Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað Matt Damon: Ekið með herra Damon Nýjasta mynd Matts Damon er aö margra mati algjört klúður. Fyrir utan kjánalegt nafn, All the Pretty Horses, hefur myndinni verið lýst sem ósöluvænni, of langri og það vanti allan neista milli Matts og mótleikkonunnar, Penélope Cruz. Þetta eru auðvitað slæm tíðindi fyr- ir Matt, sem hefur þurft að horfa upp á tvær siðustu myndir sinar falla á áhorfendaprófum. Teikni- myndin Titan AE, sem féll með lát- um, og The Legend of Bagger Vance, sem gagnrýnendur tættu niður og áhorfendur nenntu ekki að horfa á. Haröasta gagnrýnin á The Legend of Bagger Vance kom þó frá Spike Lee, leikstjóranum góðkunna. Hann gagnrýndi sérstaklega að Will Smith hefði látið hafa sig út í slíka vitleysu og kallaði myndina „Ekið meö herra Damon“ eða „Driving Mr. Damon“. Myndin gerist á fjórða áratug aldarinnar, þegar svartir menn voru ekki fullgildir þegnar samfélagsins og farið var með þá eins og skepnur. Finnst Spike mjög sérkennilegt í því ljósi að í mynd- inni skuli Will Smith kenna Damon að sveifla golfkylfu. Perla Guðlaugar Guðlaugsdóttur hefur reynt ýmislegt: Fallið ofan af fjórðu hæð - þrjú heilablóðföll á 140 kattarárum Perla fæddist á Akureyri í ágúst 1980. Kunnugir telja Gœludýrið mitt hsyra það á mjálminu. Perla hefúr samt búið mestan hluta ævi sinnar á reykvísku heimfli, hjá Guölaugu Guðlaugsdóttur. „Dóttir min eignaðist Perlu þegar hún vann á Akureyri. Hún þekkti fáa þannig að kett- lingurinn var henni góður fé- lagsskapur. Um haustiö flaug Perla með dóttur minni hingað suður í heimsókn en þær fóru svo aftur norður og það var ekki fyrr en í næstu heimsókn sem Perla settist að hjá okk- ur í Fellsmúlanum. Lengi stóð til að hún færi til Kaupmannahafnar tfl annarrar dóttur minnar en hún ílentist hjá mér. Ég er mjög ^ ánægð með það,“ k seg- fjóröu hæð í Fellsmúla. Útivist Perlu var því ekki mikfl fyrir utan bfltúra með eigendum sínum. Hún hefur tfl dæmis fengið einstakt tækifæri tfl að kynnast Suðurlandi í gegnum bíl- glugga. Aftur í bílnum var sandkassi fyrir hana og matur sem var allt sem Perla baö um. „Ég setti hana í plastpoka og bar hana niður og út í bfl i honum. Annars átti ég á hættu að missa hana eitthvaö út í loftið. Þetta geri ég enn og hún er mjög sátt við þessa meðferð. Þegar ég kom heim sleppti ég henni hins vegar alltaf niðri í anddyri og hún skaust upp tröppiunar og beið við dymar þeg- ar við komum upp.“ I frjálsu falli Fyrir utan ferðalög í bflum og flug- vélum er Perla mikill inniköttur. Hún hefúr þó brugðið undir sig betri fætin- um en með misjöfnum árangri. „Glugginn í svefnherberginu okkar í Fellsmúla var yfirleitt lokaður en einn daginn hafði ég opnað hann og forvftnin kviknaði hjá Perlu. Hún fór út um gluggann og ætlaði að stökkva yfir á svalahandriðið. Það fór ekki bet- ur en svo að hún hrapaði niður á jörð- ina, fjórum hæðum neðar. Við hófum strax leit að henni en ekki fannst Perla. Eftir nokkum tíma fór ég inn og settist í kaffl hjá nágrannakonu minni. Þegar nokkrar mínútur em liðnar kemm- maðurinn sem átti heima í kjallaranum heim tfl sín. Þegar hann opnaði dymar stökk svartur köttur á móti honum út í stigaganginn, frelsinu feginn." Perla hafði þó ekki slæmt af bylt- unni en hún var aðeins rólegri á eftir. öðrum ævintýrum hefúr hún ekki lent í fyrir utan það að hafa týnst í smá- tima og eftir víðtæka leit fjölskyldunn- ar fundist í efstu hfllu i fataskáp í góðu yfirlæti. Guðlaug með Perlu Perla er 20 ára frá því í ágúst. Hún á aö baki fall ofan af fjóröu hæö, þrjú heila- blóöföll og hefur einu sinni veriö úrskuröuö heiladauö. Hún er samt viö hestaheilsu í dag. DV-MYND PJETUR Veiðiköttur- inn Peria Þegar Guð- laug var að selja íbúðina í Fellsmúla hafði hún einhvem tímann þrifið allt hátt og lágt og opnað glugga til að allt liti sem best út fyrir væntanlega skoðendur. Rétt áður en fólkið kom leit hún inn í svefnherberg- ið þar sem Perla átti að bíða stiflt og prúð. „Þegar ég opnaöi dymar blasti við mér sannkallað fjaðrafok. Perla hafði nýtt sér það að glugginn var opinn og nælt sér í grandalausan snjótittling sem hafði verið í fæði á svölunum í nokkum tíma. Hún hafði smokrað sér út um gluggann og læðst að honum óg drepið." Þetta er líklega eina veiðisagan af henni Perlu. Urskuröuð heiladauð Yfir Perlu hafa dunið áfóll sem hún hristir jaftian af sér. „Perla hefúr tvisvar fengið hefla- blóðfall og líklegt er að það þriðja hafi orðið síðasta sunnudag. Fyrsta áfallið var fyrir tveimur árum þegar hún var í pössun hjá dóttur minni í Keflavík á meðan ég dvaldi hjá annarri dóttur minni í Kaupmannahöfh. Hún virtist hætt að sjá og gekk á hvað sem fyrir varð. Dóttir min hafði miklar áhyggjur og fór með hana til dýralæknis sem sagði að hún væri heiladauð og það væri réttast að svæfa hana. Dóttir mín hringdi strax til Kaup- mannahafhar til að segja mér tíðindin en ég var ein heima og leiðist danska þannig að ég svaraði ekki símanum. Hún náði því ekki í mig fyrr en um kvöldið. Mér fannst þetta mjög sorglegt en gat ekki hugsað mér að kisan mín lifði svona á sig komin og sá ekki fram á annað en hún yrði svæfð daginn eft- ir. En það kom aldrei til þess því næsta morgun vaknaði Perla fullfrísk og kom sér þannig hjá ótímabærum dauða.“ Perla er við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur og erfið áfoll. 20 mannsár jafhgilda víst 140 kattaárum. Hin há- aldraða Perla étur sinn mat og ís í eft- irrétt og lætur sér líða vel. -sm Heygarðshornið Að vera harður Kennarar segja: ef við fáum ekki kröfum okkar framgengt erum við hætt og komum aldrei aftur. Ríkis- stjórnin segir: góðu fariði og komið aldrei aftur - við fáum bara ein- hverja aðra. Álengdar stöndum við, almenningur, og reynum að hafa fullan skilning á þvi að kennara- starfið eigi að njóta virðingar og vera vel launað og reynum líka að hafa fullan skilning á því að fjárlög- in megi ekki fara úr böndunum. Þetta er snúin deila og það virðist enginn vera að reyna að leysa hana. Báðir aðilar bíða eftir því að „hinn“ gefi sig. * Kennarar hafa með herskáum að- ferðum sínum komið sér í sviðsljós- ið. Allra augu hvíla á þeim, þeir verða viðmiðunarstétt allra hinna. Þröstur Ólafsson lét að því liggja í Morgunblaðsgrein á fimmtudaginn var að þessi staða stuðli beinlínis að því að halda kjörum kennara niðri og líkir þessu við hin árlegu Dags- brúnarverkfoll sem tíðkuðust fyrr á árum, þegar Dagsbrúnartaxtinn varð nokkurs konar gólf fyrir aðra hópa. Hvað sem því líður virðast baráttuaðferðir kennara ekki hafa skilað þeim nægilega góðum ár- angri. Þeir fóru í verkfall 1987, 1989 og 1995 og niðurstaðan af þeirri að- feröafræði kom fram í máli Elnu Katrinar Jónsdóttur í viðtali um daginn: „Kennaralaunin eru í sögu- legu lágmarki". Þessar aðferðir byggja á hug- myndafræði sem er býsna rótgróin með þjóðinni, þeirri hugmynda- fræði sem ruglar saman atburðum og átökum. Þá finnst mönnum sem „ekkert sé að gerast“ ef ekki eru átök og illindi í gangi. Átök eru samkvæmt þessu talin vera frjó leið til að móta samfélagið; megindyggð- in er að vera „harður“. * Samninganefnd ríkisins virðist hafa sýnt ábyrgðarleysi í framkomu sinni við kennara ef marka má frá- sagnir verkfallsmanna. Fyrir löngu var ljóst hvert stefndi en ekki var farið að ræöa við kennara fyrr en allt var komið í óefni. Búið var að koma þvi hugarástandi inn hjá kennurum aö nú fengju þeir það sem þeim bæri en hættu ella að kenna. í stað þess að kjör kennara Gudmundur Andri Thorsson skrifar í HelgarblaO DV. séu ráðin á löngum tíma, hægt og bítandi, er eins og allir aðilar stefni á lokaorrustuna, þar sem hugmynd- in virðist vera að annar hvor aðil- inn sigri. Takist samninganefnd rík- isins - fulltrúum okkar, almennings - að brjóta niður kennara - væri það eitthvaö til að fagna? * Að vera „harður“: Það var furðu- legur rökstuðningur hjá undan- þágunefnd kennara fyrir því að fall- ast ekki á undanþágu í Kópavogi fyrir nokkra einhverfa nemendur Einhverfu nemendumir eru orðnir að leiksoppum í þjarki um það hvorum aðilanum það sé að kenna að þeir fá ekki það sem þeim ber í siðuðu samfélagi. Það ætti að vera óþarfi að minna á svo augljósa staðreynd að neyðarástand er neyðará- stand hvort sem sjá mátti það fyrir eður ei, og jafnvel hvort sem það er einum eða öðrum að kenna. sem þurfa umfram allt á reglu að halda og samfellu í lífi sínu. Kenn- arinn í nefndinni, Gunnlaugur Ást- geirsson, rökstuddi neitunina með því - hafi ég skilið hann rétt - að undanþágur séu þá aðeins veittar komi upp „ófyrirséð“ neyðarástand. Hagir hinna einhverfu unglinga í kennaraverkfallinu séu hins vegar fyrirséð neyðarástand og því ekki ástæða til að gera neitt í því. Eins gott að margir láti ekki stjómast af þvílíkum viðhorfum í lífinu, það er að segja að ekki beri að bregðast við neyðarástandi nema það sé ófyrir- sjáanlegt.. Með öðrum orðum, aðal- atriðið er ekki hvemig þessum nemendum líður heldur hitt, hvort það var fyrirsjáanlegt. Einhverfu nemendurnir eru orðnir að leiksoppum í þjarki um það hvorum aðilanum það sé að kenna að þeir fá ekki það sem þeim ber i siðuðu sam- félagi. Það ætti að vera óþarfi að minna á svo augljósa staðreynd að neyðarástand er neyðarástand hvort sem sjá mátti það fyrir eöur ei, og jafnvel hvort sem það er ein- um eða öðrum að kenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.