Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 Menning Sameinast um sannleikann Helstu einkenni Guðrúnar Helgadóttur sem bamabókahöf- undar era kimni, raunsæi og frá- bær persónusköpun sem hitta bæði böm og fullorðna i hjarta- stað. í skáldsögunni Oddaflug sem skrifuð er fyrir fullorðna slær ' Guðrún á þessa sömu strengi en nú er tónninn alvar- legri, ádeilan skýrari og aðalpersónumar eldri... Sagan nær frá tíma hestvagna og moldarkofa fram til vorra daga. Þetta er mikil kvennasaga, um ungar konur og gamlar, ástfangnar og vonsviknar, heilsteyptar og brothættar. Katrín Ketilsdóttir er grágæsamóðirin, fulltrúi elstu kynslóðar nútím- ans, hún man tímana tvenna en er ung í anda og m.a.s. kynvera! Hún á fjórar uppkomnar dætur með manni sínum sem braust til metorða af óbug- andi atorku. Dætumar em afar ólíkar: Viktoría er einstæð móðir sem er sjáifri sér nóg (eða ætlar sér að vera það), Elísabet tekur ást og hamingjuríkt hjónaband fram yfir allt, Vilhelmína hefur hrökkl- ast úr pólitík og situr eftir með hugsjónimar einar og yngsta dóttirin Júlíana er á framabraut, sterk og ósveigianleg þótt hún búi yfir miklum harmi. t sögunni er mjög haldið fram gildum stórijölskyld- unnar þar sem kynslóðimar eiga samleið og læra hver af annarri í oddaflugi á vængjum „sannleik- ans“. Fjölskyldan býr öll á kostajörðinni Hraun- tjöm í sátt og samlyndi og allir taka þátt i sorgum og gleði hinna. Lífið er einskonar glansmynd og Essœ Katrín vill halda því þannig en þegar líður á sög- una kemur í ljós að undir sléttu yfirborðinu býr annar sannleikur. Sögumannsröddin er heiðarleg og full trúnaðar- trausts og minnir á frásagnartæknina i bamabók- um Guðrúnar. Unglingurinn Elsa Katrín á bæði fyrsta og síðasta orðið i sögunni og lýsir persónun- um frá sínum sjónarhóli. Hún er í senn bam og kona og heimssýn hennar markast bæði af því og að hafa alist upp með ömmu sinni þar sem hefðir, öryggi og gömul gildi em höfð í heiðri. Sjónarhominu er þannig háttað að í hverjum kafla er athyglinni beint að einni persónu. Nafh sögunnar er væntanlega dregið hér af; gæsir í oddaflugi skiptast á um að vera í farar- broddi. Af því leiðir að kaflamir birta oft ólika sýn á sama hlut og t.d. kemur á daginn að ekki era öll leyndarmál jafn vel varðveitt. Sumu er haldið leyndu fyrir sumum og verður að liggja í þagnargildi (t.d. 121). Lygar eins geta jú verið sannleikur annars sem ekki má taka frá honum. Hvassri ádeilu er beint að spillingu, baktjaldamakki og stöðu kvenna í póli- tík. Vilhelmínu var bolað burtu úr flokknum og ungur framagosi tók hennar sæti á framboðslistanum. Hún er að vonum ósátt en við nánari athug- un er kannski ekki margs að sakna. í sögunni eru margir þræðir, fjallað er um ást og sorg, hjónaband, sátt og fyrirgefningu af raunsæi og djúpum mannskilningi. En persónmmar era e.t.v. of hjartahreinar, skynsamar og fullkomnar til að vera sannfærandi. Söguþráður og sjónarhom minna stundum á framhaldsþætti í sjónvarp- inu þar sem fylgst er með hópi fólks í blíðu og stríðu. En það er einhver birta, ylur og einlægni i frásögninni sem fær mann til horfa til enda og trúa því að heimurinn sé ekki alvondur þrátt fyrir allt. Steinunn Inga Óttarsdóttir DVMYNDE.ÓL. -----;--------;------------------------- Guðrún Helgadóttir rithöfundur GuiSrún Helgadóttir: Oddaflug. Vaka-Helgafell Saga hennar heldur fram gildum stórfjölskyldunnar þar sem 2000, kynslóöirnar læra hver af annarri í oddaflugi á vængum „sann- leikans". Endurbætt „ofurhetja“ Það er nóg að líta á forsíðu þessarar bókar til að gera sér ljóst að hér er á ferðinni grínsaga sem ekki ber að taka alvarlega. Þegar maður les nafn þýðandans fær maður ákveðna staðfestingu á grininu og gerir sér jafnframt vonir um að bókin standi undir væntingum sem slík. Undirrituð varð ekki fyrir vonbrigðum. Kafteinn Ofurbrók er semsagt skrifuð með það fyrir augum, fyrst og síðast, að skemmta les- endum. Söguhetjumar eru þeir Georg og Haraldur sem „voru yf- irleitt mjög ábyrgir drengir. Þeg- ar eitthvað svakalegt gerðist voru þeir yfirleitt ábyrgir fyrir því“. Þeir eru semsagt hinir mestu prakkarar og koma bæði sjálfum sér og öðrum í vandræði. Georg hefur gaman af að semja sögur og Haraldur að teikna myndir. Þetta verður til þess að þeir fara að gefa út myndasögur saman og selja þær á skólalóðinni. Þeir hafa skapað nokkrar ofur- hetjur í gegnum tíðina en sú sem við fáum að kynnast er Kafteinn ofurbrók. Það er Georg sem á hug- myndina að kafteininum. „Flestar ofurhetjur sýnast fljúga um á nær- fótunum," sagði hann. „En þessi gaur flýgur um á nærfötunum í al- vörunni!" Þessi lúmska ádeila á ofurhetj- ur teiknimyndanna kemur skemmtilega út og talsvert mikið er gert úr henni, bæði beint og óbeint. Kafteinn Ofurbrók er t.d. ekki bara vel gyrtur og getur beitt brókarafli heldur er hann einnig feitur og sköllóttur. Þessari bók er ekki ætlað að gera neitt annað en skemmta lesanda og sem slikri er hægt að mæla með henni. Texti Karls Ágústs er mein- fyndinn og skemmtilega staðfærður þar sem það á við, t.d. eru börnin í skólanum ekki hrif- in af því að fá súrt slátur í matinn! Húmorinn í sögunni má kannski kallast aulahúmor en hann höfðar til þess aldurshóps sem sagan er skrifuð fyrir. Oddný Árnadóttir Dav Pilkey: Kafteinn Ofurbrók og ævintýri hans. Þýö- andi: Karl Ágúst Úlfsson. JPV-forlag 2000. í einkabílum vaxa engin tré Undir titli bókar Guð- bergs Bergssonar, AUir með strætó!, stendur að hún sé barnasaga til- einkuð Strætisvögnum Reykjavíkur, og það ágæta samgöngufyrir- tæki má hrósa happi yfir slíkri tileinkunn þvl sagan er stórmerki- leg. Þegar hún hefst fer enginn lengur með strætó nema gamalt fólk og krakkar og vagninn má aðeins keyra fimm götur. En einn góðan veðurdag tekur strætóstjórinn eftir því að í vagninum situr bam og við hliðina á því vex tré upp úr gólfinu. Flýgur fiskisagan og smám saman fer að verða mikið sport að fara í strætó - þvi hver vill ekki hafa verið í strætó sem er með tré í gólfinu? í bókinni er feikilega vel heppnað samspil texta og mynda. Engin samkeppni er þar á milli heldur era texti og myndir í fullkomnu samræmi og gera myndir Halldórs Baldurssonar söguna ljóslifandi fyrir unga sem aldna lesendur.Texti Guðbergs er einfaldur en um leið eiturhvass þannig að brandaramir ættu að hitta í mark hjá bæði fullorðnum og bömum. Nútíminn er tekinn Allir meö strætó! Mynd eftir Halldór Baldursson úr bókinni. og undinn þannig að ýmis samfélagsleg fyrirbæri era gerð spaugileg og fárán- leiki netvædds tækniheims verður öll- um ljós. Þannig fær strætisvagninn heimasiðu þegar hann verður vinsæll til að áhugamenn um allan heim gætu ekið í honum „í því sem var kall- að sýndarveruleiki“ (22). Þessi ádeila á yfirborðskenndan gerviheim nú- tímans er þó ekki á einu plani því óvæntar vin- sældir strætisvagnsins stafa af barninu sem birtist í vagninum en öll sú saga hefur á sér kristilegan blæ. Barnið lætur tréð vaxa með nærvera sinni og sögunni lýkur á aðfangadags- kvöld þar sem enn eru allir að keyra í strætó sem minnir þá meira á kirkju en samgöngu- tæki, einkum þegar fólk talar um að nú ætli það að fara að nota strætó alltaf en ekki bara á jól- unum. Eru híbýli almættisins ekki þar sem andinn er fyrir hendi, hvort sem það er voldug bygging eða bara gulur strætó? Höfundar eiga hrós skilið fyrir yndislega sögu. Lesendur ættu svo að skella sér í strætó og at- huga hvort þeir uppgötva ekki eitthvað nýtt og faUegt. í einkabílum vaxa engin tré. Katrín Jakobsdóttir Guöbergur Bergsson og Halldór Baldursson: Allir meö strætó. JPV forlag 2000. DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Lóma Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og rithöfundur, hef- ur gefið út söguna um Lómu sem líka er persóna í vinsælu leikriti hjá Möguleikhúsinu um þessar mundir. Þar segir frá því þegar hin stórvaxna Lómagnúpur Steinkarlsdóttir - kölluð Lóma - kemur í bekkinn til þeirra Siggu, ínu Rósar, Ragga rjómabollu og hinna. Kannski er hún hreinlega tröllastelpa, þessi Lóma, altént er öll hennar ætt í Hrollaugsdalnum svona gríðar- lega stórvaxin. Erindi hennar til Reykjavikur er að læra að lesa því sú list hefur ekki borist heim í dalinn. Móðir hennar Jökulbunga er með henni og kýrin Járngerður - en sú síðast- nefnda skapar nokkur vandamál af því að bannað er að hafa nautgripi í Breiðholtinu... Rúna Gísladóttir myndlistarmaður gerir myndimar í bókina. Líf á nýjum nótnm Nicky Gumbel, lögfræð- ingur og guðfræðingur, tek- ur nærri sér hvað fólki finnst Biblían orðin úrelt rit og hefur samið bókina Líf á nýjum nótum til að sanna hið gagnstæða. Hér skýrir hann eitt rit Nýja testament- isins, bréf Páls til Filippím- anna, og sýnir hvemig finna má þar skýr og afgerandi svör við mörgum spumingum okk- ar sem uppi erum á þessum þúsaldamótum. Kjartan Jónsson þýddi bókina. Salt gefur út. Uppeldishandbókin Um hvað hugsa þriggja ára börn? Hvemig bregðast böm við skilnaði foreldra sinna eða dauðs- falli í fjölskyld- unni? Hvers vegna taka átta ára börn upp á þvi að ljúga eða stela? Nýja Uppeldis- handbókin frá Vöku-Helgafelli fjallar um uppeldi allt frá fæðingu til unglingsára og er mikil fróðleiksnáma fyrir alla sem hugsa um böm og unglinga. Þar er rætt um þroska bama á sviði tilfinninga og vitsmuna, málþroska, tjáningar- og hreyfi- fæmi. Hvað er til dæmis hægt að gera ef bam stamar? Hvemig á að bregðast við ofvirkni? Af hverju stafar Downs-heilkenni? í síðari hluta bókarinnar er fjallað um hvemig bregðast skuli við ef eitthvað ber út af. Hvenær eiga uppalendur að hafa áhyggjur af hegðun barna og unglinga og hvert eiga þeir að leita með vandræði sín? Helstu einkenni sálrænna og líkamlegra kvilla eru skýrð og greint frá úrræðum. Bókina rita færir sérfræðingai’ hver á sínu sviði en aðalritstjóri hennar er David B. Pruitt, prófessor í geðlæknisfræðum. Hún er rækilega staðfærð og löguð að íslenskum að- stæðum af læknum og sálfræðingum en þýð- inguna önnuðust Helga Þórarinsdóttir, Gísli Baldursson, Ólafur Ó. Guðmundsson og Páll Magnússon. Bækumar um Möllu Æskan hefur gefið út fjórar bækur um hana Möllu mús þar sem með- al annars segir frá því þegar hún fer í leikskóla og sund. Þær era hannað- ar þannig að litlir fingur geta togað hluta af mynd- unum til og frá og búið til sínar eigin myndir, til dæmis er hægt að hátta hana Möllu þegar hún fer í sund og klæða hana i sundbol. Lucy Cousins hefur búið til bækumar um Möllu en Ámi Ámason þýðir þær. Leyndarmál indíánans Þriðja bókin um indiánann í skápnum eftir Lynne Reid Banks heitir Leyndarmál indíánans. Þar segir frá því þegar margir af striðsmönn- um Litla-Bola era særðir eftir skelfilegan bardaga og Ómar verður að sækja læknishjálp handa þeim. En hann verður líka að varðveita leyndarmál indíánans. Hver mundi líka trúa því að leikfangaindíáni og kúreki úr plasti gætu lifnað við? Kristín R. Thorlacius þýddi bókina en Mun- inn gefur út. Önnur bókin í þessum flokki, Indíáninn snýr aftur, var valin á heiðurslista IBBY-samtakanna yfir þýddar bækur fyrr á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.