Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 28
Dúkkukerrur og dúkkuvagnar í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur Blönduós: Bílvelta í Víðidal g. Einn maður var fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík eftir að bíll sem hann var farþegi i valt í Víðidal, vestan við Blönduós, um hádegisbil- ið i gær. Tveir aðrir menn sem í bílnum voru sluppu ómeiddir, en billinn er ónýtur eftir veltuna. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi missti ökumaður bílsins stjórn á honum í hálku. Maðurinn sem flutt- ur var til lækna í Reykjavík reynd- ist talsvert slasaður en var ekki tal- inn í lífshættu. -SMK Hálka á Grafningsvegi: Steypubíll valt Steypubm með dælu valt út Steypubill með dælu valt út af ■••Grafningsvegi seinnipartinn í gærdag vegna mikillar hálku. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi rann bíllinn út af veginum í hálkunni og valt á hliðina. Ökumanninn sakaði ekki. Kranabíll var fenginn til þess að hifa steypubil- inn upp á veginn aftur og var vegin- um-Iokað-á..meðan, .SMK Velkomin til Israels í Helgarblaði DV er átakanleg frá- sögn prýdd fjölda mynda sem Þor- valdur Örn Kristmundsson, ljós- myndari DV, tók á ferð sinni um átakasvæðin í ísrael á dögunum. Þorvaldur sýnir okkur eymd og hörmungar áratuga átaka á eftir- minnilegan hátt, aðallega gegnum linsu myndavélarinnar en einnig með einstökum frásögnum. I Helgarblaði lýsir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöll- um, einarðri afstöðu sinni í þeim átökum sem hann segir að einkenni islensku þjóðkirkjuna um þessar mundir. Birtur er kafli úr umtalaðri ævisögu Steins Steinarrs skálds sem byggist á áður ónotuðum heimildum. Fjaflað er um netkynlíf á nýstárlegan '■•hátt, rætt við Óttar Guðmundsson lækni um dauðann og farið á tón- leika með Bubba Morthens. NU ER PIMMUR KARLARÓMUR! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 24. NOVEMBER 2000 Viöræðuslit framhaldsskólakennara og ríkisins: Alvarlegt bakslag „Það kom mjög alvarlegt bakslag í málið með kröfu ríkisins um kennslu- skylduhækkun," sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, við DV í morgun. Elna Katrín sagði að samningaviðræð- um framhaldsskólakennara og ríkisins hefði verið slitið að sinni eftir stuttan, árangurslausan fund í gær. Ríkissátta- semjari ætlaði að athuga hvort grund- vöflur væri til þess að kalla deiluaðila saman í næstu viku. „Viðræðimum má skipta í fjóra hluta,“ sagði Elna Katrín. „Við sögu hafa komið einhveijar launatöflu- hækkanir frá ríkinu. Það hefur ekki verið tekist á um það atriði í bili, því menn lita til þess þáttar síðar. Síðan •hafa menn verið að vinna mjög mikla vinnu í sambandi við nýtt launakerfl. Sú vinna var lögð á ís af hálfu ríkisins fyrir viku-tíu dög- um, þvi þá kom ríkið fram af mikl- um þunga með kröfur um að kennarar skerði starfskjör sín, sem þeir hafa aldrei léð máls á við ríkið. Þar er um að ræða þessi auknu kennsluskyldu. Ríkið hefúr ekki dregið þessa kröfu til baka.“ Elna Katrín sagði að fyrr í umræð- unum hefðu samningsaðilar rætt þann möguleika að flytja eitthvað af yfir- vinnu kennara yfir í dagvinnu. Það væri enn uppi á borðinu. Ríkið hefur boðið kennurum 3,9 prósent 1. nóvem- ber, 3 prósent á ári 2001 og 2002 og 2,75 Elna Katrín Jónsdóttir. prósent 2003. Síðan hafi samninga- nefnd geflð til kynna að hún vildil leggja um það bil 5 prósent inn í laun kennara vegna nýrrar aðalnámskrár. Deila mætti um hvort þar væri um að ræða hreina launahækkun. „Við höfðum lýst þeim sjónarmið- um við sáttasemjara i gær að það yrði að koma ffam hvort samninganefnd ríkisins ætlaði að draga til baka kröf- una um kennsluskyduhækkunina. í öðru lagi þyrfti að koma fram hvort hún væri reiðubúin að fara af fullum krafti áfram í launa- og launakerfisum- ræðuna. Það reyndist enginn flötur á því, þannig að viðræðum var slitið." Ekki náðist í Gunnar Björnsson, for- mann samninganefndar rikisins, í morgun. -JSS MATVÍS og Samtök atvinnulífsins sömdu í nótt: Nemar hækka mest verkfalli 1200 starfsmanna í veitinga- og matvælaiðnaði frestað Laun nema hækka hlutfallslega mest i nýgerðum kjarasamningi Sam- taka atvinnulífsins og MATVÍSS, Matvæla- og veitingasambands ís- lands, sem samkomulag tókst um í nótt. Verkfalli 1200 matreiðslumanna, framreiðslumanna, bakara og kjötiðn- aðarmanna, sem hefjast átti kl. 19 í dag, hefur verið aflýst. Jólahlaðborð landsmanna verða því á sínum stað á aðventunni. í frétt sem ríkissáttasemjari sendi frá sér um hið nýja samkomulag um hálffjögur í nótt segir m.a. aö samn- ingurinn taki mið af kjarasamningi Verfkalll aflýst Ljóst er aö jólahlaöborð landsmanna veröa á sínum stað á aöventunn eft- ir aö samningar náöust í nótt. iðnaðarmanna í vor. Niels S. Olgeirsson, formaður MATVÍSS, sagði við DV í morgun að um væri að ræða einn samning fyrir allar faggreinamar. Hann væri mjög á nótum þess sem samið hefði verið um í landinu. Samningiu-inn gildir til janúar 2004. Níels sagði að meðal- hækkun launa væri um 15 prósent þegar allt væri talið. „Það náðust einhverjar lagfæring- ar og samræmingar á launum þess- ara stétta,“ sagði Níels. „Tímamóta- breytingarnar voru þær að við náð- um að taka til í launatöxtum nem- anna og lagfæra kjör þeirra. Þar verða mestar hækkanir." -JSS Sauðárkrókur: Arekstur vegna hálku Tveir menn voru fluttir á sjúkra- húsið á Sauðárkróki eftir árekstur tveggja fólksbíla í mikilli hálku á Borgarsandi i gær. Mikil ísing var á Siglufjarðarveg- inum er slysið varð. Ökumaður annars fólksbíls missti stjóm á bíl sínum í hálkunni með þeim afleið- ingum að bíll hans rann yfír á rang- an vegarhelming og í veg fyrir hina bifreiðina. Ökumaður fyrri bilsins hlaut höfuðáverka og hinn ökumað- urinn slasaðist mikið á öxl. Þeir voru báðir fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Bílar beggja eru mjög mikið skemmdir eftir áreksturinn. -SMK Ymir Dýrt en gott. DV-MYND PJETUR Samningahálstau Þaö hljóp heldur betur á snæriö hjá viösemjendum Félags íslenskra skipstjórnarmanna í gærkvöld þegar formaöur samninganefndar félagsins færöi þeim öllum forkunnarfín þlá hálsþindi úr silki meö merki félagsins. Þetta var gert í tilefni nýrra kjarasamninga. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari fékk að sjálfsögöu hálstau og hér sést Guöjón Petersen, formaöur samninganefndar, afhenda honum þaö. Húsbygging að sliga Karlakór Reykjavíkur - skuldar níutíu milljónir „Margir sem stóðu í hnapp þegar fyrsta skóflustungan var tekin em nú famir. Vissulega er þetta erfltt og dálít- ið að slást við en húsið er ekki til sölu,“ sagði Guðmundur Sigþórsson, formaður Karlakórs Reykjavikur, um tónlistar- húsið Ými við Skógarhlíð, sem er gð sliga kórinn. Skuld upp á 90 mifljónir vegna húsbyggingarinnar hvílir á kórfé- lögum, sem em aðeins 74 talsins. „Sjálf- ur var ég ekki byrjaður í kómum þegar ákvörðun var tekin um byggingu húss- ins. Við greiðum úr þessum Qárhags- vanda og höfum gert samkomulag við íslandsbanka um greiðslu á öllu sem gjaldfallið er nú í desember," sagði Guð- mundur Sigþórsson. Karlakór Reykjavíkur hefur töluverð- ar leigutekjur af húsi sínu frá söngskóla og Kvennakór Reykjavíkur en að auki er húsið eftirsótt vegna mannfagnaða, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Stjóm Karlakórsins undirbýr nú kaup á fullkomnum ráðstefnubúnaði til að auka enn nýtingu eignarinnar og frek- ari útleigu. „Þetta er gott hús og það fer ekkert. Áður átti kórinn félagsheimili á Freyjugötu sem selt var en Reykjavíkur- borg gaf okkur lóðina undir húsið. Hér ætlum við að vera,“ sagði Guðmundur Sigþórsson. -EIR brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ ♦ ♦ ^NÝJAli Yi VÍDDIR^ Sími 569 4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.