Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 8
8 Utlönd FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 r>v •/i? ftolfagIfCEA Daihatsu Sirion, árg. 1998, ek. 21 þús. km, sjálfsk., rauður. Verð 980 þús., tilb. 790 þús. Hyundai Accent Is, árg. 1996, ek. 73 þús. km, 5 gíra, grásans. Verö 510 þús., tiTb. 365 þús. Peugeot 306 1600, árg. 1998, ek. 14 þús. km, 5 gira, gullsans. Verð 1.095 þús., tilb. 875 þús. MMC Lancer GLX, árg. 1991, ek. 180 þús. km, sjálfsk., vínrauður. Verð 295 þús., tilb. 175 þús. Renault Clio RT 1400, árg. 1994, ek. 57 þús. km, 5 glra, hvítur. Verð 640 þús., tilb. 485 þús. Suzuki Swift GLX H/B 1300, árg. 1996, ek. 44 þús. km, 5 g(ra, rauður. Verð 640 þús., tilb. 495 þús. Subaru Legacy 2000 st., árg. 1992, ek. 156 þús. km, 5 glra, dökkgrænn. Verð 750 þús., tilb. 495 þús. Daihatsu Applause xi, árg. 1999, ek. 30 þús. km, sjálfsk., bTásans. Verð 1.285 þús., tilb. 990 þús. VISA- og EURO-raðgreiðslur Skuldabréf Dómari á Flórída vill hafa allt til reiðu í Tallahassee: Milljón atkvæði fá lögreglufylgd Dómari á Flórída fyrirskipaði í gær að 1,16 milljón atkvæða úr for- setakosningunum í Miami-Dade og Palm Beach sýslum skyldu send undir lögreglufylgd til ríkishöfuð- borgarinnar Tallahassee ef svo skyldi fara að hann úrskurðaði að þau skyldu talin aftur. „Pakkið þeim inn og sendið þau hingað,“ sagði N. Sanders Sauls dómari í gær. Hann úrskurðar væntanlega á laugardag hvort at- kvæðin verði talin á ný. Úrskurður dómarans í gær kem- ur sér illa fyrir A1 Gore, forseta- frambjóðanda demókrata, sem vildi að aðeins um íjórtán þúsund um- deUd atkvæði yrðu send tU TaUahassee tU endurtalningar. Ekki var hægt að ráða af orðum Sauls í gær hvort hann myndi fyrirskipa endurtalningu eður ei. Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur Lögmenn stfnga saman nefjum Lögmenn Als Gores, þeir Kendall Coffey og David Boies, ræöa saman í dómsal í Tallahassee. á morgun fyrir kærumál vegna framkvæmdar forsetakosninganna í Flórída. Dómaramir munu íhuga hvort Hæstiréttur Flórída hafi farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann heimUaði að fresturinn til að stað- festa kosningaúrslitin yrði fram- lengdur og þegar hann úrskurðaði að handtalin atkvæði yrðu tekin með í lokaniöurstöðunni. Innanríkisráðherra Flórída úr- skurðaði á sunnudag að George W. Bush, forsetaframbjóðandi repúblik- ana, hefði sigrað í ríkinu með 537 atkvæða mun og væri þar með rétt- kjörinn forseti Bandaríkjanna, en Gore vefengdi þá niðurstöðu og sagði að ekki hefðu ÖU atkvæði ver- ið talin. Á meðan baráttan fer fram hjá dómstólunum eru bæði Gore og Bush farnir að búa sig undir að taka við forsetaembættinu í janúar. Tony Blair vinnur næstu kosningar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sigrar í næstu kosning- um samkvæmt fylgiskönnun sem breska blaðið Times birtir i dag. Verkamannaflokkurinn er með 15 prósentustiga forskot á íhaldsflokk- inn, 48 prósent á móti 33. Frjálslynd- ir eru með 13 prósenta fylgi. Líklegt er talið að Blair boði kosningar í maí eða júní á næsta ári. HEILDARVIÐSKIPTI 809 m.kr. Hlutabréf 366 m.kr. Húsbréf 151 m.kr. MEST VIÐSKIPTI @ Marel 90 m.kr. £§ Landsbankinn 36 m.kr. v, islandsbanki-FBA 34 m.kr. MESTA HÆKKUN Q Pharmaco 1,4% Q Húsasmiöjan 0,5% © MESTA UEKKUN Q Flugleiöir 7,4% Q Opin kerfi 6,4% © Austurbakki 6,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1289 stig - Breyting Q 1,85 % HLUTABREFAVISITOLUR DOW JONES I • Inikkei S&P NASDAQ DAX ■ HCAC 40 10629,11 © 1,22% 14648,51 O 1.41% 1341.93 O 0,06% 2706.93 © 0,28% 6129,90 © 0,35% 6537,50 © 0,61% 6003,74 © 0,57% 30.11.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 87,310 87,760 KgjPund 124,130 124,770 1*1 Kan. dollar 56,570 56,920 53 Dönsk kr. 10,1010 10,1570 “fHNorsk kr 9,3600 9,4110 BSsænskkr. 8,6610 8,7080 H—ÍFl. mark 12,6650 12,7411 JjFra. franki 11,4798 11,5488 P jBolg. franki 1,8667 1,8779 iC 3 Sviss. frankl 49,8700 50,1500 EZÍHoll. gyllini 34,1708 34,3761 F • IÞýskt mark 38,5016 38,7329 tJJit. líra 0,03889 0,03912 LCjAust. sch. 5,4725 5,5053 j jport. cscudo 0,3756 0,3779 ŒJspá. peseti 0,4526 0,4553 [•jjap. yen 0,78560 0,79030 | jírsktpund 95,614 96,189 SDR 111,7000 112,3700 gjECU 75,3026 75,7551 I jólaskapi Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna og nýkjörinn öldungadeildarþingmaöur, ræöir viö nemendur þegar komiö var meö jólatré í Hvíta húsiö í Washington í gær. ESB grípur í taumana vegna kúariðu: Kjötmjöl gert út- lægt úr dýrafóðri Evrópusambandið hefur ákveðið að banna aUt dýrafóður þar sem kjötmjöl er uppistaðan til að reyna að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu kúariðu í aðUdarlöndun- um. MikiU ótti hefur gripið um sig meðal neytenda um aUa Evrópu og hefur sala á nautakjöti minnkað mjög að undanfömu. Þá leggur framkvæmdastjórn ESB til aö aUir nautgripir eldri en þrjátíu mánaða verði rannsakaðir með hliðsjón af kúariðu áður en þeir fara í fæðukeðjuna. Ljóst er að mUljónir nautgripa verða rannsak- aðar í því skyni. Stjórnmálamenn um gjörvaUa Evrópu lýstu ánægju sinni með kjötmjölsbannið sem bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Ger- hard Schröder Þýskalandskanslari höfðu farið fram á. „Ég held að þetta muni draga úr áhyggjum neytenda," sagði Giuli- ano Amato, forsætisráðherra Ítalíu. Talið er að kjöt- og beinamjöl sé helsta smitleið kúariðunnar sem getur valdið banvæna heUarýmun- arsjúkdómnum Creutzfeldt-Jakob í mönnum. Ritt Bjerregaard, landbúnaðar- ráðherra Danmerkur, sagðist hafa talið bannið einu færu leiðina. TiUögur framkvæmdastjórnar- innar verða lagðar fyrir fund land- búnaðarráðherra ESB á mánudag. Búist er við að bannið gangi í gildi um áramótin og gUdi í hálft ár til að byrja með. Kúariðuhræðsluna í Evrópu nú má rekja tU Frakklands þar sem þrefalt fleiri tilfeUi hafa komið upp á þessu ári en í fyrra. Þá hafa fyrstu tilfellin komin upp í Þýskalandi og Spáni. Stuttar fréttir Milljónirnar horfnar Danski bUstjór- inn, sem rændi jafnvirði 400 millj- óna króna úr pen- ingaflutningabU er hann ók sjálfur, kvaðst í yfirheyrslu ekki vita hvar ráns- fengurinn væri. Hann hefði falið féð við tjörn í Kaupmannahöfn en ekki fundið það þegar hann kom til að vitja þess. Orð móöur dregin í efa Þýskir fjölmiðlar draga nú í efa orð móður í bænum Sebnitz sem fuUyrti að 50 manna hópur nasista hefðu myrt son hennar í sundlaug fyrir þremur árum. Móðirin segir vitnin 15, sem dregið hafa frásagnir sínar tU baka, vera óttaslegin. Hestasprengja í Kólumbiu Skæruliðar i Kólumbiu sendu í gær hest með sprengju á bakinu í gegnum bæinn E1 Retomo. Sérfræð- ingar gerðu sprengjuna óvirka. Sjálfsvíg vegna ferjuslyss Einn yfirmanna útgeröarinnar, sem átti grísku ferjuna sem fórst í september síðastliðnum, hefur svipt sig lífi. 80 manns létu lífið í slysinu. Jarðskjálfti í Noregí Jarðskjálfti, 3,9 á Richter, reið yf- ir austurhluta Noregs seint í gær- kvöld. Falsaðir tékkar Lögreglan í Kaupmannahöfn hef- ur lagt hald á tékka upp á 96 mUlj- ónir íslenskra króna sem endur- skoðandi og dóttir hans fólsuðu. Harmar dráp á dreng Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær harma morðið á Damilola Taylor, 10 ára dreng frá Nígeríu. Taylor blæddi út eftir að jafnaldrar hans stungu hann í fótinn. Faðir drengs- ins, sem vinnur í varnarmálaráðu- neyti Nígeríu, hyggst ræða við Bla- ir um hvers konar þjóðfélag Bret- land væri. Drengurinn var lagður í einelti í skólanum sínum i London. Hann flutti til Bretlands með móður sinni og systrum fyrir nokkrum mánuðum. Gísl látinn laus Sænsk yfirvöld sögðu í morgun að ættbálkamenn í Jemen heföu lát- ið lausan Svía sem þeir rændu fyrir tveimur vikum. Sali Berisha gripinn ■ Fyrrverandi for- seti Albaníu, Sali Berisha, var í vörslu lögreglu i eina og hálfa klukkustund fyrir að mótmæla þegar rannsaka átti bil hans og félaga í kjölfar skotbardaga stjórnarand- stöðumanna og lögreglu í fyrrinótt. ísmaðurinn kominn út Töframaðurinn David Blaine var alls í 62 klukkustundir í klakastykk- inu á Times Square í New York. Blaine kom út í gærkvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.