Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Laufabrauösskuröur Margir hafa þarin siö aö skera laufabrauö fyrir jólin og þykir þaö ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum. íslenskir jólasiðir - þá fór fólk á fætur um miðnætti, gaf skepn- um, las jólalesturinn í Jónsbók, bjó sig, fór af stað og kom fyrir dag á kirkjustaðinn Fram að 1744 var messað á jólanóttina og þóttu það svo mikil hátíðarbrigði að þá fóru allir til kirkju sem vettlingi gátu vald- ið ef fært var með nokkru móti. Var þá oft ein manneskja heima til þess að gæta bæj- arins. Það mun hafa verið siður víða, eftir að jólanæturmessan var tekin, að byrja messu á jólum og nýársdag í dögun og byija þá messuna með sálminum: „Dagur er, dýrka ber.“ Þá fór fólk á fætur um mið- nætti, gaf skepnum, las jólalesturinn í Jónsbók, bjó sig, fór af stað og kom fyrir dag á kirkjustaðinn. Séra Ólafur Pálsson í Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum hafði þennan sið en mun hafa gert það síðastur presta. Hann lét af prestskap 1835. Tíðast var það, ef ekki var farið til kikju, að jólalesturinn var lesinn um kl. 6, þegar búið var að kveikja á jólanóttina og allir búnir að þvo sér og greiða og fara í betri fötin. Þegar lestri var lokið var farið fram og borinn inn jólamaturinn: magáll, sperðill og ýmislegt hnossgæti og einar 3- 4 laufakökur. Ekki var venjan að skammta hangiket á jólanóttina, að minnsta kosti sums staðar nyrðra. Og svo, eftir að kaff- ið kom til, var kaffi og lummur seinna um kvöldið. Stundum var líka hnausþykkur gijónagrautur með sírópi út á (rúsínu- grautur seinna meir). Þótti þetta allt mesta sælgæti sem von var. Sums staðar var það siður á bæjum, og það um allt land, að ekki máti taka upp eld á jóladaginn - þá skammtaði og húsmóð- 'irin til jóladagsins hátíðarmatinn handa fólkinu á aðfangadaginn til þess að þurfa ekki að gera það á jóladaginn. I vesturhluta Barðastrandarsýslu var það venja um miðja 18. öld að bændurnir skömmtuðu sjálfir hangiketið á jóladag- inn. Ekki mátti leika sér á jólanóttina, hvorki spila né dansa. Er til saga um böm, sem vom ein heima á jólanóttina, að þau fóm að spila sér til afþreyingar, en þá kom maður til þeirra og spilaði með þeim þangað til eitt barnið gekk út og raulaði sálmavers - þá hvarf maðurinn, en það var Kölski sjálfúr. Einkennileg jólaskemmtun er það, sem víða tíðkast, að rita upp á miða alla þá sem koma á jólaföstunni og fram á að- fangadag. Þetta heita jólasveinar og jóla- meyjar. Svo er dregið um miðana á jóla- nóttina: konur draga pilta en piltar stúlkur. Ef margir hafa komið falla mörg nöfn í hlut og dregur þá hver og einn miða úr sínum hóp og verður það sem hann eða hún hlýtur hans eða hennar jólamær eða jólasveinn um jólin. Stundum gefúr þá einn heimamanna, sem til þess er kjörinn, allar persónurnar saman með því að lesa upp vísu úr einhverri Ijóðabók sem hann flettir upp í blindni. Verður oft mikið gaman úr þessu. Ekki veit ég hvað þessi leikur er gamall, en hann er kallaður „að draga jólasveina og jólameyjar." Heimild: Jónas Jónasson frá Hrafna- gili. Þjóðsögur: Jólanótt í Kasthvammi Það gerðist einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal, á þeim timum sem messur tíðkuðust á jólanætur, að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur, en þriðju jólanótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvem umgang frammi í bænum; þá slekkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist nú þruskið inn að baðstof- unni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti, og þegar það er komið inn í bað- stofú gaufar það í hvert hom og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óútsegjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og þá tók huldu- fólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál, það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk. Þetta fer maður- inn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest Heimsókn á jólanótt Þegar best stóö nú á boröhaldinu stökk maöurinn undan þilinu og þá tók huldufólkiö fjarskalegt viöbragö. að leifúnum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kast- hvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók' frá krásaborðinu. Öðmvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silki- kast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altaris- klæði í Þverárkirkju. Heimild: Þjóðsögur Jóns Arnasonar 49 engin venjuleg j ó I a... ...stemmning Glæsileg gjafa- og nytjavara sem gefur íslenskri jólahelgi fallega og ferska umgjörð nýr staður - nýr stíll ínm Faxafeni 9 • sími 533 1060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.