Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 24
!8 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 Tilvera I>V Flytur Vetrar- ferð Schuberts í kvöld kl. 20 mun Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari flytja Vetrarferð Schuberts við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar píanóleikara. Tónleikarnir verða haldnir i Salnum í Kópa- vogi. Vetrarferðin eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Múllers er án nokkurs vafa eitt mikilfenglegasta skáldverk í tón- um sem til er fyrir söng og pí- * anó. Flutningur Vetrarferðar- innar telst alltaf til merkisvið- burða þá flutt er, hvar sem er í heiminum. í Ijóðasöng gefur ekkert markmið háleitara en að takast á við þessi 24 lög Schuberts. Krár 1 LETTIR SPRETTIR A KRINGLU- KRANNI Hljómsveitin Léttir sprettir leikur fyrir dansi fram á nótt á Kringlukránni í kvöld. _ ■ SVENSEN & HALLFUNKEL Á * GULLOLPINNI Þaö eru snillingarnir Svensen & Hallfunkel sem sjá um geggjaö stuö á föstudagskvöldiö til kl. 3:00 á Gullöldinni í Grafarvogi. Sveitin ■ NÆTURTÓNLEIKAR Á PIZ2A 67 ESKIFIRÐI A föstudagskvöldiö ger- ist einstakur viöburöur í Fjarða- byggöi! Næturtónleikar með Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjánssyni á Pizza 67, Eskifiröi. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00 en opiö er til 3.00. ■ UÓÐATÓNLEIKAR í HVERA- GERÐISKIRKJU A föstudagskvöld veröa Ljóöatónleikar í Hverageröis- kirkju. Þar syngur Marta Guðrún Halldórsdóttir og meðleikari er Gísli Magnússon píanóleikari. Á efnis- «. skránni eru verk eftir Schubert, Dvorák, Mendelssohn, Jórunni Viöar, Jón Laxdal og Sigvalda Kaldalóns. ■ RÚNAR JÚL. SKEMMTIR Á AK- UREYRI Hljómsveit Rúnars Júlíus- sonar skemmtir í kvöld á Við Pollinn á Akureyri. leikhús_________________________ ■ HAALOFT Háaloft er einleikur um :onu meö geðhvarfasýki eftir Völu mrsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum. ■ MEDEA í lönó í kvöld veröur sýn- ng á harmleiknum Medeu eftir Evrípídes. ■ SKÁLPANÓTT Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason sýnd í kvöld kl. 20 í Borgarleikhúsinu. . DV-MYND HILMAR PÓR í góöum félagsskap Vel fer á meö krökkunum úr 5. bekk í Fossvogsskóla og eldrl borgurum á Sléttuveginum. Kassageröinni er lokiö og krakkarnir eru stoltir af handverki sínu. Kynslóðir mætast er samvinnuverkefni sem leiðir saman börn og eldri borgara: Ungir sækja aldna Mikið var um að vera í þjón- ustumiðstöð aldraðra á Sléttuvegi á miðvikudagsmorgun þegar einn 5. bekkurinn úr Fossvogsskóla var þar í heimsókn. Heimsóknin var liður í verkefn- inu Kynslóðir mætast sem er sam- vinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Félagsþjónustunn- ar og er Ásdís Skúladóttir verk- efnisstjóri. Fjórtán þjónustumið- stöðvar aldraðra út um alla borg hafa tekið þátt í verkefninu og jafnmargir skólar og hafa verkefn- in verið margvísleg. „Verkefnið er á dagskrá Reykjavíkur, menning- arborgar Evrópu árið 2000,“ segir Ásdís Skúladóttir, „en ég vona svo Handagangur meö öskjurnar Mikiö gekk á viö lokafráganginn á kössunum. sannarlega að þessu samstarfi skóla og félagsmiðstöðva aldraðra muni ekki ljúka.“ Elsta og yngsta kynslóöin leidd saman Markmið verkefnisins er að leiða saman yngstu og elstu kynslóðina og eru lykilorðin þrjú, samvera, samvinna og samtal. Meðal þess sem tekið hefur verið fyrir í samverustundun- um er að steikt hefur verið laufa- brauð, teiknuð jólakort, stofnað- ur kór og dans- hópur, sett upp heimasíða, keppt í boccia og prjón- að. Þegar blaða- maður DV kom á Sléttuveginn voru krakkarnir að koma sér fyrir við borð og við hvert borð sat einn fulltrúi eldri kynslóðarinnar. Ragnheiður Thorarensen, handavinnukenn- ari á Sléttuvegin- um, leiðbeindi við gerð kass- anna og eldri konurnar við heim borðin fylgdu leiðbeiningunum eftir við börnin sem unnu af kappi. Vandvirkni var brýnd fyrir ungu kynslóðinni, enda er kassagerðin mikið nákvæmnisverk, og ekki var annað aö sjá en að allir kynnu vel við sig i félagsskapnum. Við sum borðin heyrðist ein og ein saga af lífinu í gamla daga fljúga og unga kynslóðin hlustaði af athygli. Samvinnuverkefni Félagsmið- stöðvarinnar við Sléttuveg og Foss- vogsskóla hófst í vor þegar eldri borgurum af Sléttuveginum var boðið á sögusýningu og dagskrá um Reykjavíkurborg í Fossvogsskóla og voru nemendurnir nú að endur- gjalda heimsóknina. Óformleg samvera Þegar kassagerðinni var lokið leystist samkvæmið upp í óform- legri samveru. Boðið var upp á djús og kaffí og súkkulaðibita með. Nú tóku nokkrar eldri konurnar upp á því að sýna og kenna krökkunum spilagaldra og kapla og er skemmst frá því aö segja að a.m.k. sumum krökkunum þótti það ekki minna skemmtilegt en kassagerðin. Krakk- amir spreyttu sig svo á göldrunum og fengu klapp þegar vel tókst til. Á morgun verða uppskeruhátíðir í félags- og þjónustumiðstöðvum aldraðra og standa þær frá kl. 14 til 17. Alir eru velkomnir og munu húsin iða af fjöri, fræðslu og fjöl- breyttum menningarviðburðium sem hinir eldri og yngri hafa skap- að í sameiningu. -ss ■ ÁSTKONUR PICASSOS í kvöld veröur sýnt á Smíöaverkstæöinu í Þjóöleikhúsinu leikritiö Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera. ■ VITLEYSINGARNIR Vitleyslng- arnir, nýtt leikrit eftir Olaf Hauk Sím- onarson, verður sýnt í Hafnarfjaröar- leikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Órfá sæti laus. Feröir ■ AÐVENTUFERÐ I BASÁ Útivlst - Aöventuferö í Bása 24.-26. nóv. Gönguferðir, grýlukertaferð, jólahlað- borö, aðventukvöldvaka, söngur og gleði. Ferð fyrir börn sem fullorðna. Fararstjórar: Anna Soffía Óskars- dóttir og Kristján M. Baldursson. Pantið og takið miða á skrifst. Hall- veigarstíg 1, s. 5614330 (opiö kl. 12-17). Netfang: utivist@utivist.is Heimasíða: utivist.is. Áramótaferðin í Bása er 30/12-2/1. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Hljo»i|»|ötur___________________________________________ Bjarni Arason - Trú, von og kærleikur: ★ ★★ Lágmælt Lögin ellefu eftir Jóhann Helga- son, sem Bjarni Arason flytur á þessum diski, eru samin á árunum 1975 til 1992. Sum eru vel þekkt, önnur hafa heyrst sjaldnar. Af nógu hefur áreiðanlega verið að taka því að Jóhann hefur verið afkastamikill á um það bil þriggja áratuga tónlist- arferli sínum. Vel var til dæmis fundið að hafa með tvö lög Jóhanns sem fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum; Ég ann þér og Lífið liggur við sem voru á plötu sem mig minnir endilega að hafi kallast Hugsanir jarðýtustjórans eða eitt- hvað í þá veruna. Það er í hæsta máta eðlilegt að Bjami Arason og Jóhann Helgason leiði saman hesta sína. Lagið Karen er hiklaust samnefnari þeirra, eitt vinsælasta lag Jóhanns frá síðustu árum og án efa langvinsælasta lagið á söngferli Bjama til þessa. Söngur og hljóðfæraleikur á plöt- unni Trú, von og kærleikur er allur með ágætum. Látlaus og smekkleg- ur og hæfir lögunum. Bjarna er óðum að takast að rífa sig frá læri- foður sínum frá Memphis og er það vel. Meira en nóg er af Elvisum í heiminum. Það er Þórir Úlfarsson sem hefur veg og vanda af hljóð- færaleiknum og fær til liðs við sig aukamenn í. sex lögum. Aftast á plötunni eru þau síðan flutt aftur og þá aðeins með píanóundirleik. Platan Trú, von og kærleikur er gefrn út til styrktar Geðhjálp. Tæp- lega á eftir að láta ýkja hátt í henni á aðventunni í samkeppninni við háværari hljómföng. En hún er vel þess virði að vera sett á spilarann eftir skarkala dagsins þegar maður þarfnast þess að hlusta á eitthvað lágstemmt til að róa hugann. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.