Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 I>V Fréttir Rannsókn á lífríki vegna efnistöku af sjávarbotni ótímasett: Stór aðgerð sem kostar milljónir - segir jardfræðingur á Orkustofnun Forráðamenn Orkustofnunar hafa ekki tekin ákvörðun um hvenær ráðist verður í aö rann- saka hvaða áhrif efnistaka af sjávarbotni hafi á lífríki Hval- fjaröar. Iðnaðarráðherra hefur sent stofnuninni erindi þess efnis aö slík rannsókn verði gerð. Jafn- framt meti stofnunin hvort ástæða sé til slíkrar rannsóknar í Faxaflóa. Að sögn Freysteins Sig- urðssonar, jarðfræðings á Orku- stofnun, er aðgerð af þessu tagi mikil umfangs og spannar langt árabil. Hún muni kosta milljónir króna. Umhverfisrráðuneytið, Holl- ustuvernd ríkisins og Náttúru- vernd ríkisins hafa lagt á það áherslu að rannsóknir fari fram á hvort nægilega vel sé að málum staðið við efnistöku Björgunar hf. af sjávarbotni til að lífríki sjávar- botnsins skaðist ekki. Iðnaðar- ráðuneytið ritaði Orkustofnun í framhaldi bréf þar sem farið er fram á rannsókn á þessum þætti. „Þetta veldur tímabundinni röskun á lífríkinu, það eru allir sammála um það,“ sagði Frey- steinn. „Hæpnara er að efnistak- an valdi varanlegri röskun í þeim mæli sem hún hefur verið. Ef allt efni yrði hins vegar tekið úr fló- anum gæti þessi hætta aukist." Aðspurður hvort einhverjar rannsóknir hefðu verið gerðar á sjávarbotninum þar sem efnið væri tekið sagði hann að „ýmsir aðilar hefðu rannsakað ýmsa þætti“ en engar samfelldar rann- sóknir hefðu farið fram. Þær ábendingar sem fram heföu kom- ið bentu til þess að efnistaka gæti valdið tímabundinni röskun á efnistökustað en umfang efnistök- unnar til þessa hefði ekki endi- lega verið það mikið að það hefði valdið einhverri varanlegri rösk- un á svæðinu. -JSS Seiður Grænlands eftir Reyni Traustason fjallar unr sex íslendinga sem búa og starfa á Grænlandi. Þetta eru hreindýrabóndi.ferðafrömuður, forstjóri, hjúkrunarfræðingur, skipstjóri og landstjórafrú. Bókin lýsir ótrúlegum hrakningum, ægifegurð Grænlands og daglegu lífi í ^ | . þessu næsta nágrannalandi Islands seni % ■ þráttfyrir nálægðina er svo fjarlægt. Dalvegi 16b, sími 554 7700 Hreindýrabónriinn Sandkorn ______ggdímsjón: Höröúr Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Krislján óhress Kristján Jó- hannsson stór- söngvari var í við- tali í morgunút- varpi Rásar 2 og var víða komið j við. Þar kom að því að söngvarinn var spurður hvort hann ætlaði ekki að fara að halda tónleika „heima“ á Akureyri. Var greinilegt á svari Kristjáns að hann er ekki beint ánægður með ýmsa aðila á Akureyri þessa dagana. Hann sagðist hafa ætl- að að halda tónleika á Akureyri á næsta ári en aðilar eins og kórar og hljóðfæraleikarar hefðu ekki viljað færa sín áform til um nokkra daga fyrir sig. Kórar og hljóðfæraleikarar á Akureyri halda því sínu striki, Ak- ureyringar fá ekki að sjá Kidda Jó og sjálfur er stórtenórinn óhress... Ekki myndaðir í baðí Ný lög um per- sðnuvernd eiga að taka gildi um ára- mótin. Mimu lög- regluyfirvöld og tölvunefnd skila dómsmálaráðu- neytinu umsögn- um sínum um málið á næstunni. Búast má við ólíkum sjónarmiðum þar sem lögreglan vill fá að varðveita sem mest af hvers konar upplýsing- um. Á hinn bóginn eru þeir sem ótt- ast persónunjósnir og að slík gögn geti verið misnotuð. Menn minnast í þessu sambandi kvartana hjóna á Eyrarbakka yfir njósnum fangavarða með eftirlitsmyndavélum um manna- ferðir í hús í nágrenni fangelsisins á Litla-Hrauni. Gárungar fullyrða að í nýju lögunum verði klásúla sem veiti nágrönnum fangelsisins Litla-Hrauns strangt takmarkaða heimild til að setja upp gluggahlera þegar heimilis- fólk bregður sér í bað... Satt eða...? Skjár einn hefur skemmt landanum og stefnir nú á út- breiðslu mn land allt. Nýtur fyrirtækið ekki síst vinsælda fyrir að rukka engin afnotagjöld. Prestssonur- innÁmi Þór Vigfússon þykir hafa verið að gera ágæta hluti en allt kostar það þó peninga. Framan af var lítið um auglýsingar en hagur strympu hefur talsvert vænkast í þeim efnum. Upphaflegt hlutafé mun þó hafa sín takmörk og í maí var leitað að nýjum fjárfestum sem sagt var að fyrirtækið væri farið að skila hagnaði. Það stangast hins vegar á við það sem síðar kom fram í Morgunblaðinu i heiðursviðtali við Árna Þór. En nú mun vera í undirbúningi að auka enn hlutafé... Afmælisgjöfin Fyrirtækið íslakk við Smiðjuveg í Kópavogi hélt upp á 4 ára afmæli sitt í gær. Eigand- inn, Guðjón Hallgrímsson, bauð Qölda manns til að samgleðjast starfsfólki sem tók við góðum óskum og kveðjum velunnara og viðskiptavina. Skömmu áður en gest- irnir komu birtist þó óvænt kveðja sem hengd var upp á vegg á húsi handan götunnar og blasti við úr gluggum verslunarinnar. Þar var á ferðinni samkeppnisfyrirtækið í bíla- málningarbransanum, Orka, með helj- armikið auglýsingaskilti. Segja gár- ungar að forsvarsmanni þess, Snorra Guðmundssyni, hafi verið hugsuð þegjandi þörfin af Guðjóni og hans fólki. Mun honum og gestum hans hafa þótt að með þessum nýja stíl í auglýsingamennskunni hefðu Orku- menn seilst ansi langt í leit að við- skiptavinum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.