Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 9 DV Útlönd Landbúnaðarráðherrar ESB leyfa fiskimjöl í fóður svína og alifugla: Hálfur sigur fyrir fiski- mjölsframleiðendurna Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandslandanna ákváðu á síð- ustu stundu á fundi sínum í gær að leyfa áfram notkun fiskimjöls í fóð- ur svina og alifugla, framleiðend- um fiskimjöls á fslandi og víðar á Norðurlöndunum til mikils léttis. Fiskimjöl verður þó ekki leyfi- legt í fóður nautgripa, ekki frekar en beina- og kjötmjöl sem var bann- að í sex mánuði. Bannið gengur í gildi um áramótin og er tilgangur- inn að berjast gegn útbreiðslu kúariðu sem talin er berast í naut- gripi með dýramjöli. Að sögn fréttaritara norska blaðsins Aftenposten i Brussel voru allir málsaðilar í Brussel, þar á meðal framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, sammála um að ekki væri nein hætta á að kúariða bærist með fiskimjöli. Innan Evrópusambandsins höfðu Danir og Bretar eindregið lagst gegn því að fiskimjöl yrði bannað í allt fóður nema fiskafóður, eins og upphafleg tillaga fyrir fundi land- búnaðarráðherranna gerði ráð fyr- ir. „Þetta er hálfur sigur og er ekki jafnalvarlegt og upphaflega stóð til,“ segir landbúnaðarsérfræðing- urinn Steinar Svanemyr, fulltrúi í norsku sendinefndinni hjá ESB, í samtali við fréttaritara Aftenpost- en. Hann segir að niðurstaða fundar Kúabændur mótmæla Franskir kúabændur kveiktu elda í borginni Nantes í vesturhiuta Frakklands í gær. Mótmælunum var ætlað að vekja athygli landbúnaðarráðherra Evrópu- sambandsins sem funduðu í gær um kúariðu og leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Ráðherrarnir ákváðu á fundinum að banna allt dýra- mjöl í fóöur nautgripa en fiskimjöl verður áfram gefið svínum og hænsnum. ráðherranna sé mikilvægur al- mannatengslasigur þar sem áður hafi fiskimjöl og annað dýrafóður verið sett undir sama hatt. Danskir sjómenn líta svo á að öll þessi læti þar sem fiskimjöl og kúariða voru spyrt saman séu að- eins fyrsta lotan í stríði við önnur lönd Evrópusambandsins sem vildu stöðva fiskiðnaðinn í Dan- mörku. „Ég átti von á því að sjávarút- vegsráðherrar ESB myndu taka sönsum og ekki gera fiskimjölið óverðskuldað að blóraböggli í vit- leysunni um kúariðuna. En ákvörðun ráðherranna um að ekki megi nota fiskimjöl i fóður jórtur- dýra sendir enn röng skilaboð," segir Bent Rulle, formaður dönsku sjómannasamtakanna, í samtali við dönsku fréttastofuna Ritzau. Auk bannsins á notkun bein- og kjötmjöls í allt dýrafóður ákváðu landbúnaðarráðherrarnir einnig í gær að ESB myndi greiða fyrir og slátra öllum nautgripum eldri en 30 mánaða, sem setja átti í fæðukeðj- una og sem ekki hefur verið kann- að hvort sýktir eru af kúariðu. Kúariða er talin valda nýju af- brigði af heilarýrnunarsjúkdómin- um Creutzfeldt-Jakob í mönnum. Sá sjúkdómur er banvænn. Rúm- lega áttatíu sjúklingar hafa látist af völdum hans í Bretlandi og tveir í Frakklandi. Forseti í vanda Jacques Chirac forseti hefur hingaö til neitað að tjá sig um greiðslurnar sem flokkur hans fékk. Fjölmiðlar krefja Chirac svara um mútumálið Eftir að fyrrverandi hægri hönd Jacques Chiracs Frakklandsforseta var sett í gæsluvarðhald á föstudag- inn vegna gruns um mútuþægni hefur forsetinn verið undir þrýst- ingi um að greina frá sínum þætti í málinu. Leiðandi fjölmiðlar og stjórnmálamenn kröfðust þess í gær að forsetinn útskýrði hversu mikið hann hefði i raun vitað um spilling- armálið í sínum eigin flokki, Gaullistaflokknum. Chirac var yfir- borgarstjóri í París þegar flokkur hans krafðist aukagreiðslna af verk- tökum sem vildu fá verkefni hjá borginni. Talið er að fénu hafi með- al annars verið varið til kosninga- baráttu Chiracs þegar hann bauð sig fram til forsetaembættisins. Chirac hefur hingað til neitað að tjá sig um málið og sagt að hann væri upptekinn vegna leiðtogafund- ar Evrópusambandsins. Það sem viðskiptavinurinn vill þegar hann verslar fyrir jólin! og sölunámskeið stendur yfir. Skráning á þessi vinsælu þjónustu Námskeið haldin um allt land. kringlunni 4-12 104 Reykjavík simi 588 1000 fax 588 1060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.