Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Side 9
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000 27 Sport i>v Frakkinn Robert Pires í liöi Arsenal sækir hér aö norska landsliösmanninum Erik Bakke hjá Leeds á Elland Road í gær. Heimamenn unnu kærkominn sigur. Oliver Dacourt skoraöi eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Reuter Enska knattspyrnan um helgina: Hermann Hreiðarsson skoraði fyrir Ipswich sem er í 3. sæti Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hvíldi besta leik- mann sinn, David Beckham, i leiknum gegn Derby. Það kom ekki að sök því meist- ararnir unnu góðan sigur, 0-3, og sitja í þægilegri stöðu á toppi deildarinnar. Þetta var sjöundi sigur Manchester United í röð í deildinni en Derby er áfram í vandræðum. Derby lagði þungann í vamarleikinn og stóðst áganginn lengi vel en eitthvað varð að láta undan og gestimir skoruöu þrjú mörk á skömmum tíma í síðari hálfleik. Hermann Hreiðarsson átti góðan leik meö Ipswich sem gerði góða ferð á Main Road. Ipswich komst í 0-3 og skoraði Hermann annað mark Ipswich í leiknum. Heimamenn komust meira inn í leikinn og tókst að skora tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Ipswich er i þriðja sæti og standa nýliðamir sig mun betur en spáð var fyrir tímabilið. Framtíð Bryans Robsons sem knattspyrnustjóra Middlesbro er í lausu lofti eftir jafntefli liðsins gegn Bradford á heimavelli. Fyr- ir leikinn fékk Robson þau skilaboð að ekkert kæmi til greina annað en sigur en ef það gengi ekki eftir yrði staða hans tekin til skoðun- ar. Bradford komst í 0-2 en Paul Ince jafnaði fyrir Boro þremur mínútum fyrir leikslok. Ef Robson fær pokann sinn í dag hefur Terry Venables verið nefnd- ur sem næsti knattspymu- stjóri. Ekki var að sjá á leik West Ham að liðið saknaði Rios Ferdinands sem geng- inn er í raðir Leeds. West Hamvann þriðja sigur sinn í röð gegn Southampton. Igor Stimac tók stöðu Ferdinands og fórst þaö vel. Charlton, sem ekki hafði tapað á heimavelli síðan í apríl, varð að láta í minni pokann fyrir Sunder- land. Alex Rae skoraði eina mark leiksins með þrumu- skoti af 25 metra færi. Chelsea hefur ekki unnið á útivelli síðan í apríl og á því varð engin breyting um helgina. Liðið beið ósigur fyrir Everton og olli leikur liösins vonbrigðum. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn með Chelsea og átti m.a skot í stöng. Jimmy Floyd Hasselbaink fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum fyrir olnbogaskot. Leeds vann kærkominn sigur á Arsenal á heima- velli í gær og færði liðið í tí- unda sæti. Leikurinn var nokkuð íjörugur og bæði liðin sköpuðu ágæt færi. Rio Ferdinand skrifaði í gær undir fimm ára samn- ing við Leeds skömmu fyrir leikinn og hylltu áhangend- ur hann þegar hann hafði skrifað undir. Mikil barátta einkenndi viðureign Newcastle og Liverpool en fimm leik- mönnum var sýnt gula spjaldið. Greina mátti þreytu í liöi Liverpool eftir erfiðan Evrópuleik í Grikk- landi en liðið saknar Micha- els Owens sem er íjarri góðu gamni vegna meiðsla. -JKS EN6LAND Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem mátti þola ósigur gegn Sheffleld United á útivelli. Leik Watford gegn Burnley var frestað en völlurinn var á floti eftir miklar rigningar síöustu daga. Bjarki Gunnlaugsson kom inn á sem varamaöur hjá Preston á 68. mínútu en liðið tapaði fyrir W.B.A. Ólafur Gottskálksson og tvar Ingimarsson áttu frí en dómarinn ákvað aö fresta leiknum við Bury en leikvangurinn var á floti eftir úrhellis- rigningu. Stoke City gerði góða ferð til Swindon og vann 0-3. Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guöjónsson voru báðir í byrjunar- liði Stoke. Stefán Þórðarson kom inn á sem varamaður tólf minútum fyrir leikslok. Birkir Kristinsson var á varamanna- bekknum hjá Stoke sem er í sjötta sætinu með 30 stig. Millwall er efst með 39 stig. Bjarnólfur Lárusson skoraöi fyrsta mark Scunthorpe sem vann stórsigur, 6-0, á Mansfleld í ensku 3. deildinni. Guy Ipoua skoraði næstu fimm mörk liðsins í leiknum. Scunthorpe er rétt fyrir neðan miðju í deildinni en Chesterfleld er í efsta sætinu með 42 stig og Brighton í öðru með 39 stig. -JKS fr ENGLAND Charlton-Sunderland........0-1 0-1 Rae (58.) Coventry-Aston Villa......1-1 0-1 Dublin (8), 1-1 Hadji (83.) Derby-Manchester United . .. 0-3 0-1 Sheringham (61.), 0-2 Butt (69.), 0-3 Yorke (76.) Everton-Chelsea............2-1 0-1 Dalla Bona (45.), 1-1 Cadamarteri (47.), 2-1 Campbell (74.) Manchester City-Ipswich .... 2-3 0-1 Stewart (9.), 0-2 Hermann Hreiðarsson (32.), 0-3 Stewart (53.), 1-3 Wanchope (71.), 2-3 Howey (81.) Middlesbrough-Bradford ... 2-2 0-1 Windass (3.), 0-2 Carbone (10.), 1-2 Ehiogu (48.), 2-2 Ince (89.) Southampton-West Ham .... 2-3 1-0 Oakley (20.), 1-1 Kanoute (41.), 1-2 Pearce (43.), 2-2 Beattie (53.), 2-3 Sinclair (69.) Tottenham-Leicester........3-0 1-0 Ferdinand (34.), 2-0 Ferdinand (39.), 3-0 Ferdinand (89.) Leeds-Arsenal..............1-0 1-0 Dacourt (56.) Newcastle-Liverpool........2-1 1-0 Solano (3.), 2-0 Dyer (70.). 2-1 Heskey (78.) Staðan í úrvalsdeild Man. Utd 15 11 3 1 39-10 36 Arsenal 15 8 4 3 23-13 28 Ipswich 15 8 3 4 23-16 27 Leicester 15 7 5 3 14-11 26 Liverpool 15 7 3 5 29-23 24 Aston Villa 14 6 5 3 17-12 23 Newcastle 15 7 2 6 17-15 23 Tottenham 15 7 2 6 22-21 23 Sunderland 15 6 5 4 15-16 23 Leeds 14 6 4 4 21-19 22 West Ham 15 5 6 4 21-17 21 Charlton 15 6 3 6 21-21 21 Everton 15 6 3 6 19-21 21 Chelsea 15 4 5 6 26-22 17 S’hampton 15 4 5 6 21-27 17 Man. City 15 4 2 9 17-28 14 Coventry 15 3 3 9 14-30 12 Middlesbro 15 2 5 8 19-26 11 Derby 15 1 7 7 18-31 10 Bradford 15 1 5 9 7-24 8 Bamsley-Portsmouth.........1-0 1-0 Dyer (58.) Birmingham-Huddersfield . . 2-1 1- 0 Lazaridis (26.), 2-0 Horsfield (45.), 2- 1 Armstrong (61.) Blackbum-GiUingham.........1-2 0-1 Hughes (12.), 1-1 Hassenthaler (43.), 1-2 Curtis (45. sjálfsm.) Crewe-Sheffield Wed ....... 1-0 1-0 Rivers (81.) Crystal Palace-Stockport ... 2-2 0-1 Wilbraham (5.), 1-1 Forsell (50.), 1-2 Fradin (67.), 2-2 Forsell (78.) Fulham-Grimsby .............2-1 Morte (60.), 2-0 Saha (81.), 2-1 Ðonavan (87.) Norwich-Wimbledon...........1-2 0-1 Hartson (35.), 1-1 Roberts (39.), 1-2 Francis (46.) Nott. Forest-Tranmere......3-1 0-1 Hill (3.), 1-1 Bart-Williams (37. viti), 2-1 Foy (41.), 3-1 Scimeca (63.) Q.P.R.-Wolves...............2-2 0-1 Ndah (19.), 1-1 Peacock (38.), 1-2 Pollet (43.), 2-2 Peacock (86.) Sheff. Utd-Bolton...........1-0 1-0 Sandford (81.) Watford-Bumley..........frestað W.B.A.-Preston..............3-1 1-0 Hughes (40.), 2-0 Hughes (63.), 3-0 Hughes (89.) Fulham 19 15 3 1 46-13 48 Watford 18 12 3 3 37-19 39 Birmingh. 19 11 4 4 30-17 37 W.B.A. 20 11 4 5 27-21 37 Bolton 20 10 6 4 31-20 36 Burnley 19 10 5 4 23-20 35 Blackburn 19 10 4 5 30-21 34 Preston 19 10 4 5 25-20 34 Nott. Forest 18 10 3 5 29-21 33 Sheff. Utd 19 9 4 6 22-20 31 Wimbledon 18 7 6 5 26-19 27 Barnsley 20 7 4 9 26-30 25 Portsmouth 20 5 8 7 22-26 23 Gillingham 20 5 7 8 24-31 22 Crewe 20 6 3 11 15-24 21 Wolves 20 4 8 8 20-23 20 Norwich 19 5 5 9 18-25 20 Crystal P. 19 5 4 10 25-30 19 Tranmere 20 5 4 11 23-32 19 Sheff. Wed. 20 5 3 12 21-36 18 Grimsby 18 5 2 11 14-26 17 Q.P.R. 19 2 10 7 21-30 16 Stockport 20 3 7 10 24-37 16 Huddersf. 19 1 5 13 12-30 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.