Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fiölmiWun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgrelðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildlr: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Brenglað lýðrceði Frá íslenzkum sjónarhóli er sérkennilegt, að árum og áratugum saman virðist framkvæmd kosninga í Banda- ríkjunum hafa verið á þann hátt, að mikill vafi getur leik- ið á úrslitum. Hér á landi hefur verið og er óhugsandi, að lagaþrætur geti risið um, hvaða atkvæði séu gild. Endurvéltalning gataðra atkvæðaseðla er engin nýjung í Bandaríkjunum. Menn hafa kosningar eftir kosningar vitað, að við hverja endurvéltalningu fyllist gólfið af litl- um miðum, sem koma úr götunum. Því oftar, sem véltalið er, þeim mun fleiri atkvæði verða gild. Augljóst er, að úrslit kosninga mega ekki hanga á blá- þræði mats á því, hvort götunarvélin hafi skilað hlutverki sínu eða hvort miðinn hangi enn í gatinu. Þótt menn viti þetta, hafa menn áfram notað þessa hættulegu tækni við atkvæðagreiðslur víðs vegar í Bandaríkjunum. Eftir þá lögfræðilegu úfa, sem nú eru risnir vestan hafs, er útilokað, að þessi aðferð verði framar notuð. Þótt tals- menn frambjóðandans Bush segi véltalningu öruggari en handtalningu, er ljóst af dæmunum frá Flórída, að véltaln- ing í götunarvélum er algerlega út í hött. Hér á landi væri óhugsandi að deila um, hvenær skuli hætta að telja. Hér dytti engum í hug, að hætt yrði að telja fyrr en öll vafaatriði hafa verið skýrð og úrskurðuð. Enda hafa íslenzkir lögmenn enga atvinnu af að vefengja, að birtar atkvæðatölur endurspegli vilja kjósenda. Bandaríkjamenn þurfa ennfremur að staðla atkvæða- seðla, svo að ekki verði notaðir seðlar, þar sem nöfn fram- bjóðenda eru í tveimur dálkum og atkvæðareiturinn í ein- um dálki milli þeirra. Þessi undarlega tegund seðla hefur vakið lögfræðilegar deilur til viðbótar hinum. Þar sem búið er að vefengja með gildum rökum, að göt- unarvélar skili hlutverki sínu og að undarlegir atkvæða- seðlar skili hlutverki sínu, fæst ekki lýðræðislega heiðar- leg niðurstaða í Flórida, nema endurtalið sé í öllu ríkinu og endurkosið í kjördæmum skrítnu seðlanna. Þar sem bandaríska lýðræðiskerfið hefur ekki burði til að taka heiðarlega á því undirstöðuatriði lýðræðis, að vilji kjósenda fái að koma í ljós, verður ekki endurtalið meira og enn síður endurkosið. Bush verður því að lokum skip- aður forseti án þess að hafa umboð kjósenda. Hinn vestræni heimur þarf að sæta því í fjögur ár, að forusturíkið hafi ekki lýðræðislega kjörinn forseta. Sú byrði bætist við hin augljósu vandræði af breytingu þjóð- skipulagsins úr lýðræði yfir í auðræði, þar sem íjármagn ræður mestu um framgang stjómmálamanna. Svo er komið, að bandarískir þingmenn geta fremur talizt umboðsmenn hagsmunaaðilanna, sem fjármögnuðu kosningabaráttu þeirra, heldur en kjósenda. Að minnsta kosti hagar mikill hluti þeirra sér þannig á þingi, að ekki er hægt að efast um, hverjum þeir þjóna í raun. Tilraunir til að koma böndum á fjárausturinn í banda- rískum kosningum hafa ekki borið neinn árangur. Þeir forsetaframbjóðendur, sem vildu gera eitthvað í málinu, voru felldir í forvali innan flokkanna. Ljóst er því, að auð- ræði mun enn vaxa í bandarísku þjóðskipulagi. Bandaríkjamenn geta lagað og munu væntanlega laga tæknilega framkvæmd kosninga og talningar, svo að þeir verði ekki lengur að athlægi meðal vestrænna þjóða. Þeir munu vafalítið hafa burði til að koma kosningum hið fyrsta í það horf, að þær endurspegli vilja kjósenda. Hitt verður þyngra að hamla gegn yfirfærslu lýðræðis í auðræði. Þótt allt verði með lýðræðislega felldu á yfir- borðinu, ríkir auðræði í auknum mæli undir niðri. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Kosninganar œtti að útkUá með lögum en ekki eitthverju pólitísku braski 0\$T.WTWWNe 1CE$ Eru þeir gjaldþrota? Einkavædda sjóða- og bankakerfið: „Tryggingar bankanna eru stórtogaramir sem hcetta að bera sig þegar olían hœkkar og kvóti minnkar. Svo hœkka skuldimar á mörgum þeirra þar sem þœr em með gengisáhœttu og gengið fellur þessa dagana. “ Kosningar í landi lýð- ræðisins hafa vakið heims- athygli. í tæknivæddasta landi veraldarinnar er ver- ið að telja atkvæði hálfum mánuði eftir kosningar og hvergi nærri lokið. Forset- inn er kjörinn eftir kjör- mannakerfi frá 18. öld, kerfl sem gerir mönnum kleift að verða forseti Bandaríkjanna með minni- hluta atkvæða. í landi lýð- ræðisins er kosningaþátt- taka ótrúlega lítil, aðeins um helmingur þeirra sem kosninga- rétt hafa, áhuginn á kosningunum og lýðræðinu er næsta lítill. Stór hluti þjóðarinnar lætur þennan atburð sem vind um eyru þjóta. Engin von er um viðunandi árangur í kosning- unum nema hafa úr að spila óheyri- legum fjármunum. Peningar, íjár- framlög, ráða úrslitum og kosninga- baráttan getur staðið nær tvö ár ef forkosningar eru taldar með. Allt hlýtur þetta að vekja fólk til umhugs- unar þegar þess er minnst að Banda- ríkjamenn beita sér mjög fyrir lýð- ræði og lýðréttindum í öðrum hlut- um heimsins. Beita miklum þrýst- ingi, oft viðskiptahömlum, til þess að knýja fram lýð- ræðislegar kosningar í öðr- um löndum. Sú viðleitni Bandaríkjamanna er vafa- laust af góðum toga en þeir virðast eiga eftir að taka til heima hjá sér. Lýðræði og peningar The Economist telur að varið hafi verið um 250 millj- örðum ísl. kr. í kosningabar- áttunni núna þ.e. til forseta- og þingkosninga. Einn fram- bjóðandi er talinn hafa varið um 5 milljörðum ísl. kr. til þess að ná öld- ungadeildarsæti, og náði því. Ekki er þá talið með ýmiss konar „liðkunar- fé“ sem fyrirtæki og aðrir hagsmuna- aðilar leggja fram í formi veislna og annarra uppákoma. Auðvitað er fénu varið til þess að ná eyrum og augum áhugalauss almennings. En margar spumingar vakna. Frambjóðendur sem þurfa að treysta á mikil fjár- framlög geta orðið háðir þeim er féð leggja fram. í hita baráttunnar er hætt við að ýmis loforð séu gefin i von um að tryggja sigur. Einu sinni var sagt: „Hvers greiða þú nýtur, Guðmundur G, Þörarinsson verkfræöingur Bjartsýnir Bolvíkingar „Bolungarvík lifir vonandi um alla fram- tíð en ef vatn er ekki fyrir hendi verður eng- in átvinna og því má ekki blanda þessu sam- an. Við verðum að vera bjartsýn. Bolvíkingar eru baráttuglaðir og ég held að við reynum að styðja þessa ágætu menn sem eru að reyna að komast yfir fyrir- tækið. Það er fullur vilji til þess hjá öll- um sem að því koma hér heima fyrir", segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri i Bolungarvík, um undirritun kaup- samnings heimamanna á rækjuverk- smiðju hins gjaldþrota fyrirtækis Nasco og tilraunir þeirra til fjármögn- unar á fyrirtækinu. Ólafur Kristjénsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík, í Mbl. 29. nóvember. Fargjöldin horfin „Verkalýðsfargjöldin voru hluti af pakka frá Samvinnuferðum, hluti af flugfrelsi og fleira. Samvinnuferðir hafa nú dregið sig út úr þessu og samningurinn ekki verið endumýjað- ur. Við höfum aldrei verið í neinu sam- bandi við ASÍ eða verkalýðsfélögin, heldur hefur þetta fyrst og fremst verið unnið í gegnum þessa einu ferðaskrif- stofu. Mér sýnist sem Samvinnuferðir séu svolítið að draga sig út úr þessum flugfrelsismálum enda hafa þau komið heldur illa út, skilst mér.“ Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastj. Flugfé- lags íslands, í viótali viB Dag 29. nóv. Tungur tvær á Alþingi „Gagnrýni þingmanna á um- frameyðslu í ríkisrekstrinum er sjálf- sögð, en hún fengi meira vægi stæðust áætlanir um útgjöld Alþingis, sem gerð- ar em af þingmönnum sjálfum og þeir bera ábyrgð á. Hætt er við, aö þing- menn tali fyrir daufum eyrum taki þeir ekki til í eigin ranni.“ Úr forystugreinum Mbl. 29. nóvember. Engar fréttir, takk „Ég tel að fréttir af efnahagslífmu undan famar vikur eigi stærstan þátt í veik ingu krónunnar. Frétt ir af auknum við skiptahalla, aukinni verðbólgu, fullnýttum vinnumarkaði, skerðingu á þorskkvóta og minnkandi framleiðni fyrirtækja hafi stuðlað að veikingu krónunnar. Að mínu mati hefði það verið til bóta ef Seðlabankinn hefði bragðist fyrr við uppsveiflunni í efnahagslífinu með því að hækka vextina strax á árinu 1997.“ Tryggvi Tryggvason, hjá LlfeyrissjóBI sjó- manna, I ViBskiptablaBinu 29. nóvember. Heil ósköp liggur nú á að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka. Þetta er ákvörðun ríkisstjórnar og fáir aðrir spurðir. Með þessu er öll frjáls sam- keppni raunar bönnuð i bankakerfinu og komið á hreinni einokun. Áður höfðu íslandsbanki og FBA- bankinn verið sameinaðir. Það var líka gert með ein- okun að leiðarljósi. Menn reyna að bjarga einka- vædda sjóða- og bankakerf- inu frá glötun. Of háír vextir. Samkvæmt fréttum í blöðum, t.d. Morgunblaðinu laugardaginn 11. nóvember s.l„ bls. 14, „Peningamark- aðurinn", þá eru yfirdráttarlán fyrir- tækja í dag með 19.4% vöxtum, en greiðslukortalán almennings með allt upp í 21.25% vöxtum. Svo eru dráttarvextir sem margir greiða enn hærri. Þegar öll frjáls samkeppni hefur verið bönnuð í framkvæmd með sameiningu bankanna þá er hægt að bjóða fyrirtækjum og ein- staklingum upp á þessi okurkjör. Um allan heim er litið svo á að svona háir vextir beri vott um verulega sjúkt efnahagslif. Einnig bera svona háir vextir vott um að gengi krón- unnar standi enn mjög höllum fæti og gengi íslenzku krónunnar hefur fallið undanfarið. Þessum háu vöxt- um er m.a. ætlað að forða frekara falli krónunnar. Það má vera að gengi krónunnar lafi uppi í bili með framangreindum okurvöxtum, en á sama tíma eyðileggja þessir háu vextir Qárhagsstöðu margra fyrirtækja og einstaklinga. Það er því dýru verði keypt fyrir marga þegar ríkis- stjómin afneitar lögmálum frjálsrar samkeppni í banka- og peningamálum. Og varla borgar útgerðin sjálf þá 200 miljarða sem hún skuldar. Enginn veit hvað tekur við hér á landi á næstu mánuðum varðandi gengi krónunnar, áfram- haldandi metvexti og verð- bólgu. Ríkisstjórnin virðist heldur ekkert vita hvað á að gera til bjargar, sbr. meiri, og raunar algjöra, einokun í bankamál- um. Hefði ekki verið betra að lækka vextina og koma á meiri og frjálsari samkeppni mOli banka? Ónýtt veð á bak við Þessa dagana hefur það verið mik- ið rætt i blöðum að sjávarútvegur okkar skuldar 200 milljarða. Af þess- um 200 milljörðum hafa 80 milljarð- ar hlaðist upp á síðustu 5 árum! Á nýlegum fundi útgerðarmanna var skýrt frá því að minni hagnaður væri í sjávarútvegi t.d. vegna dýrari olíu og minni kvóta. Þarna er verið að tala um smámuni og smáaura þegar fjárhæðirnar eru bornar sam- an við vexti af skuld útgerðarinnar upp á 200 milljarða, sem útgerðar- menn þegja um og þora ekki að ræða. Hún virðist hlaðast upp, sbr. aukningu hennar upp á 80 milljarða á síðustu 5 árum. Banka- og sjóðakerfið, sem hefur verið einkavætt, hefur lánað allt þetta fé, en erfitt eða ómögulegt get- Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur mann í spennitreyju. Hann getur freistast til að kaupa sér fylgi öfga- hópa með því að gangast inn á baráttumál þeirra. Fjölmiðlar töldu sumir að Bush hefði gengið langt til móts við slíka hópa I viðleitni sinni til þess að afla sér at- kvæða. í Bandaríkjun- um ráða peningar því hverjir komast í fram- boð. Bush er talinn hafa aflað um 8 milljarða kr. fyrir forkosningarnar. - í landi lýðræðisins hljóta menn að velta fyr- ir sér spurningunni um gildi lýðræðisins og hvernig markmiðum þess verði náð fram. Þegar löngu dánir menn eru kjörnir á þing, og úrskurðað að konur þeirra takið sætið, kem- ur það óneitanlega Evr- ópubýum spánskt fyrir sjónir. Guðmundur G. Þórarinsson í kjölfar tíðra slysa í langferðabflum hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort ekki sé tímabært að skylda langferðabílstjóra tll að hafa bílbeltl í öllum sætum í bílum sínum. Sltt sýnist hverjum um þessa hugmynd og sumir telja að það gæti verið hættulegt að hafa bílbelti í eldri rútum. ur verið að fá það til baka. Trygging- ar bankanna eru stórtogararnir sem hætta að bera sig þegar olian hækk- ar og kvóti minnkar. Svo hækka skuldirnar á mörgum þeirra þar sem þær eru með gengisáhættu og gengið fellur þessa dagana. Bankarnir hafa líka lánað ofangreinda 200 milljarða ^ til útgerðarinnar út á gjafakvótann. Það veð er orðið vafasamt og getur orðið lélegt. Samkvæmt skoðana- könnunum eru 70% landsmanna andvíg gjafakvótanum eins og hann er framkvæmdur í dag. Einn daginn kemur hér lýðræðislega hugsandi ríkisstjórn sem virðir skoðanir meirihlutans og lagfærir galla kvóta- kerfisins. Dregið verður úr einokun til fiskveiða með skuld upp á 200 miljarða. Við tekur skuldlítil útgerð sem fer að lögmálum frjálsrar sam- keppni. Gjafakvótinn er því fyrr en nokkur veit alveg ónýtt veð á bak við þessa 200 milljarða. Og eigið fé einkavæddu bankanna er ekki til stórræðanna. - Dugar ekki einu sinni fyrir vöxtum af þessum 200 * milljörðum í stuttan tíma. Selja landhelgina? Það er von að lagt sé til að útlend- ingar séu fengnir til að taka við þess- um 200 milljörðum sem gjafakvóta- menn skulda nú orðið. Það má vera að útlendingar taki að hluta við út- gerð okkar og öllum þessum útgerð- arskuldum upp á 200 milljarða. En þá vilja þeir líka fá hlut í landhelg- inni og fiskimiðunum. Það er feiti bitinn með skuldasúpunni. - Til hvers var þá barizt i tveim þorska- stríðum? Lúðvík Gizurarson þess þræll ertu“ Segja ekki viðskiptajöfrarnir: „There is no such thing as a free meal“? Að öll- um þessum atriðum samanlögðum verða vafaatriðin mörg. Var einhver að halda ræðu um gildi lýðræðisins? Lýðræðið er lélegt stjórnarform en samt það besta sem völ er á, segja gárungarnir. Hugsjónir og betri heimur Stjórnmálamaður getur ekki treyst á að hugsjónir hans og heil- brigð stefna, öllum landslýð til góðs, nægi til þess að sigra í kosn- ingum. Alla vega þarf hann mikla fjármuni til þess að kynna stefnu sína og til þess að afla þeirra getur hann þurft að lofa, stundum ein- hverju sem fellur illa að stefnunni. Prófkjörin geta sett stjórnmála- „Prófkjörin geta sett stjórnmálamann í spenni- treyju. Hann getur freistast til að kaupa sér fylgi öfgahópa með því að gangast inn á bar- áttumál þeirra. Fjölmiðlar töldu sumir að Bush hefði gengið langt til móts við slika hópa í viðleitni sinni til þess að afla sér atkvœða. “ Látalæti Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, reif sig upp í heilagleika á dögunum og skrifaði grein um kennaraverkfallið (DV 20. nóv.). Hjálmar hafði þá komið auga á eftirfarandi samhengi: Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, réðist gegn framhaldsskóla- kennurum og launabaráttu þeirra með frægri yfirlýsingu í kosninga- baráttu innan ASÍ. Ari styöur Sam- fylkinguna, sem þykist styðja fram- haldsskólakennara. Ályktun fram- sóknarþingmannsins Hjálmars er á þá leið að Samfylkingin: „hafi tung- ur tvær og tali sitt með hvorri,' og segir í gamalli vísu. ems Ogeöfelld kosningabrella Ég held hins vegar að Ari hafi gert framhaldsskólakennurum greiða. Yf- irlýsing hans um launamál kennara var að vísu afar ógeðfelld kosninga- brella. Hann reyndi að ná kosningu út á fjandskap ASÍ-félaga í garð skóla- manna en það mistókst. Undirtektirn- ar afhjúpuðu að marga grunar núorð- ið að almenningur hagnist á traustu og góðu skólakerfi. Ari hefur því ef til vill, óviljandi, verið framhaldsskóla- „Enginn íslenskur stjómmálaflokkur eða ríkisstjóm hefur í mínu minni hrint þeirri ákvörðun í fram- kvœmd að greiða nœgilega vel fyrir kennslu til þess að kennslustöður verði eftirsóttar og starfsfriður í gmnn- og framhaldsskólum. “ - Frá umrœðum á Alþingi um kjaramál kennara. Með og á móti Umferðaröryggi eykst til muna j Miklar umræð- ur hafa orðið um bílbelti í hópbif- ■HPP reiðum, meöal annars í kjölfar al- varlegra slysa á undanfóm- um árum. Fyrir liggur að ef allar hóp- bifreiðir væru með bílbelti í öllum sætum myndi umferö- aröryggi aukast til muna. Al- varlegustu slysin verða þegar fólk kastast fram og aftur um bílinn vegna þess að það situr laust. Allar litlar hópbifreiðar sem skráðar hafa verið eftir 1. október 1999 eiga að hafa öryggisbelti í öllum sætum. Siguröur Helgason, upplýsingafulltrúi hjé Umferöarréöi Hliöstæð lög ganga í gildi 1. október á næsta ári um stærri bílana. Þar þarf að huga að þvi ? meö hverjum hætti hægt er að setja belti í eldri bOa þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Forráðamenn Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis hafa skorað á stjómvöld að sett verði lög um að öryggisbelti skuli vera í öllum rútum. Þar bætast þeir í hóp þeirra sem hvetja til lagasetningar í þessu sambandi. Kristján Jóhann Jónsson rithöfundur kennurum mun dyggari liðsmaður en Hjálmar Árnason, sem árum saman hefur verið þingmaður í stjómmálaflokki sem er einkar lítilþægur í mennta- málum. - Hógværð í menntamálum getur hins vegar ekki talist sérstaða Framsóknarflokksins. Eng- inn íslenskur stjórnmála- flokkur eða ríkisstjórn hef- ur í mínu minni hrint þeirri ákvörðun í fram- kvæmd að greiða nægilega vel fyrir kennslu til þess að kennslu- stöður verði eftirsóttar og starfsfriður í gmnn- og framhaldsskólum. Til þess hefur vantað vilja og kjark fram að þessu. Hver samninganefndin af annarri hefur fengið skipun um að borga kennurum örlítið hærri laun án þess að déskotans beinin fái meiri peninga! Þann vanda hefur núver- andi samninganefnd ekki tekist að leysa fremur en öðrum. Menntahatur minnkar Að mati margra stjórnmálamanna virðast áhyggjur almennings út af launum kennara vera aðalatriöi þeg- ar skólar eru annars vegar. Ari Skúlason er ekki einn um það mat. Stjórnmálamenn virðast lengi hafa metið viðhorf þjóðarinnar þannig aö sú öfund sem bætt kjör kennara hefðu í för með sér yrði í öllum til- vikum sterkari en umhyggjan fyrir bömunum eöa áhyggjur af menntun- arstigi þjóðarinnar. Því verður ekki svarað hér hvort þetta er rétt mat en skoðanakannanir gætu ef til vill svarað því. Svonefnt menntahatur hefur auðvitað lengi verið þekkt hjá hugsjóna- og hug- myndasnauðu fólki, þótt það sé greinilega komið 1 minni- hluta hjá ASÍ. Hins vegar gera stjórnmálamenn með sómatilfinningu að sjálf- sögðu ekki út á þess háttar viðhorf. Samfylkingin hefur kveðið nokkuð sterkt að orði um skólamál og von- andi gufar sá málflutningur ekki upp. Ég segi „vonandi" því mig minnir að ég hafi einhvern tímann fyrir löngu heyrt Össur Skarphéðinsson segja í útvarpsþætti að loforð um mennta- mál væru alltaf svikin vegna þess hve langur tími liði milli loforða og möguleika á efndum. Ég vona að þetta sé rétt munað og ég skildi Öss- ur að sjálfsögðu þannig að hann teldi þetta ekki náttúrulögmál, heldur ljótan ósið. Vonandi var það líka rétt skilið. Stuðningur við framtíðina Stuðningur við menntun og skóla- kerfi er stuðningur við framtíðina. Það eru óþolandi látalæti og hræsni að segjast styðja skólakerfið og vilja borga það sem það kostar en tíma hvorki né þora að reiða fram féð. Nú- verandi ríkisstjóm ætti að líta á hið lærdómsríka kosningabragð Ara Skúlasonar sem víti til varnaðar. Það virðist einfaldlega borga sig fyr- ir atkvæðasmala að snúast ekki gegn menntun. Auðvitað reiðast einhverj- ir ef ríkisstjórnin ákveður að leysa kennaraverkfallið en sennilega yrðu fleiri dauðfegnir. Kristján Jóhann Jónsson i í allar rútur? Mikil fáfræði í umræðunni gggmm Ég tel að menn | tali um þessa hluti af afskaplega mik- r illi fáfræði. Á næsta ári eiga allir nýir rútubílar að vera komnir með belti. Verði þetta gert aft- urvirkt eru ótal, ótal hlutir sem þarf að fara í gegnum: jóhannes gerð sætanna og festinga og Ellertsson, hvort bíllinn sé hreinlega orð- eigandi inn það ryðgaður að hann Vestfjaröaieiöa beri þetta ekki. Ryðið sest yf- irleitt að burðarvirkinu um gólfið. Er það þá nógu sterkt í öllum þessum rútum til að þola alla þessa þyngd? í 40 sæta bíl eru það þrjú tonn sem bindast ofan í sæti með öllu fólkinu. Fari slíkur bíll á hvolf, hvað þá? Ég er til í að ræða þetta frekar við menn og sýna um hvað er að ræða. Kostnaður- inn er ekki svo mikill en spumingum um allar hugsan- legar hliðarverkanir er ósvar- að. Ég get einnig nefht að ef bílstjórar verða ábyrgir fyrir því ef skólaböm eru ekki í beltum þá er ég ansi hræddur um að mjög þurfi að taka til og spuming hvort kennari eigi ekki að fylgja börnunum þegar við erum að keyra þau. Það hefur aldrei verið farið i faglega umræðu um þessa hluti. Menn þykjast hafa vit á þessu en gera það ekki. Lýðræði í landi lýðræðisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.