Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Viðskipti DV Umsjón: Viðskiptablaðid Islandsbanki-FBA kaupir meirihluta í banka í Lettlandi - mun greiða 2,35 milljarða fyrir 56,2% hlut Íslandsbanki-FBA hefur undan- farna mánuði kannað fjárfestingar- kosti i Eystrasaltslöndunum og leiddi sú könnun til þess að nú er unnið að samningi um kaup á 56,2% hlut í Rietumu Banka. Bankaráð hefur tjall- að um málið og samþykkti skilmála kaupann með fyrirvara um niðurstöð- ur áreiðanleikakönnunar og sam- þykki Seðlabanka Lettlands. í frétt frá Íslandsbanka-FBA segir að stefnt sé að undirritun kaupsamn- ingsins á fyrstu vikum nýs árs. Fram kemur að með kaupunum er stigið nýtt skref i alþjóðavæðingu íslands- banka-FBA og jafnframt er þetta fyrsta fjárfesting bankans á Eystra- saltssvæðinu, en bankinn hefur nokkra reynslu af viðskiptum þar. Rietumu gekk nýlega frá samningum um kaup á öðrum banka í Lettlandi, með fyrirvara um niðurstöður áreið- anleikakönnunar og samþykki Seðla- banka Lettlands. Vegna ákvæða um trúnað er ekki hægt að greina nánar frá þeim viðskiptum, en frekari upp- lýsingar verða veittar um leið og trún- aðarskyldu verður aflétt. Íslandsbanki-FBA mun greiða jafn- gildi 2,35 milljarða króna (27 milljónir dollara) fyrir 56,2% hlut sinn í Rietumu Banka. Þetta mun annars vegar felast í kaupum hlutafjár af nú- verandi hluthöfum og hins vegar í nýju hlutafé sem lagt verður inn í Rietumu Banka. Núverandi eigendur Rietumu munu áfram taka virkan Spá samdrætti í auglýsingasölu Zenith Media, sem er eitt virtasta auglýsingafyrirtæki heims, spáir því að verulega hægi á vexti í aug- lýsingasölu á komandi ári. Zenith Media spáir aðeins 4,6% vexti í aug- lýsingageiranum í Bandaríkjunum árið 2001, samanborið við 8,9% vöxt i fyrra og 8,1% í ár. Hægari vöxtur er einkum rakinn til samdráttar hjá svokölluðum dotcom-fyrirtækjum og segir Zenith Media að samdrátturinn muni koma verst niður á sjónvarpsstöðv- um og fjölrniðlum í Bandaríkjunum en þeir nutu einna helst góðs af gríöarlegum herkostnaöi dotcom- fyrirtækja í markaðsmálum á síð- asta ári og framan af þessu ári. Að mati Zenith Media má þó einnig rekja hluta af væntanlegum sam- drætti til væntinga stjórnenda fyrir- tækja um að nú taki að hægja á vexti efnahagslífsins í Bandaríkjun- um en auglýsingageirinn er að öllu jöfnu með fyrstu atvinnugreinum til að merkja niðursveiflu í efnahags- starfseminni. þátt i rekstri bankans sem minni- hlutaeigendur, svo og er gert ráð fyrir virkri eignaraðild lykilstjórnenda. ís- landsbanki-FBA gerir ráð fyrir að af- koma bankans muni leiða til arðsemi vel yfir arðsemiskröfu íslandsbanka- FBA. Fjóröi stærsti banki Lett- lands í kjölfar kaupanna er gert ráð fyrir að Rietumu verði fjórði stærsti banki Lettlands með eignir að andvirði u.þ.b. 40 milljarða íslenskra króna. Út- lán og fjárfestingar sameinaða bank- ans eru mjög traustar og grunntekjur stöðugar. Gert er ráð fyrir að hagnað- ur Rietumu á árinu 2000 verði nálægt 900 milljónum íslenskra króna. Rietumu, sem var stofnaður 1992, sérhæflr sig annars vegar í þjónustu við fyrirtæki og efnaða einstaklinga í Lettlandi og hins vegar í alþjóðlegri greiðslumiðlun og greiðslustýringu fyrir banka og fyrirtæki í Rússlandi og öðrum löndum Mið- og Austur-Evr- ópu. Þá á bankinn verðbréfa- og eigna- stýringarfyrirtæki auk þess að taka þátt í ýmissi annarri þjónustu. í Lettlandi hefur orðið mikil upp- bygging á síðastliðnum áratug og kominn er grundvöllur aö öflugu efna- hagslífi sem gera má ráð fyrir að taki örum vexti á komandi árum. Landið hefur vakið mikinn áhuga meðal er- lendra fjárfesta á síðustu misserum, enda er höfuðborg landsins, Riga, miðstöð verslunar, flutninga og fjár- málaþjónustu á Eystrasaltssvæðinu, vinnuafl almennt vel menntað og traust og lagalegt umhverfi hefur ver- ið aðlagað kröfum Evrópusambands- ins. Stór hluti af beinum érlendum fjárfestingum hefur komið frá Norður- löndunum, og m.a. hefur nokkuð ver- ið um að íslensk fyrirtæki hafi sett upp starfsemi i landinu. Sem eigandi meirihluta Rietumu hyggst Íslandsbanki-FBA stuðla að þvi að efla þjónustu Rietumu við fyr- irtæki (ráðgjöf og útlán), áhættustýr- ingu o.fl. Mörg af leiðandi fyrirtækj- um í Lettlandi eru af svipaðri stærð og leiðandi fyrirtæki á íslandi og því mikil reynsla innan íslandsbanka- FBA við að þjóna slíkum fyrirtækjum. Lyfja hf. og Lyfjabúðir hf. sameinast - veltan í ár áætluð rúmlega þrír milljarðar Lyfja hf. og Baugur hf. hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu Lyfju og Lyfjabúða hf„ dótturfélags Baugs, sem reka lyfjaverslanir undir nafninu Apótekið. Með sameiningunni næst fram auk- ið hagræði sem styrkir stefnu um smásölu lyfja á lágu verði, að því er segir i frétt frá félögunum. Einnig verður sú mikla reynsla sem fengist hefur af samkeppni á lyfjamarkaði hérlendis nýtt til sóknar á erlenda markaöi. Hið sameinaða félag verður sjálf- stætt dótturfélag innan Baugssam- stæðunnar en undir stjórn núverandi eigenda og stofnenda Lyfju, Inga Guö- jónssonar og Róberts Melax. Eftir sameininguna mun Baugur eiga 55% hlutafjár í sameinuðu félagi en núver- andi eigendur Lyfju 45%. Áætluð velta félagsins á þessu ári er liðlega þrír milljarðar. Félagið mun reka 16 lyfjabúðir um allt land en lyfjabúöir hérlendis eru 56 talsins. Starfsmenn þess verða 210 en ekki er gert ráð fyr- ir breytingum á mannahaldi. Félagið stefnir að opnun smásölu- verslana með lyf erlendis á næstu misserum. Lyfjamarkaður á Norður- löndum mun taka miklum breyting- um á næstu árum í kjölfar fyrirhug- aðra breytinga á lögum um starfsemi lyfjaverslana, sem líkja má við breyt- ingarnar hérlendis fyrir fjórum árum. Við þessar breyttu aðstæður skapast markaðstækifæri fyrir sameinað félag sem hefur yflr að ráða einstakri þekk- ingu og reynslu á samkeppnismarkaði með lyf. Aætla að tvöfalda hagnað fyrir afskriftir á milii ára A hluthafafundi Össurar hf. í dag, mánudag, var sam- þykkt að auka á hluta- fé um 47 milljónir króna að nafnvirði. Fram kom á fundinum að í ár er áætluð sala 3.570 milljónir og hagnaður fyrir af- skriftir er áætlaður 780 milljónir. Árið 2001 er áætlað að velta Öss- urar hf. verði ríflega 6 milljarðar króna og fyrir af- áætlaður 1.320 milljónir hagnaður skriftir er króna. Hækkun hlutafjár Össurar hf. er ætluð til kaupa á stoðtækjafyrirtæk- inu Century II í Bandaríkjunum en Össur hf. skrifaði nýlega undir kaup- samning þar að lútandi. Century II er talið vera eitt fremsta fyrirtæki á sviði gervihnjáliða í heiminum. Fram kom í máli Jóns Sigurðsson- ar, forstjóra Össurar hf„ að kaupin á Century II væru hluti af þeirri stefnu fyrirtækisins að auka vöruúrval, vöruflokka og þjónustu við viðskiptavini. Með kaupunum hefði ákveðnum hring verið lokað og nú væri í raun búið að sameina undir hatt Össurar hf. nokkur bestu og þekktustu vörumerki sinnar teg- undar innan stoðtækja- geirans. Á fundinum var farið yflr áætlun ársins 2000 og fram kom að áætluð sala árið 2000 yrði 3.570 milljónir króna og að hagnaður fyrir afskriftir yrði 780 milljónir. Áætlað tap ársins 2000 er 6.691 milljónir króna. Þessi áætlun miðast við að Century II sé tekið inn í samstæðuuppgjör Össurar hf. frá og með 1. desember 2000. Áætlun fyrir árið 2001 var einnig kynnt á fundin- um en áætluð sala á næsta ári nemur 74 milljónum Bandaríkjadala, eða lið- lega 6 milljörðum króna, og hagnaður fyrir afskriftir er 15 milljónir Banda- ríkjadala, eða sem nemur um 1.320 milljónum króna. Þetta helst :-Wm* HEILDARVIÐSKIPTi 2363 m.kr. Hlutabréf 1783 m.kr. j Húsbréf 476 m.kr. MEST VIÐSKIPTI i 0 Tryggingamiðstöðin 1385 m.kr. 10 Össur 67 m.kr. : 0 Íslandsbanki-FBA 67 m.kr. MESTA HÆKKUN i O Skýrr 4,3% 0 Síldarvinnsla 2,9% ; 0 Kaupþing 2,6% MESTA LÆKKUN 0Landsbankinn 4,3% 0 íslenski hugbúnaðarsjóð. 4,3% 0 Skeljungur 2,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1269 stig i - Breyting O 0,65 % PepsiCo yfirtek- ur Quaker PepsiCo og Quaker hafa tilkynnt að PepsiCo muni yfirtaka Quaker og muni borga fyrir það sem svarar 2,3 hlutum fyrir hvern hlut í Qu- aker. Yfirtakan mun leiða til þess að PepsiCo mun gefa út 315 milljón ný bréf. Verðið á Quaker er rúm- lega 13 milljónir dala. Evran styrkist Evran styrktist í gærmorgun og fór upp fyrir 0,89 dollara. Uppsveifl- an sem verið hefur að undanförnu hefur ekki verið svona mikil síðan eftir aðgerðir sjö helstu iðnríkja 22. september siðastliðinn. Helstu ástæður þessarar uppsveiflu eru hagtölur frá Bandaríkjunum sem sýna minnkandi hagvöxt. Evran náði einnig hæsta gildi sínu gagn- vart jeninu frá því í ágúst síðastlið- inn og var 98,72 jen. 1 JTSTíiTr.UTiTT 'TíH OTJH! í 1!TO1 0DOW JONES 10373,54 O 0,41% 1 • Inikkei 14835,33 O 1,87% gjsjs&P 1315,23 O 0,00% : S&Inasdaq 2645,29 O 0.47% SÖftse 6170,40 O 0,28% ^DAX 6512,91 O 1,41% 1 CAC 40 5928,50 O 0,00% mnm 05.12.2000 kl. 9.15 KAUP SALA fgÍDollar 86,220 86,660 ' EsSPund 125,010 125,650 1*1 Kan. dollar 55,890 56,240 Sjoönsk kr. 10,2430 10,3000 ; |-[r~Norsk kr 9,3800 9,4320 Ssænsk kr. 8,8530 8,9010 æn-mark 12,8392 12,9164 B ? Fra. franki 11,6377 11,7077 ; Osalg- franki 1,8924 1,9038 1 Sviss. ffanki 50,6000 50,8800 QhoH* gyllini 34,6409 34,8491 ^ÍÞýskt mark 39,0313 39,2658 F]ít líra 0,03943 0,03966 |^C;Aust. sch. 5,5477 5,5811 SBjPort. escudo 0,3808 0,3831 : | ♦ ,|Sná. peseti 0,4588 0,4616 ; [• ]jap. yen 0,77790 0,78260 | írskt pund 96,930 97,512 SDR 111,3100 111,9800 ; | BeCU | ; ; 76,3385 76,7973

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.