Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 11
11 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 DV Skoðun „Það vantar sjónvarpiö," æpti hótelstjórinn á íslenska hótelgest- inn sem var á förum eftir einnar nætur dvöl á hótelinu í Færeyjum. „Ég hringi á lögregluna," bætti hann við þegar gesturinn sýndi því algjört skilningsleysi að í næturstað hans vantaði jafnsjálfsagðan hlut og sjónvarpstæki með 14 tommu skjá. „Jeg tror ad det var ikke TV í værel- set,“ sagði hann á barnaskóla- dönsku og ævareiður hótelstjórinn tók upp símtólið og hringdi. Gesturinn var í hópi fleiri íslend- inga úr áhöfn togara sem var á leið til Þýskalands í söluferð með góðan afla. Sjö manns fengu siglingafrí og þeir settir af í Færeyjum hvar þeir áttu að gista eina nótt. Þar sem þeir stóðu á bryggjunni og horfðu á eftir dallinum sigla út innsiglinguna hríslaðist um þá gleðihrollur. Fram undan var gott frí og ekki var verra að sem upphitun fyrir skemmtileg- heitin höfðu þeir eina kvöldstund í færeysku þorpi. Á leið á hótelið ræddu þeir sín í miUi að rétt væri að kíkja í glas og halda síðan á vit ævintýranna áður en flugvélin kæmi að morgni næsta dags. Það voru því uppveðraðir íslendingar sem skráðu sig inn á hótelið. Kokk- urinn var einn sjömenninganna og hann lék við hvern sinn fingur og lagði til að hópurinn kæmi saman í veitingasalnum til að kætast yfir bjór. Einn hásetanna hafði i sigl- ingatúrnum á undan komið sér upp videovél og hann myndaði stöðugt athafnir Qórmenninganna. Reyndar urðu menn um borð þreyttir á eilíf- um sjónvarpsupptökum við hinar ýmsu athafnir og því var gantast með að hann væri maðurinn með þriðja augað. Og það var meira en gantast því þar sem kokkurinn var að kasta af sér vatni i kassa með skötu á millidekkinu hrökk hann upp við suðið í þriðja auganu. Hann hálftrylltist vegna þess að þarna var verið jafnvel yfirlýsingar í linsuna um eitt og annað sem var efst á baugi. Þannig var leitað viðbragða manna ef vel veiddist og einnig ef illa veiddist. Videovélin varð sjálfsagð- ur hluti hins daglega lífs um borð. Vakandi auga I Færeyjum var þriðja augað sí- vakandi yfir því sem bar fyrir auga og hver stóratburðurinn af öðrum var festur á íilmu. Þegar sjömenn- ingarnir komu saman í veitinga- salnum malaði videovélin góðlát- lega og hver og einn var myndaður. Kokkurinn hafði neitað að horfa i augað síðan hann var gómaður á lillanum við að pissa í skötuna en nú varð breyting á og hann gaf yfir- lýsingu um að Færeyingar væru frændur sínir sem og annarra ís- lendinga. Hann horfði þráðbeint í augað og lýsti því yfir að efla þyrfti tengsl þjóðanna. á ýmsum sviðum. Þeir pöntuðu sjö bjóra en þá kom babb i bátinn. Þjónn í færeyskum þjóðbúningi tók niður pöntunina og kom að vörmu spori með torkenni- legar flöskur sem skreyttar voru með mynd af hrút. Kokkurinn, sem sérfróður var um innihaldslýsingar, fann út að hrútabjórinn væri lítt áfengur og raunar eins og malt á Is- landi. Aðspurður um danskan Tuborg sagðist þjónninn ekki bjóða upp á slíkar veigar og annaðhvort drykkju menn hrútabjórinn eða ekkert væri að hafa. Áhöfnin var fremur súr í bragði en það bjargaði þó einhverju að há- setinn með þriðja augað lumaði á Vodka sem notað var til að styrkja hrútabjórinn. Þar sem klukkan nálgaðist 9 að kveldi var áfengið uppurið og hetjum hafsins hugnað- ist lítt að lepja óblandaðan hrútabjórinn. Það var því ákveðið að labba í bæinn í þeirri von að gleð- skapur yrði á vegi Einn af öðrum liðu ís- lendingarnir út af og þeg- ar morgunn rann var allt kyrrt og ekkert nema gargið í sjófuglunum rauf morgunkyrrðina. Háset- inn með þriðja augað svaf með galopinn munn- inn og hélt báðum hönd- um utan um tökuvélina. varð þríeykið stöðugt sem klettur i hafi. Þar sem heim á hótel kom beið þeirra kippa af hrútabjór. Örvænting Nokkur örvænting greip um sig í hópnum þar sem ljóst þótti að gam- anið væri búið. Menn settust á rök- stóla í herbergi stýrimannsins og ræddu möguleikana sem í fljótu bragði virtust engir. Þar sem hnípn- ir sjómennirnir þynntust upp í ein- um hnapp hrukku þeir við þar sem barið var á gluggann. Þeir spruttu á fætur og sáu þá hvar tveir Færeying- ar stóðu fyrir utan og annar veifaði romm- flösku. Gleði- til- svipta hul- unni af hinni ævafornu aðferð við kæsingu. Sá þríeygði náði að forða sér á hlaupum en heimildin um það hvernig verka skyldi fiskinn var komin á filmu. Smám saman vand- ist áhöfnin þó þriðja auganu og gaf Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi þeirra. Þorsbúar sem sjó- ararnir gáfu sig á tal við sögðu einu færu leiðina vera þá að gerast gild- ir limir í klúbb í bænum. Það varð úr og gegn hóflegu gjaldi fengu ís- lendingarnir aðgang að öllum þeim guðaveigum sem þurfti. Hásetinn með þriðja augað fylgdist grannt með öllum atburðum og las á filmu. Þannig leið kvöldið og þegar nóttin gekk í garð héldu limirnir reikulir í spori heim á hótel. Stýrimaður- inn, sem var eins konar oddviti hópsins, var einstaklega valtur á fótunum en kenndi sjóriðu um. Tveir skipsfélagar stungu höndum undir arma hans og sameiginlega finningin sem greip um sig var ólýs- anleg og Færeyingunum var um- svifalaust hleypt inn. í hótelherbergi stýrimannsins sameinuðust fulltrúar þessarra tveggja smáþjóða við söng og glasaglaum fram eftir nóttu. Einn af öðrum liðu íslendingamir út af og þegar morgunn rann var allt kyrrt og ekkert nema gargið í sjófuglun- um rauf morgunkyrrðina. Hásetinn með þriðja augað svaf með galopinn mimninn og hélt báðum höndum utan um tökuvélina. Von var á flug- vél frá íslandi um tíuleytið um morguninn og klukkutíma áður tíndust menn fram einn af öðrum. Stýrimaðurinn kom seinastur enda hafði nóttin verið honum erfiðari en skipsfélögum hans sem allir voru búnir að gera upp herbergin. Hann gekk óstyrkum fótum að afgreiðslu- borðinu og rauðsprungnum augum leit hann á hótelstjórann og bað um reikninginn. Skömmu síðar fór allt i bál og brand. Þungbúin lögga Lögreglumennirnir færeysku horfðu þungbúnir á íslendinginn sem að þeirra mati var til alls líklegur. Þriðja augað var aft- ur komið á kreik og þar sem færeyska löggan leitaði í far- angrinum að sjónvarpinu var hver hreyfing fest á fílmu. „Ég held að það hafi ekki verið neitt sjónvarp í herberginu,“ endurtók stýrimaðurinn við hótel- stjórann sem ýfðist ailur upp og heimtaði að lögregl- an handjárnaði manninn og setti í varðhald fyrir þjófnað. Kokkurinn sagði að sig rám- aði í að hafa um morguninn séð skellihlæjandi Færeying hlaupa í burtu með sjón- varp í fanginu. Annar lög- regluþjónninn var að skoða i skjalatösku stýrimannsins án þess að finna tækið. Hásetinn með mynd- bandsvélina fylgdi einbeittur hverri hreyfingu hans enda var þetta það feitasta sem hann hafði kom- ist f fram að þessu. Flugvélin frá íslandi var lent og skelþunnur eigandi töskunnar var á barmi taugaáfalls þar sem hann sá fyrir sér að verða kyrrsettur á fær- eyskri grund. Þá skyndi- lega fékk hann hugljómun. Þriðja augað hlaut að geyma mynd af Færeyingun- um. Hann nefndi þetta við lögregluþjónana sem umsvifa- laust skipuðu hótelstjóranum að leggja til myndbandstæki. Há- setinn ætlaði ekki að fást til að rjúfa upptökuna til að smella spólunni í en á endanum gaf hann sig. Allt starfslið hótelsins auk lögregluþjónanna og áhafn- arbrotsins voru saman komin við tækið og þegar myndskeiðið hófst heyrðist undrunarkliður um salinn. „Det er store Jim,“ sagði herbergisþerna ein með andköfum þegar annar Færeying- urinn birtist á skjánum. Annar lögregluþjónninn hvarf umsvifa- laust á braut og hélt áleiðis í þorp- ið. Nokkru síðar birtist hann með sjónvarpið og upplýst var að Jim hefði strax játað. Stýrimanninum var óskaplega létt og þar sem félag- amir gengu áleiðis að flugvélinni tók hann um axlir hásetans og lof- aði að vera honum ævinlega góður og gefa yfirlýsingar um aflabrögð eða hvað sem er þegar hann óskaði þess. Þar sem hjól vélarinnar lyftust frá flugbrautinni starði þriðja aug- að á stýrimanninn sem kátur saup hrútabjór. Skoðanir annarra Vonarglætan dofnar „Barak og Arafat eru ekkert minna uppteknir við það að streitast á móti pólitískum þrýst- ingi heima fyrir um meiri hörku og færri tilslakanir en að saka hvor annan um hið versta. Með hverjum deginum sem líður, með ofbeldisverkum sin- um, verður vonarglætan um nýjar friðarviðræður æ daufari í vaxandi myrkrinu. ísraelski forsætisráðherr- ann og leiðtogi Palestínumanna úti- loka að visu ekki að þær geti orðið. En þegar horft er til staðreyndanna verður það að teljast æ ólíklegra. Úr forystugrein Libération 24. nóvember. Danir úti í horni „Danskir kjósendur sögðu nei við þátttöku í hugsanlegu evrópsku varn- arsamstarfi fyrir átta árum. Óttinn við sameiginlegan herafla ESB og að það leiddi til nánari pólitísks og efna- hagslegs samruna varð til þess að meirihlutinn hafnaði þessu. Þá var hægt að færa rök fyrir því að sameig- inlegur her ESB gæti grafið undan sameiginlegum vörnum innan vé- banda NATO... í dag eru allt aðrar að- stæður úti í hinum stóra heimi. Stríð á Balkanskaga hafa sýnt að gagnlegt getur verið að geta gripið fljótt í taumana með friðargæslusveitum sem fá ekki alltaf sjálfkrafa stimpil frá SÞ á bakið eða breiðan stuðning inn- an NATO. Þetta er sá lærdómur sem hefur fengið allar Evrópuþjóðir, einnig Noreg sem stendur utan ESB og Svíþjóð og Finnland sem eru hlut- laus, til koma á nánu hernaðarsam- starfi undir stjórn ESB. Danmörk er nú einangruð úti í horni með löndum eins og Serbiu og Sviss. Það er tæp- lega það sem þeir sem sögðu nei um árið höfðu ímyndað sér.“ Úr forystugrein Polltiken 23. nóvember. Kvótasvindl „Frjálsar veiðar með togarabúnaði nútímans hafa í fór með sér svartan sjó. ílandi þar sem fiskur er næst- stærsta útflutningstekjulind okkar er nauðsyn á almennilegum reglugerð- um. Framtíð fiskveiða er háð því að farið sé eftir kvótareglum. Noregur á að hegða sér í samræmi við þá fullyrð- ingu að við séum í fararbroddi varð- andi stjórnun auðlinda hafsins. Því miður hefur víðtækt svindl í sjávarút- vegi komið i ljós að undanfórnu. Of- veiðar á þorski eru faldar með því að flokka hann sem ufsa eða ýsu. Smá- fiski er fleygt dauðum í hafið. Málið er enn verra vegna þess að margir hafa augljóslega vitað um svindlið án þess að gera viðvart. Það er bara til eitt svar við þessu óþolandi ástandi. Herða verður eftirlit og veita verður harðar refsingar." Úr forystugrein Aftenposten 24. nóvember. Éta ofan í sig „Um leið og breskt buff er aftur komið á matseðlana og mesta reiðin í garð megin- lands Evrópu hefur fjarað út á Bret- landseyjum kemur kúariða upp í Frakklandi. Frakkarnir, sem voru svo drjúgir með sig og hikuðu ekki við að segja það sem þeim fannst um Breta og kjötið þeirra, verða nú að éta allt ofan í sig. Frakkar eru nú jafnhrædd- ir við eigið kjöt eins og þeir voru ný- lega við breska buffið.. Landbúnaðar- ráðherrum tókst að stöðva eftirlits- gleði framkvæmdastjórnar ESB. í stað þess að láta rannsaka öll dýr eldri en þriggja ára í öllum aðildarríkjum verður eftirlit aukið með þeim sem grunuð eru um að vera smituð á fyrsta helmingi næsta árs. Það ætti að vera nógu mikil öryggisaðgerð þar sem kúariðu hefur ekki orðið vart. Á leiðtogafundinum i Nice getur kúariða beint athyglinni frá öðrum stórum málum og eitrað andrúmsloft- ið milli aðildarríkjanna. Vonandi hef- ur skynsemi landbúnaðarráðherrann bægt mesta óttanum frá.“ Úr forystugrein Dagens Nyheter 22. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.