Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað DV Sveitaleg en engin síbylja - Guðrún Halla Jónsdóttir, dagskrárstjóri Útvarps Suðurlands „Þegar ég tók við starfi dagskrár- stjóra heyrði ég fólk lýsa Útvarpi Suð- urlands þannig að það væri svolítið hallærislegt en heimiíislegt. Ég var mjög sátt við þann stimpil og ákvað að þannig vildum við hafa útvarpið okk- ar. Við erum ekki síbyljustöð og ekki unglingaútvarp, heldur útvarp sem leggur áherslu á vandaða dagskrár- gerð og hlustendavæna tónlist." Þannig lýsir Guörún Halla Jónsdótt- ir, dagskrárstjóri Útvarps Suðurlands, hinni smávöxnu útvarpsstöð sem hún hefur ásamt eigendum stöðvarinnar mótað síðustu þrjú árin. Útvarp Suður- lands er með bækistöðvar á Selfossi og hefur verið starfrækt samfleytt frá því í júní 1997 þegar komið var á fót af- mælisútvarpi vegna afmælis Selfoss- kaupstaðar. Viðtökumar voru svo góð- ar að síðan hefur útvarpið ekki þagn- að. Hvar heyrist rödd okkar? „Að jafnaði heyrist rödd okkar ekki íyrir austan Vík í Mýrdal og ekki vest- an Hellisheiðar. En þegar við gegnum hlutverki Svæðisútvarps Suðurlands íyrir Rás 2 heyrumst við miklu víðar.“ DV hefur fýrir satt að á ákveönum blettum í Reykjavík heyrist útsending- ar Útvarps Suðurlands ágætlega. Þaimig megi stundum sjá bíla fúlla af Sunnlendingum með heimþrá á bíla- stæði Kringlunnar, en þar nást send- ingar útvarpsins ágætlega. Útvarp Suðurlands starfar sem svæðisútvarp fyrir Ríkisútvarpið þijá daga i viku og leggur aðaláherslu á dagskrárgerð en minna á fréttaþjón- ustu. Útvarp Suðurlands er eina óháða útvarpsstöðin á landsbyggðinni íyrir utan Frostrásina á Akureyri. Útvarp Suðurlands er í eigu Soffiu Sigurðardóttur frá Neistastöðum í Flóa, sem rak Útvarp Rót í árdaga út- varpsfrelsis á Islandi. „Okkar samstarf við RÚV er gott en við leggjum meira upp úr dagskrá en hin svæðisútvörpin, þar sem áherslan er meiri á fréttaflutning. Við höfúm átt Nú verður lesiö úr Njálu En hvað er það sem gerir dag- skrána sérstaklega sunnlenska? „Það er fjölmargt," segir Guðrún. „Ég er til dæmis sjálf með fastan þátt á hverjum morgni, frá 9-12, og þá hringi ég víða um Suðurland í net fréttaritara og þar koma fram í dags- ljósið margar fréttir af Suðurlandi. Á menningarlegu nótunum þá er Njála útvarpssagan okkar í mögnuðum flutningi Eyvindar Erlendssonar leik- stjóra. Við erum með okkar eigin bamatíma á hverjum degi sem 11 ára stúlka, Bergþóra Kristín fngvarsdótt- ir, sér um. Við erum með vikulegan þátt yfir veturinn sem heitir Þing- málaspjall, þar sem rætt er við alla þingmenn Suðurlands um ástandið í stjómmálunum. Við leyfum meira að segja Vinstri-grænum að taka þátt í því þó þeir eigi ekki þingmann á Suð- urlandi. Við erum með spuminga- keppni, þátt um sígilda tónlist, sam- talsþætti og margt, margt fleira sem við teljum góða dagskrárgerð." Þetta kunna Sunnlendingar að meta, því út- varpið á fastan sess í hlustimartækj- um starfsfólks í flestum stærstu fyrir- tækjum Suðurlands og í Vestmanna- eyjum. Gölli Valdason og Móeiður Nú þekkja allir Kántríútvarp Hall- bjamar Hjartarsonar á Skagaströnd og sérstætt lagaval hans. Em Ámi John- sen og Hljómsveit Þorsteins Guðmunds- sonar í sérstöku dáiæti hjá ykkur sem sunnlenskir söngfuglar? „Þeir fá sannarlega sinn skerf. Við spilum mikið tónlist sunnlenskra lista- manna, bæði Áma Johnsen og annarra yngri og vinsæfli tónlistarmanna. Við höfúm sérstakt dálæti á listamönnum af Suðurlandi og leggjum áherslu á sunn- lenskan uppmna þeirra. Tómas Guð- mundsson er ekki borgarskáld í okkar augum. Hann er úr Grímsnesinu og Mó- eiður Júníusdóttir er úr Flóanum og þannig mætti lengi telja. Aflt sem er sunnlenskt er gott í okkar augum.“ DV MYND E. OL. Guðrún Halla Jónsdóttir, dagskrárstjóri Útvarps Suðurlands Hún segir aö orö eins og „heimilisleg“ og „hallærisleg“ geti vel lýst dagskrár- stefnu stöövarinnar. mjög gott samstarf við svæðisútvarpið á Akureyri, bæði varðandi starfsþjálf- un og ráðgjöf." Eins og raddsteikur dvergur Ef aflt er talið vinna 24 dagskrár- gerðarmenn að þáttagerð við Útvarp Suðurlands, en þar em fjórir til fimm starfsmenn í fullu starfi. Á hlustunar- svæði útvarpsins búa um 20 þúsund manns en á góðum sumardegi tvöfald- ast sá hópur auðveldlega þegar hinar þéttu sumarhúsabyggðir Suðurlands em þéttskipaðar, en á þeim svæðum nást sendingar útvarpsins einmitt af- bragðsvel. Þannig er líklegt að litla út- varpsstöðin á sléttunni við Ölfusá nái eyrum 40-50 þúsund manna þegar best lætur. Það mætti þess vegna líkja þeim „Þannig er líklegt að litla útvarpsstöðin á sléttunni við Ölfusá nái eyrum 40-50 þúsund manna þegar best lætur. Það mœtti þess vegna líkja þeim við gífur- lega raddsterkan dverg sem stendur á árbakkanum og hrópar svo heyrist um allt Suðurland. “ við gífúrlega raddsterkan dverg sem stendur á árbakkanum og hrópar svo heyrist um allt Suðurland. Jim Carrey: Hugsar kannski of mikið Jim Carrey er einn dáðasti núlif- andi leikarinn og hefur komið gífur- legum fjölda fólks til aö hlæja sem er auðvitað göfugt starf. Jim á líka kær- ustu sem margir þekkja að góðu einu, Renée Zellweger, sem lék með honum í Me, myself and Irene. Óþijótandi velgengni og góð kærasta virðist samt ekki vera nóg fyrir leik- arann fyndna. Honum finnst eitthvað vanta og það reynir hann að vinna upp með því að tala mikið um alvar- lega hluti. Hann hefur í þeirri orð- ræðu gengið fram af mörgum í væmni og því sem sumir vflja meina að sé tflgerð. Hann segir aö hann sé stöðugt að leita að einhverju meira og æðra. Hann segir að það sem hann fáist við þýði ekki endilega að hann finni hærri tilgang. „Ég trúi á mannsandann og hið góða og að ég sé fæddur til að vera ljósberi í alheimin- um,“ segir Jim sem var allt þetta og meira til í Dumb & Dumber. Hallgrímur Helgason Sveit í borg Nú loksins þegar Reykjavík er orðin einhverskonar borg kemur upp hreyfing fólks sem vill „sveit í borg“. Fólk sem tekur fjörur fram yfir hús, fugla fram yfir menn, pöddur fram yfir... já fram yfir allt annaö. Samtökin „Sveit í borg“ leggjast gegn byggð við Elliðavatn. Vinir Reykjavíkurflugvallar vilja vernda fuglalífið í Vatnsmýrinni. Eftir- launaforstjórar í Arnarnesi leggjast gegn nýju bryggjuhverfi í Arnarnes- vogi. öll er þessi andstaða í nafni náttúruverndar sem er nýjasta ,já, einmitt mér finnst það líka“-stefnan sem óhugsandi almenningur grípur jafnan fegins hendi úr kauphillum hugmyndafræðinnar þegar síðasta almennings-klisjan er úr sér gengin. Nú er það náttúran og þá einkum hið stórkostlega „lífríki" sem öllu skiptir. Ekki má ryðja hin stór- merkilegu þéttbýlissvæði einfrum- unganna til þess að reisa þar mannabústaði. Á Amarnesinu, þessu stærsta VlP-herbergi landsins, búa nokkur hundruð manns í sínum rúmgóðu kjarnorkubyrgjum sem eru eins og flest úthverfi höfufborgarsvæðisins hönnuð með það í huga að setja sem minnstan svip á umhverfið. Arnamesið sker sig þó fra öðmm gistirýmum suðvesturhornsins í því að það er lokað almenningi. (Slðasta partíið á Arnamesi var haldið árið 1983.) En nú vakna hin- ir sómakæru fbúar upp við áform um að byggja heilt hverfi við bæjar- dyrnar hjá þeim, á uppfyllingu í hinum nú skyndilega dýrðlega Arn- amesvogi þar sem ég man ekki eft- ir aö hafa séð mann á ferli og hef ég þó ekið þar 63.890 sinnum hjá. Kannski vilja þeir ekki styggja fugl- inn? Kannski vilja þeir bara getað horft á voginn úr eldhúsglugganum heima? Ætli það sé bara ekki heila málið? Fasteigendumir i Mávanesinu þola ekki að friði þeirra og útsýni sé raskað og bera umhverfissjónarmið- in fyrir sig. Ekki má eyðileggja þessa „náttúruperlu í miðri höfuðborg- inni“ eins og gömlu forstjórarnir kalla nú voginn sinn í Mogganum. Á íslandi eru 170.123 mýrar sem eru merkilegri en Vatnsmýrin. Á íslandi eru 1600 vogar sem jafn- ast fyllilega á viö Arnamesvoginn hvað fegurð og fuglalíf varðar. Vissulega er eftirsjá af öllum fal- legu mýrunum sem þöktu Manhatt- an-eyju hér áður fyrr. Og víst er að fuglalífið á bökkum Hudson-árinnar er ekki samt. Einhverstaðar verða samt vond- ir að vera. Og sjálfur er ég svo gam- aldags að vera þeirrar skoðunar að mannshöfuð á kodda sé merkilegra en mávur í fjöru. Afhverju? Jú. Ein- faldlega vegna þess að mávurinn er heimskari. Hann kann til dæmis ekki að lesa. Kæru vinir. Höfum ekki áhyggjur af send- lingi og lóu. Þau finna sér aðra voga, aðrar mýrar. Og það eru jafn- vel til svo spilltar og úrkynjaðar kríur sem verpa í miðbæ Reykjavík- ur. Sveit í borg er tímaskekkja. Þvert á móti þarf að útrýma sem flestum „útivistarsvæðum" í borg- inni svo þessi fáu sem eftir væru yrðu þá notuð eitthvað. Það yrði þá kannski mögulegt að rekast þar á ifííKK. Hallgrímur Helgason skrifar einhvem annan tvífætling. Skerja- fjörðurinn er miklu fallegri en Arn- arnesvogurinn vegna þess að þar er hægt að ganga eftir malbikuðum göngu- og hjólastíg. Látum ekki náttúru-fasismann teyma okkur til þeirrar niöurstöðu að aðeins megi byggja á „ljótum" svæðum, svæðum sem fuglarnir líta ekki við. Góðir ís- lendingar. Gerum okkur ekki að annars flokks þjóðfélagsþegnum í þessu landi okkar sem er hvort sem er ekki annað en ein stór sveit. Látum nú af þessari minnimátt- arkennd gagnvart náttúrunni. Hvers vegna eru nýju hverfin svona sviplaus? Vegna þess að þau eru hönnuð með það fyrir augum að setja sem minnstan svip á umhverf- ið. Þau eru hönnuð með það í huga að falla inn í það. Þau samanstanda af húsum sem þora ekki að viður- kenna að þau séu hús. Fallegasta tjöm á íslandi er Tjörnin í Reykjavík. Vegna þess að við hana standa falleg hús (mínus Ráðhúsið sem er á röngum stað). Þau standa þar í röö meðfram Tjarnargötunni, stolt og ánægð yfir því að vera tví- og þrflyft og fá að spegla sig í Tjörninni á kvöldin þeg- ar allir þreyttu og smekklausu arki- tektarnir eru sofnaðir inní þeim. (Þeir sem byggja öðrum martraðir búa sjálfir í draumi). Þessi hús voru byggð á þeim tíma þegar menn voru ennþá stoltir af verkum sínum en skömmuðust sín ekki fyrir þau gagnvart hinum mikla náttúruguði sem nú er tignaður hvað sem það kostar og er ekkert annað en ný stokka-og-steina-trú. Húsin í Tjam- argötunni eru glæsileg umhverfis- spjöll. Reykjavíkurtjörn er sú tjörn landsins sem skartar mestu fuglalífi. Væri ekki fallegt að sjá stoltar nýjar (og háar!) blokkir á bökkun- um umhverfis Elliðavatn? Með pró- menöðum og bátabryggjum, kaffi- húsum og hestastígum allt í bland. Vissulega verður fallegt að sjá nýtt bryggjuhverfi rísa í Arnamesvogi. Bryggjuhvefið sem nú er að rísa í Grafarvogi er sannarlega ferskasta skipulagshugmynd síðustu ára. Það reynir ekki að fela sig innan um trjágróður og grillstróka heldur þor- ir að raska umhverfinu. Hættulegustu andstæðingar Reykjavíkur eru Reykvíkingar. Frekjukynslóðin kennd við ‘68 er loksins búin að koma sér almenni- lega fyrir og þá má ekkert lengur byggja, hvorki fyrir framan né aftan húsið hennar, og allra síst fyrir út- sýnið. Hún vill bara hafa hlutina eins hún vill hafa þá. Og ef hún býr við Laugaveginn þá beitir hún til þess lögfræðiklækjum. Ef hún býr við vatn eða vog er það „lífrikið" sem ekki má raska. Borg er borg. Borg verður aldrei sveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.