Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Ein fyrir þá allra - botn úr graskersfræjum, hvítvínskrem og mangó-súkkulaðimús færustu Flestir Reykvíkingar kannast við Sand- holts-bakarí sem rekið er á þremur stöð- um í borginni. Ásgeir Þór Tómasson er bakarmeistari sem starfar hjá Sandholt á Laugavegi. Hann kennir kökugerð og kökuskreytingar í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans og hefur tekið þátt í hverri íslandsmeistarakeppni sem haldin hefur verið nema einni og hefur árangur- inn verið með ágætum. Það er mikil hefð fyrir því hjá Sand- holts-bakaríi að baka norskt jólabrauð og fullyrðir Ásgeir að það sé hið eina sinnar tegundar í bænum. Brauðið er bakað eftir uppskrift sem langafi Ásgeirs kom með frá Noregi eftir að hann var búinn að ná sér í konu þar á öðrum áratug síðustu ald- ar. „Við höfum einnig tekið upp skemmti- legan sið sem afi var alltaf með. Hann lagaði alltaf frómas fyrir jólin og fólk kom með fínu skálamar sínar og var frómasinn lagaður í þær og síðan var allt skreytt," segir Ásgeir. Einnig búa þeir til töluvert af konfekti og góðmeti úr marsip- ani. Heimatilbúinn ís mun einnig verða i boði núna fyrir jólin, annaðhvort í boxum eða sem ístertur. Ekki alveg „aulaheld" Ásgeir bakaði fyrir okkur þessa glæsi- legu tertu sem er sérstaklega fyrir þá sem em svolítið flinkir að baka. „Þessi terta er mjög fersk og notkun mangós, þessa fram- andi ávaxtar, er skemmtileg nýjung,“ segir Ásgeir. „Þessi kaka er svolítið erfið og það þarf að vanda sig vel við að búa hana til. Hún er því ekki það sem maður myndi kalla „aulaheld". Það er frumskilyrði að hitastig sé rétt og því verður fólk að eiga góðan hitamæli.“ Gefa þarf sér góðan tíma og örlitla fyrirhyggju þegar baka á þessa tertu því mangókremið þarf að vera í kæli í 24 tíma áður en það er sett á kökuna. En takist bakstur- inn er enginn svikinn af því að hafa lagt vinnu í hana því útkoman er glæsileg hátíðarterta við hæfi konunga. Það sem ger- ir þessa köku sérstaka er fyrst og fremst hráefnið sem fæstir hafa átt að venjast við bakstur fram til þessa. Mangó- ávöxturinn er Aður en súkkulaöiö hefur storknað alveg er því lyft varlega af bökunarpappírnum og vafiö upp. DV-MYNDIR HILMAR PÓR Til aö gera skreytingarnar er súkkulaðinu sprautaö í mjóar lengur á bökunarpappír. Graskersbotn 200 g ristuð graskersfræ (fást í heilsubúðum og eru ristuð á pönnu) 150 g núggat 50 g ijómasúkkulaði Aðferð: Bræðið núggatið þar til það nær 45° C hita og blandið fint hökkuðu súkkulaði 100 gerðir af nærbuxum 200 gerðir af nærbolum arlímsblöðum, sem legið hafa í bleyti, sam- an við. Kælið blönduna og bætið 3 dl af létt- þeyttum ijóma saman við þegar hitastig blöndunnar er um 20° C. Þetta krem er steypt í smelluformið ofan á graskersbotn- inn og látið stífna í ísskáp í smástund. Fyrir konur, karla, börn og kornabörn Aðferð: Hitið mangó, eggjarauður, egg og sykur í potti þar til blandan nær 84° C hita. Kælið blönduna niður í 40° C og hrærið upp- bleyttu matarlíminu saman við og strax þar á eftir mjúku smjörinu. Ef smjörið er sett of fljótt í blönd- una bráðnar það of hratt og skil- ur sig. Setjið allt saman í mat- vinnsluvél eða notið töfrasprota og búið til mauk. Kælið kremið í ísskáp í 24 tíma og þegar tertan er sett saman daginn eftir notið þá teskeið eða melónuskera til að móta litlar kúlur úr .vvf: ekki mikið notaður hér á landi og hægt er að fúllyrða að ekki margar uppskriftir sem eru í gangi hér innihaldi graskersfræ. Ann- að sem er nokkuð sérstakt við þessa tertu er að við gerð hennar þarf ekki að kveikja á bakarofninum þar sem ekkert er bakað, bara hitað í potti og ristað á pönnu. Mangókrem 400 g mangóávöxtur 140 g eggjarauður 160 g egg 150 g sykur 150 g ósaltað smjör 6 blöð matarlím því. Mangó súkkulaði- mousse 11/2 dl mjólk 120 g sykur 30 g eggjarauður 225 g mangóávöxtur 5 blöð matarlím 700 g ijómasúkkulaði • Sokkar • Ökklahlífar • Hnjáhlífar • Mittishlífar • Axlahlífar • Únliðahlífar • Silkihúfur • Lambhúshettur úr ull eða silki • Vettlingar • Inniskór o.fl. o.fl. Allt til að halda hita frá toppi til táar Náttúrulækningabúðin Hlíðasmára 14, Kópavogi, s. 544 4344 Glæsileiki þessarar tertu kemur vel í Ijós þegar hún er skorin í sundur. Þá má sjá hvernig mangókremskúlurnar, hvítvínskremiö og mangó- súkkulaöimúsin raöast saman á skemmtilegan hátt. Aðferð: Sjóðið saman mjólk og sykur. Hitið eggjarauðumar í 84° C og hrærið matarlíms- blöðum sem hafa legið í bleyti í ísköldu vatni saman við þær. Blandið við mjólkina og kælið blönduna með því að bæta mangóávextinum saman við. Smátt skomu súkkulaðinu er hrært saman við og ætti það að gerast á meðan blandan er enn volg því súkkulaðið á að bráðna í blöndunni. Súkkulaði bráðnar við 33° hita. Hvítvínskrem 3l/2 dl hvítvín 7-8 blöð matarlím I20g sykur 3 dl ijómi Aðferð: Setjið hvítvínið og sykurinn í pott og hit- ið þannig að það verði vel volgt. Bætið mat- saman við. Þessu er síðan hrært vel sam- an við graskersfræin og blandan smurð í botninn á smelluformi (I8-2lcm í þver- mál). Samsetning tertunnar: Smelluformið með graskersbotninum og hvítvínskreminu er tekið úr kæli þegar hvítvínskremið er orðið stíft. Þá er litlu kúlunum úr mangókreminu dreift jafnt yfir og ofan á það er sett mangó- súkkulaðimúsin. Tertan er síðan látin standa þar til hún er notuð. Hægt er að frysta hana þannig að hægt er að laga hana löngu áður en hún er notuð. Þá er hún skreytt rétt áður en hún er notuð en taka þarf hana úr frysti 2-3 tímum áður svo að hún sé við rétt hitastig. Tertan er skreytt með ferskum ávöxtum og súkkulaðiskrauti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.