Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Samvinna þriggja tryggingafélaga og björgunarsveita: Ölvunarakstur fyrirbyggður Á landsvísu eru um 3000 manns kæröir á ári hverju fyrir ölvun við akstur, og er talsvert stór hluti þeirra tekinn í kringum jól og ára- mót. Tryggingafélögin Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., Trygginga- miöstöðin hf. og Vátryggingafélag Islands standa nú í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg að því að fyrirbyggja ölvunarakstur yfir hátíðamar. Vátryggingafélögin hafa staðið að sams konar herferð- um áður, en þetta er í fyrsta sinn sem björgunarsveitin tekur form- lega þátt. „Þegar þessi mál eru annars veg- ar er engin samkeppni milli trygg- ingafélaganna," sagði Ragnheiður Davíðsdóttir á blaðamannafundi í tilefni samstarfsins, sem haldinn var í húsnæði Flugbjörgunarsveit- arinnar á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Á fundinum sagði Einar Sveins- son, formaður Samtaka islenskra tryggingafélaga, sem öll trygginga- félögin þrjú eru aðilar að, að það væri engin tilviljun að þessi árs- tími væri valinn fyrir þetta for- vamarstarf, því samkvæmt reynslu tryggingafélaganna og lögreglunnar er mikill hluti þeirra ökumanna sem kærðir eru fyrir ölvun við akstur stöðvaður um jól og áramót. Samkvæmt niðurstöðu nýrrar DV-MYND E.ÓL. Endum ekki jólagleöina meö ölvunarakstri Tryggingafélögin Sjóvá-Almennar, Tryggingamiðstööin og Vátrygginga- félag íslands hafa tekiö upp sam- vinnu viö Slysavarnafélagiö Lands- björg til þess aö fyrirbyggja ölvun- arakstur yfir hátíðarnar. Þessi mynd var tekin á blaöamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í gær. skoðanakönnunar PriceWater- houseCoopers hefur á síðustu tveimur árum dregið úr drykkju ökumanna áður en þeir setjast und- ir stýri, og þá sérstaklega hjá öku- mönnum undir 29 ára aldri. Sam- kvæmt þessari könnun hafa 7,5 pró- sent ökumanna drukkið áfengið áður en þeir settust undir stýri á árinu, en í sambærilega könnun sem gerð var árið 1998 nam tala þessara ökumanna 12,6 prósentum. Fleiri karlar en konur reynast vera stútar undir stýri, og fer talan lækkandi þvi eldri sem ökumenn- irnir eru. Einnig kemur fram í þessari könnun að algengara er að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái sér í staupinu áður en þeir aka heldur en landsbyggðarfólk. Tryggingafélögin og björgunar- sveitarmenn munu dreifa barm- merkjum til ökumanna og límmið- um til veitingahúsa í desember og janúar, sem ætlað er að minna öku- menn á að snerta ekki bíl eftir að hafa fengið sér neðan i því. Eins verða auglýsingar birtar í fjölmiðl- um landsins. -SMK Bíræfnir bílaþjófar: Prufukeyra og koma ekki aftur „Ég er bálreiður. Það sýður á mér og lögreglan yppir bara öxlum,“ seg- ir Jóhann Jóhannsson, eigandi bíla- sölunnar Evrópu í Skeifunni í Reykjavík, sem tapaði milljón króna Volkswagen Polo út úr hönd- unum þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri að stunda bílavið- skipti. „Viðskiptavinurinn kom hingað og fékk að prufukeyra Polo- inn og ég tók nafnskírteinið hans í pant. Síðan er liðin rúm vika og ég hef ekki enn fengið bílinn til baka. Lögreglan gerir ekki neitt þó svo þeir viti hvar maðurinn á heima og mér finnst alveg furðulegt að ekki skuli vera búið að handtaka hann. Þetta er bara bílaþjófur og skít- hæll,“ segir Jóhann í Evrópu, sem varð landsfrægur þegar hann réð brottrekna Pepsídrenginn úr 10-11 í vinnu á sínum tíma. - lögreglan yppir öxlum, segir bílasali Jóhann hefur þó frétt af bílaþjófn- um, þvi skömmu eftir að hann hvarf á braut á Polo-inum hringdi kona í bílasöluna og kvartaði yfir því að umrædd bifreið hefði ekið á sig og stungið af. Síðar náði Jóhann síma- sambandi við þjófinn og þá sagðist hann vera á næsta horni, rétt ókom- inn. Síðan eru liðnir margir dagar. „Sjálfur hef ég farið heim til hans en hann er aldrei heima. Mér finnst furðulegt að menn skuli geta ekið um á stolnum bílum án þess að vera teknir. Við búum ekki í stóru landi og þegar lögreglan veit nafn og heimilisfang þjófsins ætti ekki að vera flókið að handtaka hann. En löggan er víst í yfirvinnubanni og á meðan spókar þjófurinn sig á Polo- inum mínum. Ég veit um fleiri svona dæmi,“ segir Jóhann í Evr- ópu sárgramur. -EIR Lögreglan veit nafn og heimilisfang þjófsins en aöhefst ekkert. Jóhann með nafnskírteini þjófsins vísir.is Metmánuður á Vísi.is Heimsóknum á fréttasíðu Vísis.is hefur fjölgað um tæplega 60 prósent frá því í síðasta mánuði. í október voru heimsóknir á fréttasíðuna 850.000 en í nóvember verða þær um 1.340.000. Aukningin nemur 58 af hundraði og heimsóknirnar í nóvem- ber samsvara því að 45.000 manns hafi heimsótt fréttasíðu Vísis.is hvern dag mánaðarins. „Það sem þessar tölur segja mér er að fólk er í síauknum mæli að treysta á fréttaflutning á Netinu þegar stór- viðburðir verða,“ segir Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vis- is.is. „í þessum mánuði fáum við trú- lega mestu aðsókn sem nokkur ís- lensk efnisgátt hefur fengið en frétta- vefur okkar fékk 95.000 heimsóknir einn dag í mánuðinum. Þann klukku- tíma sem álagið var mest voru 12 heimsóknir á sekúndu og er það okk- ur mikið ánægjuefni að tæknibúnað- ur Vísis.is skyldi standast það álag.“ Aðsókn að vefjum er yfirleitt mæld í því hversu oft síður eru sóttar á vef- inn. Heildarflettingafjöldinn á Vísi.is jókst um fjórðung frá því í október sem var annríkasti mánuðurinn fram að því. Þá voru flettingarnar 9.300.000 en fara í 11.600.000 í þessum mánuði. Aukningin nemur 25 af hundraði. Flettingafjöldinn í nóvem- ber svarar til þess að hver íslending- ur hafi skoðað 45 síður á Vísi.is í mánuðinum. „Öflugur fréttaflutningur Vísis.is af stórviðburðum þessa mánaðar skýrir ekki nema hluta af þessari miklu aukningu," segir Þorvaldur. „Þarna koma inn nýir vefir á borð við Spegilinn á Vísi.is og svo höfum við séð verulega aukningu á notkun íþróttavefsins og viðskiptavefsins. Allt hjálpast þetta að í því að festa Vísi.is í sessi sem mest sóttu efnis- gátt landsins." Hrútafjörður: Bíll ók á 4 kindur Fólksbíl var ekið á fjórar kindur sem voru á Norðurlandsveginum, á móts við Reykjaskóla í Hrúta- flrði, um 10-leytið í gærmorgun. Fólkið sem í bílnum var slapp ómeitt en kindurnar drápust allar. Bíllinn skemmdist töluvert en var þó ökufær eftir atvikið. Bíllinn var á norðurleið og þykir mesta mildi að ekki fór verr. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi hefur ekki áður verið kvartað undan lausagöngu búfénaðar á þessum stað og ekki var hraðakstri um að kenna. -SMK VtíÁriA l Hvö!l« Sólarlag í kvöld 15.49 15.12 Sólarupprás á morgun 10.46 09.29 Siðdeglsflóó 21.09 01.42 Árdegisfló& á morgun 09.30 14.03 Skýringar á veðurtáknum -.^VINDÁTT 10%-HIT. W Rigning og skúrir Noröaustanátt, 13 til 18 m/s, verður norðvestan til, 10 til 15 suðvestanlands en 5 til 8 austan til. Rigning verður um landið norðanvert en skúrir sunnan til. ^ -10° ^SVINDSTYRKUR i metrum á setóndu x rKU:y 1 HEIÐSKÍRT ^> iO LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAD | SÍ RIGNJNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q í? % ÉUAGANGUR RRUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA V«;«ViA a PMOrglM! Færðin á landinu Fært er um alla helstu þjóövegi landsins. Nánari upplýsingar um færð á vegum er hægt að fá á heimasíöu Vegageröarinnar eða í þjónustusíma hennar. Milt veður sunnanlands Á morgun verða noröaustan 10 til 15 m/s með rigningu á Vestfjörðum og á Suöausturlandi en annars norðaustan 5 til 8 m/s og smáskúrir. Hiti verður 2 til 8 stig, mildast sunnan til. Vindur: /* 8-13 m/s Hiti 2° ti! 8° §!!!!!!U«l‘'Jl«<! ! Vindur: A 8-13 m/s Hiti 2° til 8° NA-átt, 8-13 m/s norðvestan tll en yfirieltt hægarl annars staðar. Rlgnlng verður um landlð norðanvert en skýjað með kóflum sunnan tll. NA-átt, 8-13 m/s norðvestan til en yflrieltt hægarl annars staðar. Rlgning verður um landlð norðanvert en skýjað með köflum sunnan tll. NA-átt, 8-13 m/s norðvestan tll en yflrieitt hægari annars staðar. Rlgnlng verður um landið norðanvert en skýjað með köflum sunnan tll. 1 VrAriri hl. 6 !'iv AKUREYRI rigning 4 BERGSSTAÐIR alskýjaö 4 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 5 KEFLAVÍK rigning 4 RAUFARHÖFN rigning 5 REYKJAVÍK 6 STÓRHÖFÐi skýjaö 7 BERGEN skúrir 10 HELSINKI alskýjaö 3 KAUPMANNAHOFN skýjað 7 OSLO rigning 7 STOKKHÓLMUR súld 8 ÞÓRSHÖFN rigning 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 7 ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCELONA léttskýjað 9 BERLÍN skýjaö 7 CHICAGO alskýjaö 2 DUBLIN skýjaö 8 HALIFAX FRANKFURT rigning 8 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN 3 LONDON hálfskýjaö 6 LÚXEMBORG 9 MALLORCA léttskýjað 11 MONTREAL NARSSARSSUAQ heiöskírt -13 NEWYORK rigning 5 ORLANDO skýjað 13 PARÍS lágþokublettir 9 VÍN þokumóöa 7 WASHINGTON þokumóöa 1 WINNIPEG þokumóöa O ■: #111 lá * VÍ-11 ’! H •! ú! R i l*j 3 É H í»l alí M tíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.