Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000 23 DV Helgi Jónas Guðfinnsson, sem leikur í Belgíu, átti ágætan leik með tslenska lanndsliðinu gegn Belgum í Evrópukeppninni um helgina. Landsliðsmennirnir gera það ekki endasleppt en á miðvikudag mæta þeir Slóvenum í keppninni og verður leikið í Laugardalshöll. Undankeppni Evrópumóts landsliða í körfuknattleik: Margt jákvætt - þrátt fyrir tap gegn Belgum, 96-61 íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir Belgum I bænum Roselare í viður- eign þjóðanna í undankeppni Evr- ópumóts landsliða á laugardags- kvöldið. Lokatölur leiksins urðu 96-61 en í hálfleik var staðan 38-33 fyrir Belga. íslenska liðið átti frumkvæöið lengstum í fyrsta leik- hluta en í öðrum leikhluta náðu Belgar betri tökum á leiknum og höfðu fimm stiga forystu þegar blásið var til leikhlés. Heimamenn hittu vel í þriðja leikhluta og gerði sá leikkafli út um leikinn. í fjórða leikhluta breikkaði bilið enn frekar og tryggðu Belgar sér að lokum 35 stiga sigur. Leikur íslenska liðsins var allt annar og betri en gegn Úkraínu í síðustu viku. Sóknar- leikurinn var beittari og rúllaði betur en í síðasta leik. Njarðvíkingurinn Logi Gunnars- son var bestur í íslenska liðinu og þeir Friðrik Stefánsson og Helgi Jónason komust einnig vel frá sínu. Besti ieikur liösins í langan tíma „í heildina litið var ég nokk- uð ánægður með strákana í þessum leik. Þetta var einn besti leikur liðsins í langan tíma. Sóknarleikurinn var betri en gegn Úkraínu og í heild sinni gengu hlutirnir miklu betur fyrir sig en í síð- asta leik. Við nálguðumst körf- una betur og náðum opnum skotum. Ég hefði viljað sjá menn hitta betur úr þessum færum en reyndin varð. Það urðu þáttaskil i leiknum þegar við fórum að taka f'ærri fráköst en fram að því voru Belgar ráðvilltir í leik sínum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson lands- liðsþjálfari i samtali við DV. Friðrik Ingi sagði að með betri hittni hefði verið hægt að halda bilinu á liðunum í 15 stigum. „í síðari hálfleik náðu Belgarnir frumkvæðinu. Þeir fóru að leika boltanum meira inn í teig með góðum árangri og í kjölfarið lentum við í villu- vandræðum. Það sem ég er einna ánægðastur með er að leikmenn börðust vel, gáfust aldrei upp og það sáust margar góðar hliðar á leik liðsins. Núna er bara að nýta tímann vel til undirbúnings fyrir leik- inn gegn Slóveníu á miðviku- dag. Þá mætum við langbesta liðinu í riðlinum en Slóvenar hafa ekki tapað leik. Það lýsir styrk þeirra vel að þeir lögðú Makedóníu með yfir 20 stiga mun,“ sagði Friðrik Ingi. Stig íslands: Logi Gunnars- son 16, Ólafur Jón Ormsson 11, Herbert Arnarson 10, Helgi Jónas Guðfinnsson 10, Friðrik Stefánsson 5, Jón Arnór Stef- ánsson 4, Páll Axel Vilbergsson 3, Birgir Örn Birgisson 2. Hjá Belgum var Jaumin stigahæstur með 19 stig og Struelens skoraði 17 stig. -JKS Slóvenar firnasterkir Slóvenar hafa á að skipa yfir- burðaliði í D-riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í körfu- knattleik en liðið mætir íslending- um í Laugardalshöllinni á mið- vikudag. Slóvenar hafa um langt skeið verið i hópi sterkustu þjóða Evrópu í körfuknattleik. Slóvenar sigruðu Makedón- íumenn, 103-82, um helgina og í Kiev sigruðu Úkraínumenn lið Portúgala, 89-67. Tvær efstu þjóð- irnar í riðlum keppninnar komast i úrslitakeppni mótsins. íslend- ingar eru eina þjóðin sem ekki hefur tekist að vinna leik í riðlin- um. Slóvenar hafa fullt hús stiga eft- ir sjö umferðir eða 14 stig. Barátt- an um annað sætið er á milli Úkraínumanna, Belga og Make- dóníumanna. Úkraínumenn hafa 12 stig og Belgar og Makedón- ímenn 11 stig. Portúgalar hafa hlotið átta stig og íslendingar sjö stig. Tvö stig eru gefin fyrir sigiu og eitt stig fyrir tap. -JKS Sport Heimsbikarinn á skíðum: Ævintýri líkast - hjá Króatanum Janicu Kostelic „Svigkeppni kvenna snýst nú að- allega um hver verður í 2. sæti þar sem það efsta er fyrir fram frátek- ið,” sagði hin svissneska Sonja Nef eftir að ljóst var að Janica Kostelic frá Króatíu vann annað svigmót vetrarins sem fram fór í Aspen í Bandaríkjunum. Kostelic vann einnig fyrsta mót vetrarins en þetta er fjórði sigur hennar í röð þar sem hún vann síð- ustu tvö mót síðasta keppnistíma- bils. Árangur hennar er ævintýri líkastur en hún sleit sex liðbönd í hægra hné fyrir 11 mánuðum i skíðabrekkum St. Moritz í Sviss. Þessi ungi Króati vann með nokkrum yfirburðum, var þegar komin með 0,74 sekúndna forskot eftir fyrri umferð og gat því tekið það rólega i þeirri síðari. Kostelic verður 19 ára í janúar næstkom- andi. Hún er einnig þess heiðurs að- njótandi að vera sú yngsta sem vinnur svigkeppni kvenna í heims- bikarkeppninni en þegar hún var 17 ára gömul vann hún fyrstu keppni sína, í St. Anton í Austurríki. „Ég get ekki útskýrt þetta. Ég skíða bara einfaldlega eins og mér ber og þetta er árangurinn,” sagði Kostelic eftir sigurinn. Hermann Maier 15. í bruninu Fyrsta brunkeppni vetrarins var háð í Láke Lousie í Kanada á laugardaginn og bar þar helst til tíðinda að heimsbikarmeistarinn í bruni, ásamt öðrum alpagreinum, var aðeins 15. Austurríkismaður- inn Stephan Eberharter sigraði þar í fyrstu brunkeppni sinni á 12 ára ferli sínum. Hann hefur und- anfarið þurft að standa í skugga landa síns, Hermanns Maiers, og hefur í 10 skipti verið annar á eft- ir Maier, núverandi heimsbikar- meistara í bruni, risasvigi, stór- svigi og samanlögðum árangri í alpagreinum. Maier átti þó ein- staklega slæman dag og lauk keppni í 18. sæti. Annar varð hin ungi svissneski Silvano Beltrametti og er hann óðum að komast í röð hinna allra bestu í bruninu í dag. Lasse Kjus tók skælbrosandi við bronsinu en vegna meiðsla tók hann aðeins þátt í einni brunkeppni á síðasta keppnistímabili. Michaela Dorfmeister tryggði austurríska kvennaliðinu fyrsta sigurinn á keppnistímabilinum með sigri i risasvigi í Aspen á fostudag. Reyndar er Dorfmeister fyrsta austurriska konan sem sigr- ar í Aspen i 12 ár og sigurinn því kærkominn. Önnur varð franska stúlkan Regine Cavagnoud og Corinne Rey Bellet frá Sviss varð þriðja. -ejá Janica Kostelic hefur farið á kostum í heimsbikarnum á skíðum til þessa í vetur og er til alls vís. Hér fagnar hún sigrinum í sviginu í Aspen. reuter RAUfiH DJÖFLARNIR Knattspyrnustjörnurnar í sögu Manchester United Ómissandi bók fyrir alla Rauöa Djöfla. Ferð þú á Old Trafford? Sjá nánar á kápu bókarinnar. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR^' jÉ'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.