Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2000, Blaðsíða 24
28 * Tilvera FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 IDV lí f iö E F T I R VI N II U - Útgáfu- tónleikar Sálarinnar Sálin hans Jóns mlns heldur útgáfutónleika í Bíóborginni við Snorrabraut í kvöld. Sálin sendi í haust frá sér plötuna Annar máni og er hún níunda breiðskífa sveitarinnar. Hljómsveitin hefur nokkra aðstoðarhljóðfæraleikara sér til fulltingis á tónleikunum, m.a. átta manna strengjasveit. Tónleikamir hefjast kl. 20. Sveitin ■ ..HEIÐNI OG KRISTNI" - BYGGÐASAFNI ARNESINGA „Mörk heiðni og kristni" Fjórði og síðasti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð- inni „Byggð og menning" verður fluttur af Steinunni Kristjánsdóttur í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka. ■ KURAN KOMPANÍ SPILAR í PAKKHUSINU. SELFOSSI. I kvöld ætlar dúettinn Kuran Kompaní. með þeim Hafdísi Bjarnadóttur rafgítar- leikara og Szymoni Kuran fiðluleik- ara, að halda tónleika í Pakkhúsinu, Selfossi. Dúettinn leikur blandaða - dagskrá af djassstandördum og suð- ur-amerískri sveiflu ásamt eigin tón- smíöum og frjálsum spuna. Leikhús ■ GOÐAR HÆGÐIR Draumasmiðj- an sýnir leikritið Góðar hægðir eftir Auði Haralds í Tjarnarbíói í kvöld, kl. 20.00. Miðapantanir! Iðnó í síma 530 3030. ■ HÁALOFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21.00 í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- ■ MEPEA í Iðnó í kvöld verður sýn- ing á harmleiknum Medeu eftir Evrípídes. Tveir leikarar eru í sýning- unni, þau .pórey Sigurþórsdóttir og Valdimar Orn Flygenring. Næstsíð- asta sýning á íslandi. ■ OFVIÐRH) Ofviðrið verður sýnt í Smiðjunni, nýju leikhúsi Nemenda- leikhússins, viö Sölvhólsgötu 13 í kvöld, kl. 20. Miðaverð 500 krónur. I SNUÐRA OG TUÐRA Snuðra og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur er sýnd I Möguleikhúsinu við Hlemm í dag, kl. 16. Kabarett ■ PIKUTORFA OG GRAS Utgáfuhá tíð vegna bókarinnar Píkutorfan verður haldin í Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 20. Píkutorfan ergreina- safn sem tekur á ýmsum málum er varða líf ungra kvenna á Norðurlönd- um í dag. Kl. 21.30 hefjast tónleikar t með hljómsveitinni Gras. Fundir ■ ORÐRÆÐUR UM KYNFERPI OG VÓLP I dag mun Guðný Guöbjörns- dóttir, prófessor í uppeldis- og kennslufræði, ræða „Orðræður um kynferði og völd: Eigindleg athugun á kvenstjórnendum í skólakerfinu.' í hádegisrabbi Rannsóknastofu í kvennafræöum. Rabbiö veröur hald- iö í Odda, stofu 201, kl. 12.00-13.00. Allir velkomnir. ■ FRÆÐSLUFUNPUR FÉLAGS ÍSLENSKRA MUSIKÞERAPISTA verður í kvöld, kl. 20, í Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12. Á fundinum verða kynntar heimasíður sem gagn- legar eru áhugasömum um músík- þerapíu. Allir velkomnir á þessa kynningu og í tónföndur mpð jóla- ívafi. DV-MYND REUTERS Fegurðardrottningin Elva Dögg Melsteö Stígur á sviöiö í kvöid, klædd hvítum síðkjól eftir Bergþóru Magnúsdóttur fatahönnuö. Elva Dögg Melsteð keppir um titilinn ungfrú heimur í kvöld: Verð glöð hvernig sem fer - keppninni sjónvarpað til þriggja milljarða áhorfenda „Mér líður mjög vel og keppnin leggst mjög vel í mig. Þetta er búinn að vera langur og stundum strangur tími en nú er þetta allt að smella sam- an,“ sagði Elva Dögg Melsteð, ungfrú ísland.is, þegar DV sló á þráðinn til hennar í London í gær. Elva Dögg var þá stödd í húsakynnum dómnefndar og beið þess að vera kölluð fyrir. „Þetta er verkefni dagsins hjá okkur og við mætum dómnefndinni klæddar síðkjólum. Við verðum spurðar spjör- unum úr og það er mikilvægt að standa sig vel því dómnefndin byrjar að leggja mat á okkur í viðtalinu," sagði Elva Dögg. Fjölskyldumál Ungfrú heimur, eða Miss World, er nú haldin i fimmtugasta sinn og af því tilefni verður meira um dýrðir en vant er. Meðal annars munu fegurðar- drottningar fyrri ára mæta til keppn- innar og þar á meðal verður Linda Pétursdóttir sem var kosin ungfrú heimur árið 1998, þremur árum á eft- ir Hófí. Herlegheitunum verður síðan sjónvarpað til 3 milljarða manna en Elva Dögg segist ekki kvíða því enda hafi undirbúningur allur gengið ágæt- lega. Hún fór utan 4. nóvember síðast- liðinn og hefur síðan verið með stúlk- unum 95, fyrst á Maldíveyjum við myndatökur og siðan í London þar sem stífar æfíngar á sviði og blaða- mannafundir hafa skipst á. „Lokaæf- ingin var í gærkvöld og gekk að mestu áfallalaust þannig að ég er bjartsýn á að okkur gangi vel í kvöld,“ segir Elva Dögg. Góðum árangri spáð Eins og við er að búast vekja 95 feg- urðardrottningar mikla athygli, jafnt meðal íjölmiðlamanna og almennings. „Það var ótrúleg upplifun þegar við komum heim á hótel eftir lokaæfing- una. Þá höfðu safnast þar saman hundruð manna og við þurftum að ganga i gegnum mannþröngina undir blikkandi ljósum myndavélanna.“ Veðbankar í London spáðu Elvu Dögg góðum árangri í gær, eða 7. til 11. sætinu. „Ég kippi mér ekki mikið upp við þessar spár en auðvitað er ánægjulegt þegar eftir manni er tekið. Mér finnst aíveg frábært að sjá loks fyrir endann á þessu öllu saman og ég verð glöð hvernig sem fer. Draumur- inn er auðvitað að komast í topp tíu en það verður bara að koma í ljós hvort það tekst,“ sagði Elva Dögg Mel- steð. -aþ Sambúðin krefst samvinnu Þórhallur Heimisson shrifar um fjölskyldumál á miðvikudögum Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Að vera í sambúð krefst sam- vinnu. Samvinna þýðir aftur það að báðir aðilarnir í sambúðinni leggi sitt af mörkum til þess að öllum innan veggja heimiíisins líði vel í lífi sínu og starfi. Sam- vinna felur líka í sér að báðir að- ilar sambúðarinnar virði hvor annan, styðji hvor annan og gefi hvor öðrum tækifæri til þess að þroskast um leið og samband þeirra þroskast. Hamingjan felst í því að láta samvinnuna ganga upp. Óhamingjan er þá skipbrot samvinnunnar. Það er reyndar algengara en margur heldur. Allt of oft ætlumst við til þess af maka okkar að hann eða hún hafí frumkvæðið að einhverju sem eykur hamingju innan veggja heimilisins. Maki okkar á líka að vera tilbúinn til þess að gefa sér tíma fyrir okkur, til þess að rækta ástina og til þess að vera okkur til stuðnings í blíðu og stríðu. Þegar það gengur ekki eftir bregða sumir á það ráð að láta sig einfaldlega hverfa burt úr sambúðinni, slíta sam- vistum, vegna þess að „makinn er svo leiðinlegur, tillitslaus og hefur engan áhuga á sambandi okkar“ eins og margir segja! Galdurinn við ham- ingjusama sambúð er aftur á móti fólginn í því að segja ekki „hvað getur maki minn gert...“ heldur „hvað get ég gert fyrir sambúðina okkar...“. Áður en við krefíumst alls af maka okkar ættum við að venja okkur á að líta í eigin barm því það er þar sem lykillinn að góðri sambúð er falinn. Ég læt fljóta með í dag heimasmíð- aðan lista sem ég hef kallað „Gátlista hamingjunnar". Á gátlistanum eru nokkur atriði sem hver og einn getur gert og haft í huga til þess að auka hamingjuna í sínu sambandi. Ef þér líst vel á listann skaltu klippa hann úr blaðinu og hengja hann upp á ísskáp eða á annan góðan stað. Reyndu svo að „tékka“ við þá hluti sem þér hefur tekist vel með. Þú getur líka bent maka þínum á listann. En munið bara að segja ekki við hvort annað: „Já, þetta er nú eitthvað sem ÞÚ þyrftir að gera,“ heldur segið við ykkur SJÁLF: „Þetta er eitthvað fyrir MIG.“ Gangi ykkur svo vel með samvinnuna. Gátlisti hamingjunnar (Eða nokkrir hagnýtir hlutir sem ég get gert til að auðga samband mitt við þá sem mér eru nákomnir.) Ég get gefíð mér tíma til þess að tala við fjölskyldu mína og/eða nána vini um hluti sem í raun og veru skipta okkur máli. Ég get reglulega tekið þátt í ein- hverju með maka mínum sem auðgar hjónaband mitt þannig að kærleikur- inn fái að halda áfram að vaxa hjá okkur. Ég get tekið á vandamálum í sam- bandi okkar í stað þess að forðast að ræða um þau þegar þau koma upp, með því að tala um þau og finna sam- eiginlega lausn hvenær sem hægt er. Ég get talað reglulega og einlæg- lega, helst á hverjum degi, við þau Allt of oft œtlumst við til þess af maka okkar að hann eða hún hafi frum- kvœðið að einhverju sem eykur hamingju innan veggja heimilisins. sem ég bý með, maka minn og böm, um samskipti okkar og vandamál hins daglega lífs. Ég get lært að rækta ástina í sam- skiptum mínum við maka minn með því að fullnægja þörfum okkar beggja fyrir hrós, viðurkenningu, snertingu, hlýju, virðingu og umhyggju. Ég get lært að taka þátt í samfélagi og hópum sem styðja mig og næra mig. Ég get gagnrýnt á uppbyggilegan og heiðarlegan hátt og tekið gagnrýni. Ég get lært að byggja upp Qölskyldu mína með því að segja hvernig mér líður í sambandi okkar, í stað þess að brjóta niður með þögninni. Ég get viðhaldið vináttu minni við gamla vini, gert mitt til að eignast nýja með maka mínum og stutt vin- áttu maka míns við sína vini. Ég get fyrirgefið og þegið fyrirgefn- ingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.