Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 r>v Utlönd 9 Benjamin Netanyahu forðast fjölmiðla: Ovist hvort hann keppir við Barak Maðurinn sem ísraelar telja lík- legastan til að verða næsti forsætis- ráðherra þeirra hefur verið í sjálf- skipaðri útlegð frá stjómmálum undanfarin misseri og hefur enn ekki lýst þvi yfir hvort hann bjóði sig yfirhöfuð fram. Maður þessi er enginn annar en Benjamin Netanyahu, fyrrum for- sætisráðherra og leiðtogi Likud bandalagsins. Skoðanakannanir benda til að Netanyahu komi til með að verða helsti keppinautur Ehuds Baraks forsætisráðherra þeg- ar Israelar ganga að kjörborðinu í maí eða júni á næsta ári. Netanyahu lét sér nægja að bjóða ísraelskum sjónvarpsfréttamanni góðan daginn þar sem hann var myndaður í San Francisco í Kali- fomíu. Netanyahu hefur verið á fyr- irlestraferð um Bandaríkin. En vilji Netanyahu í framboð verður hann að bola eftirmanni sín- um í Likud, hægrimanninmn Ariel Sharon, frá. Benjamin Netanyahu ísraelar viröast á því aö gamli for- sætisráöherrann þeirra muni teggja Ehud Barak aö velli í næstu kosn- ingum en Netanyahu þegir enn. Vinsældir Baraks hafa dalað mjög frá því friðarviðræðumar við Palestínumenn í Camp David, sum- arhúsi Bandaríkjaforseta, fóru út um þúfur í júlí í sumar. Bandarísk stjómvöld gerðu í gær lítið úr tali manna um að fyrirhug- aðar kosningar í ísrael, þegar kjör- tímabilið er aðeins hálfnað, tákni aö Barak eygi samkomulag við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna. Sá orðrómur hefur fengið byr undir báða vængi vegna leynifunda ísraela og Palestínumanna, funda sem að visu hafa ekki fengist stað- festir. Tveir ungir Palestínumenn létust í gær af sárum sem þeir hlutu fyrr í vikunni í átökum við ísraelska her- menn á Gaza. Að minnsta kosti 285 manns hafa týnt lífi í átökunum sem hófust 28. september, flestir þeirra Palestinu- menn. Yasser Arafat sagði í Túnis að striðsvél ísraela hræddi þá ekki. ‘i J ) , if ,é pí r | Leikfimi eftir mótmælastöðu í nótt Kaþólsk nunna á Filippseyjum tók aö sér aö stjórna fjöldaleikfimi þúsunda mótmæienda nærri forsetahöllinni í Manila í morgun. Mótmælendurnir héldu til á götum úti í alla nótt til aö leggja áherslu á kröfu sína um afsögn Josephs Estrada forseta. Vika er nú þangaö til öldungadeild Filippseyjaþings réttaryfir Estrada vegna ásakana um spillingu. Montesinos hótaði Fujimori valdaráni Fyrrverandi forsætisráðherra Perú, Federico Salas, greindi rann- sóknarnefnd þingsins í gær frá því að Vladimiro Montesinos, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustunnar, hefði hótað Alberto Fujimori forseta valdaráni á lokadögum þeirra beggja í embætti. Fujimori flúði til Japans og var i kjölfarið vikið úr embætti. Montesinos hefúr verið í felum í Perú eftir að hann sneri heim frá stuttri dvöl í Panama. Salas sagði frá því hvernig Fu- jimori hefði reynt að halda um stjómartaumana eftir að mynd- bandsupptaka, sem sýndi Montesin- os múta stjórnarandstöðuþing- manni, var sýnd opinberlega í sept- ember síðastliðnum. Þegar Perúbúar voru í uppnámi yflr myndbandinu kvaðst Salas hafa hringt í Montesinos og beðið hann, fyrir hönd Fujimoris að segja af sér. Samkvæmt frá- sögn Salas sagði Montesin- os að enginn forseti, hvað þá lítill forsætisráðherra, gæti rekið hann. Hann hefði 3 þúsund manna lið og gæti framið valdarán. Nokkrum dögmn seinna fór Salas á skrifstofu Montesinos til að leggja áherslu á kröfu forsetans. Allir herforingjar landsins vora þá á skrifstofunni og Salas kvaðst hafa velt því fyrir sér hvort hann ætti að taka til fótanna. í símtali stuttu seinna sagði Montesinos að félli konungurinn féllu allir. Salas segir Montesinos hafa skip- að hann í embætti forsætisráðherra eftir að hann tapaði fyrir Fujimori í forsetakosningunum fyrr á þessu ári. Hann hefði fengið 30 þúsund dollara á mánuði í laun þótt hann hefði að- eins beðið um 25 þúsund. Salas kvaðst hafa tjáð for- setanum í símtali að hann yrði annað hvort að semja við Montesinos eða reka hann úr landi. „Það er alltaf til þriðja leiðin,“ svaraði forsetinn sem hafði kosn- ingar í huga. Nokkrum mínútum síðar hringdi Montesinos og spurði um hvaða þriðju leið forsetinn hefði verið að tala. Augljóst hefði verið að samtal- ið hefði verið hlerað. Salas sagði Fu- jimori hafa verið í svo mikilli lægð eftir að Montesinos sneri aftur heim frá Panama að hann kvaðst ekki lengur geta stjómað landinu. Montesinos Hleraði einnig samtöl forsetans. Starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu Starfsfólk vantar við félagslega heimaþjónustu. Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum og jákvætt viðmót. Starfshlutfall eftir samkomulagi og sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar. Nánarí upplýsingar veitir Bryndís Björgvinsdóttir, deildarstjórí félagslegrar heimaþjónustu, Suðurlandsbraut 32, sími 535 3200. ólagjöfin hennar Stuttir og sí> ir pelsar í úrvali Minkapelsur Tilboð 50% útborgun og eftirstöóvur vuxtuluust ullt ud 12 mánudum. Pelsfó> urs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkar me> lo> skinni Lo> skinnshúfur Lo> skinnstreflar Lo> skinnshárbönd Klassískur fatna> ur Bocace-skór vandlátir PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160 0 Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.