Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 24
24 ______________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað__________________________________________________________________________________________ DV Séra Gunnar Kristjánsson, prestur og prófastur á Reynivöllum, er enginn ný- græðingur í prestskap. Hann vígð- ist til Vallanesprestakalls á Héraði haustið 1971 en varð prestur að Reynivöllum í Kjós árið 1978 og hefur gegnt því embætti síðan. Séra Gunnar er þrautmenntaður guðfræðingur með masterspróf frá Boston University og doktorspróf frá Ruhr Universitat í Bochum í Þýskalandi og hann hefur stundað guðfræðirannsóknir við Harvard, Yale og Cambridge. Hann er pró- fastur í Kjalarnesprófastsdæmi sem nær frá Hvalfjarðarbotni um Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfjörð, öll Suðurnes og allt til Vestmanna- eyja; hann hefur starfað sem sókn- arprestur í Þýskalandi og aðstoð- arprestur í Bandaríkjunum. Séra Gunnar hefur látið til sín taka í umræðum um málefni þjóð- kirkjunnar á íslandi. Hann hefur ekki legið á skoðunum sínum heldur sett þær fram á ígrundaðan og yfirvegaðan hátt, m.a. nýlega í grein í tímaritinu Andvara undir fyrirsögninni; Kirkjan í keng og hrukku margir við að sjá prófast- inn nota svo afdráttarlausa full- yrðingu. Þar að auki var Gunnar meðal þeirra sem sóttu hart að biskupi á nýlega afstöðnu Kirkju- þingi og viidu umræður um starfs- hætti biskups og afskipti hans af svokölluðu Holtsmáli. DV hitti séra Gunnar að máli að Reynivöllum þar sem hvítir tindar Móskarðshnúka og Esju blöstu við handan frosinna bugðanna í hinni gjöfulu Laxá í Kjós. Við spurðum klerk hvers vegna ástæða væri til að hafa áhyggjur af ástandinu í þjóðkirkjunni. Kirkjan er kyrrstæð og lítt skapandi „Ástand þjóðkirkjunnar á sífellt að vera til umræðu innan hennar, ekki hvað síst meðal guðfræð- inga,“ svaraði séra Gunnar. „Það er mikil þörf á því að ræða stöðu kirkjunnar og trúarinnar almennt talað í nútímasamfélagi. Guðfræð- ingar eiga að greina og túlka sinn samtíma með manninn, samfélag hans og umhverfi í huga, þeir eiga að huga að tilvistarlegum spurn- ingum og lifsgildum, svo eitthvað sér nefnt. Kirkjan hefur breyst mikið á þessari öld. Um það efni fjalla ég í Andvaragreininni og dreg fram hvernig kirkjan var þjóðfélagslega mótandi afl fram eftir öldinni en hefur færst í átt tii þess að vera afar kyrrstæð og lítið skapandi stofnun sem einbeitir sér að helgiathöfnum og helgisiðum." Gunnar hefur einnig mjög afger- andi skoðanir á þeim átökum og togstreitu sem eru innan kirkjunn- ar og snúast í rauninni um völd. Hverjir takast á? „Stjórnskipuiag kirkjunnar hef- ur verið að taka mikium breyting- um á undanfomum árum. Þær breytingar náöu hámarki með þjóðkirkjulögum sem tóku gildi í ársbyrjun 1998. Þau marka ein- dregna stefnu til lýðræðislegrar þróunar. Og jafnframt er horfið frá aldagömlu píramídaskipulagi með biskupsembættið á toppnum. Með þessum lögum fær Kirkjuþing mjög afgerandi völd í kirkjunni sem það hafði ekki áður. í því efni er einkum um að ræða tilfærslu á völdum frá Alþingi í hendur Kirkjuþings sem hefur „æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnár", eins og segir í lögunum. Dæmi um aukin völd Kirkjuþings er skipan sókna, prestakalla og prófasts- dæma sem nú er algerlega i hönd- um þess en var í höndum Alþingis áður.“ í umræðum af Kirkjuþingi má greina sterka undiröldu átaka og má segja að Kirkjuþing sé að takast á við biskupsembættið um völdin. Er þetta tilfellið? Biskup vill halda völdum „Það vantar satt að segja tals- vert á að lögin virki eins og til er ætlast. Fyrstu þrjú kirkjuþingin, sem haldin hafa verið frá setningu laganna, þetta síðasta þing með- talið, hafa einkennst af talsverðum átökum milli Kirkjuþings og bisk- upsembættisins. Ekki verður ann- að séð en biskup vilji viðhalda skipulagi sem hefur þróast á þess- ari öld þar sem allir þræðir valds- ins eru í höndum biskupsembætt- isins. Þetta tel ég tímaskekkju sem dregur mjög úr trúverðugleika kirkjunnar í nútimasamfélagi auk þess sem þetta viðhorf stendur í vegi fyrir eðlilegri þróun til skil- virkra stjórnunarhátta innan kirkjunnar. Valdsvið Kirkjuþings þarf að skilgreina enn betur þvi ýmis grá svæði eru enn í lögunum þar sem ekki er alveg skýrt hvar valdið liggur. I slíkum efnum þarf að taka af allan vafa en það þarf að gera á þann hátt að unnið sé í anda laganna en ekki gegn. Ein óheppileg málamiðlun i lögunum er staða kirkjuráðs sem er fram- kvæmdanefnd Kirkjuþings en for- maður þess er ekki forseti Kirkju- þings eins og eðlilegt væri heldur biskup. Um þetta þarf ekki að fjöl- yrða.“ Biskup fari ekki með fjár- mál En þarf þá biskup aö afsala sér völdum í hendur Kirkjuþings? Hvert skal vera hlutverk biskups ef Kirkjuþing hefur æösta vald innan kirkjunnar? „Þjóðkirkjulögin nýju kalla á endurskilgreiningu biskupsemb- ættisins í okkar kirkju. Það liggur í hlutarins eðli. Ábyrgð þess og skyldur eru á öðru sviði en Kirkju- þings. Biskupsembættið er í eöli sínu tilsjónarembætti meö öllu kirkjulegu starfi í landinu, auk þess sem biskup er prestur prest- anna. Virðing biskupsembættisins felst í hinum trúarlegu og andlegu þáttum þess. Biskup á þess vegna að mínurri dómi ekki að fara með stjórn fjármála kirkjunnar og skipulagsmál eiga að heyra undir aðrar stofnanir kirkjunnar. Valda- miklu biskupsembætti fylgja mikl- „Biskup á þess vegna að mínum dómi ekki að fara með stjórn fjármála kirkjunnar og skipulags- mál eiga að heyra undir aðrar stofnanir kirkjunn- ar. Valdamiklu biskups- embœtti fylgja miklar hœttur fyrir kirkjuna, embættið er af þeim sök- um berskjaldaðra fyrir gagnrýni en œskilegt er auk þess sem það býður upp á misbeitingu valdsins. “ ar hættur fyrir kirkjuna, embættið er af þeim sökum berskjaldaðra fyrir gagnrýni en æskilegt er auk þess sem það býður upp á misbeit- ingu valdsins. Svo er önnur hlið málsins sem snýr að prestunum. Biskup er til- sjónarmaður prestanna en ekki yf- irmaður þeirra því hin lútherska hefð gerir ráð fyrir því að prestar gegni sjálfstæðu embætti. Það er hollt að minnast þess að Lúther sjálfur og hans menn lögðu niður biskupsembættið, áhersla þeirra lá öll á söfnuðunum, á fólkinu." Hver hafði betur, biskup eða prestar? Á nýafstöðnu Kirkjuþingi voru talsvert háværar umræður þar sem sjá mátti þessi átök milli bisk- ups og þingsins sem Gunnar minn- ist á. Hver hafði betur á þessu þingi? „Það er erfitt að meta og kannski ekki sanngjarnt aö ræða það á þessum nótum. Það mætti nefna lagafrumvarp sem lagt var fram af kirkjumálaráðherra þess efnis að embætti sóknarpresta yrðu ekki lengur veitt af ráðherra heldur fengi biskup veitingarvald- ið. Biskup mælti eindregið með því að þetta lagafrumvarp yrði samþykkt svo hægt væri aö senda það áfram til Álþingis þar sem það heföi orðið að lögum. Kirkjuþing frestaði afgreiðslu málsins og vís- aði því til Prestafélagsins til um- sagnar. Það verður ekki sagt að biskup hafi haft betur í því máli.“ Holtsmálið í brennidepli Eitt þeirra mála sem var í brennidepli á Kirkjuþingi fyrir nokkrum vikum var „Holtsmálið" svokallaða sem snýst um brott- vikningu séra Gunnars Bjömsson- ar frá Holti í Önundarfirði á út- mánuðum sl. vetur eftir langvinn- ar deilur við söfnuðinn. Séra Gunnar Björnsson var látinn biðja söfnuð sinn afsökunar og það gerði biskup einnig fyrir hönd kirkjunnar þegar hann fór vestur í Önundarfjörð í þeim tilgangi. Biskupsstofa tók að sér að greiða lögfræðikostnað sóknarbarnanna, miklu síðar einnig sr. Gunnars. Nokkrir þeirra presta sem tóku til máls á Kirkjuþingi voru svo harð- orðir um framgöngu biskups í máli séra Gunnars í Holti að þeir töluðu um lögbrot og „terr- orisma". Séra Gunnar Kristjánsson flutti ræðu um þetta mál þar sem hann gerði málsmeðferð biskups að um- ræðuefni, efnisþættir málsins sjálfs voru ekki tU umræðu. Hann beindi nokkrum spurningum sér- staklega til biskups um aðkomu embættisins að málinu. Hann dró í efa heimild biskups til þess að láta greiða lögfræðikostnað sóknar- barnanna og átaldi embættið harð- lega fyrir slælega framgöngu í málinu þar sem ekki væri unnt að sjá að farið heföi verið að lögum um sáttaumleitanir á vegum bisk- upsembættisins. Segja má að gagn- rýni Gunnars kristallist í eftirfar- Séra Gunnar Kristjánsson er prófastur á Reynivöilum og hefur starfaö sem prestur í tæp 30 ár „Ég lít svo á að biskup eigi eftir að svara þeim spurningum sem voru bornar fram. Valdiö er vandmeöfariö, ekki síst vald sem safnast á fárra hendur og fátt hefur reynst kirkjunni eins skeinuhætt í iangri sögu. “ Átök innan kirkjunnar - séra Gunnar Kristjánsson á Reyni- völlum ræðir um valdabaráttu hinna vígðu, „Holtsmálið“, átök á Kirkju- þingi og undanbrögð biskups við áleitnum spurningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.