Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað ____________________________________________________________________________ dv Afbrýðisemin nagaði Jenny Cubit: Hárgreiðslu- konan myrti skólastýruna Það voru hræðileg örlög að Jenny Cubit og Kathy Linaker skyldu eiga eitthvað sameiginlegt. Þær bjuggu báðar í bænum Warr- ington á Englandi og báðar léku þær í áhugamannaleikhúsinu á staðnum. Það var meira en nóg til að skapa óstjórnlega spennu og nagandi afbrýðisemi sem að lok- um brast út í morði. Jenny Cubit var 24 ára og yngri en Kathy. Það var næstum því eini kosturinn sem hún hafði um- fram Kathy sem var nær 10 árum eldri. Jenny, sem dreymdi um glæsilegan feril á leiksviðinu, fékk aldrei neitt annað en uppfyll- ingarhlutverk. Hin fagra Kathy fékk hins vegar öll aðalhlutverkin í söngleikjum, eins og til dæmis í Oklahoma og Sound of Music. Jenny var hafnað og það olli hræðilegri öfund hjá henni. Hún fékk þar að auki alvarlega átrösk- un og þurfti lengi að vera í lækn- ismeðferð. Keppinautamir bjuggu í ólíkum hverfum í bænum. Jenny var menntuð hárgreiðslukona og mað- urinn hennar, Nick, var verka- maður. Hjónin, sem áttu tvö lítil börn, bjuggu í bæjaríbúð í verka- mannahverfi. Kathy var hins veg- ar virtur skólastjóri og maðurinn hennar, Chris, var tölvuráðgjafi. Þau bjuggu í stóru einbýlishúsi í virðulegu úthverfi. Þau áttu líka tvö lítil börn og vorið 1998 fjölgaði í fjölskyldunni. í leynilegu ástarsambandi Aðstæðurnar voru ekki þær sömu en á einu sviði hafði Jenny tekist að skora mörk sem keppi- nauturinn vissi ekki um. Hún hafði nefnilega í eitt og hálft ár verið í leynilegu ástarsambandi við Chris Linaker. Hann lét Jenny koma heim til sín þegar Kathy var í vinnunni sinni í skólanum. Kathy grunaði ekkert. Hún hélt að eiginmaðurinn væri þreyttur vegna ofreynslu í flóknum tölvu- bransanum. Jenny hataði konuna sem hún gat ekki sigrað á leikhússviðinu. Jenny Cubit Hana dreymdi um glæstan feril á leiksviöinu. I aöalhlutverki Kathy Linaker fékk alltaf aöalhlutverkin hjá áhugamannaleikfélaginu. En hún gat niðurlægt hana I einkalífinu. Það var þó ekki nema hálfur sigur sem kynti enn frekar undir öfund hennar og átröskun. Ástand hennar var svo slæmt að það lá við að hún brotnaði alger- lega niður. Neitaði að yfirgefa eiginkonu og bórn Vanlíðan hennar náði hámarki þegar Kathy Linaker varð móðir í þriðja sinn. Allir hrósuðu Kathy sem tókst að gegna móðurhlut- verkinu óaðfinnanlega samtímis því sem hún stjómaði skólastarf- inu. Þar við bættist að Chris Linaker neitaði að yfirgefa eigin- konu og börn og flytja með Jenny til Kanada eins og hún hafði stungið upp á. Hann gerði henni Ijóst að sambandi þeirra væri lok- ið fyrir fullt og allt. Hatur Jenny var orðið svo ofsa- fengið að það hlaut að brjótast út. Morguninn 17. apríl 1998 gekk Nick Cubit Hann vissi um leyndarmál eiginkonunnar. hún eins og í leiðslu heim til Linakerfjölskyldunnar og hringdi dyrabjöllunni. Hún hélt fast um tösku sem hún var með í fanginu. Kathy Linaker opnaði dyrnar og brosti undrandi þegar hún sá hver var fyrir utan. Hún bauð Jenny inn. „Komdu og fáðu þér kaffibolla með mér,“ sagði hún. Fékk þungt högg í hnakkann En Kathy var varla komin inn í anddyrið þegar hún fékk þungt högg I hnakkann. Er hún leit við óstöðug á fótunum sá hún að gest- ur hennar hafði reitt til höggs blómapott sem staðið hafði á borði í anddyrinu. Hún gat ekki forðað sér undan öðru höggi en reyndi að komast í sima til þess að biðja um hjálp. Hún tók ekki eftir því að Jenny Cubit fleygði samtímis blómapott- inum frá sér og tók upp stóran steikarhníf upp úr tösku sinni. Kathy Linaker rak upp sársauka- og angistaróp þegar hnífnum var stungið í bak hennar af svo miklu afli að hann brotnaði í tvennt. Jenny öskraði nú í æði sínu á meðan hún ýtti fórnarlambi sínu til hliðar og hljóp út í eldhúsið. „Morguninn þann 17. apríl 1998 gekk hún eins og í leiðslu heim til Linakerfjöl- skyldunnar og hringdi dyrabjöllunni. Hún hélt fast um tösku sem hún var meö í fanginu. Kathy Linaker opnaði dyrn- ar og brosti undrandi þegar hún sá hver var fyrir utan." Þar fann hún nýjan hníf sem hún rak af ofsa í Kathy sem var vam- arlaus. Ekki góð leikkona Jenny Cubit stóð hugsi um stund hjá Kathy Linaker sem lá látin í blóðpolli. Svo gekk hún að símanum og hringdi í lögreglu og á sjúkrabíl. Henni sagðist svo frá að þegar hún hefði verið í heim- sókn hjá „vinkonu" sinni hefði skallabulla ruðst inn þegar þær ætluðu að fara að drekka kaffi. Frásögn hennar var samhengis- laus. Jenny Cubit var ekki góð leikkona. Hún gat hvorki útskýrt meiðslin á höfði hinnar látnu né hvers vegna blómavasinn hafði brotnað. Hún gat heldur ekki skýrt frá því hvers vegna hún var með nokkra djúpa skurði á hægri hendi né hvers vegna ekki voru neinir bollar á borðinu þar sem þær hefðu verið í þann veginn að fara að drekka kaffi. Þegar Jenny kom fyrir rétt í janúar 1999 neitaði hún fyrst að hafa framið morð en játaði á sig manndráp vegna þess að hún hefði ekki verið ábyrg gerða Hamingjusöm fjölskylda Kathy og Chris Linaker viö skírn yngsta barns þeirra. Fjölskyldan virtist hamingjusöm á yfirboröinu. Engan gat grunaö hvaöa örlög biöu þessara glæsilegu hjóna og barna þeirra. Vettvangur glæpsins Hús Linakerfjölskyldunnar var í fínu úthverfi í bænum Warrington á Englandi. í þessu húsi var hræöilegur glæpur framinn þegar húsbóndinn var hvergi nærri. sinna. Áfimmta degi réttarhald- anna breyttist framburður hennar og játaði hún á sig morð. Bikarinn fullur Verjandinn sagði skjólstæðing sinn hafa þjáðst af taugaveiklun og þunglyndi, einkum vegna af- skiptaleysis og áhugaleysis eigin- manns síns, Nicks. Hún hefði þess vegna reynt að fyr- irfara sér að minnsta kosti einu sinni. Bikarinn hefði orðið fullur þegar enn ein barnsfæðingin hefði bæst við af- rekaskrá helsta keppinautarins, Kathy Linaker. Saksóknarinn sá harmsöguna í öðru ljósi. Afbrýði- semi, öfund og girnd hefðu ráðið geröum Jenny Cubit. Kathy Lina- ker leit á hana sem vinkonu sína úr áhugamannaleik- húsinu og hafði, þegar hún lést á hörmulegan hátt, enga hugmynd um að hún hafði verið svikin þegar hún sinnti starfi sínu af samviskusemi. Saksóknarinn sagði að Chris Linaker ætti einnig sök á dauða konu sinnar. Jenny Cubit var dæmd í lífstíð- arfangelsi. „En þú munt aldrei geta friðþægt fyrir að hafa eyði- lagt líf fimm saklausra barna, barnanna þinna tveggja og þriggja barna fórnarlambs síns. Það er sekt sem hvílir á þér alla ævi...“ Taldi sig í öruggri höfn Christine Jennings tók ekki eftir breytingum á eiginmanm sinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.