Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Side 58
66 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Tilvera I>V ivíB Finding Graceland * Elvis ndagagnrýni lifir ★ ★ Sú hugsun að fólk verði að trúa á hið ómögulega til þess að öðlast ham- ingju er þema sem sést reglulega í kvikmyndum, eink- um amerískum. Þessi hugmynd er kveikja kvikmynd- arinnar Finding Graceland þar sem kóngurinn sjáifur, Elvis Presley, hefur ferðast á puttanum í tuttugu ár og liðsinnt fólki í erfíðleik- um. Elvis á leið til Memphis þar sem hann hyggst halda upp á dánarafmæli sitt. Hann hittir fyrir ungan mann, Byron, sem syrgir eiginkonu sina ákaft. Byron býður Elvis bílfar og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum á leið- inni til Memphis. Eina leiðin fyrir Byron til að endurheimta lífshamingj- una er að trúa í blindni að Elvis sé á lifi og sé farþegi í bíl hans. Hvort Elvis er að segja satt er ómögulegt að segja til um; það eina sem er víst er að hann er vemdarengill sem leitar uppi vansælt fólk. Harvey Keitel fer vel með hlutverk Elvis þótt hann líkist rokkkónginum ekki á nokkum hátt og virkar jafnvel betur fyrir vikið. Johanthon Schaech leikur Byron og gerir það prýðilega. Hin stjarnan í myndinni er Bridget Fonda í hlutverki konu sem verður á vegi tví- menninganna. Með henni og Byron takast ástir en því miður er rómantísk flétta myndarinnar hennar veikasti þráður og skrifast það á handritið. Þrátt fyrir þennan galla er Finding Graceland hlýleg og nokkuð skemmtileg kvik- mynd. -aþ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David Win- kel. Bandarísk 1998. Öllum leyfö. Christian Bale: Yfirvegaður leikari American Psycho er ein hrottafengnasta og áleitnasta skáldsaga seinni tíma. Slikur er við- bjóðurinn í henni að margir voru þeirrar skoðun- ar að seint yrði gerð kvikmynd eftir sögunni - en það fór á aðra leið. Hinn ágæti leikari Christian Bale var fenginn til þess að fara með hlutverk að- alpersónunnar Bateman en undir glansyfirborði hennar leynist hrottafenginn morðingi. Bale, sem hefur fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í mynd- inni, lagði á sig mikið líkamlegt erfiði (og eflaust andlegt lika) svo hann yrði sannfærandi í hlut- verki morðingjans. Christian Bale er fæddur 30. janúar 1974 i Wa- les. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar Steven Spieiberg valdi hann til að leika aðalhlut- verkið í Empire of the Sun. Hin næma túlkun hans á breska skólastráknum sem settur er í jap- anskar fangabúðir hreif gagnrýnendur, sem og al- menning, upp úr skónum og fekk hann verðlaun sem besti leikarinn hjá National Board of Review. Um leið og Bale lék í Empire of the Sun lék hann í Mio min Mio sem var mun minni í snið- um. Hann tók sér svo tveggja ár hlé, ákveðinn í að byggja ekki feril sinn á unglingamyndum og tók ekki öðru tilboði fyrr en Kenneth Brannagh bauð honum hlutverk í hinni rómuðu mynd hans, Henry VI. Næstu árin lék hann i nokkrum mynd- um, lagði á sig að læra að dansa fyrir Swing Kids, sem engin kom svo að sjá. Sömu örlög hlaut Newsies. Það var svo í Little Woman sem Bale fékk aftur uppreisn æru og ljóst var að kominn M var fram á sjónarsviðið leikari sem hafði hæfileika tE stórra hluta og tók list sína alvarlega. Hef- ur hann síðan verið jafiit og þétt að vinna sig upp metorðastigann. Bale segist ekki kæra sig um meiri frægð en nú er orðið: „Ég er alltaf hræddur um það að ég verði leiðinlegur og því meiri sem frægðin er því minni lik- ur eru á því að ég komi á óvart. Ég er í góðri stöðu eins og er hef nóg að gera og get labb að um götur án þess að verða fyrir áreitni." -HK Ferill Christians Bale í kvikmyndum Emplre of the Sun, 1987 Mio min Mio, 1987 Henry V, 1989 Treasure Island, 1990 Newsies, 1992 Kids, 1993 Woman, 1994 Pochahontas (rödd), 1995 The Portrait of a Lady, 1996 Secret Agent, 1997 Velvet Goldmine, 1998 Metroland, 1999 A Midsummer Night's Dream, 1999 All the Little Animals, 1999 American Psycho, 2000 Shaft, 2000 Christlan Bale Frábær í hlutverki sínu í Amerlcan Psycho. w&-° FERÐAVARA PLASTSTÓLAR 790.- TAUSTÓLAR 990.- FERÐABORÐ 1.990.- FERÐASALERNI 9.990.- 2 sti r1 m * ...i i 4 1 \ff ' , i n •] I Easy Camp Montana 2000 ■ÉÍEÉI^SÍÍIfvi /«— rm flðS gQjj/U 1 stk 107 KERRA 29.700.- * 8 stk 127 KERRA 39.900.- 2 stk 237 KERRA157.600.- $ 5 stk 157 KERRA 73.500.- □LLUM DAXARA KERRUM FYLGIR YFI RBREYÐS LA, FR ÍTT, FR ÍTT, FR ÍTT, FR ÍTT, FR ÍTT. AÐEINS UM HELGINA. OPIÐ FRÁ 10-16 í SKEIFUNNI SENDUM UM LAND ALLT M- JL M. »■ —* ^-* JL -L 1 X JL • • • EVRÖ 533-1414 www.evro.is ’<7 K\ R () ehf. (» r c ii s á s \ o <> i 3 ( s k e i f u m t* Vinsæl myndbónd American Psycho ★★★-* Amer- ican Psycho byrjar nær óað- finnanlega og heldur dampin- um framan af en lokakaflinn er heldur snubbótt- KJSWfTmSEJSI ur. Myndin hefði að ósekju mátt vera lengri og leikstjórinn Mary Harron hlýtur að hafa átt nokkur atriði sem fórnað var til að ná tilhlýðilegri lengd. Það er sem sagt skilið við allt í lausu lofti þótt það kunni að vera réttlætt með niðurstöðu myndarinnar sem er nokkuð á skjön við hina frægu bók sem myndin byggist á og heldur kraftminni. Þrátt fyrir aðfmnslur er myndin langtum betri en ég hafði nokkru sinni þorað að láta mig dreyma um. American Psycho er lykiltexti í vestrænni samtíma- menningu og því um að gera að hvetja fólk tn að sjá hana. -BÆN X- mom Reindeer Games ★ Það er ekki langt minnið í auglýsingabrans- anum. John Frankenheimer er kynntur til sögunnar sem leikstjóri mynd- anna Ronin (1998) og French ___________________ Connection II (1975). Að vísu ér sú seinni orðin nokkuð gömul en staðreyndin er sú aö leikstjórinn gerði lítið í þessa rúmu tvo áratugi er liðu á milli fyrr- nefndra mynda. Bestu myndir sínar gerði hann aftur á móti á sjöunda áratugnum, þ. á m. meistarastykkin The Manchurian Candidate og Seven Days in May. Allt annað er upp á teningnum í Reindeer Games,- hasarinn fullkomlega innihalds- og líflaus. Með Ronin gat mann grunað að líf væri að fæðast í feril Franken- heimers en ætli það hafi ekki frekar verið dauðakippir. -BÆN Söngvaborg Út er komið myndbandið Söngvaborg. Þetta mynd- band, sem ætlað er bömum, inniheldur yfir fiörutíu skemmtileg barnalög og leiki sem sungin eru af Siggu Beinteins og Maríu Björk ásamt vel völdum hópi barna. Söngvaborg er yfir sjötíu mínútur að lengd og inniheldur söngva og hreyfileiki ásamt teikni- myndum og fræðslu fyrir bömin. Talað er um klukk- una, litina og stafina, svo eitthvað sé nefnt. Á myndbandinu er bland- að saman bæði gömlum og nýjum lögum sem allir hafa gaman af. Einnig koma fram á myndbandinu ungir og mjög efnilegir söngvarar. Sigga Beinteins og Maria Björk hafa unnið mikið með bömum á undanförnum ámm. T.d. hafa þær gefið út geisladiska fyrir börn, verið með söngnámskeið og einnig má geta þess að þetta er önnur mynd- bandsspólan sem Sigga gefur út, en Söngvastund kom út fyrir nokkrum árum. Það eru Sigga Beinteins og María Björk sem gefa myndbandið út en Japis sér um dreifmgu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.