Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 4
F F T T P V T M M I 1 Vikan 1. desember til 7. desember 1ifið fókus á grfmuballt „Ég vaknaði seint á föstudag- inn og fór þá að- eins að æfa. Ég borðaði heima og svo fór ég út á djammið og klkti á Astro. Á laug- ardaginn svaf ég út og fór að hitta vin minn sem er leikstjóri, en ég er að spá í að setja upp leikrit. Um kvöldið fór ég á grímuball á Kaffi- barnum klæddur sem vinsælasti herrann. Ég endaði svo aftur á Astro og skemmti mér mjög vel nema ég týndi símanum mínum og debetkortinu. Á sunnudaginn vaknaði ég seint og fór í mat til mömmu.“ Hallgrímur Hansen, 5. sœti í herra ísland og vinsœlasti herr- ann. „Á föstudaginn fór ég í sumarbústað með hóp vina og vin- kvenna. Við leigðum mjög flottan bústað í Úthlíð við Laugar- vatn. Þarna vorum við alla helgina, drukkum bjór, grilluðum góðan mat, vorum í heita pottinum og höfðum það rosalega gott. Ég kom svo heim um klukkan sex á sunnudagskvöldið og fljótlega eftir það kikti ég aðeins á vinkonur mínar og við horfðum á vídeó sam- an.“ Jón Baldur Valdimarsson, 4. sœti í herra Island. „Föstudagurinn ór að mestu leyti í ið læra. Ég var að •eyna að bæta það upp hvað maður hefur misst mikið úr út af keppninni. Á laugardaginn svaf ég fram á há- degi en fór svo aft- ur að læra til svona fimm. Þá hitti ég frændur mína og við fengum okkur pizzu og bjór og spiluðum snóker. Eftir það fórum við á Þjóð- leikhúskjallarann og þar var djamm- að fram á nótt. Á sunnudaginn svaf ég til hádegis og fór svo aftur að læra, var nefnilega að fara í próf á mánu- daginn. Ég borðaði svo kvöldmatinn á American Style.“ Gunnar Davíð Gunnarsson, 3. sœti í herra ísland Popp ■ FÓSTUPAGSBRÆÐINGUR HINS HÚSSINS Föstudagsbræðingur Hins hússins, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks verður spenn- andi að vanda. „Molesting Mr Bob“ spila fyrst- ir, svo „Fidel“ og mennirnir í „Minus“ reka iest- ina. 16 ára aldurstakmark og fritt inn. ■ TODMOBILE I OP- ERUNNI Nú er hring- vegurinn búinn hjá Andreu, Þorvaldi B. og hinum Todmobile- hjálparkokkunum og í tilefni þess ætla þau aö láta gamminn geisa í íslensku Óp- erunni stundvíslega kl. 20.00. Hver veit hvenær þau dúkka up næst? ■ ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FRÆBBBLANNA Á GRANDROKK Útgáfutónleikar verða á Grandar- anum með hinum vlöfrægu Fræbbblum. sem löngu eru hættir að vera pönkarar. ^Klúbbar ■ MAKESOME BRAKESOME Á THOMSEN Dezz Makesome Brakesome frá Lundúnum lætur bassann duna á neðri hæðinni þangað til Bjössi tekur við um 6-leytiö. Margeir spilar á efri hæöinni. 500 kall fyrir kl. 3, 1000 kall eft- ir kl. 3. ■ KLÁMHELGI Á SPOTLIGHT - DJ DROOPY SPILAR Nú er Klámhelgi Spotllght og í kvöld spilar DJ Droopy í búrinu og gerir allt vitlaust. ■ DÖMUEVENT Á ASTRO í kvöld ætlar FM957 ásamt Top Shop og Martinl Bianco að vera með glæsilegt „Dömuevent" á Astró. Veislustjórarnir eru Svavar Öm tískulögga & SVALI FM957. Fyndnasti maður íslands kemur og skemmtir. Það verður mikið að gerast með- al annars koma tveir herramenn og tína af sér spjarirnar. Húsið verður síðan opnað á mið- nætti fyrir karlana. ■ RAUÐVÍNSGLEÐI Á SKUGGABAR í kvöld á Skugganum verður boðið í rauðvínsgleöi en þaö á að smakka helling af rauðvíni og það verður allt fritt. Húsið opnar kl. 23.00 og það kostar 500 kall inn eftir miðnætti. Nökkvi og Áki sjá um tónlistina. •Krár ■ I kvöld mun „Öminn" Einar Öm trúbador halda uppi stuöinu á Kaffi Strætó. ■ BRASS Á NIKKANUM BraSS heldur uppi fjörinu á Nikkabar um helgina. Auk þess verð- ur Guinness mót milli 5 og 7 á morgun. Ekki klikka aö mæta á Nikka! ■ BUTTERCUP Á GAUK Á STÖNG í kvöld á Gauknum verður hljómsveitin Buttercup að spila og það verður hörku- stemning fram undir morgun. ■ DJ ANDRES Á VEGAMÖTÚM DJ Andres er nýkominn að utan eins og flestir okk- ar bestu dj-ar, það er enginn smá-ferðafílingur í þeim nú, kemur sterkur inn að vanda á Vega- mótum í kvöld. ■ DJKIPDI GHOZTÁCAFÉ GRÓF Á Café Gróf í kvöld tekur DJ Kiddi ghozt techno/trance sveiflu sem kemur öllum í gott skap. Aldurstak- mark 20 ár. kvöld. Aö sjálfsögðu veröur boltinn í beinni og boltaverö á ölinu allt til kl. 23.30. Sjáumst eldhress. ■ DJAMM Á MANNSBAR Á Mannsbar verð- ur einkasamkvæmi til klukkan 22, en eftir þaö erú allir velkomnir. f;Böl 1 ■ BALL í HREYFILSHÚSINU Dansleikur verður í Hreyfllshúsinu í kvöld og mun hann hefjast kl. 22.30. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Allir velkomnir sem vilja skemmta sér án áfengis. •Sveitin ■ DJ SKUGGA-BALDUR í HÓLMINUM DJ. Skugga-Baldur verður ! kvöld á Fosshóteli Stykkishólml. ■ ÞÚSÖLD Hljómsveitin Þúsöld verður á H barnum i kvöld. ■ ORMURINN Á EGILSSTÖÐUM DJAMM OG GLEÐI í tilefni fullveldisdagsins verður stripp á Ormlnum á Egilsstöðum. Þangaö mæta þrjár sjóðheitar stelpur og fækka föt- um. 1000 kall inn. ■ PAPARNIR Á HÓTEL VALASKJÁLF Papar spila á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, í kvöld. ■ HUÓMSVEITIN PENTA Á LUNPANUM í VESTMANNAEYJUM Hljómsveitin Penta skemmtir á Lundanum í Vestmannaeyjum í kvöld. ■ UNDRVP SPILAR Á PRÓFASTINUM í VESTMANNAEYJUM Hljómsveitin Undryð spilar á Prófastinum í Vestmannaeyjum í kvöld og má búast við ofurstuði. ■ HUÓMSVEITIN SÓLON Á RQYAL, SAUP- ÁRKRÓKI Hljómsveitin Sólon spilar á Royal á Sauöárkróki í kvöld. ©Leikhús ■ ABIGAIL HELDUR PARTÍ Abigail heldur partl eftir Mlke Leigh á Litla sviðinu! Borgar- leikhúsinu ! kvöld kl. 20. ■ GÓPAR HÆGPIR Draumasmiðjan sýnir leikritiö Góðar hægðlr eftir Auði Haralds i Tjarnarbiói i kvöld kl. 20.00. Miðapantanir i Iðnó I sima 530 3030. Sýningin er hluti af leiklistarhátið sjálfstæðu leikhúsanna, Á mörkunum. ■ HVAR ER STEKKJASTAUR? Feröaleikritiö Hvar er Stekkjastaur? eftir Pétur Eggerz veröur sýnt I Mögulelkhúsinu viö Hlemm kl. 10:30 og 14 í dag. Uppselt. Sýningin er fýrir börn á aldrinum 2ja-9 ára og er 45 mínútna löng. Tveir leikarar eru I sýningunni, þau Bjarnl Ingvarsson og Aino Freyja Járvelá. Ef einhver hefur áhuga á að fá sýninguna til sin þá þarf hún 5x5 metra gólfpláss og tekur 45 mínútur að undirbúa hana. Samband skal haft viö Möguleikhúsið. ■ OFVIPRIP Ofviðrið verður sýnt í Smiðj- unni, nýju leikhúsi Nemendaleikhússins, við Sölvhólsgötu 13 í kvöld kl. 20. Miöaverð 500 krónur. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Sjeikspír eins og hann ieggur sig sýndur i kvöld í Loftkastalanum í kvöld kl. 20. Nokkur sæti laus. ■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt i kvöld kl. 20 í Borgarleikhúsinu. ■ SÝND VEIPI í kvöld kl. 22 verður sýnt leik- ritiö Sýnd veiði i Iðnó. Örfá sæti eru laus. ■ VITLEYSINGARNIR Vitleysingarnir, nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, verður sýnt í Hafnarfjaröarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Örfá sæti laus. Ktkti á Hótel Setfoss „Föstudagurinn fór mestallur Kringluráp meö fjölskyldunni, ég var bæði að sækja þangað nokkra vinninga sem ég fékk í keppninni og líka bara að tékka á stemmn- ingunni. Um kvöldið var ég heima og horfði á NBA með nokkrum vinum. Ég vaknaði um hádegið á laugardaginn og fór þá í gufu og slakaði á. Laugardagskvöldið fór í djamm en þá fórum við á ball á Hótel Selfossi. Á sunnudaginn svaf ég út en um kvöldið borðaði ég kvöld- mat á Gallerí Pizza og við félagarnir fengum okkur bjór saman.“ Magnús Gunnar Helgason, 2. sœti í herra ísland. ■ DJ LE CHEF SPILAR Á NELLYS í kvöld verö- ur DJ le chef aö spila í búrinu á Nellys og má búast við góðu stuði. ■ PJ ÞÓR BÆRING Á SPORTKAFFI Dj Þór Bæring verður i búrinu og spilar fyrir gesti á Sportkaffl. ■ KARLAKVÓLD Á KAFFI REYKJAVÍK i kvöld er karlakvöld á Kaffi Reykjavík og hljómsveit- in Sóldögg ætlar að spila eftir að villtu dans- meyjarnar hafa sýnt listir sínar. Davíð Þór skemmtir og síðast en ekki síst verður keppt um titilinn „Blaut brjóst 2000“, sem er fyrsta og eina alvöru blautbolskeppnin í Reykjavík. Veitingar i boði og margt, margt fleira. ■ HLJÓMSVEITIN TSJOKKÓ LEIKUR Á DUBUNER í KVÓLD Hljómsveitin Tsjokkó leik- ur ásamt góöum gestum á Dubliner i kvöld. ■ JÓN OG JÖRUNPUR Á CAFÉ 22 Allt aö ger ast á Café 22, á neðri hæðinni verður Jón að spila House og Groove en uppi verður Jörundur með bland í poka. ■ BÁPIR TVEIR Á CULLÖLDINNI Gullöldln, verður opnuð eftir lagfæringar og hljómsveitin „Báðir tveir" skemmtir gestum til kl. 03.00 í ■ JÓNAS TÝNIR JÓLUNUM Feröaleikritiö Jónas týnir jólunum eftir Pétur Eggerz veröur sýnt i Mögulelkhúsinu við Hlemm kl. 9, 10:30 og 13 í dag. Uppselt. Sýningin er fyrir börn á aldrinum 2ja-9 ára og er 45 mínútna löng. Tveir leikarar eru I sýningunni, þau Pét- ur Eggerz og Hrefna Hallgrímsdóttir. Ef ein- hver hefur áhuga á aö fá sýninguna til sín þá þarf hún 5x5 metra gólfpláss og tekur 45 mínútur að undirbúa hana. Samband skal haft við Möguleikhúsiö. •Kabarett ■ 2000 GÓPAR MINNINGAR FRÁ MENN- INGARÁRI i dag er upphaf Ijósmyndasam- keppni Menningarborgarinnar og Morgun- blaðsins í samvinnu viö Hans Petersen og Kringluna. Skilafrestur er 20.01 2001 og verða valdar myndir úr samkeppninni sýndar á sýningu í Kringlunni I febrúar. Vegleg verð- laun í boöi. ■ JÓLAANDAKT Hafnarfjarðarlelkhúsiö Her- móbur og Háðvör frumflytur Jólaandakt i samstarfi viö Fríkirkjuna í Hafnarfiröi i dag kl. 14.00.Tekið veröur á móti börnunum með söng og síðan verður spjallaö um jólaundir- búninginn. Þá veröur lagt út af jólaguðspjall- inu I formi sögustundar þar sem minnt verð- ur á boðskap jólanna og verður sú stund skreytt fallegum myndum. Hápunktur andakt- innar veröur svo þegar sögö veröur, I máli og myndum og meö brúöuleik hin sígilda saga Litla stúlkan með eldspýturnar eftir H.C. Andersen. Verður þar sérstök áhersla lögö á afskiptaleysi manna. Leikstjóri er Hilmar Jónsson og prestur séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Sýningar verða laugardaga og sunnudaga fram aö jólum og fýrir hópa eftir samkomulagi á virkum dögum. ■ KVENNA HVAP...?! Sjöunda og allra síð- asta sýning á kabarettdagskránni Kvenna hvað...?! í Kaffileikhúsinu þar sem fjallaö er um íslenskar konur i Ijóöum og söngvum í 100 ár. Dagskráin hefst kl. 20.30. ■ MOTORLAB #1 í 12 TÓNUM í tilefni af út- gáfunni á Motorlab #1 efna Tilraunaeldhúslö og Smekkleysa til útgáfutónleika í tónlistar- búllunni 12 Tónum kl. 17 í dag. Motorlab #1 er geisladiskur og er sá fyrri i seríu tveggja sem innihalda „live" upptökur frá hinni sí- hressandi röð tónleika og listviðburöa, Óvæntum Bólfélögum, sem glatt hafa Reyk- víkínga mánaðarlega allt áriö. Fram koma Hilmar Jensson gitarleikari og Hispurslausi sextettinn sem tryllti lýðinn meö spuna sín- um á hljóðfæraskúlptúr Barkar Jónssonar i sumar. Hinir hispurslausu eru Arnar Geir (Ham-trymbill), Guðni Finnsson, Músíkvatur, Auxpan, Blrgir Baldursson og Óskar Guð- jónsson, en sá síöastnefndi veröur reyndar aöeins viðstaddur I anda, enda búsettur í Lundúnabæ. Veitingar í boði, bæði votar og þurrar. ■ NAUSTIP MEP TÓNLEIKA Naustiö er opiö frá kl. 18.1 kvöld veröur söngkonan og píanó- leikarinn Llz Gammon frá Englandi hjá okkur og einnig hljómsveitin Gammel Dansk frá Borgarnesi til klukkan 03.00. •Opnanir ■ ENGLAR, STJÓRNUR OG FJÓLL í dag kl 17 veröur opnuð sýning i kaffistofunni í Hafnaborg á verkum 15 barna á aldrinum 6- 10 ára úr Litla Myndlistaskólanum í Hafnar- firði. Verkin eru unnin með blandaöri tækni á pastel og kartonpappír og í leir. Viðfangsefn- iö er hugmyndir þeirra um það hvernig trúin kom til landsins I formi engla, stjarna og trú- artákna fyrir þúsund árum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-17 nema þriðjudaga og stendur til 7. janúar 2001. ■ FULLVELDI í dag kl. 17 opnar sýning á myndverkum ungra listamanna í Gerðarsafni - Listasafnl Kópavogs undir yfirskriftinni Full- veldi. Á meðai sýnenda eru Gabríela Fríðriks- dóttir, Gjörningaklúbburinn og Ásmundur Ás- mundsson. ■ SVARTI KASSINN í dag kl. 16 opnar Rósa listsýningu sina i Gallerí Nema Hvað á Skóla- vörðustíg. Um er aö ræöa gagnvirka myndlist. Áhorfendum býöst að hafa áhrif á verkiö og láta þaö hafa áhrif á sig. Menn geta sem sagt valiö um að gera ekki neitt, gefa sjálfum sér hraustlegan rafstraum eða bara stinga hausnum i sandinn/svarta kassann. Sýning- in er opin daglega frá kl.14-18 en henni lýkur miövikudaginn 6. desember. ■ SÝNING Á JÓLAKORTUM í dag kl. 17 opn ar í Hafnarborg jólasýning Hafnarborgar, I samvinnu við nemendur í fjórðu og fimmtu bekkjum í grunnskólum Hafnarfjaröar. Sýn- ingin nefnist Gleöileg jól og fjallar um jóla- kveðjuna og þá hugsun er liggur að baki þressari kunnuglegu kveöju sem við sendum ájólakortum til fjölskyldu og vina í tilefni Jóla. Nemendur myndskreyttu jólakort með kveðju undir handleiðslu myndmenntakennara skól- anna. Alls eru jjetta um 500 kort sem hengd verða upp í Sverrissal og Apóteki. Á opnun- inni i dag mun Lúðrasveit Ténlistaskóla Hafnarfjaröar leika og spila. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningin stendur til 7. janúar 2001. ■ TOLLI Tolli opnar sýningu á verkum sinum aö Álafossvegi 29 í Mosfellsbæ í dag. Sýrt- ingin er opin laugardaga og sunnúdaga í des- ember frá 14 -18. ■ TÁKN í dag kl. 17 veröur opnuö sýning I anddyri Norræna hússins sem ber heitiö Tákn. Hér er um aö ræða sýningu á vegg- teppum og leirmunum eftir tvær norskar lista- konur, Britu Been og Barbro Hernes. Þær veröa báöar viöstaddar opnunina. Listakon- urnar hafa unniö verkin á sýninguna með tákn úr kristinni trú í huga og er sýning þeirra upphaf að dagskrá í Norræna húsinu sem helguð er aöventunni. Sænsk vísnasöng- kona, Agnethe Chrlstensen, mun syngja jóla- lög og leika á kantele viö opnun sýningarinn- ar. •Fundir ■ ÍSLAND j FREMSTU RÓÐI í dag kl. 13 verður i Háskólabíói pallborðsumræður undir yfirskriftinni, ísland I fremstu röð! - Málþing stúdenta um samkeppnishæfni íslands í út- löndum í menntamálum og menningarlifi. Stjórn umræöanna er í höndum Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Popp ■ TRÍPÓLÍ Á GRANDROKK 1 kvöld verða hinir guðdómlegu Trípólí á Grandrokk, en þeir klikka aldrei! ■ TÓNLEIKAR í HUÓÐFÆRAVERSLUNINNI SAMSPIL-NÓTAN í dag heldur hljóðfæraversl- unln Samspil-Nótan i sammvinnu við nemenda- félag FÍH, „Jam-session“ (tónleika). Nemendur ásamt öðrum sýna spila á ýmis hljóöfæri. Meö- al nemanda eru meðlimir úr hljómsveitum eins og Funkmaster 2000, Jagúar, Flís og Jazzandi. Allir eru velkomnir og eru eldri nemendur skól- ans hvattir til að mæta með hljóöfæri og taka lagið. Veitingar á staðnum. •Klúbbar ■ SJÓÐHEITT KLÁMKVÓLD Á SPOTLIGHT í kvöld er sjálft Klámkvöldið á Spotlight. Þá er það DJ Páll Óskar sem spilar sjóðheita dans- tónlist. Stripparar af báðum kynjum og öllum kynhneigðum dansa i gógóbúrum alla nóttina. Þeir gestir sem fara úr og ganga um staöinn á nærfötunum sérstaka „meðferð“ við barinn. Miðaverð er 500 kr. og fylgir ókeypis drykkur með til kl. 2! Aldurstakmark er 20 ár og munið eftir skilrikjum. Þess má geta aö Páll Óskar er plötusnúður Spotiight alla laugardaga í desem- ber. ■ MEIRA DJAMM Á THOMSEN Snertlng á Thomsen. Eöalhús, diskóhústæknihús, franv sækið hús meö smá tækniblöndu. Á efri hæð- inni er það Árni E úr vesturbænum ásamt Ingva úr Austurbænum. Þaö veröa Guðný og Bjössi sem þeyta skífur í kjallaranum. ■ ÁFRAMHALDANDI RAUÐVÍNSDJAMM Á SKUGGA Það verður meira rauövín á Skugga- barnum og húsið opnar kl. 23.04. Það kostar 500 kall inn eftir 24.00 og 22 ára aldurstak- mark. Nökkvi og Áki verða á sínum stað. • Krár ■ KJARTAN SÍKÁTI í kvöld mun Kjartan sikáti trúbador halda uppi stuðinu á Kaffi Strætó. ■ DJ ÞÓR BÆRING Á SPORTKAFFI Dj Þór Bæring mætir aftur i búrið og heldur gleöinni uppi fram á rauða nótt á Sportkaffi. ■ MIKIÐ DJAMM Á GAUKNUM í kvöld mun hljómsveitin Ensími koma fram á Gauki á Stöng ásamt Minus. Einnig mun dj Addi spila og hljómsveitin Jagúar slær botninn í kvöldið ásamt dj Tomma White. Kvöldið er haldið í samvinnu við gsm-frelsi og huga.is. Þeir sem skrá sig inn á huga.is komast á gestalista og þeir sem eru með kort frá simanum gsm kom- ast einnig inn. ■ DJ GRÉTAR G SPILAR Á CAFÉ GRÓF Hinn eini sanni DJ Grétar G snýr plötum. Grétar hef- ur fylgt íslenskri klúbbamenningu síðasta ára- tuginn og er Grófinni það sannur heiður að fá kauöa til aö spila á staðnum. Grétar spilar hou- se, techno og trance og hefur leikinn klukkan 23. Aldurstakmark 20 ár. ■ HERB Á VEGAMÓTUM Herb „JURTIN“ verö- ur í brjáluöum gír á Vegamótum. ■ ÁFRAMHALDANDI STUÐ Á 22 Á Café 22 verður Andrés á neðri hæöinni að spila House og Funky Groove en uppi verður Ámi Súri með allt frá Indie yfir í mjög súrt 80¥s. ■ DJ LE CHEF OG DJ SPRELU SPILA Á NELLYS í kvöld á Nellys verða þaö dj le Chef og dj Sprelli sem sjá um rétta girinn. ■ EINKAKLÚBBURINN MEÐ BJÓRKVÓLD Á CAFÉ AMSTERDAM Elnkaklúbburinn heldur bjórkvöld á Café Amsterdam í kvöld kl. 22.30- 23.30. Ókeypis bjór fyrir félaga í klukkutíma eða á meðan birgöir endast. Munið Einka- klúbbsskirteinln. ■ HUÓMSVEITIN TSJOKKÓ SPILAR Á DUBLINER í KVOLD Áframhaldandi stuð með hljómsveitinni Tsjokkó á Dubllner í kvöld. ■ MEIRA PJAMM Á MANNSBAR Á Mannsbar er einkasamkvæmi til kl 22.00 en opið fyrir alla strax eftir það. DJ Mio kíkir inn og spinnir nokkrum plötum. ■ BÁÐIR TVEIR Á GULLÓLDINNIÁ Gullöldinnl mun hljómsveitin „Báðir tveir“ aftur skemmta gestum til kl. 03.00 í kvöld. Boltinn veröur i beinni og boltaverö á ölinu allt til kl. 23.30. ■ EINAR ÓRN KONRÁÐSSON Á RAUÐA UÓNINU Einar Örn Konráðsson trúbador spil- ar á Rauða Ljóninu i kvöld. ©Klassík ■ ALDARAFMÆLI KARLS 0. RUNÓLFSSON- AR í dag kl. 17 verður aldarafmælis tónskálds- ins Karls 0. Runólfssonar minnst með söng- tónleikum i Salnum í Kópavogi. Þar munu koma fram: Þórunn Guömundsdóttlr, sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttlr, pianó, og Hjaltl Rögnvalds- son leikari, sem mun flytja Ijóð við lög eftir Karl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.