Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_____________________________________________________________________________________i>v Nærmynd dauöans Sextán ára drengur sem ísraelskur hermaður skaut í höfuðið. Kúlan sprakk Inni í höfðlnu á honum og sprengdi út höfuðkúpuna. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna á Shifa- sjúkrahúsið í Gaza, síðdegis pann 16. nóvember. Röntgenmyndin er tekin þegar hann sýnir enn lífsmörk. Hvítu flekkirnir eru leifar byssukúlunnar. VEIKOMIN TIL Í5RAEL5 „Þorvaldur Örn Kristmundsson, Ijósmynd- ari DV. Ég er frá íslandi," segi ég lög- reglumanni á flugvellinum í Tel Aviv. Þaö fer lítiö fyrir stríöinu. Ég er boöinn vel- kominn með brosi: „Vonandi veröur dvöl- in ánægjuleg." Þaö eina sem gerir kom- una til ísrael frábrugöna komunni til ann- arra landa er að viö vorum þrjátíu í vél- inni. Þaö eru fáir ferðamenn í ísrael. Hót- elin standa auö. Einu útlendingarnir eru fjölmiölafólk og erindrekar alþjóöasam- taka. Þegar komið er út í stríðið leggst dauðinn á mig af þvílíkum krafti að ég verð strax ónæmur fyrir honum. Ég ek úr venjulegu umhverfi gyðingahverfls í Jerúsalem og er fljótt kominn á staði þar sem ungt fólk liggur blóði drifið á sjúkrabörum eftir kúlur ísraelskra hermanna. Mér finnst ríkja ringulreið en kemst fljótt að því að þetta er venjulegt ástand á Vesturbakkanum. Palestínumenn skjóta grjóti að ísraelskum hermönnum sem svara með gúmmíhúðuð- um stálkúlum sem þeir kalla gúmmíkúlur. Israelskir hermenn sem ég hitti segja mér að óreiðan sé skipulögð. Aðgerðir hersins séu úthugsaðar; ísraelski herinn byggist á aga og skipulagi sem gerir hann að einum öílugasta her í heimi. Þegar tólf ára drengur er skotinn af flmm hundruð metra færi þá er það ekki slysaskot heldur að mér virðist þaul- skipulögð aftaka. Að sjálfsögðu neita ísraelar því séu þeir spurðir. Þeir segjast skjóta nærri fólki til að hræða það. Kjark- ur palestínskra ungmenna virðist óbilandi; þótt gúmmíkúlur ísraela særi einn kemur ávallt maður í manns stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.