Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 I>V ^Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ , Svava Skúladóttir, Hátúni lOa, Reykjavík. ' ^O-ára___________________________________ v Hörður Steinþórsson, I Norðurbrún 1, Reykjavík. Sólveig Magnúsdóttir, Efstasundi 76, Reykjavík. j 75 ára___________________________________ i Fanney Jónsdóttir, * Lindasíðu 4, Akureyri. Guölaug Halldóra Guömundsdóttir, Skipholti 55, Reykjavík. , Ingólfur Björnsson, i Drangshlíðardal, Hvolsvelli. Sigurjón Jónasson, Lokinhömrum, Þingeyri. «tSvava Hjaltadóttir, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi. 70 ára_________________________________ Kjartan Guöjónsson, fyrrv. stýrimaður og fiskmatsmaður, Leynisbraut 24, Akra- nesi. Eiginkona hans er Hefna Björnsdóttir húsmóðir sem verður sjötug þann 2.12. nk. 1 tilefni afmælanna taka þau á móti gestum að heimili sínu, laugard. 2.12. kl. 15.00-18.00 Kristján Gíslason, ; Múlavegi 22, Seyðisfiröi. Wlng Fong Chow, *• Öldutúni 16, Hafnarfirði. Þorgeröur Ólafsdóttir, Heiðarbraut 57, Akranesi. 60 ára_________________________________ ' Anna Kristín Jóhannsdóttir, \ Túngötu 8, Seyðisfirði. Áslaug Kjartansdóttir, Mýrarbraut 1, Vík. Brynhildur Siguröardóttir, ÍÞórufelli 16, Reykjavík. Carl Bjarni Rasmusson, Álftahólum 4, Reykjavík. ; Guömundína Samúelsdóttir, ■*3árugötu 17, Akranesi. Margrét Jakobsdóttir, 1 Kringlunni 79, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Albert R. Aöalsteinsson, Gaukshólum 2, Reykjavík. Elinór Höröur Mar, Eyjabakka 10, Reykjavík. Erna Björk Antonsdóttir, j Reykási 39, Reykjavík. | Helgi Jensson, j. Miðtúni 88, Reykjavík. Ingibjörg Arnkelsdóttir, i Garöarsbraut 41, Húsavík. Jón Vaidemar Björnsson, : Háholti 32, Akranesi. Jósep Zophoníasson, • Kringlumýri 9, Akureyri. , •«, Kolbrún Þóröardóttir, ! Álfhólsvegi 6a, Kópavogi. , Sigurrós Þ Stefánsdóttir, ! Furugrund 2, Kópavogi. \ Víöir Már Pétursson, J: Hæðargeröi 15, Reyöarfiröi. j 40 ára__________________________________ i, Ámi Björn Skaftason, * Hörðalandi 20, Reykjavík. ÍDagbjört Hrönn Jónsdóttir, Sökku, Dalvík. Halldóra Halldórsdóttir, l Jöklafold 41, Reykjavík. ÍHelena Katrín Alfreðsdóttir, Njarövíkurbraut 15, Njarðvík. Hólmfríöur Siguröardóttir, Vitateigi 5b, Akranesi. Jóhanna Guömundsdóttir, ♦ Reynivöllum 2, Akureyri. Sigrún Alfreösdóttir, Digranesheiði 37, Kópavogi. í f Andlát f Elín Margrét Pétursdóttir, húsfreyja í Laxárdal, Þistilfirði, andaðist I ' Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriöjud. 28.11. —Brandur Ögmundsson, Bjargarstíg 2, Reykjavlk, lést á Landspítala, Fossvogi, ■ miðvikud. 8.11. Útför fór fram I kyrrþey föstud. 17.11. frá Fossvogskapellu I Reykjavík. Jarðsett var I Ólafsvík. Einar (Freyr) Kristjánsson, Gautaborg, Sviþjóö, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Fimmtugur Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur í Mosfellsbæ Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing- ur, Bugðutanga 34, Mosfellsbæ, er flmmtugur í dag. Starfsferill Friðrik fæddist i Ólafsfirði og ólst þar upp. Að loknu stúdentsprófi frá MA 1971 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf nám við Háskóla íslands. Árið 1977 lauk Friðrik B.A.-prófi í sagn- fræði og ensku, prófl í uppeldis- og kennslufræðum árið 1981 og cand. mag. prófi í sagnfræði árið 1989. Friðrik var kennari við Langholts- skóla í Reykjavík á árunum 1975-97 og MS 1988-96. Samhliða kennslu lagði hann stund á sagnfræðistörf og hefur verið sjáifstætt starfandi sagnfræðing- ur, rithöfundur og þýðandi frá árinu 1997. Eftir Friðrik hafa komið út sjö bæk- ur: Hundrað ár í Horninu. Saga Ólafs- flarðar 1-3 á árunum 1984, 1988 og 1991; Sparisjóður í 80 ár - saga Spari- sjóðs Ólafsfjarðar 1914-1994 sem út kom árið 1994, Byggingameistari í stein og stál - saga Sveinbjarnar Jóns- sonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982 (meðhöfundur) sem út kom 1996, Langnesingasaga 1 sem út kom árið 1998 og Langnesingasaga 2 sem kom út áriö 2000. Óútgefin eru handrit að ævisögu Magnúsar Gamalíelssonar útgerðar- manns og Sögu Útvegsmannafélags Norölendinga. Árið 1993 var Friðrik styrkþegi Vís- indaráðs íslands við að rannsaka þétt- býlismyndun í Eyjafirði á 19. og 20. öld. Afrakstur þeirrar vinnu birtist í Sögu, tímariti Sögufélags, árið 1997: „Breytingar á atvinnulifi og búsetu við Eyjafjörð 1850-1910.” Auk þessara ritverka hefur Friðrik samið fjölda ritgerða og greina sem birst hafa í blöðum og tímaritum, og sagnfræðilega þætti fyrir útvarp. Hann vinnur nú að ritun sögu Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Friðrik var um árabií ritari Sögufé- lags Kjalamesþings, varaformaður Sagnfræðingafélags íslands 1990-1991 og gjaldkeri félagsins 1991-92. FJöiskylda Friðrik kvæntist 22.2. 1975 Gúð- rúnu Þorsteinsdóttur, f. 8.10. 1948, yf- irmanni launadeildar Mosfellsbæjar. Hún er dóttir Þorsteins Þorsteinsson- ar, viðskiptafræðings, stangasmiðs og kaupmanns í Ármótum, og Helgu Hansdóttur, fyrrv. póstafgreiðslu- manns og húsmóður. Böm Friðriks og Guðrúnar em Sturla Geir, f. 31.8. 1975, kerfisfræð- ingur TVÍ; Helga, f. 6.2. 1980, háskóla- nemi; Þorsteinn Gunnar, f. 15.10.1990. Systkini Friðriks em Sigriður, f. 14.1. 1954, sjúkraliði á Akureyri og Snorri Þorsteinn, f. 16.10.1963, tækni- fræðingur í Kópavogi. Sigríður var gift Steinþóri Ósland Sigurjónssyni en hann lést árið 1989. Sambýlismaður hennar er Bjöm Gunnarsson nuddari. Kona Snorra er Rósa Einarsdóttir hárgreiðslukona. Foreldrar Friðriks eru Olgeir Gott- liebsson, f. 24.8.1921. fyrrv. hitaveitu- stjóri í Ólafsflrði og Unnur Lovísa Friðriksdóttir, f. 30.11.1932, húsmóðir. Ætt Olgeir er sonur Gottliebs Halldórs- sonar bónda í Burstabrekku í Ólafs- firði og Guðrúnar Frímannsdóttur konu hans. Halldór var sonur Guð- mundar b. Ásgrímssonar í Skeggja- brekku, Ásgrímssonar b. á sama stað, Jónssonar frá Dæli í Skiðadal en hans fólk kom frá innsveitum Eyjafjarðar. Guðrún var dóttir Frímanns Steins- sonar, b. á Deplum í Fljótum og víðar, og Sigurbjargar Friðriksdóttur. Steinn var b. i Tungu í Stíflu en forfeður Sig- urbjargar vom aðallega úr innsveitum Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Lovísa er dóttir Friðriks Gunnars Magnússonar, sjómanns í Ólafsfirði, og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Friðrik Gunnar var sonur Magnúsar Sigurðs- sonar, b. í Neskoti, og Valgerðar Frið- riksdóttur. Foreldrar Sigríðar vom Þorsteinn Þorkelsson b. í Ósbrekku í Ólafsfirði, hreppstjóri og oddviti, og Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Jónssonar b. í Hringverskoti. Móðir hans var Guð- rún, dóttir séra Jóns Oddssonar prests á Kvíabekk en frá klerki em komnar miklar ættir í Ólafsfirði og víðar um landið. Fimmtug !! Sjötugur Júlíana Sigurlaugsdóttir reikiheilari á Akranesi Júlíana Sigríður Sigm-laugsdótti, húsmóðir og heilari, Jörundarholti 138, Akranesi, er fimmtug í dag. Starfsferlll Júliana fæddist að Vestra-Miðfelli í Hvalfirði en ólst upp á Vestur-Hóli í Vestur-Landeyjum og á Ragnheið- arstöðum í Flóa. Hún var í Gaul- verjabæjarskóla, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1969-70, er reikiheilari frá 1993 og stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Júlíana vann ýmis störf þar til hún stofnaði heimili á Akranesi. Hún sat nokkur ár í stjórn Sálar- rannsóknarfélags Akraness og Borg- arfjarðar. Fjölskylda Júlíana giftist 25.6. 1977 Valdimar Inga Guðmundssyni, f. 23.12. 1937, sem starfrækir verktakafyrirtækið Skófluna hf. Hann er sonur Óskars Guðmundar Björnssonar, f. 2.9. 1896, d. 27.1. 1989, og Ástu Jónsdótt- ur, f. 6.4.1902, d. 15.9. 1975, bónda og húsfreyju á Arkarlæk í Skilmanna- hreppi. Böm Júlíönu og Valdimars era Sigurlaug, f. 15.2. 1979, nemi í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi; Ásta, f. 11.6. 1981, nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en sonur hennar er Gilmar Þór Benediktsson, f. 23.1. 1999; Inga Guðlaug, f. 8.9. 1988. Systkini Júliönu eru Sæunn, f. 5. 4. 1945, bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal; Hinrik Vigfús, f. 18. 8.1946, búsettur í Noregi; Sigríður Gunnjóna, f. 5.7. 1949, bóndi og sjúkraliði á Arkar- læk; Bjamey, f. 30.11. 1950, tvibura- systir Júliönu, nemi í Fjölbrauta- skóla Suðurlands og húsmóðir á Sel- fossi; Guðmundur, f. 16.6. 1952, strætisvagnstjóri í Reykjavík; Karit- as, f. 11.3. 1956, sjúkraliði og hús- móðir í Reykjavík; Árni, f. 22.9. 1959, bóndi og búfræðingur í Vill- ingadal í Eyjafírði. Foreldrar Júlíönu: Sigurlaugur Bjarnason, f. 16.10.1916, d. 11.2.1978, síðast bóndi á Ragnheiðarstöðum, og Guðlaug Hinriksdóttir, f. 4.1.1924, búsett í Reykjavík. Júlíana verður með heitt á könn- unni fyrir þá sem eiga leið hjá. • • Orn Sigurgeirsson fyrrv. sjómaður í Reykjavík Örn Sigurgeirsson, fyrrv. sjómaður, Lauga- teigi 22, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Örn fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti í Borgarflrði 1947, hóf nám i vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni 1950, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík, lauk sveins- prófi í vélvirkjun 1954. Að námi loknu starfaði Örn áfram hjá Vélsmiðjunni Héðni til 1958. Hann hóf þá störf hjá Eim- skipafélagi íslands og var síðan vélamaður á skipum félagsins í fjörutiu ár. Fjölskylda Öm kvæntist 20.11. 1954 Ingi- björgu Gestsdóttur, f. 12.7. 1930, fyrrv. sölumanni. Hún er dóttir Gests Halldórssonar og Elínar Ás- geirsdóttur. Böm Amar og Ingibjargar eru Sigurgeir Arnarson, f. 24.1. 1953, kaupmaður í Reykjavík en kona hans er Guðrún Sigur- jónsdóttir húsmóðir og eiga þau fjögur börn; Gestur Amarson, f. 15.4. 1956, rafvirkjameistari í Reykjavík en kona hans er Anna Óskarsdóttir og eiga þau íjögur böm; Sveinbjörn Örn Anarson, f. 3.7. 1959, múrarameist- ari í Reykjavík en kona hans er Hrefna Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Amar voru Sigurgeir Helgi Sigurgeirsson, f. 17.8. 1898, d. 18.6. 1965, skipstjóri í Reykjavík, og k.h., Helga Halldórsdóttir, f. 23.1. 1906, d. 18.8. 1976, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Sigurgeir var sonur Sigurgeirs skipstjóra Bjarnasonar, og Ólínu Ólafsdóttur. Helga var dóttir Halldórs, í Hall- dórsbúð í Grundarflrði Indriðason- ar, og Dagfríðar Jóhannsdóttur. Itilefni afmælisins taka Örn og Ingibjörg á móti gestum að Dalbraut 18-20, laugardaginn 2.12. milli kl. 15.00 og 18.00. Merkir Islendingar liiii Gunnar Jens Möller Gunnar J. Möller, hrl. og framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1911. Hann var sonur Jakobs Möller, alþm., ráðherra og sendiherra, og k.h., Þóru Guðrúnar Þórðardóttur, f. Guðjohnsen. Gimnar var bróðir Baldurs ráðuneytisstjóra, Ingólfs, deildarstjóra hjá Eimskip, og Þórðar yflrlæknis. íföðurætt var Gunnar kominn af Magnúsi Norðfjörö, forfoður Matthías- ar Johannessen og Hans G. Andersen, en langafi hans í móðurætt var Pétur Guðjohnsen dómorganisti. Gunnar lauk stúdentsprófi frá MR 1931, lögfræðiprófi 1937 og öðlaðist hrl-rétt- indi 1943. Hann stundaði lengi lögfræðistörf í félagi við Lárus Jóhannesson hrl, en ævistarf var á sviði almannatrygginga. Hann var fram- kvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1939-42 og 1945-79, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks i tryggingaráði frá 1944 og lengst af formaður, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og átti mikinn þátt í mótun lög- gjafar um almannatryggingar. Gunnar naut mikils trausts sem sér- fróður, sanngjarn og samviskusamur embættismaður. Við myndun vinstri stjórnar 1971 var fulltrúa Alþýðu- bandalags i tryggingaráði, Geir Gunn- arssyni, boðið formannssætið þar. Hann harðneitaði og sagðist styðja Gunnar, sitjandi formann. Gunnar söng með Fóstbræðrum um áratugaskeið og var æðsti stjómandi Frímúrarareglunnar á Is- landi frá 1983 og til dauðadags 6. júní 1988. Jarðarfarir Útför Elínar Þorvarðardóttur, Þangbakka 8, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtud. 30.11. kl. 15. Útför Halldórs Ágústssonar bónda, Eyri, Seyðisfirði, Súðavíkurhreppi, fer fram frá Eyrarkirkju laugard. 2.12. kl. 14. Ásthildur Jóhannesdóttir, Laufvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju fimmtud. 30.11. kl. 13.30. Sigurveig Kristjánsdóttir, Skarðaborg, Reykjahverfi, Suður-Þingeyjarsýslu, verö- urjarösungin frá Húsavíkurkirkju föstud. 1.12. kl. 14. Jón Ágúst Guðbjörnsson rafvirkjameist- ari, Grandavegi 47, veröur jarðsunginn frá Langholtskirkju 30.11. kl. kl. 13.30. Helga Bergþóra Sveinbjörnsdóttir aug- lýsingateiknari, Ártúnsbrekku við Elliða- ár, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtud. 30.11. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.