Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 7
ifókus Vikan 1 , d e s e m ber til 7. desember 1 1 f j ð F F T T R Y l N N H Bíóborgin Gun shy Þaö er alveg ómögulegt að vera feiminn við byssur, það hefur engum gagnast. Hver hefur til dæmis heyrt um skæruliða sem eru feimnir við byssurnar sínar? Sýnd kl.: 5,55, 8, 10,05 Human Traffic Þessi mynd fjallar eimitt um það hversu örðugt er að fá ökuskirteinið i mannlegum samskiptum. Sýnd kl.: 10 Islenski draumurinn ★★★ Sýnd kl.: 6, 8 Bedazzled Brendan Fraser gengur eitthvað illa í kvennamálunum og fær aðstoð djöfuls til þess að vinna hjarta stúlku sinnar. Hversu skemmtilega hljómar þetta? Sýnd kl.: 6, 8, 10 Bíóhöl1in Charlie’s Angels ★ „það sem teljast verður skást viö Charlie’s Ang- els, útlit og tæknibrell- ur. Einu mætti hrósa til viðbótar. myndin er „aöeins" 90 mínútur,“- HK. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Chicken Run ★★★ „Húmorinn i Kjúklinga- flóttanum er einstak- lega frumlegur og góð- ur auk þess sem figúr- urnar eru vel heppnaðar og raddir eins og best verður á kosið." -HK- Sýnd kl.: 4, 6, 8 Nurse Betty Betty (Renee Zellwegerjer ekki hjúkka, en hún lifir sig ef til vill einum of vel inn í hlutverk hjúkrunarfræðings, í gegnum spítala- sápuóperur. Morgan Freeman og Chris Rock leita hennar ólmir þegar hún hverfur sporlaust, en af öðrum ástæðum en þig grunar. Steikt mynd en bragðgóð. Sýnd kl.: 5,55, 8, 10,10 Dlnosaur Það er alþekkt að sumir geti haft gaman af saur og Dinosaur ætti að stuðla aö út- víkkun þess hóps. Hér takast á mismunandi risaeðlur og litla söguhetjan á erfitt uppdráttar, föst milli átaka og saurugra hugsanna. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Space Cowboys Sýnd kl.: 8,10,10 The Exorcist Þetta er ein frægasta hryllings- mynd allra tíma, í þeim búningi sem leikstjórinn hefði helst kosið. Særingamaðurinn fiækist milli hverfa og rekur á undan sér fjörulalla og púka. Sýnd kl.: 8,10,15 Asterlx & Obellx Sýnd kl.: 4 The Kld Bruce Willis hefur gleypt ótæpilegt magn geðlyfja og hittir æskumynd sjálfs síns í eiturvímunni. Ekta Disneymynd. Sýnd kl.: 3,50, 5,55 U-571 ★★ „Ef litið er fram hjá hnökrum og myndin og sagan tekin án hugleiðinga um mót- sagnir og sannleiksgildi þá er U-571 fin spennu- mynd.“-HK Sýnd kl.: 10 Háskólabíó The Best Man Svaramaðurinn er heldur betur blakkur á hörund og hressilegur í fasi. Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15 The Nutty Professor II Framhaldsmynd af end- urgerðri mynd. Þetta hljómaði ekkert voðalega vel, ef ekki væri fyrir Eddy Murphy sem fer með hlutverk hnotuglaða prófesórsins Og fjölskyldu hans allrar. Ef prump er eitthvað sem fær þig til að veltast um af hlátri þá er þetta mynd sem þú lætur ekki ganga þér úr greipum Sýnd kl.: 5,45, 8,10,15 Chicken Run ★★★ (Sjá BíöhölljSýnd kl.: 6 Den eneste ene ★★★ „Það má eiginlega seg'a að þetta sé rómantísk gamanmynd aö ameriskri sort sem flutt hefur verið til Danmerkur. Ein- feldningsleg trú á ástina, árangurslaus fram- vinda sögunnar, hamingusamur endir og feel- good-andi sem svífur yfir vötnunum," -GSE- Sýnd kl.: 5,45, 8,10,15 Óskabörn þjóðarinnar ★★ „Kannski er ekki rétt að taka Óskabörn- um þjððarinnar sem bíómynd." GSE Sýnd kl.: 6, 8,10 Dancer in the Dark ★★★★ „Ég mæli mjög með því að þú drifir þig, lesandi góður, og dæm- ir fýrir þig.“ -ÁS- Sýnd kl.: 8 101 Reykjavík ★★★ 101 Reykjavík liggur mikið á hjarta. Það er ekki brokkað á milli bæja í 101. -BÆN Sýnd kl.: 10,15 Kringlubíó The Exorcist (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 8,10,15 Dinosaur (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 4, 6 TheKid (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,50 Laugarásbíó Charlie’s Angels ★ „(Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 The Art of War ★ „The Art of War er i stórum umbúðum með litlu innihaldi. Hún hefur þann plús að vera hröð og oft á tíðum flott, þá prýða nokkur góö hasaratriði myndina. Á móti kemur að sagan er með eindæmum vit- laus og leikur slæmur," -HK- Sýnd kl.: 8,10,15 Dlnosaur (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 4, 6 Shaft Shaft er einn vígalegasti negrinn á svæö- inu og þegar hann er leikinn af Samuel L. Jackson lokast hringurinn. Þetta erendurgerð af klassískri bíómynd. Sýnd kl.: 8,10 Regnboginn Women on top Ýmist eru konur ofan á eða undir, en áhöld eru um það hvort konur geri það eða hvort þeim sé gert það. Sýnd kl: 4,6,8 og 10 What Lies Beneath ★★ „Það er hálffúlt að það fólk sem stendur aö What Lies Beneath skuli ekki geta gert betur.” - gse Sýnd kl.: 5,30, 8,10,20 MU- Beyond the promlsed land Sýnd kl.: 4, 8, 10 Dlnosaur (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 4, 6 Snatch „Brilliant, vakti í viku á eftir" -ES- Sýnd kl.: 6, 8,10 Stjörnubíó Charlie’s Angels ★ (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8,10,12 Scary Movie Allar hryllingsmyndir fyrir ung- linga, sfðustu ár, fá það óþvegið f þessari grín- mynd. Sýnd kl.: 2, 4, 6What Ues Beneath ★★ (Sjá Regnbogann) Sýnd kl.: 8, 10,10 fætt borg Gunnar og Guðbergur eru að bardúsa fleira en þennan söngleik. Dr. Gunni gaf nýverið út plötu með Pop Kings og kynnir hana á tónleikum á Gauki á Stöng á mánudagskvöldið. Smásagnasafn Guðbergs, Vorhænan og aðrar sög- ur, er svo nýkomið út. Dr. Gunni, óperusöngkonan Þórunn Guðmundsdóttir og trommarinn Doddi flytja tónlist- ina í söngleiknum. Harpa Amar- dóttir leikur borgarstjórann og Árni Pétur Guðjónsson sam- viskukórinn. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Miðasala er hafin í 12 tónum á Barónsstíg og Dr. Gunni er ekki í vafa um að fólk eigi að fjölmenna. „Frábærir textar, beittir og fyndn- ir; fyrsta flokks óperusöngur, pönkgaulið í mér og framúrskar- andi leikarar. Ég veit eiginlega ekki hvað er hægt að biðja um meira." Sprellsöngleikur Guðbergs Bergssonar og Dr. Gunna verður sýndur einu sinni í Iðnó, miðvikudaginn 6. des. í Iðnó Það em tíðindi til næsta bóka- safns að Guðbergur Bergsson og Dr. Gunni hafi sett saman söng- leikinn. Hann verður sýndur einu sinni nk. miðvikudag og er hluti af prógramminu Óvæntir bólfélag- ar. „Tilraunaeldhúsið átti þessa hugmynd," segir Doktorinn. „Mér leist geysivel á þetta, enda hefur Guðbergur lengi verið í uppá- haldi. Ég myndi jafhvel ganga svo langt að segja að hann sé eini núlifandi snillingurinn i rithöf- undastétt á Islandi." Guðbergur skrifaði söngleikinn Ferfætta borgin, sem fjallar um orðaskipti samviskukórs Reykjavíkur og borgarstjórans. „Án þess að ég ætli að svara fyr- ir Guðberg þá sýnist mér hann vera frekar leiður á andleysinu og leiðindunum í borginni í dag,“ segir Gunni aöspurður um efhi söngleiksins. „Honum finnst íbú- amir vera drapplitaðir og Kaffi Thomsen vera helsti spilling- arpytturinn í bænum. Mér finnst svalt að jafn stálpaður maður og Guðbergur skuli semja heilu lögin um Thomsen, en það sýnir kannski hve vel hann fylgist með. Ég sæi a.m.k. ekki Thor Vil- hjálmsson stíga fæti inn á það sjúskaða krakkhús í verkum sín- um. Honum og flestum öðrum rit- höfundum finnst miklu flottara að röfla endalaust um mosa og ömm- ur sínar.“ Gunnar samdi söngtónlist við texta Guðbergs og segir það hafa verið frekar snúið. „Textamir voru alls konar í laginu hjá Guðbergi en þetta tókst. Mér hefur alltaf þótt söngleikir hundleiðinlegt form og passaði mig á að hlusta ekki á einn einasta söngleik þegar ég var að þessu. Ég myndi segja að tónlistin væri einhvers staöar á milli Spil- verks þjóðanna og Ham, þó ég viti svo sem ekkert um það.“ ný 11 b í ó ______________________Penelope Cruz leíkur aðalhlutverkið í kvikmyndinní Women on Top sem frumsýnd verður í Regnboganum í kvöld. Myndin er gamanmynd sem fjallar um unga brasilíska konu sem reynir að fóta sig á nýjum slóðum í San Francisco. Þetta er þriðja mynd leikstjórans Fina Torres og sú fyrsta sem Cruz leikur í á ensku. Women on Top er gaman- mynd þar sem matur, ást og tónlist skipa stóran sess. Að- alhlutverkið er í höndum Penelope Cruz, sem leikur hina heillandi Isbellu. Myndin hefst í Brasilíu, þar sem Isabella býr og starfar ásamt veitingahúsaeigand- anum og eiginmanni sínum, Ton- inho. Fljótlega stingur Isabella af frá eiginmanni og búi til San Francisco, eftir að hún uppgötvar að hann heldur fram hjá henni. I San Francisco ætlar hún sér að verða fræg fyrir matseld sína eins og í Brasilíu. Á þessum nýja og ókunna stað hittir Isabella gaml- an vin sinn og klæðskipting, Mon- icu, sem verður Isabellu samferða í leit hennar að ástinni og réttu leiðinni til að enda ofan á en ekki undir í lífsbaráttunni. Women on Top er fyrsta kvikmy ndin með ensku að tungumáli sem spænska leikkon- an Penelope Cruz leikur í. Síðast sást til hennar í óskarsverðlauna- mynd Pedro Almodóvars, Allt um móður mína, þar sem hún þótti standa sig með prýði. Þrátt fyr- ir ungan aldur hefur hún auk þess leikið i yfir tug annara kvikmynda. Aðrir aðal- leikarar í mynd- inni, fyrir utan Penelope Cruz, eru meðal annars: Murilo Benício, ein heitasta sjón- varps- og bíómyndastjarna Brasil- íu, Harold Perrineau jr„ sem lék í Romeo+Juliet, og Mark Feuer- stein, sem sást nýlega í Practical Magic. Leikstjóri myndarinnar, Fina Torres, er vel þekkt í sínu heima- landi og hlaut einnig Camera d’Or-verðlaunin í Cannes árið 1995 fyrir frumraun sína, Oriana. Women on Top er þriðja myndin sem Torres leikstýrir, en önnur myndin hennar nefnist Celestial Clockwork og hlaut hún einnig verðlaun á smærri hátíðum. Women on Top er létt og forvitni- leg mynd með léttri latino- sveiflu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.