Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000
29
Sport
i>v
Áhyggjur veióimanna af
fiskeldinu eu miklar þessa dag-
ana og á hver veiðimaðurinn á
fætur öðrum ryðst fram í ritvöll-
inn. Þorsteinn Ólafs hóf leik-
inn og síðan kom Bubbi
Morthens með grein þar sem
hann vildi að Siv Friðleifsdótt-
ir segði af sér sem ráðherra.
Báðir lýstu þeir félagar yfir
miklum áhyggjum með það að
auka eldi á norskum laxi. Má
búast við að fleiri eigi eftir að
skrifa um þetta efni á næstunni.
Rjúpnaveióimenn sem við
ræddum við vikunni sögðu að
mikið væri um að menn væru á
vélsleðum á rjúpnaveiðum í
Skagafirði. Loksins þegar veiði-
menn væru búnir að finna
rjúpur kæmu sleðarnir á fleygi-
ferð og fældu rjúpumar sem
fótgangandi veiðimenn hefðu
fundiö.
Rjúpnaveiðin hefur gengið
illa og veiðimaður sem er búinn
að fara fimm sinnum til rjúpna
hefur fengið fjórar rjúpur. Á
sama tíma í fyrra var hann líka
búinn að fara fjórum sinnum og
hafði fengið 70 rjúpur. Hann er í
vafa um hvað verður í jólamat-
inn hjá honum í ár ef veiðin fer
ekki að glæðast verulega.
Árna Baldurssyni og veiðifé-
laginu Lax-á ætlar vist ekki að
verða skotaskuld úr því að fá er-
lenda veiðimenn til veiða í nýj-
asta afkvæmi þeirra, Blöndu.
Þeir ætla vist að fjöimenna
þangað til veiða næsta sumar,
erlendu veiðimennirnir.
Sportveiðiblaðið var að
koma á götuna fyrir fáum dög-
um og Veiðimaðurinn, sem
Fróði gefur út, er væntanlegur í
byrjun desember. I Sportveiði-
blaðinu er meðal annars viðtal
við Guðjón A. Kristjánsson,
Teit Örlygsson, Óla Björn
Kárason og Svavar Stein-
grimsson. Ekki hefur heyrst
hvað Veiðimaðurinn verður
með í boði en það verður án efa
fjölbreytt og fróðlegt efni.
Dorgveiðimenn eru famir að
hugsa sér til hreyfíngs og einn
sem vissi reyndar að ísinn var
ekki traustur athugaði málið
fyrir fáum dögum. Það eina sem
hann fann á vatninu var þunnur
ís og ein og ein vök. Þar renndi
hann niður færinu og fékk einn
vænan urriða sem lét öllum Ul-
um látum. Honum var sleppt
skömmu seinna og sagði veiði-
maður að langt yrði þangað tO
hægt yrði að fara á dorg, aUa-
vega í þessu vatni.
Við fréttum af öðrum sem
átti sumarbústað við ágæta
laxveiðiá og þar gekk hann tU
rjúpna fyrir fáum dögum.
Rjúpnaveiðin gekk rólega en
annað var með veiðiskapinn í
ánni. Hann náði i flugustöngina
og kastaði nokkrum sinnum. Ár-
angurinn var góður og hann
fékk tvo faUega sjóbirtinga. Sjó-
birtingurinn er enn þá að ganga
í sumar veiðiámar og verður að
því fram að jólum.' -G. Bender
„Ég er búinn að fara nokkrum
sinnum tU rjúpna og það hefur
gengið afar Ula. Við félagamir
erum búnir að fá eina rjúpu og hún
er ekki tU skiptanna um jólin,"
sagöi veiðimaður sunnan heiða sem
hefur veitt lítið sem ekkert af rjúpu
þetta árið
Þetta er sagan sem flestir veiði-
menn segja núna af rjúpnaveiðinni.
Það er sama hvort það er sunnan,
vestan, norðan eða austan heiða.
Rjúpnaveiðin hefur gengið Ula og
veðurfarið hefur ekki verið tU að
bæta veiðiskapinn.
„Það er snjóinn sem þarf tU að
rjúpan hópi sig eitthvað saman og
það þarf töluvert mikið af honum,“
sagði Sverrir Sch. Thorsteinsson á
Homafírði er við spurðum um stöð-
una en fyrir austan hefur veiðin
gengið rólega eins og víða um land.
DV-Sport hefur víða fregnir af
rjúpnaveiðimönnum og sagan er
nær aUs staðar sú sama: lítU veiði
og ekki sést mikið af fugli.
Háar veiðitölur hafa verið í gangi
og það besta sem við fréttum af
vom 60 fuglar á tveimur dögum.
Reyndar eru auðvitað tU veiðimenn
„Viö teljum okkur hafa ýmislegt gott
í boði fyrir félagsmenn okkar og það
eru nýjar laxveiöiár í söluskránni,"
sagði Bergur Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, en fyrir fáum dögum kom
söluskráin þeirra út fyrir árið 2001.
„Nýju ámar eru Skógá undir Eyja-
fjöUum og Úlfarsá sem við seldum
reyndar í aðeins í fyrra,“ sagði Bergur
enn fremur.
í laxveiðinni eru þetta EUiðaárnar,
Úlfarsá, Leirvogsá, Norðurá, Gljúfurá,
Hítará, Krossá á Skarðsströnd, Fá-
skrúð í Dölum, Sogið, Stóra-Laxá í
Hreppum, Skógá undir EyjafjöUum og
Laxá í Kjós.
1 sUungsveiðinni eru það Sogið, Hít-
ará, Hítarvatn, Langavatn, Ljárskóga-
vötn, Gufudalsá og Grenlækur.
í sjóbirtingsveiðinni eru Tungufljót,
Eldvatn á Brunasandi, Hörgsá og Gren-
lækur.
Á þessari upptalningu er hægt að
finna ýmislegt gott fyrir veiðimenn á
öllum aldri.
Silungs- og sjóbirtingssvæðum fjölg-
ar líka á hverju ári hjá félaginu enda
fjölgar félagsmönnum líka.
Þeir sem ætla að panta fyrir næsta
sumar þurfa að drífa sig, tíminn er
naumur. -G. Bender
sem hafa veitt vel, eins og einn
tannlæknir í Reykjavík sem fór fyr-
ir skömmu við annan mann. Tann-
læknirinn fékk 31 fyrri daginn en
27 þann seinni. Það þótti bara
aUgott.
Af einum fréttum við sem hefur
farið vestur í Dali og hann hefur að-
eins fengið fimm rjúpur og ekki séð
mikið af
fugli.
Þrír
firðinum og fengu 5 fugla. Tveir
menn skutu 15 fugla á Bröttu-
brekku og einn veiddi 7 rjúpur á
Holtavörðuheiðinni.
Svona mætti lengi telja, það er
bara minna af rjúpu en var í fyrra
og snjóinn vantar.
-G. Bender
gengu
mikið
Borgar-
Lax- og silungsveiðimenn á öllum aldri geta fundið eitthvað
við sitt hæfi hjá Stangaveiðifélaginu.
- einhverjir munu borða eitthvað annað en rjúpur um jólin
Jón Þ. Ingimundarson náði í jólamatinn þegar hann fór noröur og skaut þessar rjúpur. Veiöin hefur gengiö rólega það sem af er. DV- mynd G. Bender
Jón Ingi Agústsson, flugu-
hnýtari og bókarhöfundur, er
byrjaður með námskeið í Veiði-
búöinni í Hafnarfirði. Nám-
skeiðin er vel sótt enda Jón
einkar flinkur að hnýta flugum-
ar. Hann hefur mikið verið við
veiðar erlendis, t.d i Rússlandi.
Fleiri ogfleiri veiðibúðir eru
farnar að bjóða upp á þetta og í
búð eins og Veiðihorninu hjá
Ólafi Vigfússyni er alltaf hægt
að fá sér sæti og hnýta eina og
eina flugu. Margir nýta sér
þennan möguleika.
Margt gott
- í boði hjá Stangaveiðifélaginu
r
>