Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Fréttir Samvinnuferðir bregðast við 1,3 milljarða heildarskuld: Sætaframboð skorið niður - sala nýs og glæsilegs húsnæðis á döfinni Samvinnuferðir-Land- sýn munu draga sæta- framboð saman um 20-25 prósent á næsta ári. Þá er stefnt aö því að félagið selji eignarhlut sinn i fyr- irtækjum og fasteignum. Á döfinni er sala nýrrar og glæsilegrar húseignar fyrirtækisins að Sætúni 1, með því skilyrði að lang- tímaleigusamningur náist við nýjan eiganda. Þessar ráðstafan- ir eru meðal þeirra aðgerða sem gripið verður tU tU þess að rétta af stöðu fyrirtækisins en heUdarskuld- ir þess nema nú 1,3 mUljörðum króna skv. efnahagsreikningi 30. september sl. Guðjón Auðunsson, nýráöinn framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Guðjón Auðunsson. Landsýnar, sagði ástæður versnandi afkomu fyrir- tækisins margþættar. Nokkrir staðir í sólar- landaflugi hefðu komið verr út rekstrarlega heldur en gert hefði verið ráð fyr- ir. Þar væri Mallorca efst á blaði. Þá skipti verulegu máli að Samvinnuferðir- Landsýn hefðu verið með 470 sæta Jumbo-vélar í sinni þjónustu. Flutningakerfið sem slíkt hefði verið félaginu óhagstætt, og þar hefðu þessar stóru vélar átt stóran hlut að máli. Nýting þeirra hefði þurft að vera betri. Á næsta ári myndi félagið nota mun minni vélar. Þrátt fyrir slaka útkomu í tiltekn- um sólarlandaferðum yröi flogið áfram á alla staði. Hins vegar yrði sætaframboðið verulega dregið sam- an inn á þá flesta ef ekki alla Þá heföu ýmsir liðir í rekstri skrifstofu Samvinnuferða-Landsýn- ar verið mun hærri en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Of fjölmennt starfslið væri hluti af því, en einnig hefðu menn farið yfir áætlanir varð- andi kostnað við markaðssetningu, auglýsingar og fleiri slíka liði. Flutt hefði verið úr gömlu húsnæði í nýtt. Því hefði fylgt meiri kostnaður en ráð hefði verið fyrir gert. Skýring- anna á þessari slæmu afkomu væri bæði að leita í grunnkerfunum á bak við starfsemina sjálfa en einnig í rekstri skrifstofunnar. Samvinnuferðir munu halda áfram með þá þjónustu sem kallast flugfrelsi. Að sögn Guðjóns verður sætum heldur fækkað þar eins og á öðrum leiðum. Hann sagði að flug- frelsið hefði staðið undir sér, gagn- stætt því sem margir hefðu fullyrt. Það eitt og sér hefði því alls ekki búið til neikvæða rekstrarafkomu hjá Samvinnuferðum-Landsýn á ár- inu 2000. „Ég ætla ekki að taka að mér að leiða Samvinnuferðir-Landsýn í gegnum greiðslustöðvun eða gjald- þrotaskipti," sagði Guðjón, sem tók við starfl framkvæmdastjóra klukk- an níu í gærmorgun. „Ég tók að mér annaö og skemmtilegra verkefni hér. Menn væru ekki að tala um að auka hlutaféð í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki tiltrú á því hvað fyrir- tækið getur gert og hvað þeir stjóm- endur og starfsmenn sem hér eru geti áorkað." -JSS Samvinnuferðir-Landsýn: Stefnir í enn frekara tap - en níu mánaða uppgjör sýnir í níu mánaða uppgjöri Samvinnuferða-Landsýn- ar, sem birt var í gær, kemur fram verulega versnandi afkoma milli ára 1999 og 2000. Rekstrar- tekjur félagsins á tímabil- inu 1. janúar til 30. sept- ember 2000 námu 2.268 milljónum króna. Tap fé- lagsins nam 135,1 milljón króna eftir skatta og eigið fé í lok tímabilsins nam 131,8 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra skilaði fyrirtækið 44 milljón króna hagnaði. í níu mán- aða uppgjörinu kemur enn fremur fram að veltufé frá rekstri var neikvætt um 185,7 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi var 203,6 milljónir en á fyrstu níu mánuðum síðasta árs skilaði félagið 61,3 millj- óna króna hagnaði af reglulegri starfsemi. Af- ■ * % - . !::: ■ * / j* • 3 • * r-! ‘i /% á í DV-MYND PÓK Taprekstur Starfsfólk Samvinnuferöa á erfiöa tíma í vændum viö aö koma fyrirtækinu á réttan kjöl. koma af reglulegri starf- semi versnar því um 264,9 milljónir króna milli ára. í frétt frá fyrirtækinu segir að ljóst sé að tap fyrirtækisins yfir allt árið 2000 verði meira en níu mánaða uppgjörið sýni. Þegar hafi verið ákveðið að grípa tU að- gerða tU að bæta rekst- urinn og lækka skuldir félagsins. Unnið hafi verið að þvi að laga starfsemina á rekstrar- árinu 2001 að samdrætti í sætaframboði, miðað við það rekstrarár sem nú er að liða. Á hluthafafundi, sem haldinn verður 15. des- ember nk., mun stjóm- in leggja fram tillögu um aukningu hlutafjár um allt að 300 miUjónir króna. -JSS Á vélsleðum til rjúpna Rjúpnaskyttur virðast alls ekki nenna lengur aö ganga. Skagafjörður: Til rjúpna á vélsleðum - nenna ekki að ganga „Þetta gengur ekki, maður er kannski búinn að finna rjúpnahóp og þá kemur vélsleðinn. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ákveðnir rjúpnaveiðimenn virðast aUs ekki nenna lengur að labba tU rjúpna,“ sagði Stefán Ingi Sigurðs- son, rjúpnaskytta á Sauðárkróki, en hann segist hafa stundað rjúpna- veiði i fjölda ára og virðast ferðir veiðimanna á vélsleðum aukast. „Ég fer mikið héma í kringum staðinn og í öU þau skipti sem ég hef farið verður maður var við rjúpnaveiðimenn á vélsleðum. Þeir keyra um aUt og virða engar reglur. Það hefur verið talað við lögguna en hún gerir lítið enn þá. -G.Bender 4.300 at- vinnulausir - fjölgun frá því í fyrra Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu íslands í nóvember 2000 mældist atvinnuþátttaka vera 83,2 % en 2,7% voru þá atvinnulaus. Vinnu- afi á landinu hjá fólki á aldrinum 16-74 ára telst vera 160.100 manns. Af þeim fjölda eru starfandi 155.800 manns en 4.300 eru atvinnulausir. Atvinnuþátttaka mældist 83,5% í nóvember 1999 og var þá svipuð því sem var í nóvember 1998. Starfandi fólk var um 4.500 Ueira í nóvember 1999 en ári áður, um 155.400. Starf- andi fólki fjölgaði í aldurshópnum 16-54 ára en fækkaði í elsta aldurs- hópnum á sama tíma. Aldrei mældust Ueiri í starfi í vinnumarkaðskönnunum Hagstof- unnar en i fyrra. Samkvæmt könn- uninni voru 1,9% vinnuafisins án at- vinnu um miðjan nóvember i fyrra. Þetta jafngUdir því að um 3.000 ein- staklingar hafi verið atvinnulausir. í sams konar könnun í nóvember 1998 voru 2,4% atvinnulaus, eða um 3.700 manns. -HKr. Veöríð í kvöld Hvessir í kvöld Noröaustanátt, 13-18 m/s vestanlands, en 8-13 austan til, en hvessir í kvöld og nótt. Rigning eöa slydda norðan- og austanlands, en skýjaö meö köflum og þurrt suövestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast meö suðurströndinni. REYKJAViK AKUREYRI Sólariag i kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflób Árdeglsflóó á morgun 15.40 14.57 10.59 11.09 13.29 18.02 02.10 06.43 Skýringar á va&urtáknum ^♦■'.VINDÁTT ^-0 <—HITI 15) -10° '^VINDSTYRKUR N.ranST í metfum á sekúndu rnus 1 HBDSKÍRT O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ •,.V * 4SÍJ4 Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA O V- = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR PÐKA Veðríð á tnorgun Færðin á landinu Fært er um alla helstu þjóövegi landsins en þó getur veriö hálka eða hálkublettir á flallvegum og heiöum. Þjóövegur 574 Útnesvegur er lokaöur í dag viö Dagveröará vegna ræsagerðar. I=JSNJÓB mm ÞUNGFÆRT ■bófært feHsaMaiaaiHEBiBaagg^gEHasagaaEusBBH Þurrt suðvestanlands Noröaustanátt, 15-20 m/s, vestanlands á morgun en 10-15 austan til. Rigning eða slydda noröan- og austanlands en skýjaö veröur meö köflum og þurrt suðvestanlands. Hiti O til 8 stig, mildast meö suðurströndinni. Fimmtuda Vlndur: ' 10-15 m/. Hiti 0° til 6° Noróaustanátt, vióa 10-15 m/s. Slydda eóa snjókoma noróanlands og rlgnlng á Austurlandl, en skýjaó meó köflum og þurrt aó mestu suóvestanlands. Föstudagut Vindur: /f ' 10-15 m/. Hiti 0° til 6° Noróaustanátt, vióa 10-15 m/s. Slydda eóa snjókoma noróanlands og rlgnlng á Austurlandl en skýjaó meó köflum og þurrt aó mestu suóvestanlands. Laugardagu Vindun /S' 8-15 m/» Hiti 0° til 6° Ákveóln noróaustanátt meó slyddu eóa snjókomu um land allt, elnkum þó austan tll. Fremur svalt i veórl. l 3 AKUREYRI alskýjaö 2 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK alskýjaö 2 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 5 KEFLAVÍK léttskýjaö 3 RAUFARHÖFN rigning 2 REYKJAVÍK léttskýjaö 4 STÓRHÖFÐI léttskýjað 5 BERGEN rigning 10 HELSINKI skýjaö 6 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 7 ÓSLÓ súld 8 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 8 ALGARVE súld 16 AMSTERDAM léttskýjaö 7 BARCELONA BERLÍN skýjaö 5 CHICAGO skýjaö -1 DUBLIN rigning 13 HAUFAX heiðskírt -5 FRANKFURT þoka 6 HAMBORG léttskýjaö 6 JAN MAYEN skúrir 1 LONDON rigning 12 LÚXEMBORG heiöskirt 5 MALLORCA þoka 7 MONTREAL heiöskírt -2 NARSSARSSUAQ skýjað -8 NEWYORK hálfskýjaö 3 ORLANDO skýjaö 9 PARÍS léttskýjaö 9 VÍN súld 4 WASHINGTON skýjaö -1 WINNIPEG ■3I?í5*!JE35E!Sta helöskírt [jTA'JjyihtiWiiirjrj -24 I21ÆS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.