Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 25. NL GMBER 2000 Fréttir DV Rjúpnahæö Rjúpnahæö er í lögsögu Kópavogs en í eigu Landssímans. Forráöamenn Kópavogs ræöa nú kaup á landinu. Kópavogsbær hyggst enn færa út kvíarnar við Vatnsenda: Vill kaupa 160 hektara af Landssímanum Rúpnahæö Lögscigaf', Gardabcejar - undir byggð og útivistarsvæði - viðræður á viðkvæmu stigi 3E?- K Landareign Landssímans 'N t. *í!!í v’'-1' ifS^Kópavtí&jr^^f 1 í:|. i ^Mahverfl / Logsqga x Kopavogs jtpfi J. , Jy rt * _1 Vatnse^"1^^ ~ > mX*J Rauða og bleika svæðið er í eigu Elllöavatn Landssímans, Samningaviðræður standa nú yfir milli Landssímans og forráðamanna Kópavogsbæjar um kaup bæjarins á landi sem Landssíminn á við Vatnsenda. Landið er um 160 hektarar að stærð, að útivistarsvæðum meðtöldum. Það liggur upp frá svokölluðu Salahverfi í Kópa- vogi og að Vatnsendalandinu sem bærinn hefur fest kaup á. Landssíminn á samtals 200 hektara land á þessu svæði en 40 hektarar af því eru innan lögsögu Garðabæjar. Ekki er rætt um kaup Kópavogsbæjar á þeirri spildu heldur einungis á þvi landi i eigu Landssímans sem er innan lögsögu Kópa- vogs. „Við erum aðallega að hugsa um að kaupa byggingarland og útivistarsvæði," sagði Gunnar I. Birgisson, formaður bæjar- ráðs Kópavogs, við DV. „Það er óvíst hvort Rjúpnahæðin sjálf verð- ur með í kaupunum, en við horfum vissulega til þess að kaupa það land sem er innan lögsögu Kópavogs. Við höfum verið í vanda með að skipu- leggja allt hverfið af því að við eig- um ekki allt svæðið. Það er erfitt að fara í heildardeiliskipulag og eiga ekki landið.“ Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að húsnæði fyrir allt að 5000 manns verði í Vatnsendalandi. Byggð fyrir um 3000 manns verður á því svæði sem bærinn hefur þegar keypt úr landinu. Um 2000 manna byggð er síðan fyrirhuguð á svæðinu sem Kópavogur hyggst kaupa af Landssím- anum. „Viðræður eru í gangi núna og þær eru á við- kvæmu stigi. Þeir sem eru að selja vilja fá sem mest fyrir sitt. Við sem kaupum viljum borga sem minnst fyrir það. Það eru uppi mis- munandi verðhugmyndir," sagði Gunnar sem ekki kvaðst viija tjá sig um þær upphæðir sem rætt væri um. Hann kvaðst vonast til að kaupin gengju fyrir sig á allra næstu mánuðum. „Okkur ligg- ur á í málinu," sagði hann. -JSS Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi: Jarðgöng undir Þingholtin - til að fyrirbyggja umferðaröngþveiti í framtíðinni „Erlendir sérfræðingar hafa reikn- að út að umferð í Reykjavík eigi eft- ir að aukast um 40-50 prósent fram til ársins 2024 og til að mæta því sé ég ekki annað ráð að svo stöddu en að grafa jarðgöng undir Þingholtin," segir Júlíus Vffill Ingvarsson borgar- fulltrúi sem hyggst leggja fram til- lögu í borgarstjórn þess efnis. „Við flutning Hringbrautarinnar niður fyrir BSÍ og Tanngarð í Vatnsmýr- inni koma óvenjulega flókin gatna- mót á homi Njarðargötu og þar sem það er stefna borgaryfirvalda að efla atvinnu- og menningarstarfsemi í miðborginni er alveg ljóst að Sóleyj- argata og Suðurgata geta aldrei ann- að þeirri umferð sem þar fer um í framtíðinni. Þess vegna vil ég að kannað verði af fullri alvöru hvort ekki sé æskilegt að grafa jarðgöng undir Þingholtin," segir Júlíus VífiU sem sér göngin fyrir sér djúpt í jörð með innkeyrslu sunnan Hringbraut- ar, rétt ofan við BSÍ, og út neðan við Arnarhól þar sem Faxaskáli stendur nú. Þar er einmitt fyrirhugað að reisa Tónlistar- og ráðstefnuhöll með risavöxnu bílastæðahúsi fyrir alit að 900 bifreiðar. „Ef efla á miðborgina og láta hana lifa er alveg ljóst að núverandi gatnakerfi getur aldrei annað þeirri umferð sem því fylgir. Við verðum að hugsa í nýjum leiðum og jarð- göngin undir Þingholtin eru hluti af þeirri nýju hugsun í umferðarmál- um höfuðborgarinnar," segir Júlíus Vífill. -EIR DV-MVND ÞÖK Júlíus Vífill á Hringbrautinni Veröum aö hugsa í nýjum leiöum til aö mæta umferöarþunga framtíðarinnar. Sveitaleg án síbylju Björk er grænlensk kýr Guörún Halla Jónsdóttir Reynir Traustason 140 ára köttur lifir af þrjú heilablóðföll Stelpurnar hans Steins Byrjað á núlli A tónleikum hjá Bubba Perla Guölaugsdóttir Ævisaga skáldsins Dauðinn á Flateyri Fyrir hvern deyrð þú? Þorvaldur Örn Kristmundsson Ottar Guömundsson Blaðið í dag Að sitja kyrr á mm f jf sama stað en samt að stunda kynlíf Netkynlíf Árið 2000 Q, > ^ gert upp rgmm Formúla 1 Baráttan við biskup Sr. Gunnar Kristjánsson Bitra kynslóðin afhendir Edduverðlaunin Rosi Ólafsson Stuttar fréttir Afkomuviövörun frá Eimskip Afkoma Eimskips er lakari á síðari Muta ársins en áætl- anir félagsins gerðu ráð fyrir. Stærst veg- ur umtalsvert geng- istap sem verður, að öllu óbreyttu, á síð- ari hluta ársins vegna veikingar ís- lensku krónunnar. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri félagsins fyrir fyrstu tíu mánuði árs- ins var gengistap félagsins orðið um 1.000 milljónir króna í samanburði við um 300 milljónir króna um mitt ár. Viðskiptablaðið greindi frá. Aukning í kókaínneyslu Tvöfalt fleiri hafa leitað á náðir SÁÁ á þessu ári en á öllu árinu 1999. Alls hefur 151 kókaínneytandi komið á Sjúkrahúsið Vog. Á árun- um 1995 til ársins 1998 voru tilfellin 10 til 20 á ári. Visir.is greindi frá. Verslunarferð til Eyja Kaupmenn á landsbyggðinni hafa löngum kvartað yfir því að fólk fari utan eða á höfuðborgarsvæðið til að versla. Nú ætla Eyjamenn að freista þess að snúa þessu við og fá fólk af fastalandinu til að koma til Vest- mannaeyja og versla. Fréttavefur- inn greindi frá. Bóksala hafin á Listavaktinni Netverslun Hagkaups hefur hafið sölu á öllum jólabókum auk úrvals af myndböndum og geisladiskum í gegnum Netið á Listavaktinni á Vísi.is. Visir.is greindi frá. Launahækkanir ástæðan „Auðvitað bera sveitarfélögin alla ábyrgð á rekstri grunnskólanna en vegna launaþróunar koma þau út með 300 milljónir í mín- us,“ segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hann bendir á að ríkið leiði launa- þróun í samfélaginu, ekki sveitarfé- lögin. Visir.is greindi frá. Tvöföldun Reykjanesbrautar Búast má við því að legu Reykja- nesbrautar verði breytt við Kúagerði og hún færð lengra inn í landið, um leið og ráðist verður 1 tvöföldun veg- arins frá Hafnarfirði til Reykjanes- bæjar. Samkvæmt drögum að tillögu að matsskýrslu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar er gert ráð fyrir því að öll gatnamót á leiðinni verði mis- læg og að framkvæmdir hefjist haust- ið 2002. Vikurfréttir greindi frá. Rekstur grunnskóla dýr Sveitarfélögin hafa haft 300 millj- óna króna kostnað af rekstri grunn- skólanna umfram þær viðbótartekj- ur sem þau fengu frá ríkinu við yf- irtöku skólanna árið 1996. Kostnað- ur vegna skólanna hefur þó hækkað umtalsvert vegna kjarasamninga við kennara. RÚV greindi frá. Refsirammlnn víkkaöur Ríkisstjórnin samþykkti í gær að frumvarp dóms- og kirkjumálaráð- herra til þess að víkka refsiramm- ann í fíkniefnabrot- um yrði lagt fram sem stjórnarfrum- varp. Visir.is greindi frá. Hjónaefni til sýslumanna Dómsmálaráðuneytiö íhugar að fela sýslumönnum að kanna hvort skilyrðum fyrir hjúskap sé fullnægt áður en hjónaefni eru gefin saman en könnunarskyldan hvílir nú á v prestum. RÚV greindi frá. -KEE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.