Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 PLANIÐ 588 0300 v't2 Höl-baar^ÆCÆöt IKEíA Daihatsu Sirion, árg. 1998, ek. 21 þús. km, sjálfsk., rauður. Verðtilboð 790 þús. Hyundai Accent Is, árg. 1996, ek. 73 þús. km, 5 gfra, grársans. Verðtilboð 365 þús. Peugeot 306 1600, árg. 1998, ek. 14 þús. km, 5 gíra, gullsans. Verðtilboð 875 þús. Toyota Corolla XLI sedan 1300, árg. 1995, ek. 61 þús. km, sjálfsk., dökkgrænn.Verðtilboð 680 þús. %S!Si——, ' " kS"':'" I 0*%£ mnLJÍ '"7 ¦¦¦¦' . MMC Lancer GLX, árg. 1991, ek. 180 þús. km, sjálfsk., vínrauður. Verötilboð 175 þús. Renault Clio RT 1400, árg. 1994, ek. 57 þús. km, 5 gíra, hvítur. Verðtilboð 485 þús. Suzukl Swift GLX H/B 1300, árg. 1996, ek. 44 þús. km, 5 gíra, rauður. Verðtilboð 495 þús. Subaru Legacy 2000 st., árg. 1992, ek, 156 þús. km, 5 gíra, dökkgrænn. Verðtilboð 495 þús. Daihatsu Applause xi, árg. 1999, ek. 30 þús. km, sjálfsk., blásans. Verðtilboð 990 þús. VISA- og EURO-raðgreiðslur Skuldabréf Helgarblað I>V Óttar Guðmundsson um listina aö lifa og deyja: Dauðinn er eins og ástin „Dauðinn er alls staöar. Hann er frumkraftur mannlegr- ar hugsunar og mannlegrar til- vistar þannig aö bók um dauö- ann veröur aö fjalla um allt," segir Óttar Guðmundsson, geö- lœknir og rithöfundur, sem hef- ur nýlega sentfrá sér bókina Listin að lifa - listin að deyja. Og bókin er um allt, sœkir í allt; Goðafrœði, trúarbragða- fræði, alþjóðlegan og ekki sist þjóðlegan fróðleik, annálabrot, œvisagnabrot og skáldskap. „Það er óskaplega leiðinlegt til lengdar að vera bara læknir," segir Óttar þegar hann er spurður að því hvað hann vilji upp á dekk sem rit- höfundur. „Ég hef alltaf þurft að víkka sjón- deildarhringinn með einhverju öðru en læknisstörfum. Skriftirnar eru sennilegast afturhvarf til gam- alla drauma um að verða skáld." Strax í upphafi bókar stígurðu hreint fram meö þaö að þú teljir katóstrófílíu hrjá þig. Viltu skil- greina það hugtak? „Katóstrófílía er mikill áhugi fyr- ir dauða, mannlegum þjáningum og hörmungum. Það eru margir sem hafa áhuga á sliku og ég held að ég hafi verið fullmikill áhugamaður um það oft og tíðum. Ég hef verið óþreytandi að leita uppi staði eða minningar um mannlega harmleiki, s.s. Auschwitz, Treblinka, Tróju og Theresienstadt. Það skemmtir ekki - heldur heillar og kitlar." „Fjölmiðlarnir hafa að verulegu leyti tekið að sér að sjá fólki fyrir blóði og ofbéldi. Dauðinn sjálf- ur er orðinn mjög fjar- lœgurfólki því hann hef- ur verið fluttur út af heimilunum inn á stofn- anir á borð við elliheim- ili og sjúkrahiís. Óttar Guðmundsson, læknir og rithöfundur. DV-MYND ÞOK Óttar segir að vinsældir blóðugra spennumynda, hörmunga í bókum og blöðum sýni að þessi áhugi sé mjög almennur. „Hér áður fyrr voru engar sam- komur vinsælli en opinberar aftök- ur. Fólk þyrptist til að horfa á ein- hvem meðbróður sinn líflátinn á hryllilegan máta. Opinberar hörm- ungar hafa alltaf vakið óskipta at- hygli manna og um síðustu aldamót voru fleiri sem heimsóttu líkhúsið í París til að líta á óþekkt lík sem þar voru höfð til sýnis heldur en Eiffel- turninn. Fólk vill upplifa hörmung- arnar og dauðann úr fjarska, öruggt með sjálft sig." - En nú höfum við ekki lengur af- Áfallahjálp á Flateyri íþessum kqfla bókarinnar hefur Ótt- ar veriö kvaddur vestur til Flateyrar til þess aö sinna áfallahjálp eftir snjóflóö- ið 1995. Kaflinn birtist hér styttur. Næstu dagar voru ólýsanlega erfið- ir. Við sátum í viðtölum við syrgjend- ur og björgunarmenn frá morgni til kvölds, hughreystum, hlustuðum, reyndum að skOja og segja eitthvað sem mögulega gæti gefið tilverunni til- gang. En það var erfitt að sjá einhverja meiningu í aUri þessari eyðileggingu og tortímingu. Fólk grét, við grétum, skoðuðum gamlar myndir, báðum með þeim sem það vildu, rifjuðum upp, reyndum að svara óumflýjanlegri spurningu: Af hverju hann/hún, af hverju ekki ég? Eitthvert kvöldið varð mér gengið niður í kjallara sjúkrahússins. Óljós beygur og spenna dró mig þangað með einkennilegum seiðkrafti. Ég vissi í hjartanu að öll líkin voru nú loks kom- in i hús og gekk inn í herbergið þar sem þeim hafði verið komið fyrir. Þau lágu þarna öll saman á gólfinu í röð, tuttugu karlar, konur, drengir og telp- ur sem lögðust til svefns þetta kvöld en vöknuðu aldrei aftur til venjulegs lífs. Það síðasta sem þau heyrðu voru drunur snjóflóðsins áður en fargið tók þau heljartaki sem það sleppti ekki. Ég stóð lengi og virti þau fyrir mér. Aug- un voru lukt. Óttasvipur var á andlit- um sumra, friður yfir öðrum. Hvað rann þeim fyrir hugskotssjónir þessi síðustu andartök milli lífs og dauða? Dauðinn hafði aldrei birst mér fyrr á þennan miskunnarlausa hátt. Ég fann fyrir hroUkenndri návist hans enda var kuldinn í kringum hina dauðu ólýsanlega napur. (...) Sorgin var endalaus Enginn getur nokkru sinni útskýrt skelfingar dauðans fyrir öðrum manni. Dauðinn er fyrst og síðast ólýs- anleg tilfinning sem orð ná á engan hátt utan um fremur en aðrar kenndir eins og ást, fullnægingu, sársauka, dapurleika, ofsakæti. Gamalt, rúss- neskt máltæki segir að hungrið sé óskiljanlegt þeim sem aldrei hefur orð- ið svangur. Sá sem aldrei hefur staðið andspænis tuttugu líkum mun aldrei skilja hvaða tilfinningar það vekur. Ég áttaði mig á því að aldrei yrði hægt að ræða um þessa lífsreynslu við neinn sem ekki hefði staðið i sömu sporum. AUir aðrir hlusta skilningsvana á slík- ar hryllingssögur án þess að hafa hug- mynd um merkingu þeirra. Ég fór upp í her- bergið mitt, lá lengi andvaka, sofnaði undir morgun og dreymdi um ólýsanlegt farg sem lægi á mér. Vaknaði eftir skamma stund upp með andfæl- um, rennsveittur með hjartað fullt af torkennilegum kvíða. Þennan sama dag tók ég þátt í erfiðri kistulagningu. Skólaus prestur á hvítgráum lopasokk- um las upp úr Davíðssálmum, aðstand- endur grétu yfir líkum. Huggunarorð okkar hjálparfólks voru innantóm eins og hol bjalla. Kistulagningarnar urðu fleiri og stöðugt eríiðari. „Þótt ég gangi um dimman dal..." hljómaði endurtek- ið í eyrum mér eins og síspilað dægur- lag í óskalagaþætti. Sorgin var enda- laus. Síðasti dagurinn áður en ég hélt heim á leið var erfiðastur. Dauðinn var alls staðar, hvert sem ég fór, leit eða hlustaði. Hann var orðinn hluti af minni eigin tilveru, búinn að hreiðra um sig í sál minni. Ég fylltist ólýsan- legum ótta. Líf mitt rann hjá fyrir hug- skoti mínu eins og svarthvítar skyggn- ur á vegg, mistök, konur, ósigrar, börn, rangar ákvarðanir, atvik, einn og annar sigur. Hvað hafði ég afrekað? Hversu langur tími var enn til stefnu? Var ég á réttri hillu? Hafði vera min á Flateyri skipt máli fyrir nokkurn mann eða var þetta enn einn blekk- ingaleikur? Markmið og gildi daglegs lífs leituðu á hug minn eins og óbil- gjarnir spyrlar í fréttaþætti. Ég skildi betur en nokkru sinni fyrr sambandið milli dauðaótta, lífsmats og mistaka. Klukkan glumdi. Drýgðar syndir, óheiðarleiki, lygar, hálfsannleikur og flóttaleiðir liðinna ára ásóttu mig eins og árar i gamalli draugasögu. Leið betur við höfhun klerksins I fyrsta sinn í langan tíma langaði mig til að tala við prest í alvöru um dauðaangist, erfið- leika og syndabyrði. Á þessu andartaki missti ég öll tök á eigin guðleysi og æðruleysi. Gömul sekt og skömm sneru mig til jarð- ar. Mér sortnaði fyrir aug- um og ég fjarlægðist sjálfan mig út í óraviddir óraun- veruleikans. Jörðin vaggaði undir fótum mér, hryllingsferðin með Ægi rifjaðist upp en í þetta sinn var engan stuðning að fá. Ég herti upp hugann og fór til prestsins á hvítgráu lopasokkunum og sagði við hann hálf- skælandi að ég yrði að fá að tala. Mér leið eins og sæfara sem greinir ljós vit- ans gegnum sjávarlöðrið. Kannski var huggunar og uppörvunar að leita í aldagömlum trúarbrögðum þjóðar minnar. „Því miður," sagði hann og horfði snöggt á mig vatnsbláum aug- um, „ég má bara ekki vera að því, hef annað að gera!" Hann snerist á hæli og fór að sinna öðrum mikilvægari verk- efhum. Mér leið strax betur við þetta svar. Höfnun og fálæti klerks i sálarangist minni voru haldreipi í tilverunni sem tengdu mig við veruleikann á ný. Ég einn gat rifið mig úr þessari tilvistar- kreppu og hafði ekkert að sækja til lút- erstrúarpresta. Lausnin var hjá mér sjálfum og engum öðrum. Hann gekk hratt fram eftir ganginum á eigin guðs vegum. Skyndilega varð hann raun- verulegur í upphöfnum heilagleika sínum, heimurinn skýrðist, gólf rugg- uðu ekki lengur. Ég horfði á eftir hon- um og ákvað að herða upp hugann. Ef ég ætlaði mér aö sækja hjálpræði til trúarinnar yrði það að vera án miUi- göngu íslenskrar prestastéttar. Langaöi ekki að vera læknir lengur Þegar heim var komið tók við venju- leg rútína daganna. Flateyri tilheyrði annarri öld, öðrum heimi. Stundum fannst mér eins og ég hefði aldrei far- ið með Ægi. En ég stóð við eitt af Flat- eyrarheitunum fljótlega eftir komuna til Reykjavikur og sagði mig úr Þjóð- kirkjunni. Eftir Flateyri vorum við Marteinn Lúter og lærisveinar hans endanlega skildir að skiptum. Kannski týndi ég Guði í þessum hildarleik við Onundarfjörð. En Flateyri gerði eitt fyrir mig sem ekki ber að vanþakka. Hún læknaði mig af katastrófufílíunni. Ég ofmettaðist af öllum þessum hörm- ungum og langaði ekki til að vera læknir lengur. Ef einhver hringir til min á nýjan leik og býður mér far með varðskipi eða þyrlu til að vinna í áfallahjálp úti á einhverjum vígvelli lifsins er ég ákveðinn í því að afþakka gott boð og fara aftur að sofa með góðri samvisku. Flateyri lauk upp augum mínum fyrir því að það hlyti einhvers staðar að vera líf utan sjúkrahúsa og lækn- inga. Ég ákvað fljótlega að fara að gera annað við líf mitt og lagði drög að því að fara til Þýskalands um stund. Mig langaði til að láta gamla drauma ræt- ast áður en það yrði of seint. Tóma- hljóð tilverunnar yfirgnæfði eigin hjartslátt. Ég skráði mig til náms í sögu og þýsku og lagði lækningar á hilluna um stund. Listin aö lifa - listin að deyja kemur út hjá JPV-forlagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.