Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Page 6
24
Sport
ÍBV-Grótta/KR 21-29
1-0, 3-0, 5-2, 7-4, 7-9, 9-12 (10-14).
10-15, 11-18, 14-20, 16-23, 18-26, 21-29.
IBV
Mörk/viti (Skot/viti): Daði Pálsson 5/1
(8/2), Guðfinnur Kristmannsson 4 (10),
Jón Andri Finnsson 4/1 (6/2), Erlingur
Richardsson 3 (3), Mindaugas Andriuska
2 (7), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður
Stefánsson 1 (3), Eymar Kriiger 1 (6/2),
Sindri Ólafsson (1)
Mörk úr hraöaupphlaupum: (Erlingur
3, Daði 3, Guðfmnur)
Vitanýting: Skorað úr 2 af 6.
Varin skot/viti (Skot á sig): Gísli
Guðmundsson 6 (25, 24%), Sigurður
Sigurðsson 4 (14/3, 29%)
Brottvisanir: 8 mínútur.
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/víti): Hilmar Þórlinds-
son 11/3 (14/3), Aleksanders Pettersen 9
(17), Davíð Ólafsson 5 (7), Atli Þór Samú-
elsson 3 (7), Hörður Gylfason 1 (2), Krist-
ján Þorsteinsson (3).
Mörk úr hraðaupphlaupunv (Davíð 3,
Hilmar)
Vitanýting: Skorað úr 3 af 3 .
Varin skot/víti (Skot á sig): Hlynur
Mortens 10/2 (29/5, 34%), Hreiðar L.
Guðmundsson 1/1 (2/2, 59%).
Brottvisanir: 12 mínútur.
Dómarar (1-10): Einar Hjaltason og
Ingvar Reynisson (6)
GϚi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 180.
Maöur leiksins: Hilmar
Þórlindsson, Grótta/KR.
Stjarnan-HK 32-22
0-1, 1-2, 3-2, 6-3, 6-5, 9-5, 9-8, 12-9, 12-11,
(15-11), 15-13, 16-14, 20-14, 20-15, 24-15,
24-18, 26-19, 29-19, 29-22, 32-22.
Stiarnan
Mörk/víti (Skot/viti): Eduard Moska-
lenko, 7 (9), Magnús Sigurðsson, 7/6
(12/6), Bjami Gunnarsson, 6 (8), David
Kekilja, 4 (6), Björgvin Rúnarsson, 4 (6/1),
Amar Pétursson, 2/1 (4/2), Konráð Ólav-
son, 2/1 (5/2), Sigurður Viöarsson (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Kekilja,
3, Björgvin, 2, Moskalenko, 2).
Vitanýting: Skorað úr 8 af 11.
Varin skot/viti (Skot á sig): Birkir ívar
Guðmundsson, 20 (39/4, 51%), Ámi Þor-
varðarson, 5 (8, 63%).
Brottvisanir: 10 mínútur
HK
Mörk/viti (Skot/víti): Óskar Elvar Ósk-
arsson, 6/4 (16/4), Alexander Amarson, 3
(3), Jón Bessi Ellingsen, 3 (3), Guðjón
Hauksson, 2 (4), Samúel Ámason, 2 (4),
Stefán BVeyr Guðmundsson, 2 (7),
Jaliesky Garcia, 2 (8), Sverrir Bjömsson,
2(8).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 9 (Jón
Bessi, 3, Guðjón, 2, Samúel, 2, Alexander,
Sverrir).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/viti (Skot á sig): Amar
Freyr Reynisson, 5/1 (19/5, 26%), Hlynur
Jóhannesson, 15/2 (33/6,45%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Gfsli Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson (4).
Gϗi leiks (1-10): 3.
Áhorfendur: 160.
Maóur leikins: Eduard
Moskalenko, Stjörnunni.
FH-ÍR 23-16
I- 0, 1-1, 4-1, 4-2, 8-2, 8-4, 10-4, 10-6,
II- 6 (11-7), 13-7, 15-9, 17-11, 18-13,
22-14, 22-16, 23-16.
FH
Mörk/viti (Skot/viti): Héðinn Gilsson
5/1 (11/1), Sigurgeir Árni Ægisson 5 (13),
Hjörtur Hinriksson 4 (6), Valur Örn Arn-
arson 4 (10), Hálfdán Þórðarson 3 (4),
Sverrir Örn Þórðarson 2 (2), Sigursteinn
Arndal (1), Pálmi Hlöðversson (1).
Mörk úr liraöaupphlaupum: 4 (Sverrir
2, Sigurgeir, Hjörtur).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 1.
Varin skot/víti (Skot á sig): Berg-
sveinn Bergsveinsson 11 (26/2, 42%),
Jónas Stefánsson (1/1).
Brottvisanir: 12 mínútur.
ÍR
Mörk/viti (Skot/viti): Finnur Jóhann-
esson 3 (5), Bjarni Fritzson 3 (7), Erlend-
ur Stefánsson 3/3 (6/3), Ólafur Sigurjóns-
son 2 (6), Róbert Rafnsson 1 (1), Ingi-
mundur Ingimundarson 1 (2), Brynjar
Stefánsson 1 (3), Kári Guðmundsson 1
(4), Einar Hólmgeirsson 1 (4), Hallgrím-
ur Jónasson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Ólafur).
Vítanýting: Skorað úr 3 af 3.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hall-
grímur Jónasson 8 (18/1, 44%), Hrafn
Margeirsson 6 (19, 32% ).
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson
og Gunnar Viðarsson (8).
Gceói leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 500.
Maöur leikins: Bergsveinn
Bergsveinsson, FH.
Skotnir i kaf
- ÍBV tapaði annað sinn í röð á heimavelli fyrir Gróttu/KR
Eyjamenn tóku á móti Gróttu/KR
í tíundu umferð íslandsmótsins í
Vestmannaeyjum á fóstudagskvöld-
ið. Eyjamenn hafa til þessa verið
þekktir fyrir að eiga sigurinn nokk-
uð vísan á heimavelli en oft reynist
erfitt að lifa á fomri frægð en tvö töp
liðsins í röð á heimavelli er eitthvað
sem Eyjamenn eiga ekki að venjast.
Grótta/KR sigraði auðveldlega í
leiknum með átta mörkum, 21-29, og
var sigur þeirra síst of stór.
Eyjamenn voru þó mun sprækari
til að byrja með og virtust gestirnir
ekki alveg vera með hugann við
verkefnið. Eyjamenn skoruðii
fyrstu þrjú mörkin og héldu þriggja
marka forystu fram eftir hálfleikn-
um. Á elleftu mínútu urðu gestirnir
fyrir áfalli þegar vamarjaxlinum
Gísla Kristjánssyni var vikið af leik-
velli fyrir að slá Mindaugas
Andriuska óvart í andlitið. Dómur-
inn var kannski dálítið strangur en
líklega réttur. En gestimir virtust
einfaldlega eflast. Fimm mörk í röð
hjá Gróttu/KR var eitthvað sem leik-
menn iBV áttu alls ekki von á enda
náðu þeir sér aldrei á strik í leiknum
eftir þetta. Gestirnir juku muninn
í fjögur mörk, 10-14, en mestu mun-
aði um vítanýtingu heimamanna en
þeir fengu þrjú víti í fyrri hálfleik og
nýttu ekkert þeirra.
Útlitið var allt annað en gott hjá
heimamönnum í hálfleik og bjuggust
nú flestir við því að þeim myndi
takast að rífa sig upp úr lægðinni og
veita gestunum verðuga keppni. En
leikmenn Gróttu/KR með þá Hilmar
Þórlindsson og Aleksanders Petters-
son í fararbroddi sýndu heimamönn-
um enga miskunn. Gestimir skor-
uðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og
munurinn kominn í sex mörk áður
en Eyjamenn náðu að svara fyrir sig.
Geöveikir áhorfendur
Eyjamenn léku versta leik sinn í
áraraðir á fóstudagskvöldiö. Liðið
saknar greinilega leikstjórnanda
síns, Aurimas Frovolas, sem á við
meiðsl að stríða en leikmannahópur
liösins hefur líklega aldrei verið
breiðari en nú og því ætti að vera
hægt að leysa það vandamál. Leik-
menn liðsins gerðu sig seka um að
láta mótlætið fara í taugamar á sér
og fyrir vikið varð leikur liðsins til-
viljanakenndur, bæði í vörn og sókn.
Grótta/KR sýndi hins vegar i gær að
mikið býr í liðinu. Vamarleikur
liösins var gífurlega sterkur og
komust Eyjamenn lítið áleiðis gegn
þeim. Sóknarleikur liðsins byggist
að miklu leyti upp á tveimur mönn-
um sem er í góðu lagi þegar þeir
skora samtals tuttugu mörk.
„Við áttum náttúrlega aldrei von á
svona stórum sigri. Þetta er
auðvitað algjör Ijónagryfja, áhorf-
endumir eru geðveikir en styðja lið
sitt dyggilega og menn koma alltaf
vel spenntir fyrir leikina. En við
áttum alveg toppleik i kvöld, vömin
var mjög sterk hjá okkur og sóknar-
leikurinn agaöur og þegar svo er þá
getum við þetta. Þessi sigur skiptir
okkur rosalega miklu máli. Við
náðum að rífa okkur aðeins í burtu
frá þessum pakka sem hefur verið í
öðru sæti og niður,“ sagði Hilmar
Þórlindsson sem skoraði alls ellefu
mörk gegn ÍBV. - jgi
Tak HK á Stjörnunni losnaði með stórskelli í Garðabæ:
Svitalaus
- sigur Stjömumanna á HK-ingum, 32-22, í gær
Stjarnan vann auðveldan sigur á
HK í Nissandeild karla í handbolta í
gær, 32-22. Leikurinn markaði tíma-
mót hjá Garðabæjarliðinu því það
hafði mátt bíða í fimm og hálft ár eft-
ir að leggja nágranna sína úr Kópa-
vogi en HK hafði farið taplaust í gegn-
um átta deildarleiki í röð og unnið sjö
þeirra. Þetta var fjórði heimasigur
Garðbæinga í röð en þeir eru að taka
vel við sér eftir slæma byrjun í haust.
Stjaman tók frumkvæðið strax í
byrjun, HK átti góða kafla inni á milli
en þeir kaflar náðu aðeins að minnka
forskotið en aldrei að koma þeim að
fúllu inn í leikinn.
Skyttuleysi HK-manna var áber-
andi i þessum leik, þær tvær sem lið-
ið hefur yfir að ráða, Sverrir Björns-
son og Jalieksy Garcia, nýttu aðeins 4
af 16 skotum sínum (25%) og töpuðu
auk þess sex boltum saman. Fyrir
bragðið þurfti Óskar Elvar Óskarsson
að taka af skarið og það er agaleg töl-
fræði fyrir lið að leikstjómandi þess
þurfi að taka 12 skot utan af velli i
einum leik. Sóknarleikurinn var líka
það sem felldi HK-liðið sem hafði unn-
ið tvo leiki í röð.
Gott dæmi er að aðeins 9 mörk liðs-
ins komu eftir uppsettar sóknir því
liðiö skoraði níu hraöaupphlaups-
mörk og 4 eftir víti. Auk þess að nýta
aðeins 9 af 35 skotum utan af velli
(26%) töpuðust 14 boltar, margir fyrir
hreinan og beinan klaufaskap sofandi
leikmanna liðsins.
Markvarslan var aftur á móti í
góöu lagi, Hlynur Jóhannesson sneri
aftur í bókstaflegri merkingu og varði
15 skot og það voru aöeins hann, Jón
Bessi Ellingsen og Óskar Elvar sem
sýndu lífsmark í þessum leik.
Stjörnumenn áttu ljúfan dag í gær.
Eduard Moskalenko var sterkur á
línunni, skoraöi sjö mörk auk þess að
fiska þrjú viti og þrjá HK-inga út af í
leiknum. Magnús Sigurðsson nýtti
vítin líka vel og átti auk þess 6
stoðsendingar og aðrar þrjár sem gáfú
víti. Bjarni Gunnarsson átti stóran
fyrri hálfleik (með 5 mörk fyrir utan
úr 6 skotum) en hélt sér til baka í
laufléttum seinni hálfleik. Birkir ívar
Guðmundsson hélt síðan vöku sinni í
markinu allan tímann og varði vel.
-ÓÓJ
Oruggt hjá FH
FH-ingar sýndu sitt rétta andlit
þegar þeir sigruðu ÍR, 23-16, á fóstu-
dagskvöldið. Gestimir úr Breiðholt-
inu, sem hafa staðið sig vel i Nissan-
deildinni í vetur, fengu ekki blíðar
móttökur í Hafnarfirði. FH-ingar,
sem voru gestrisnir með afbrigðum
þegar þeir tóku á móti KA í síðasta
leik, voru staðráðnir í að sýna hvað
í þeim býr og það fengu ÍR-ingar
sannarlega að reyna.
FH-ingar voru fastir fyrir í vörn-
inni og með þá Hálfdán og Sverri
fremsta brutu þeir sóknarleik gest-
anna á bak aftur og nýttu sóknir sín-
ar vel i upphafi leiks. ÍR-ingum
tókst aðeins að rétta sinn hlut fyrir
leikhlé en það dugði þeim engan
veginn til að vinna sig aftur inn í
leikinn. Leikmenn FH spiluðu vel
og ef framhald verður á þessu getur
leiðin ekki legið annað en upp á við.
Hjá ÍR var Finnur sterkur í vörninni
og þeir Hrafn og Hallgrímur vörðu
oft á tíðum vel en það dugði þó ekki
til.
„Fyrst og fremst spiluðum við
mjög góða vöm sem verður að vera
okkar aöall ef við ætlum að ná ár-
angri. Þessa vörn spiluðum við í
leiknum gegn Val og aftur í kvöld og
ef hún er ekki í lagi þá eigum við
erfitt uppdráttar. Ef eitthvað er þá
hefðum við jafnvel átt að vinna þetta
með meiri mun. Við köstuðum frá
okkur fullt af boltum en vömin hélt
mjög vel og Beggi varði auk þess vel
svo að þetta var fyrst og fremst vörn
og markvarsla og skynsamur sókn-
arleikur," sagði Guðmundur Karls-
son, þjálfari FH.
„Við erum búnir að spila nokkra
ágætis leiki og þetta er eitthvað sem
virðist liggja fyrir þessu liði, að eft-
ir nokkra góða leiki þá kemur eitt-
hvað svona. Það er eins og við þurf-
um að fá skell til að áminna okkur.
Vinnuframlag hvers og eins var
ákaflega dapurt og við gerðum ekki
þá hluti sem við eigum að að gera,
vorum óskynsamir og hreyfðum
okkur lítið. Við vorum áhugalitlir
og það var eins og það vantaði allan
sigurvilja en FH liðið spilaði vel og
við áttum aldrei neitt skilið í þessu,“
sagði Jón Kristjánsson, þjálfari ÍR,
að vonum dapur með frammi-
stöðuna. -ÞAÞ
Valur-Fram 22-19
1-0, 1-1, 3-1, 3-5, 4-7, 6-8, 9-9, 10-10
(12-11), 12-12,12-13,14-13,16-16,18-16,
19-19, 22-19.
Valur
Mörk/viti (Skot/viti): Valdimar Gríms-
son 7/4 (12/4), Fannar Þorbjömsson 4
(4) , Júlíus Jónasson 3 (9), Ingvar Sverris-
son 2 (4), Markús Máni Michaelsson 2
(5) , Snorri Guðjónsson 2 (6), Bjarki Sig-
urðsson 1 (1), Daníel Ragnarsson 1 (5).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Ingvar
2, Valdimar og Fannar 1).
Vítanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/viti (Skot á sig): Roland
Eradze 16/2 (35/4, 48%).
Brottvisanir: 10 mínútur (Daníel
Ragnarsson rautt, 3x2 mín).
Fram
Mörk/viti (Skot/viti): Gunnar Berg
Viktorsson 8/2 (16/3), Guðjón Finnur
Drengsson 4 (8), Hjálmar Vilhjálmsson 2
(6) , Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (9),
Njörður Árnason 1 (2), Róbert Gunnars-
son 1 (3/1), Björgvin Þ. Björgvinsson 1
(6).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Guðjón)
Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Varin skot/víti (Skot á sig): Magnús
Erlendsson 12 (33/3, 36%), Sebastian
Alexandersson 0 (1/1).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson
og Hlynur Leifsson (7).
Gϗi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 120.
Maður leikins:
Roland Eradze, Val.
+
25
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000
I>V DV
Sport
Róbert Gunnarsson, Fram, fer hér inn af línunni í leik Vals og Fram aö Hlíöarenda á laugardag og Daníel Ragnarsson getur ekki annaö en horft á eftir honum. Þaö voru hins vegar Framarar sem horföu á eftir stigunum tveimur í poka Valsmanna
aö leik loknum en þetta var annar ósigur Safamýrarpilta á tímabilinu. DV-mynd Hilmar Þór
Þriggja leikja taphrina Valsmanna á enda í handboltanum:
beinu brautina
- Valsmenn unnu góðan sigur á Frömurum á Hlíðarenda
Valur sigraði Fram á laugardag, 22-19, í
Nissan-deild karla og komst þar með upp að
hlið Gróttu/KR í þriðja til fjórða sæti
deildarinnar.
Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks
og virtust koma Frömurum á óvart. Þegar
Safamýrarpiltar voru búnir að ná úr sér
mesta sviðsskrekknum tókst þeim þó að
sýna sitt rétta andlit og skoruðu 4 mörk í
röð og héldu marki sínu hreinu í 10
mínútur. Þessar sveiflur í byrjun jöfnuðust
þó út í lok fyrri hálfleiks og Valsmenn voru
yfir í hálfleik, 12-11. Það var þó öðrum
fremur Valdimar Grímsson sem hélt Val
inni í leiknum í lokin. Hann skoraði 5
síðustu mörk þeirra á þeim tíma.
Eradze skellti í lás
Framarar virtust ætla að hefja seinni
hálfleikinn með látum og breyttu vamarleik
sínum í 5-1 en þeir léku 6-0 vörn allan fyrri
hálfleik. Þetta virtist þó ekki trufla Valsara
mikið því þeir skoruðu jafnt og þétt en
Frömurum tókst alltaf að jafna og jafnt var
á öllum tölum þar til þrjár mínútur voru
eftir. Þá fékk Daníel Ragnarsson
þriðju brottvísun sína og það
virtist heypa eldmóði í Valsmenn
og þá sérstaklega markvörð
þeirra, Roland Eradze, en hann
varði 4 af 5 síðustu skotum
leiksins sem komu á mark hans,
þar af eitt vítakast. Framarar
reyndu að leysa leikinn upp en
Valsmenn bættu bara við og
hinum megin var Roland búinn
að skella í lás.
Geir Sveinsson var að vonum
ánægður með sína menn að leik
loknum. Hann sagðist sérstaklega
vera ánægður með karakterinn í liðinu, að
rifa sig upp eftir 3 tapleiki í röð í deildinni
og koma og sigra Fram sem aðeins hafði
tapað fyrir íslandsmeisturum Hauka fram
að þessum leik. Aðspurður um markvörslu
Rolands í lokin sagði Geir að
Roland hefði hlutverk í liðinu
eins og aðrir leikmenn liðsins og
hann hefði staðið sig vel í
þessum leik. Hann sagði einnig
að hans menn hafi gert það sem
fyrir þá var lagt, sýnt þolinmæði
en það er það sem þarf gegn jafn
öguðu liði og Fram er.
Markverðirnir sterkir
Roland Eradze var bestur
Valsmanna í leiknum. Hann var
svolitla stund að koma sér í gang
en það má með sanni segja að
hann hafi verið orðinn heitur á réttum
tíma, undir lokin þegar hann varði mjög
vel. Aörir leikmenn stóðu sig vel, þó er
hægt að nefna frammistöðu Fannars
Þorbjörnssonar sem nýtti færi sín vel og
skoraði nokkur mikilvæg mörk. Valdimar
Grímsson var liðinu líka
mikilvægur, sérstaklega í lok
fyrri hálfleiks þegar hann skoraði
5 mörk í röð.
Framliðið náöi sér aldrei
almennilega á strik í þessum leik.
Sóknarleikur þess var oft á tíðum
stirður og hægur, ekki beint fyrir
augað. Þjálfari þess, Anatoli
Fediouhine, reyndi ýmsa hluti en
lítið gekk. Það var einhvern
veginn eins og menn væru ekki
almennilega með hugann viö
leikinn. Manni finnst oft á tíðum
að maður eins og Gunnar Berg Viktorsson
eigi miklu meira inni en hann sýnir. Hann
byrjar leiki oft mjög vel en seinni hálfleikur
ef oft mun slakari hjá honum. Annars var
markvörður þeirra Framara, Magnús
Erlendsson, besti maður þeirra. Hann varði
oft á tíðum vel, þó sérstaklega í
upphafi leiks.
Nokkur töf varð á leiknum í
seinni hálfleik þegar Gunnar
Berg Viktorsson átti skot yfir
markið sem endaði í klukku
hússins. Hún fór við það úr
sambandi og tók nokkra stund að
koma henni í gang aftur. Þegar
þetta gerðist voru 18 mínútur
eftir og var sá hluti talinn
sérstaklega. Það voru því 18
mínútur eftir á klukkunni þegar
leiknum lauk. -RG
Roland Eradze.
Magnús Erlendsson.