Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 7 Fréttir Umsjón: _jj _________ Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.is Nú ríkir þögnin Þaö er eins og sandkorns- i dagsins i að það hafi heyrst hátt í sumum þegar þýsk skattayfirvöld fóru að skoða ýmis plögg varðandi hrossaútflutning frá íslandi til Þýskalands. Menn kepptust við að lýsa því yfir að þetta væri bara stormur í vatnsglasi og raunar bara venjuleg þýsk leiðindi. Nú er komin upp önnur staða, og fyrir liggur að einhverjir hrossaútflutn- ingsaðilar hafa svikið tugi milljóna undan skatti, semsagt selt hrossin fyrir miklu hærra verð en gefið var upp. Sumir eiga von á lögreglu- rannsókn en aðrir sem þykja „minni í sniöum“ fá væntanlega að greiða sínar sektir í kyrrþey. Lausagangan Annað þessu skylt og líka leiðinlegt, lausaganga hrossa á þjóð- vegum lands- ins. Nú er meira að segja sjálfur land- búnaðarráð- herrann Guðni Ágústsson búinn að lýsa því yfír að flakk hrossa á þjóðveg- unum sé stórhættulegt og eflaust getur Egill Jónsson frá Seljavöll- um tekið undir með honum en hann lenti á hrossi á hringvegin- um á dögunum. Svo er það líka svo skemmtilegt að öll hross sem verða fyrir bifreiðum á vegum landsins eru geysilegir gæðingar þegar kemur að því að gera upp við bændurna, það gerist bara ekki að ekið sé á einhver léleg hross. Þær bara betri ísland og Slóvenía léku tvo hand- boltalandsleiki í kvennaflokki | um helgina, báða á íslandi, í forkeppni HM. Báðir töpuðust eins : og vænta mátti, þrátt fyrir stór orð þjálfarans fyrir leikina um þetta og þetta og þennan og þennan mögu- leika. Eftir leikina tók svo við hefð- bundinn útskýringaflaumur og af- sakanaruna en það kunnum viö ís- lendingar að afsaka okkur eftir tap- leiki. Einnig kom í DV viðtal við þjálfara Slóveníu og sá sagði bara umbúðalaust það sem þurfti að segja, að Slóvenía væri með betra lið en ísland, enda sögðu tölurnar allt sem segja þurfti, 10 og 12 marka ósigrar. Tekið með trompi Jóheinnes Jónsson og Bónusfólkið hans tók Akur- eyri með trompi sl. laugardag þeg- ar Bónus opn- aði öðru sinni verslun í bæn- um. Jóhannes hefur lært af reynslunni og gerir ekki sömu mistökin tvívegis, hann var áður meö mjög litla og þrönga verslun á Akureyri en opnar nú fyrir norðan langstærstu Bón- usverslun landsins, mjög rúmgóða og huggulega verslun. Og Jóhannes mætti með milljón króna ávísun í hendinni við opnunina og gaf barnadeild Fjórðungssjúkrahússins til tækjakaupa. Þetta heitir að opna verslun með stæl og Akureyringar flykktust að. Margir vilja eignast hross frá Krossi: Líst vel á folöldin - segir einn kaupenda Það hefur verið talsverður erill að Krossi í Landeyjum undanfarna daga þar sem menn hafa verið að kaupa hross af Sveinbimi Bene- diktssyni bónda. Eins og DV greindi frá ætlaði bóndinn að lóga og urða 150 hross i heimalandi sinu þar sem ekki væri hægt að koma þeim í sláturhús né selja þau hér heima eða til útlanda. Mikil viðbrögð urðu við fréttinni, enda fátítt að menn grípi til svo rót- tækra ráðstafana þótt of mörg hross sé víða mikið vandamál. Dæmið hefur nú heldur snúist við því fimm aðilar heimsóttu bónd- ann um helgina til að kaupa af honum hross. í gær vora svo tvær stúlkur frá Noregi komnar að Krossi. Þær hyggjast kaupa um 20 hross. „Okkur líst vel-á folöldin, þau eru af góðu kyni og afrakstur margra ára ræktunar," sagðu Sveinn Ingi Grímsson sem var að sækja sér hross til Sveinbjörns bónda i góða veðrinu á laugardag. Stóöbóndinn Þaö var mikill fjöldi hrossa sem rek- inn var saman á Krossi i Landssveit um helgina. Hér er bóndinn í miðjum hópnum. Samstarf um iðjuþjálfun: Lamaðir og fatl- aðir fá inni í íþróttahúsinu DV, HAFNARFIRÐI: Hafnarfjarðarbær og Styrktarfé- lag lamaðra og fatlaöra hafa skrifað undir samning um rekstur iðjuþjálf- unar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðar- bær leggur SLF til endurgjaldslaust húsnæði í einum salanna í íþrótta- húsinu við Strandgötu auk viðtals- herbergis og geymslu. í salnum er aðstaða fyrir lamaða og fatlaða til iðjuþjálfunar. Nýja iðjuþjálfunar- stöðin er fyrst og fremst fyrir íbúa Hafnarfjarðar og skulu þeir hafa forgang um þjónustu. Samningur- inn gildir til eins árs í senn. Hér er um nýjung í bæjarlífinu að ræða sem eflaust mun nýtast fótluðum Hafnflrðingum afar vel og verða til þess að stytta bið þeirra eftir að komast að í þessari vinsælu þjálfun- armeðferð. -DVÓ Góöur samningur innsiglaöur. Á myndinni er Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, kampakátur að skrifa undir samninginn. Við hlið hans sit- ur Vilmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri SLF. Fyrir aftan þá eru, f.v.: Þórir Þorvaröarson, form. SLF, og Árni Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Hafnar- fjarðarbæjar. Hann sagðist vera með hrossa- ræktim sjálfur og það væri góð við- bót i eigin stofn að fá nokkur frá Sveinbirni. Sveinn keypti fjögur folöld af Sveinbimi. „Það er mikið af góðum hrossum hér og þessi fjögur verða okkur ef- laust til ágætis," sagði Sveinn Ingi. -NH/-JSS Packard Bell Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu. Á vinsælasta heimilistölvan í Evrópu erindi á þitt heimili?-;/ • Örgjörvi AMD K7 800 • Flýtiminni 512Kb • Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 • Harður diskur 15 GB • Skjákort 32Mb TNT II - TV útgangur • Skjár 1T • DVD x10 leshraði • Geislaskrifari x8 skrifhraði • 3D hljóð • Fjöldi radda 64 • Hátalarar Dimand • Faxmótald » 56k - V.90 Fax Packard Bell l-Media 7800a rw Verð 169.900 Packard Bell • Örgjörvi Celeron 600 • Flýtiminni 128Kb • Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 • Harður diskur 7,5 GB • Skjákort Á móðurborði • Skjár 17” • CD-Rom 40 x • 3D hljóð • Fjöldi radda 128 • Hátalarar Dimand • Faxmótald 56k - V.90 Fax Hugbúnaður -hrein kjarabót! Hinn gríðarlegi fjöldi forrita, sem fylgir Packard Bell, kemur uppsettur á tölvunum. Almenn forrit, hjálparforrit, samskipta- forrit, Intemetforrit og kennslu- forrit, auk bamaforrita, leikja- forrita og forrita sem snerta margvísleg áhugamál. Club 2600 • Lögö er áhersla á að gera tölvurnar vinalegar fyrir notandann. Einfaldar leiðbeiningar gera það að verkum að stuttur tími líöur frá því að vélin er tekin úr kassanum þangað til hægt er að hefjast handa. • Þjónusta við kaupendur er eitt aðals-merki Packard Bell og það á svo sannarlega einnig við um okkur hjá Bræðrunum Ormsson. Við bjóðum ábyrgð á vélbúnaði í eitt ár og leið-beiningar símleiðis í þrjá mánuði varðandi allan hugbúnað sem fylgir tölvunni. Auk þess fylgir frí nettenging í þrjá mánuði hjá Símanum Internet. Verð 1 1 3.900 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.