Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Fréttir DV Niöurstaða komin í mál 25 ára Reykvíkings sem fór norður í land til að innheimta: Dæmdur til að greiða sekt fyrir líflátshótanir - er gert að greiða ríkissjóði 75 þúsund krónur en verjanda sínum 80 þúsund krónur Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 25 ára Reykvíking til að greiða ríkissjóði 75 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa hótað pilti á tán- ingsaldri í Skagafirði líkamsmeið- ingum og lífláti og ítrekað þær við móður hans i nóvember á síðasta ári. Hótanimar gengu út á að ef pilt- urinn greiddi ekki 600 þúsund króna skuld sem stofnaðist vegna flutnings á hassi á milli landshluta þegar Halló Akureyri var haldið árið 1999 yrði hann líflátinn, það myndu aðrir menn sjá um. í málinu kom fram að hótunar- maðurinn átti að fá greiddar 200 þúsund krónur af framangreindri upphæð fyrir að innheimta skuld- ina. Honum var greiddur helming- urinn af þeirri þóknun áður en hann fór norður í land til þess m.a. að hóta þolendunum í málinu. Sá sem „átti“ hina ólögvörðu skuld var aldrei leiddur fyrir lögreglu í mál- inu og var ekki ákærður. Málsaðil- ar hafa haldið því fram eftir þessa niðurstöðu héraðsdóms að hótunar- maðurinn fari í raun með 25 þús- unda króna gróða út úr málinu þar sem hann hafði fengið 100 þúsund krónur greiddar. Á móti kemur að hann er einnig dæmdur til að greiða verjanda sínum 80 þúsund krónur vegna málsins. ,jæja, eg kem nordur i dag ad na i $, bilinn eda thig thu matt velja“. Svona hljóðuðu SMS skilaboð sem sakborningurinn sendi hinum meinta skuldara áður en hann ók norður í Skagafjörð og hafði þar í hótunm við mæðginin augliti til auglitis. Hótunarmaðurinn hélt því fram fyrir dómi að hann hefði talið að skuldin sem hann var að inn- heimta hefði stofnast af bílavið- skiptum - ef hann hefði hins vegar vitað að hún væri vegna fikniefn- máls hefði hann ekki tekið inn- heimtuna að sér, að hans sögn. Héraðsdómur Norðurlands vestra telur SMS-skilaboðin benda til að innheimtumaðurinn hafi talið skuldina til komna vegna bílavið- skipta enda komi þar fram að hann hafi ætlað að sækja bílinn. Auk þess hafði dómurinn hliðsjón af því að ákærði hafi sjálfur ekki ætlað að gera alvöru úr hótunum í garð þol- andans í málinu. -Ótt íslandsmet nótaskipsins Barkar NK: Hef ekki yfir neinu að kvarta - segir Sturla Þórðarson skipstjóri „Þetta er búið að ganga ágætlega allt árið. Við höfum lítið eða nánast ekkert lent í leiðindum eins og bilun- um og skipinu verið haldið stíft út, við stoppuðum reyndar á Sjómanna- daginn og um verslunarmannahelg- ina en ekki mikið meira en það,“ seg- ir Sturla Þórðarson, skipstjóri á nóta- skipinu Berki NK frá Neskaupstað, en Börkur kom inn til heimahafnar um helgina með 1600 tonn af kolmunna. Þar með var afli skipsins á árinu kominn yfir 71 þúsund tonn en það er mesti afli sem eitt skip hefur borið að landi á einu ári til þessa. Hjá Berki er þessi aílasamsetning þannig að 7 þús- und tonn eru síld, 36 þúsund tonn kolmunni og ríflega 28 þúsund tonn eru loðna. „Okkur hefur gengið vel allt árið og það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sturla skipstjóri. Hann segir að á skipinu séu 15 manns þegar verið er að veiða í nót en þegar trolliö er not- að á kolmunnann sé nóg að hafa 11 karla og þá sé ekki ráðið í stað þeirra Góður gangur Sturia Þóröarson, skipstjóri á nóta- skipinu Berki NK frá Neskaupstaöi segist ekki hafa yfir neinu aö kvarta“ sem fari í frí. „Þetta fer svolítið eftir þvl hverjir vilja vera á sjó og hverjir vilja vera í landi. Allt eru þetta hörkukarlar sem hafa verið á skipinu um árabil, sumir I áratugi. Það liggur auðvitað mikil vinna að baki miklum afla en skipið er líka hörkugott," sagði Sturla. -gk DV-MYND Bókaúrvalið skoðað Fjöldi bóka kemur út fyrir þessi jól eins og ávallt og er bóksalan aö hefjast þessa dagana. Fóik er fariö aö þyrþast í bókabúöir og kaupa bækur handa sér og öðrum. Steinn Steinarr á toppnum Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds, er í efsta sætinu á fyrsta bókusölulista DV fyrir þessi jól. „Það gleður mig innilega og sér- staklega finnst mér að Steinn Steinarr eigi það skilið því hann var ekki mikils metinn um sina daga, „ segir Gylfi Gröndal, höf- undur bókarinnar. Bókin á sér langan aðdraganda og segist Gylfi lengi hafa haft áhuga á Steini. Hann hefur i gegnum tíðina safnaö heimildum um Stein en fyrir þrem- ur árum byrjaði hann skipulega heimildaleit sem bar miklu meiri árangur en hann átti von á. „Það hefur tekist að grafa margt upp sem ekki hefur áður verið vitaö um Stein,“ segir Gylfi. í öðru sætinu á listanum er nýjasta bókin um hinn göldrótta Harry Potter sem skrifuð er af skoska rithöfundinum Jóhönnu K. Rowling. Hún heitir Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Vinsældir Harrys Potters koma ekki á óvart og fyrri bækurnar tvær, Harry Potter og leyniklefinn og Harry Potter og viskusteinninn, eru í sjöunda og ní- unda sætinu. Þýðandi bókanna er Helga Haraldsdóttir. 20. öldin, Brot úr sögu þjóðar, sem byggð er á samnefndri sjón- varpsþáttaröð í umsjá Jón Ársæls Þórðarsonar, er í þriðja sætinu. Bókinni ritstýrir Jakob F. Ásgeirs- son. Tvær ævisögur eru á þessum fyrsta lista. í fjórða sæti er þriðja bindi ævisögu Einars Benediktsson- ar sem Guðjón Friðriksson hefur skrifað og í sjötta sætinu er Forsæt- isráðherrann sem er þriðja bókin sem Dagur B. Eggertsson skrifar Listi yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Steinn Steinarr, Leit að œvi skálds. Gylfi Gröndal. 2. Harry Potter og fanginn frá Azkaban. johanna K. Rowling. 3. 20. öldin. Brot úr sögu þjóðar. Ritstj.Jakob F. Ásgeirsson. 4. Einar Benediktsson III. Guðjón Friðriksson. 5. Draumar á jörðu. Einar Már Guðmundsson. 6. Forsœtisráöherrann Steingrímur Hermannsson III. Dagur B. Eggertsson. 7. Harry Potter og leyniklefinn. Johanna K. Rowling. 8. Einn á ísnum. Haraldur Öm Ólafsson. 9. Harry Potter og viskusteininn. Johanna K. Rowling. 10. Matreiðslubók Latabæjar. Magnús Scheving. um ævi og störf Steingríms Her- mannssonar, fyrrum forsætiráð- herra og formanns Framsóknar- flokksins. Fimmta sæti listans féll í skaut nýjustu bókar Einars Más Guð- mundssonar sem ber nafnið Draum- ar á jörðu. Hún er sjálfstætt fram- hald metsölubókarinnar Fótspor á himnum. Einn á ísnum eftir Harald Örn Ólafsson er í áttunda sætinu. í bókinni segir Haraldur frá ferð sinni á Norðurpólinn og hana prýða um 200 ljósmyndir. í tíunda sætinu er síðan Matreiðslubók Latabæjar eftir Magnús Scheving. Þær bækur sem voru næstar því að komast inn á listann voru t.d. Nærmynd af Nóbelsskáldi, Þögnin og Frelsun Berts. Samstarfsaðilar DV við gerð bókalistans eru Mál og menning (2 verslanir), Penninn-Eymundsson (5 verslanir), Hagkaup (5 verslanir), Penninn-Bókval Akureyri, Griffill Reykjavík, Bókabúðin Hlöðum, Eg- ilsstöðum, og KÁ á Selfossi. Bók- sölulistinn tekur mið af sölunni siö- astliðna viku og er sala síðustu helgar meðtalin. Bóksalan virðist vera komin nokkuð af stað í Reykja- vík en er að hefjast i bókabúðum á landsbyggðinni. -MA Hættulegar vegabætur? --------- Kristján Pálsson, _ , J þingmaður Sjálf- stæðisílokks, telm- að allt hálfkák í tengslum við fram- kvæmdir á Reykja- nesbrautinni sé varasamt. Hann er ekki hrifinn af þeim vegabótum sem gerðar hafa verið á akbrautinni undanfarið. Ekki sameining fyrir áramót Litlar líkur eru á því að Lands- banki og Búnaðarbanki sameinist fyr- ir áramót. Samkeppnisráð hittist í fyrsta skipti vegna sameiningarinnar í gær en engin ákvörðun var tekin á fundinum. - RÚV greindi frá. Þurrasti nóvember Óvenju þurrt var í Reykjavík í nóv- ember á þessu ári og var úrkoma sú minnsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga árið 1920. Samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar mældist úrkoman í höfuðborginni 10,1 mm en í nóvember í fyrra mældist hún 72,1 mm. Rofi brann Rafmagnslaust varð á Akranesi í gær og var orsökin sú að sex kílóvatta rofi brann yfir hjá Andakíls- árvirkjun, Brýnt að hækka Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði í ávarpi sínu á ráðstefnu um öldrunar- þjónustu, sem haldin var á Hótel Loft- leiðum, að launakjör aldraðra þyrfti að bæta svo laun yrðu samkeppnis- fær og brýnast væri að hækka laun þeirra lægst launuðu. Minni skemmtun á Akureyri Undanfarin ár hafa 55-60% af tekj- um ríkissjóðs af al- mennu skemmtana- leyfi fyrir veitinga- staði komið frá veit- ingastöðum í Reykjavík, sam- kvæmt svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Krist- jáns L. Möllers. Á Akureyri hafa tekj- ur hrapað úr 700 þúsund árið 1997 í 200 þúsund krónur það sem af er ári. Hlutafé aukið íslandsflug hefur tekið í notkun fimmtu Boeing 737-þotuna og er hún leigð til þriggja ára. Verið er að auka hlutafé íslandsflugs um 250 milljónir króna og segir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsflugs, það vera til að mæta fyrirsjáanlegum vexti í starfseminni. Kveikt á jólatré Kringlunnar Ljósin verða tendruð á jólatré Kringlunnar í dag, þriðjudag, kl. 16.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun sjá um það. Framkvæmdum lokið í Hrísey Lokið er framkvæmdum við stækk- un einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey. Um er að ræða tvöfóldun á rými stöðvarinnar og er þar nú að- staða til einangrunar fyrir 14 hunda og 4 ketti samtímis. Skerðing vaxtabóta Hækkun fast- eignamats um 14% á höfuðborgarsvæðinu leiðir, að mati Jó- hönnu Sigurðardótt- ur alþingismanns, m.a. til skerðingar vaxtabóta um allt að 70 milljónir kr. Hækkunin getur einnig haft þau áhrif til hækkunar á eignarskatti. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.