Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Page 27
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 DV 27 Helgarblað Bubbi Morthens rokkar meö Stríöi og friöi dv-mynd kk Bandiö er aö byrja á núlli, rótaralaust og allslaust en meö gleöina af því aö rokka í fyrirrúmi. Bubbi byrjar á núlli - Stríð og friður á Gauknum Það er kominn nýr Gaukur. Fíkn- in í nýjungar hefur rekið húsráð- endur á þessum elsta pöbb Reykja- víkur til þess að skipta um innrétt- ingar og henda öllu þvi gamla. Það var orðið 15 ára. Algjör safnmatur. Einu sinni voru miðvikudags- kvöld þurr á reykviskum börum en nú eru öll kvöld jafnblaut. Þetta miðvikudagskvöld hrifsa gamlir rokkhundar leðurjakkann ofan úr skáp og skunda á Gaukinn til að hlusta á Bubba Morthens sem þar stigur á svið í fyrsta sinn með nýja hljómsveit. Hún heitir Stríð og frið- ur og spilar rokk. Ekki bara til að kynna nýjan disk heldur til að spila fyrir fólk og loka sig síðan inni í hljóðveri eftir áramótin og búa til tónlist. Eitthvað nýtt. Hver er hvað? Bubbi er auðvitað í framlínunni, með ferskan skallann, gamalvanur á þessum slóðum í þessum stelling- um. Við hlið hans stendur Jakob „góði“ Magnússon eins og Bubbi kallar hann i kynningu. Jakob er margþvældur rokkbassaleikari sem hefur hoppað á sviðum islenskra skemmtistaða í tæplega 20 ár með Björk í Tappa tíkarrassi fyrst en síðan lengi með SS Sól og Helga Björnssyni. Yst stendur lágvaxinn, öróttur snoðkollur með gítar sem heitir Pétur Hallgrímsson. Það er eitthvað demónískt við það hvernig hann rekur út úr sér tunguna og grettir sig þegar desibélin flæða. Bak við settið situr piltur sem heitir Arnar Ómarsson og hefur sér það helst til frægðar að hafa tromm- að fyrir hljómsveitina Ham sem hefði áreiðanlega getað lagt heim- inn að fótum sér en einhvern veg- inn komst aldrei til þess. Og svo Guðmundur Svo er Guðmundur Pétursson. Guðmundur stendur eins og svolitið utan og ofan við þessa misjafnlega sjúskuðu rokkhunda á sviðinu. Hann fer ekki í leðurjakka. Það myndi einhvem veginn ekki passa við hann, segir Bubbi. Guðmundur spilar á gitar eins og hann sé af til- viljun með hann i fanginu en með- höndlar hann eins og ofíitusjúkling- ur gaffal. Af fullkomnu öryggi. Guð- mundur stappar ekki í sviðið eða grettir sig af innlifun. Öll tjáning Guðmundar kemur gegnum gítar- inn. „Fyrir 20 árum hefði ég verið meö tvo rótara. Ég hefði sagt þeim að standa klárir með spegil báðum megin við sviðið. Þeir speglar hefðu verið láréttir en ekki lóðréttir," seg- ir Bubbi þegar Pétur slítur streng. Svo heldur hann áfram og rifjar upp ágreining spíttflkla og hasshausa á árum áður sem hver hélt með sínu fíkniefni. Svo sendir hann eftir vatnsglasi á barinn. Það er allt og sumt því rokkið er víman. 16 ára þogn rofin Sum lögin sem Stríð og friður spilar hafa ekki heyrst í nærri 16 ár í lifandi flutningi. Hér veður hvað innan um annað. Viðkvæm blóm af Konuplötunni, Blindsker og ísbjarnarblúsar og gamlir rokkstandardar. Það er orðið þröngt og heitt á Gauknum og lýð- urinn æpir og syngur með í miðri viku þvi allir kunna alla textana. Meðalaldurinn er ekki mjög hár og barnung óeðlilega grönn stúlka með sítt hár stendur upp og fer þegar Bubbi syngur um módelin með mónulísuglottið. Ég sé út und- an mér Steinar Berg plötuútgef- anda standa með fortíðarbros á vör. Sum gömlu lögin eru í sinni fornu útsetningu, önnur ekki en þetta eru samt ekki Utangarðs- menn, Egó eða Das Kapital. Þetta er eitthvað nýtt en samt gamalt. Þegar Guðmundur Pétursson tekur gítarinn þeim tökum að það er eins og skrímsli gangi laust á sviðinu þá á hann ekkert skylt við þá Poll- ock-bræður. Ekki þó þeir hefðu verið þrír. Það suðar fyrir eyrum þegar síð- ustu tónar Hírósíma deyja út og við munum öll deyja. En ekki núna. Er heimurinn að farast? Daginn eftir hitti ég Bubbann á Kaffi París þar sem hann situr og drekkur kaffi með Gunnari Dal og Sigurlaugi Þorkelssyni sem vann í 50 ár hjá Eimskip. Þeir eru að tala um heimsenda og Bubbi er að lesa upphátt fyrir þá grein eftir trésmið sem birtist í Morgunblaðinu. Tré- smiðurinn hefur lesið í Biblíunni að heimurinn sé að farast. Að visu á milli línanna en Gunnar Dal kannast samt vel við þetta. Bubbi skrifaði sjálfur í Moggann um dag- inn og skammaði Siv Friðleifsdótt- ur umhverfisráðherra eins og hund fyrir leyfa fiskeldi í Mjóafirði og níðast á fslenskri náttúru. „Siv á að segja af sér. Hún lætur náttúruna aldrei njóta vafans held- ur er stjómað af hagsmunum Sam- herja og annarra auðkýfinga. Fyrst voru þeim gefln miðin en nú fá þeir strandlengjuna á silfurfati. Fingrafór Halldórs Ásgrímsson- ar eru um allt kvótakerfiö og hann á að fara líka.“ Þetta segir Bubbi og margt fleira og þegar Helgi Pétursson kemur og heilsar kumpánlega leggur hann ekki í að setjast undir þessa skammadembu um Framsóknar- menn. „Það er skylda listamanna að gagnrýna. Ég segi það sem mér finnst á hverjum tíma því ég get ekki annað,“ segir Bubbi. -PÁÁ Fyrir konur, karla, börn og kornabörn 100 gerðir af nærbuxum 200 gerðir af nærbolum • Sokkar • Ökklahlífar • Hnjáhlífar • Mittishlífar • Axlahlífar • Únliðahlífar • Silkihúfur • Lambhúshettur úr ull eða silki • Vettlingar • Inniskór o.fl. o.fl. Allt til að halda hita Irá toppi til táar Náttúrulækningabúðin Hlíðasmára 14, Kópavogi, s. 544 4344 ,\t t, OKO„lAVAMAt Nú færðu það þvegið í hinni fullkomnu Lavamat 74639 AEG Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Orkuflokkur A Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhrað: 1400/1200/900/700 /400 sn/mín Mjög hljóðát: Ytra byröi hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi tekur langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að 19 klst. fram í timann öll hugsanleg þvottakerfi íslenskar leiðbeiningar Þriggja ára ábyrgð 69.900 Heimsending innifalin í verði á stór Reykjavíkur-svæðinu stgr. ___rÍT^___ RdDIOriMOST Geiðlagðtu 14 • slml 462 1300 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.