Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Qupperneq 37
36 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Helgarblað DV Við hötum ekki araba Víglína Israelsmanna Þaö rýkur úr byssuhlaupi ísraelska hermannsins sem skýtur gúmmíkúlum á palestínsk ungmenni í Ramallah-borg. Göturnar eru þaktar grjóti sem Palestínumenn hafa látiö rigna yfir hermenn Israelshers. Þennan dag, 14. nóvember, skutu ísraelar þrjá Palestínumenn til bana og særöu sextán lífshættulega. Ohræddir og brosandi Yfirburöir ísraelska hersins eru miklir. Strákarnir á einni af varöstöövum á Gaza-svæöinu eru til í hvaö sem er, hvenær sem er. Þeir brosa þegar ég spyr þá hvort þeir séu hræddir. rremsu varomaourmn Ungi hermaöurinn er í varöturni viö innganginn aö íbúöabyggö gyöinga viö Gaza. Hann hefur margoft lent í skotbardögum viö araba og hefur nótt sem dag stottur variö stöö sína. Ertu íslendingur? Vertu velkominn," segja ísraelsku her- mennirnir í varö- stöðinni sem ver byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu og tala um næturlíf Reykjavík- ur af ótrúlegri þekkingu. Þeir eru skemmtilegir, vel menntaðir og veraldarvanir. Þeir hafa dregist inn í hringiðu ofstækis og ofbeld- is; stjómmálin hafa gert þá að morðingjum. Þeir segjast ekki hata araba; þeir verða að skjóta. Þetta er strið og í stríði deyr fólk. Hversu rétt- látt eða óréttlátt sem það kann aö hljóma þá verja þeir líf sitt, verja fjölskyldur sínar, þjóð sína. í fangelsi trúarinnar Alain er yfirmaður i ísra- elsher og er orðinn góður vinur minn. Margir vina hans eru arabar. „Hafi ég samskipti við þá á ég á hættu að lenda í yfirheyrsl- um hjá Leyniþjónustunni." Alain skilur ekki þá gyð- inga sem kjósa að búa á sjálfstjómarsvæðum Palest- ínumanna og reiða sig al- gjörlega á aðstoð hersins; þeir geta ekki farið út úr húsi án þess að vera í fylgd hermanna. „Ég hef misst menn úr herdeild minni vegna óbilgirni landa minna. Þeir eru sjálfskipað- ir píslarvottar. Ég trúi en ég myndi aldrei leggja það á fjölskyldu mína að lifa í slíku fangelsi." Ég finn ekki fyrir hatri hermanna ísraels í garð Palestínumanna. Gyðingar hata ekki araba; þeir líta niður á þá; virða þá ekki sem manneskjur; þeir vilja þá burt frá ísrael. Hvert ísraelskt lif kostar tíu palestínsk. Reknar burt úr grafhýsi Rakelar Ungri gyöingakonu er hjálpað meö barniö sitt upp í trukk ísraelshers. Hún haföi ásamt öörum strangtrúuöum gyöingakonum sniögengiö bann hersins viö aö heimsækja grafhýsi Rakelar en þaö er á miöju átakasvæöinu í Betlehem. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 45 DV Helgarblað uiror striosneiju Tvö þúsund fylgja Hani Marzouk til grafar. Hann lést 38 ára gamall af skotsárum í borginni Nablus. Hani var ekiö meö viöhöfn hundraö kílómetra leiö til fæöingarborgar sinnar Jenin. Þar er hann hylltur af æstum múgnum sem ber hann fimm kíiómetra um götur borgarinnar áöur en hann er lagöur til hinstu hvílu. Palestínsk sorg Karlarnir hrópa á hefnd en konurnar syrgja. Frú Marzouk situr niöurbrotin viö gröf eiginmannsins meö þriggja ára son sinn í fanginu, umkringd af ættingjum og vinum. Sonurinn starir á gröf fööur síns. Hans bíöur j hefndarhlutverkiö; auk fööur hans liggja fjórir aörir nánir ættingjar í valnum. Mun hann lifa friöartíma? Fyrir hvern deyrð þú? Víglína Palestínumanna Hinum megin kveikja Palestínumenn í dekkjum og ööru lauslegu til aö reykurinn skýli þeim fyrir skotum ísraelskra hermanna. Gúmmíkúlur og skot úr kraftmiklum M16 rifflum dynja á Paiestínumönnunum ungu sem eru berskjaldaöir meö slöngvivaö og teygjubyssur aö vopni. Oftar en ekki hefur egghvasst grjótiö stórslasaö þungvopnaöa hermenn ísraela. Morgunn á átakasvæðinu á Vesturbakkanum. Fótatak mitt bergmálar í húsasundunum. Börn ganga á milli brunninna bílhræja og tina gúmmíkúlur. Þögnin kemur mér á óvart. Ég spyr einn unglinginn af hverju sé svona mikil kyrrð. Hann svarar á bjagaðri ensku að bardagamir hafi staðið fram á nótt. Fólkið sefur. Þegar það vaknar borðar það hádegismat. Átökin hefjast um tvöleytið. Ég kveð hann og segi að ég komi aftur. Honum stendur á sama og held- ur áfram að tína upp kúlurnar sem liggja eins og hráviði um göturnar. Þegar líður á daginn færist táragas- skýið yfir þegar á annað hundrað palestínskra ungmenna berjast við ísraelska hermenn. „Af hverju skjóta þeir böm?“ spyr æstur arabi sem hafði borið særðan ungling í sjúkrabíl fyrir nokkrum mínútum. Síðan spyr hann mig snöggt: „Hvaðan ertu?“ Hann óttast flugumenn ísraelsstjórn- ar og hatar Bandaríkjamenn. Ég svara honum og á sama augnabliki hefst skothríðin. Það ríkir algjör ringulreið og ég leggst á götuna; heyri kúlurnar þjóta yfir höíðinu. Við liggjum í tutt- ugu mínútur. Þá rís ég upp og tek til fótanna. Tíminn hreyfist varla. Ég kemst í skjól en veit að einhver er fall- inn - sírenur og óp gefa það til kynna. Ég dey fyrir þjóöína mína Nokkrum dögum síðar geng ég eftir götu í Hebron. Fáir eru á göt- unum. Það boðar ekki gott. í fjarska heyri ég skothvelli og ég stefni þangað. Mér er órótt. Á leiðinni mæti ég tveimur palestínskum unglingum sem hlaupa við fót. Annar gefur sér samt tíma til að stoppa mig og ráð- leggur mér að fara ekki lengra, það sé skotbardagi í gangi. Ég gef lítið út á það og geri mig líklegan til að halda áfram. Hann segir við mig: „Ef ég dey þá dey ég fyrir þjóðina mína. Ég verð hetja. Fyrir hvern deyrö þú?“ Það kemur svo- lítið á mig - ég á ekkert svar. Leið- ir okkar skilja. Þeir fiarlægjast - ég nálgast átökin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.