kristín Jóna Guðmundsdóttir, Bogasíðu 1, Akureyri. Kristján H. Jóhannsson, Ólafsvegi 43, Ólafsfiröi. Rut indriðadóttir, Hólabraut 18, Hrisey. Stefán Stefánsson, «íkútahrauni 10, Reykjahlíö. Sjötugur Hreinn Sumarliðason kaupmaður og fyrrv. formaður Félags matvörukaupmanna Hreinn Sumarliöason kaupmað- ur, Erluhólum 5, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Hreinn fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í hringiðu síldaráranna. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Siglufjaröar 1947, stund- aði síðar nám við Námsflokka Reykjavíkur, Málaskólann Mími, hjá H.B. Nielssen co, Iðnaðarmála- stofnun íslands, Torquays International á Englandi auk þess sem hann sótti ýmis námskeið sam- hliða vinnu. Að lokinni skólagöngu hélt hann til Reykjavíkur þar sem hann var m.a. verslunarstjóri í tíu ár, lengst af hjá Kiddabúð. Hreinn og kona hans stofnuðu kjörbúðina Laugarás við Laugarás- veg 1959 og starfræktu hana í tutt- ugu og fimm ár. Síðar stofnuðu þau einnig verslunina Norðurbrún 2 í Reykjavík. Þá stundaði hann fast- eignarekstur og var auk þess erind- reki Kaupmannasamtaka íslands 1985-97. Hreinn var kjörinn í stjórn Félags matvörukaupmanna 1964, var vara- formaður félagsins frá 1967 og for- maður þess 1974-77. Hann sat í fyrstu stjórn Stofnlánasjóðs mat- vörukaupmanna frá 1968, sat í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasamtaka íslands 1973-76, sat í varabankaráði Verslunarbanka íslands hf. 1973-89, sat i fulltrúaráði Kaupmannasam- taka íslands 1978-85 og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á veg- um þeirra. Þá hefur hann m.a. setið í stjórnum Matkaups hf., Búrfells hf. og Fasteignavers hf. Hreinn var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtaka íslands 1984, var sæmdur Norges Kolonial og Landhandel Förbund 1982, Sveriges Köbmann Forbund 1984 og Detalj Handelens Centraiforbund 1988. Fjölskylda Hreinn kvæntist 30.6. 1951 Önnu Hallgrímsdóttur, f. 18.6.1931, d. 1.10. 1990, húsfreyju og kaupmanni. Hún var dóttir Hallgríms G. Björnsson- ar, fyrrv. bifreiðarstjóra og físk- verkanda í Hafnarflrði, og Herdísar Lárusdóttur húsfreyju sem hæði eru látin. Hreinn og Anna eignuðust þrjár dætur. Þær eru Sigurlína Hreins- dóttir, f. 25.12. 1951, snyrtifræðing- ur, og eru börn hennar Hreinn Páls- son og Anna Jóna Reynisdóttir; Ágústa Hreinsdóttir, f. 22.10. 1957, hárgreiðslumeistari, gift Sigurði Ómari Sigurðssyni tölvufræðingi og eiga þau íjögur böm, Söndru Ósk Sigurðardóttur, sem er gift Gerhard Olsen, trisi Ann Sigurðardóttur nema og tvíburana Marinó og Hlyn Sigurðssyni nema; Jóna Margrét Hreinsdóttir, f. 7.5. 1961, fram- kvæmdastjóri en maður hennar er Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri og em börn hennar Andri Hrafn Agnarsson nemi og Thelma Karen Jónsdóttir. Bræður Hreins: Kári Sumarliða- son, f. 16.6.1916, d. 20.3.1990, var bú- settur á Siglufírði; Arthúr Sumar- liðason, f. 18.7. 1920, fyrrv. verk- stjóri. Foreldrar Hreins voru Sumarliði Guðmundsson, f. 22.4. 1889, d. 1.5. 1983, skósmiður á Siglufirði, og k.h., Sigurlína Guðrún Níelsdóttir, f. 2.2. 1891, d. 28.1. 1963, húsfreyja. Ætt Sumarliði var sonur Guðmundar, b. í Nýjabæ í Hörgárdal, Guðmunds- sonar, b. í Stóragerði, Gunnlaugs- sonar. Móðir Sumarliða var Sigurlaug Guðmundsdóttir, b. í Svínadal, Jónssonar, b. í Kelduneskoti, Jóakimssonar. Móðir Sigurlaugar var Guðrún Eiríksdóttir, b. í Orm- arslóni, Eiríkssonar, b. i Kollavík, Þorsteinssonar. Sigurlína var systir Friðbjamar, skósmiðs á Siglufirði, fóður Stefáns, fyrrv. bæjarstjóra á Siglufirði og síðar blaðamanns við Morgunblað- ið. Sigurlína var dóttir Níelsar, b. á Hallanda á Svalbarðsströnd, Frið- bjarnarsonar, b. á Hallanda, Sig- urðssonar, b. á Brekku i Kaupangs- sveit, Jónssonar, af ætt Hrólfunga. Móðir Friðbjamar var Anna Björns- dóttir, b. á Ytrahóli í Kaupangs- sveit, Guðmundssonar, b. á Svert- ingsstöðum í Kaupangssveit, Jó- hannessonar, b. í Grenivík, Árna- sonar. Hreinn verður að heiman á afmælisdaginn. Hreinn Sumarliðason, kaupmaöur í Reykjavík. Auk þess aö starfrækja tvær þekktar matvöruverslanir í Austurbænum í Reykjavík um árabil starfaði Hreinn mikiö aö félagsmálum kaupmanna. Sjötug Gróa Sigurlilja Guðnadóttir kjólameistari og húsmóðir í Reykjavík Gróa Sigurlilja Guðnadóttir, kjólameistari og húsmóðir, Reyni- mel 60, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Gróa fæddist í Botni í Súganda- firði og ólst upp i Súgandafirði og í Önundarfirði. Hún lauk sveinsprófi í kjólasaumi 1953 og öðlaðist meist- arabréf í iðninni 1964. Gróa starfrækti um árabil eigin saumastofu þar sem hún sérsaum- aði kvenfatnað. Gróa hefur verið virkur félagi í Súgfirðingafélaginu í Reykjavik, og í Félagi meistara og sveina í fataiön um árabil. Þá er hún félagi i ITC, International Training in Commun- ication. Fjölskylda Gróu giftist 1.6. 1952 Páli Halldóri Guðmundssyni, f. 22.7.1925, málara- meistar. Hann er sonur Guðmundar A. Pálssonar, f. 8.10. 1895, bónda og sjómanns á Oddsflöt í Grunnavík og síðar sundlaugavarðar við Sundhöll ísafjarðar, og k.h., Elísu Einarsdótt- ur, f. 1.7. 1900, húsfreyju. Synir Gróu og Páls: Guðmundur Elías Pálsson, f. 24.3. 1952, d. 13.1. 1998, íþróttakennari og málara- meistari i Reykjavík, var kvæntur Sigrúnu Erlu Hákonardóttur, f. 27.5. 1954, tónlistarkennara, og eru böm þeirra Páll Liljar, f. 8.10. 1973, verk- fræðingur, kvæntur Gígju Þórðar- dóttur en sonur þeirra er Sölvi, Ólafur Heimir, f. 3.2. 1976, nemi í sambúð með Ingibjörgu Gunnars- dóttur og er sonur þeirra Elías Rafn, og Erla Rún, f. 22.5. 1989; Al- bert Pálsson, f. 13.2. 1958, tónlistar- maður og málarameistari i Reykja- vík, kvæntur Eddu Júlíönu Georgs- dóttur, f. 10.4. 1960, og er dóttir Al- berts og fyrri konu hans, Láru Ólafsdóttur, Sigurlilja, f. 16.2. 1977, en börn Alberts og Eddu Júlíönu eru Róbert Öm, f. 22.11. 1983, nemi, Albert Guðni, f. 25.4.1987, og Gilbert Daniel, f. 25.1. 1992. Systkini Gróu: Sigurður, f. 11.12. 1914, d. í febrúar 1959, sjómaður, var kvæntur Sveinbjörgu Eyvindsdótt- ur, f. 17.4. 1902, d. 9.8. 1959, en stjúp- sonur hans er Eyvindur Valdimars- son verkfræðingur; Guðrún Pálm- fríður, f. 9.9. 1918, d. 28.8. 1997, var gift Kjartani O. Sigurðssyni og eru börn þeirra Guðvarður skrifstofu- maður, Sigurlaug Svanfríður hús- móðir, Berta Guðný húsmóðir, Sól- veig Dalrós húsmóðir og Elín Odd- ný handavinnukennari; Þorleifur Guðfinnur, f. 11.7. 1918, bóndi; Sveinn, f. 23.11. 1919, var kvæntur Sigríði Ágústu Finnbogadóttur, f. 8.9. 1914, d. 4.4. 1997, og er dóttir þeirra Ingibjörg; Jóhannes, f. 29.9. 1921, d. 18.8. 1990, var kvæntur Al- dísi Jónu Ásmundsdóttur, f. 9.5. 1922, og eru börn þeirra Sigríður Svanhildur alþm., Ásmundur bóndi, Auður bankamaður og Guðni Al- bert, prófessor í Lundi; Guðmundur Arnaldur, f. 1.12. 1922, fyrrum skip- stjóri; Einar, f. 6.11. 1926, fyrrum skipstjóri, kvæntur Guðnýju Kristn- íu Guðnadóttur og eru börn þeirra Kristín Eygló, Guðni Albert útgerð- armaður, Ævar verkstjóri, Elvar framkvæmdastjóri, og Hafrún Huld; Guðni Albert, f. 3.4. 1928, kvæntur Júltönu (Stellu) Jónsdóttur og eru böm þeirra Birgir, Guðbergur bíl- stjóri, Guðni Albert, látinn, Rósa María og Alda Sigríður; María Auð- ur, f. 6.6.1932, var gift Leifi Sigurðs- syni, f. 22.7.1929, d. í febrúar 1998 og eru dætur þeirra Sólveig hár- greiðslumeistari og Halla skrifstofu- maður; Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d. 29.4. 1939. Foreldrar Gróu voru Guðni Jón Þorleifsson, f. 25.10. 1883, d. 21.4. 1907, bóndi í Botni í Súgandafirði, og Albertína Jóhannesdóttir, f. 19.9. 1893, d. 1989, húsfreyja. Gróa verður að heiman á afmælisdaginn. Merkir íslendingar Helgi Konráðsson, sóknarprestur á Sauð- árkróki og prófastur Skagaíjaröarpró- fastsdæmis, fæddist á Syðra-Vatni í Lýt- ingsstaðahreppi 24. nóvember 1902. Hann var sonur Konráðs, bónda á Syöra-Vatni, Magnússonar, og k.h., Ingibjargar, systur Péturs, prests i Markerville og dóttur Hjálms, alþing- ismanns á Hamri í Þverárhlíð, Péturs- sonar. Helgi lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1924, embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1928 og stundaði framhaldsnám í Englandi. Helgi var sóknarprestur á Bíldudal frá 1928, að Höskuldsstöðum frá 1932 og sóknar- Helgi Konráðsson prestur Reynistaðaklaustursprestakalls með aðsetur á Sauðárkróki frá 1934. Þá var hann prófastur frá 1952. Helgi var mikill menningarfrömuöm- og skólamaður. Hann hélt unglinga- skóla á Bíldudal, á Blönduósi og á Höskuldsstööum, var kennari við ung- lingaskóla á Sauðárkróki, skólastjóri Gagnfræðaskóla Sauðárkróks í tíu ár og Iðnskóla Sauðárkróks í fjögur ár. Helgi sat í nefnd er undirbjó löggjöf um almenningsbókasöfn, sat í stjórn og útgáfustjóm Sögufélags Skagfirðinga frá stofnun og til æviloka, sat í stjórn Sýslu- bókasafns Skagafjarðarsýslu og var bóka- vörður þess til æviloka 30. júní 1959. Útför Önnu Báru Kristinsdóttur (Olsen), Eyrarvegi 35, Akureyri, fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstud. 24.11. kl. 13.30. Anna Lilja Guómundsdóttir, Brekkutúni 3, Sauöárkróki, veröur jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugard. 25.11. kl. 14.00. Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Melabraut 19, Seltjarnamesi, veröur jarösungin frá Seltjarnarneskirkju föstud. 24.11. kl. 10.30. Jón Guðnason, Hamraborg 14, Kópa- vogi, verður jarösunginn frá Kópavogs- kirkju föstud. 24.11. kl. 15.00. Jón Ásgeirssson veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánud. 27.11. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.