Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 4
4 ____________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Thorbj0rn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, um Evrópusambandsaðild: Eðlilegt að Noregur og ísland fylgist að - afstaða Halldórs Ásgrímssonar lýsir stjórnvisku DVrOSLO: ..... „Það er þrennt sem ræður þvi hvort Noregur verður kominn í Evr- ópusambandið eftir 10 ár. Stækkar Evrópusambandið? Hvemig reiðir evrunni af? Og svo skiptir máli hvemig EES-samningurinn þróast. Haldi svipuð þróun áfram spyr mað- ur sig hvemig samningnum reiðir af. Hann var gerður á sínum tíma þegar aðeins 12 ríki voru innan Evr- ópusambandsins. Alls geta 27 lönd fengið aðild að ESB og fjölgi í þá tölu verður komin upp ný staða varðandi EES,“ segir Thorbjorn Jagland, ut- anríkisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins, þar sem DV ræddi við hann í utanríkisráðuneyt- inu í Ósló í gær. Ráðherrann var spurður hvar Noregur stæði í Evrópusamstarfi að hans mati eftir 10 ár. „Það er háð stækkun ESB og hvað við fáum út úr EES-samningnum þegar sú staða verður komin upp,“ segir hann. - Hvaða áhrif hefði innganga ís- lands í Evrópusambandið á stöðu Noregs? „Stækki Evrópusambandið mun það hafa áhrif; hvort sem það yrðu Eystrasaltslöndin eða Island sem færu inn myndi slíkt breyta stöðu Noregs. Pjölgun landa í Evrópu- sambandinu mun hafa áhrif á afstöðu norsku þjóðarinnar. En ég get ekki séð það fyrir að ís- land og Noregur fari sitt í hvora áttina. Við erum saman í EFTA og höfum svipaða afstöðu í sjávar- útvegsmálum þannig að það væri eðlilegt að löndin fylgdust að,“ segir hann. - Hafa norsk stjómvöld ekki áhyggjur af því að svo virðist sem Framsókn- arflokkurinn á íslandi sé orðinn hliðhollari ESB- aðild? „Ég er í grundvallaratriðum á sömu skoðun og Halldór Ásgríms- son, utanrikisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Þegar miklar grundvallarbreytingar verða á starfi ESB verð- um við að meta stöðuna út frá þeim. Mér líst miklu betur á skoðun Halldórs en það sem kem- ur fram hjá and- stæðingum ESB. Afstaða hans lýsir meiri stjórnvisku en afstaða þeirra sem þvertaka fyrir aðild og láta eins og stækkun ESB skipti engu máli,“ segir Jag- land. - Veldur það ekki áhyggjum að Framfara- flokkur Carls I. Hagen er orðinn stærsti flokkur Noregs sam- kvæmt skoðanakönnunum? Mun þessi vísbending hafa áhrif á stefnu Verkamannaflokksins varðandi innflytjendur? „Stækkun Framfaraflokksins veldur vissulega áhyggjum. Það hefur þó engin áhrif á stefnu Verka- mannaflokksins. Það er vandamál í norskum stjórnmálum að Fram- faraflokkurinn skuli vera þetta stór. Framfaraflokkurinn er að þró- ast í þá átt að hafna aðild að ESB sem leiðir til þess að afstaðan verð- ur svipuð og í öðrum Evrópulönd- um þegar litið er til viðhorfs til að- ildar að ESB. í flestum Evrópulönd- um eru hægri menn á móti aðild en vinstri menn með. í Noregi hefur hluti vinstrimanna verið á móti og hluti hægrimanna með aðild. Nú eru komnar skýrari línur og afstað- an svipuð og í öðrum Evrópulönd- um. Það er jákvætt fyrir norsk stjórnmál," segir Jagland. - Hver er skýringin á uppsveiflu Framfaraflokksins? „Það er tvennt sem ræður. Ann- ars vegar er það að flokkurinn ger- ir út á neikvæðnina gagnvart inn- flytjendum en hins vegar sú stað- reynd að Noregur er ríkt land og flokkurinnn lofar auknum fjárútlát- um. Framfaraflokkurinn lofar fólki meiru af öllu og lágum sköttum og auknum flárveitingum á ýmsum sviðum svo sem til heilbrigðismála. Flokkurinn lofar að nota meira af olíuhagnaðinum," segir Thorbjorn Jagland. -rt Horft til ESB dv-mynd reynir Thorbj0rn Jagland, utanríkisráöherra Nor- egs og formaöur Verkamannaflokksins, segir aö stækki Evrópusambandið muni þaö hafa áhrif á stööu Noregs. Stórleikur íslendingaliðsins Stoke City og Liverpool í FA-bikarnum í næstu viku: Bikarleikur Stoke færir landsleik KKÍ - ástæðan meðal annars sú að Sýn sýnir beint frá báðum leikjum Landsleik Islands og Slóveníu í Evrópukeppninni í körfuknattleik á miðvikudag í næstu viku hefur verið flýtt um tvær klukkustundir, m.a. vegna bikarleiks Stoke City og Liver- pool. Körfuboltaleikurinn átti að hefj- ast klukkan 20 á miðvikudag - á sama tíma og leikur Stoke og Liver- pool hefst - en hefur nú verið flýtt til klukkan 18. Báðir leikimir verða sendir út á Sýn þetta kvöld. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, sagði í samtali við DV að aðrar ástæður liggi einnig að baki því að leikurinn verður flutt- ur. Hann segir að slóvenska sjón- varpið hafl viljað sýna körfubolta- leikinn beint heim til Slóveníu og greitt ákveðna fjárhæð til að fá hon- um flýtt. í þriðja lagi segir Pétur að verið sé að gera ákveðna tilraun gagnvart áhorfendum. Þannig eigi að bjóða öllum iðkendum í yngri flokk- um körfuboltans að koma og horfa endurgjaldslaust á landsleikinn til að ná upp stemningu - það sé heppi- legra klukkan 18 en 20. Arnar Björnsson íþróttafréttamað- ur er á leiðinni til Stoke on Trent ásamt tökumanni frá Islenska út- varpsfélaginu. Hann mun lýsa leikn- um beint á Sýn, en gert er ráð fyrir að uppselt verði á leikinn - 28 þús- und miðar verði seldir á hinum glæsilega Brittania-leikvangi liðsins sem íslendingar eiga 2/3 hluta í. En hvaða væntingar gerir Arnar til leiks íslendingaliðsins ytra á móti stór- stjörnunum úr Liverpool, t.d þeim Owen, Fowler, Heskey og fleirum? „Það liggur á borðinu að Stoke verður þarna að spila við mun sterkara lið. Þó að Stoke hafi unnið Liverpool á undirbúningstímabilinu með glæsilegu marki Stefáns Þórðar- sonar held ég að róðurinn verði þungur því úrvalsdeildarliðið hefur verið að spila mjög vel að undan- fórnu. Ég held að þarna verði menn að eiga toppleik til að eiga mögu- leika.“ - Hvaða möguleika telur þú á því að Stoke eigi eftir að komast upp um deild í vor eins og að hefur verið stefnt? „Ég held að Stoke verði í barátt- unni þangað til yfir lýkur. Það kæmi mér mjög á óvart ef liðið yrði ekki við toppinn þega leiktíð lýkur í maí.“ -Ótt DV-MYND EÓJ Lífsgæöakapphlaupinu var sagt stríö á hendur í Reykjavík í gær á svokölluðum „kaupum ekkert degi". Hér nýtur vegfarandi fábrotinna rétta í titefni dagsins. „Kappakstursmaður": Farsíminn kom upp um hann DV. AKUREYRI: Hálfþrítugur karlmaður frá Blönduósi hefur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmdur fyrir ítrekaðan hraðakstur á árinu. Fyrsta brot mannsins var í maí er bifreið hans mældist á 124 km hraða á Svalbarðsströnd i Eyjafirði. Snemma í júní ók maðurinn síðan bifreið suður Drottningarbraut á Ak- ureyri á yfir 90 km hraða og lögregl- an mældi hraða bifeiðar hans 150 km á leiðinni suður að Hrafnagili. Sú mæling var reyndar dregin í efa en sannað þótti að maðurinn hefði ekið yfir 90 km hraða. Hann var sviptur ökuleyfl eftir að lögreglan hafði af- skipti af honum f þetta sinn. Næstu nótt dró svo enn til tíðinda en þá eltu lögreglumenn frá Akur- eyri bifreið mannsins úr Öxnadal í Skagafjörð og mældu hraða bifreið- arinnar yfir 180 km mest, og á öðrum stað 162 km. Ökumanninum tókst að stinga lögreglubifeiðina af og fannst hún síðar mannlaus við bæ í Akra- hreppi. Maðurinn neitaði að hafa ekið bif- reiðinni og sagðist hafa dvalið hjá vinkonu sinni á Akureyri umrædda nótt en hafa fengið vin sinn til að aka bifreiðinni til Reykjavíkur. Við rannsókn lögreglu þar sem m.a. var stuðst við upplýsingar um farsímanotkun viðkomandi kom í Ijós að staðsetja mátti síma manns- ins í Skagafirði umrædda nótt og hringt hafði verið úr honum þaðan. Vinkona ökumannsins dró þá fyrri framburð sinn til baka um að maður- inn hefði verið á heimili hennar en maðurinn neitaði statt og stöðugt að hafa ekið bifeiðinni. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hafi ver- ið að verki og tók hraðamælingu upp á 162 km gilda. Maðurinn var dæmdur í 110 þús- und króna sekt og komi 22 daga varðhald til ef sektin verði ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var hann sviptur ökuleyfi í 5 mánuði og dæmdur til greiðslu alls málskostn- aðar. -gk VcAríð i livolíl 1 Sólitr&tngiir og ísJíiVeirfoll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.00 15.25 Sólarupprás á morgun 10.32 09.23 Síödegisflóö 18.06 22.39 Árdegisflóö á morgun 06.28 11.01 Skýringar á ve&urtáknum /*'-V INDÁTT 15) “N.VINDSTYRKUR í metrum á Mkúndu -10° >T< Vfrost heídskirt o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAO Norðaustanátt Norðaustan 10 til 15 m/s norðvestanlands en annars víða 8-13. Dálítil slydda eða snjókoma norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SLYDDA SNJÓKOMA = SKAF- POKA RENNINGUR Snjórinn Eitt af því sem fylgir vetrinum er snjórinn og hann er þegar farinn að sjást þennan vetur. Snjókornin geta veriö mismunandi aö stærð og í sumum tilvikum geta þau orðið allt að fimm sentímetrar. Og það verður aldrei of kalt til að snjóa. Léttskýjað sunnanlands Norðan 8 til 13 m/s og él norðanlands en léttskýjað syðra. Vægt frost norðanlands en hiti 0 til 5 stig sunnan til. ?V!á!!in!ágt Vindur: ( 10-15 m/%\ Hiti 2“ «1 A° Vindur: 3-8 m/%' Hiti 4° «1 -2" Noröan og norövestan 10- 15 m/s og snjókoma eöa él norðanlands en bjart fyrir sunnan. Frostlaust vlö suöur- og austurströndlna en frost annars 0-4 stlg. Norðlæg átt. Él norðanlands og skúrlr vlð austurströndlna, en annars léttskýjaö. Vægt frost norðanlands en hltl annars 0 tll 4 stlg. ÍYIiðYikudá m Vindur: /* ' 3-8 m/» Hiti o° til-3° Noröaustlæg átt meö éljum viöa um land og kólnandl veörl. AKUREYRI úrkoma 3 BERGSSTAÐIR skýjaö 3 BOLUNGARVÍK rigning 4 EGILSSTAÐIR 3 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 3 KEFLAVÍK skýjaö 1 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK skýjaö 2 STÓRHÖFÐI skýjaö 5 BERGEN rigning 8 HELSINKI alskýjaö 5 KAUPMANNAHÖFN þoka 7 ÓSLÓ rigning 7 STOKKHÓLMUR skúrir 7 ÞÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE súld 15 AMSTERDAM skýjaö 9 BARCELONA léttskýjaö 12 BERLÍN þoka 6 CHICAGO heiðskírt -5 DUBLIN rigning 7 HALIFAX skýjað -5 FRANKFURT skýjaö 9 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN hálfskýjaö 1 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA hálfskýjað 14 MONTREAL heiöskírt -13 NARSSARSSUAQ alskýjaö -7 NEWYORK skýjaö -3 ORLANDO léttskýjaö 11 PARÍS léttskýjað 8 VÍN skýjaö 10 WASHINGTON hálfskýjaö -9 WINNIPEG heiöskírt -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.