Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2000, Síða 60
68 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Tilvera x>V Heimsmeistaramót FIDE: Hannes teflir við Anand vinni hann fyrstu skákina '*1 * V m Listdans í óperunni Nemendur í framhaldsdeild Listdansskóla Island — sýna dansverk eftir kennara skólans. öll Lionsdagatöl eru merkt: I- Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa, Ailur hagnadur rennur til iíknarmála. - á þriðja tug nemenda af báðum kynjum stundar nám Nemendur i framhaldsdeild List- dansskóla ísland sýna dansverk eftir kennara skólans í Islensku óperunni sunnudaginn 26. nóvember og hefst sýningin klukkan 16.00. Listdansskólinn hóf kennslu sam- kvæmt nýrri námskrá framhalds- skóla í haust. Samkvæmt nýju námskránni geta nemendur sem velja dans sem kjörsvið eða sem val- grein valið að milli tveggja lína þ.e.a.s. nútíma listdans eða klassísk- an listdans. Hátt á þriðja tug nemenda af báð- um kynjum stunda nám við skólann. Námið við Listdansskólann nær yfir fjögur ár en á fjórða ári starfa nem- endur við dansflokk sem er undir- búningur fyrir atvinnumennsku eða frekar nám í Listaháskóla. Staða efstu liða í 2. deild: 1. Skákfélag Grandrokk 17.5. v. af 24 2. Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 13.5 v. 3. Taflfélag Bolungarvíkur 13.5 v. Staða efstu liða í 3. deild: 1. Taflfélag Vestmannaeyja 16 v. af 24. 2. Skákfélag Akureyrar c-sveit 13.5 v. 3. Taflfélag Dalvíkur 13 v. Hvítt: Arnar Þorsteinsson Svart: Júlíus Friðjónsson Dietmar-Morra-bragð. I. d4 d5 2. e4 dxe4. Peösfómin er óvenjuleg en Júlíus bregst rétt við. Hræddari sálir hefðu skipt yfir í franska vöm með 2. e6 og vonað hið besta. 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bf5 5. f3 Rbd7 6. Bc4 e5! Svona á að tefla á móti þessu; að fara að hirða af mörg peð er ógæti- legt. Aðalatriðið er að koma liðsafl- anum í virka stöðu.... 7. fxe4 exd4 8. Rd5 Bg6 9. Dxd4 Bc5 10. Bxf6 gxf6 ll. Dc3 C6 12. Rf4 Db6! Nú eru góð ráð dýr. Hótunin Bxgl er slæm og ekki er hægt að lang- hróka vegna Be3+, svo ekki sé talað um hótunina Bb4. 13. Kfl 0-0-0 14. Rd3 Bxe4 15. Rf3 Kb8 16. Bxf7 Bxd3+ 17. cxd3 Re5 18. Rxe5 fxe5. Það sem verður hvítum að falli er ólánleg staða kóngs hans. 19. Ke2 Hd4 20. a3 e4 21. Hael Hhd8 22. b4 Bf8 23. Bc4 Bh6 24. dxe4 Hxc4. 0-l. Heimsmeistaramót FIDE hefst mánudaginn 27. nóvember í Nýju- Delhí á Indlandi. Eini keppandi ís- lands, Hannes Hlífar Stefánsson, mætir í l. umferð Moldavíubúanum og stórmeistaranum Viktor Bologan (2641). Nái Hannes að vinna Bologan mun hann mæta stigahæsta keppand- anum, indverska stórmeistaranum Viswanathan Anand (2762), í 2. um- ferð. Hannes Hlífar Stefánsson er tal- inn sigurstranglegri í einviginu gegn Viktor Bologan í l. umferð heims- meistaramóts FIDE sem hefst á mánudag. Þetta er eina einvígið í l. umferð þar sem hinum stigalægri er spáð sigri, en líkur Hannesar á sigri í einvíginu eru taldar 59%! Mót þetta er gífurlega sterkt og eru nánast allir keppendurnir í karlaflokki, sem eru eitt hundrað talsins, stórmeistarar. Dagskráin er eftirfarandi og skýr- ir keppnisfyrirkomulagið ágætlega. 1. umferð karlar (72 keppendur) konur (56 keppendur) 27-29. nóvem- ber 2000. 2. umferð karlar (64 keppendur) konur (32 keppendur) 30. nóvember- 2. desember 2000. 3. umferð karlar (32 keppendur) konur (16 keppendur) 3.-5. desember 2000. 4. umferð karlar (16 keppendur) konur (8 keppendur) 6.-8. desember 2000. 5. umferð karlar (8 keppendur) konur (4 keppendur) 9.-ll. desember 2000. 6. umferð karlar (4 keppendur) konur (Úrslitaeinvígi - 2 keppend- ur) 12.-16. desember 2000. Síðan verður lokaeinvígi karla flutt til Teheran í fran, 6 skákir, 20.- 26. desember. í l. umferð er teflt á 36 borðum. Keppendur tefla 2 skákir og síðan er bráðabani ef jafnt er. í annari um- ferð bætast við 28 stigahæstu skák- mennimir. Það er því við ramman reip að draga og Hannes má aldeilis vera harður ef hann á að komast langt. En í 2 skáka einvígi getur allt gerst, svo ekki sé talað um bráðabana. Andstæðingar hans þurfa að notast við mannganginn eins og Hannes Hlífar sjálfur! Þar sem Hannes og Jón Viktor fslandsmeistari eru báð- ir fæddir sama dag og ég, 18. júlí, óska ég Hannesi að sjálfsögðu auka- lega góðs gengis. TR með nauma forystu á íslandsmóti skákfélaga Fyrri hluti mótsins var haldinn um síðustu helgi og eins og sést eru það Taflfélag Reykjavíkur og Taflfé- lagið Hellir sem berjast um sigurinn í efstu deild. Ég tel möguleikana nokkuð jafna hjá liðunum, Hellir vann í innbyrðis viðureign félagana en vinningafjöldi í lok móts ræður Hannes Hlífar Stefánsson Teflir í fyrstu umferöinni gegn stórmeistaranum Viktor Bologan. úrslitum. Keppnin var að vanda skemmtileg og gaman að hitta svo marga skákmenn á einum bletti. l rílM Sævar Bjarnason skrifar um skák Keppendur voru vel á annað hund- rað og allt fór vel fram í sönnum skákkeppnisanda. Menn voru misá- nægðir með gengi sinna liða eins og gengur. Grandrokk er greinilega að vinna í 2. deild en þeir verða að styrkja lið sitt fyrir næsta vetur ef þeir ætla að halda sæti sínu í efstu deildinni, svo ekki sé talað um sig- ur í henni. Staðan í efstu deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 24 v. af 32 2. Taflfélagið Hellir a-sveit 22.5 v. 3. Skákfélag Akureyrar 21 v. 4. Skákfélag Hafnarfjarðar 16 v. 5. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 15.5 v. 6. Taflfélagið Hellir b-sveit 13 v. 7. Taflfélag Garðabæjar 9 v. 8. Taflfélag Kópavogs 7 v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.