Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 DV Meimlng Mættum við fá meira að heyra? Undirtitill nýjustu skáldsögu Péturs Gunnarssonar, Skáld- saga íslands I, gefur til kynna metnaðinn sem býr að baki verkinu. Hann leiðir lika óhjá- kvæmilega hugann að draumum höfunda um hið endalausa skáldverk sem þenur sig yfir lifið allt; hinn mikla bálk Prousts, endalausa sjálfsævisögu Þórbergs og ekki síst Landnámsbálk Gunnars Gunnarssonar sem átti að ná yfir íslandssöguna alla í 12 bind- um. Pétri nægir að vísu ekki íslandssagan, eða mannkynssagan, hann byrjar á sköpun íslands en vindur sér svo í miklahvell og tilurð sólkerf- isins, það er ekki fyrr en á síðu 13 að mannap- inn réttir úr sér og fer að myndast við að ganga, löngu seinna kemur hin ritaða saga til skjal- anna. Saman við mannkyns- og íslandssögu fLéttast örlagasaga úr Reykjavík tuttugustu aldar, saga ungs drengs frá heimili í upplausn. Á meðan foreldramir skilja er hann ásamt bróður sínum sendur i sveit og þar kynnumst við honum fyrst. Fjórði þátturinn sem myndar uppistöðuna í þessum mikla vef er svo innskot söguhöfundar þar sem hann talar í fyrstu persónu, m.a. um leit rithöfundarins að lífsreynslu í kostulegum kafla sem gerist um borð í nýsköpunartogara. Bókmenntir Þessum þáttum er haldið saman af sterkri rödd sögumanns sem horfir yfir sviðið allt. Texti hans ber öll bestu einkenni Péturs Gunn- arssonar sem höfundar, ótrúleg uppáfinninga- semi í meðferð tungumáls og hugmynda ásamt hlýrri kímni og gagnrýninni alvöru. Sögumaður er kirfilega staddur í nútímanum og sækir við- miðanir sínar i hann, stundum til að draga lær- DV-MYND PJETUR Pétur Gunnarsson rithöfundur Þaö er ekki fyrr en á síöu 13 aö mannapinn réttir úr sér og fer aö myndast viö aö ganga... dóma af sögunni, stundum til að bregða óvæntu Ijósi á hana og skilning okkar á henni. Þetta er besta skáldsaga Péturs í mjög langan tíma, kannski vegna þess að hann reynir hér ekki að segja afmarkaða skýrt byggða sögu, heldur gerir alla söguna að leiksviði. Þetta skap- ar honum frelsi til að flétta vangaveltum og efa- semdum inn í skáldsöguna, og jafnframt er eins og aðferðin gefi sögu persónanna í fjölskyldu- sögunni aukið rými, þannig að þótt hún taki lit- ið pláss miðað við hefðbundna skáldsögu virkar hún næstum eins og fullburða skáld- saga innan heild- arinnar. Það er reyndar annar af göllum verksins að uppvaxtarsag- an, sem kemur með sáran brodd inn í annars yfir- vegaðan sögu- heiminn, víkur nokkuð til hliðar í seinni hluta bók- ar, og manni finnst maður eig- inlega svikinn um uppgjörið í sögu fjölskyldunnar. Hinn gallinn er sá að maður hefði gjaman viljað fá meira af svo góðu. Þetta fyrsta bindi gefur fýrirheit um frábæran sagna- báik, en til að ná upp í hæstu hæðir sem stök saga hefði hún mátt vera aðeins viðameiri. En gallar af þessu tagi eru náttúrlega um leið ávísun á enn meiri eftirvæntingu eftir fram- haldinu. Hver kafli, hver málsgrein og hver setning fyrir sig í þessari sögu er frábær. Staða þeirra í heild hinnar miklu skáldsögu Islands er ekki ljós enn þá - við bíðum spennt eftir meiru. Jón Yngvi Jóhannsson Pétur Gunnarsson: Myndin af heiminum. Skáldsaga íslands I. Mál og menning 2000. Heimildasaga um dlþýðukonur Sólveiga saga eftir Elínu Ólafs- dóttur ber undirtitilinn Örlög þriggja kvenna úr Laxárdal og er skáldsaga byggð á heimildum. í bókinni eru eiginlega þrjár sögur, um líf þriggja kvenna á 18. og 19. öld er fæddar voru í Laxárdal í Dalasýslu, voru mæðgur og eignuð- ust allar böm „fjarri hlýju hjóna- sængur“. Tvær þær eldri bjuggu alla ævi í Dalasýslu en sú yngsta fluttist fullorðin til Reykjavíkur. Þær Sólveigamar voru myndarlegar og hörkuduglegar en konur sem ekki voru giftar eða misstu menn sína áttu lítinn rétt. Maður- inn var „fyrirvinna", hversu dugleg og drif- andi sem konan var, og án eiginmanns réði hún engu um böm sín, fékk ekki að halda saman búi né hafa kot á leigu. Svona var þessu háttað langt fram eftir 19. öldinni. Sólveiga saga er býsna fróðleg. Ég minnist þess til dæmis ekki að hafa lesið jafngreinargóða frásögn og hér af lífi og störfum reykvískra alþýðu- kvenna á síðari hluta 19. aldar. Sagt er frá aðbúnaði fólks, verkum og samgöngum, eða kannski frek- ar samgönguleysi: Mæðgur kveðj- ast við kirkju á sumarblíðum sunnudegi því að önnur þeirra er að flytja í nálæga sveit. Þær sjást aldrei síðan þó báðar lifi yfir þrjá- tíu ár eftir þetta og búi alltaf í sömu sýslu! Eða lögin sem giltu þá! Hugsum við nútíma- fólk út í hvaða áhrif það haföi á þjóðlífið að menn máttu ekki eiga og gera út bát nema eiga jörð? Eða hvernig vistarbandið stýrði lífi manna? Góðar heimildaskáldsögur eins og t.d. Hraunfólkið eftir Björn Th. Bjömsson og Hi- býli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson segja okkur íslandssögu almúgans sem er allt önnur en sú íslandssaga sem við lærðum í skóla. Sólveiga saga skipar sér eindregið í þann flokk en hefur þá sérstöðu að vera fyrst og fremst saga kvenna og bama. Allur fróðleikurinn færi þó vísast fyrir lítið ef sagan væri ekki skrifuð á kjamgóðu máli og af hlýju og skilningi á sögupersónum sín- um. Auk þess er hún skemmtileg aflestrar - spennandi ástar-og örlagasaga eins og stóð aft- an á bókunum sem maður mátti helst ekki lesa sem krakki! Fremst í bókinni er kort af söguslóðum Sól- veiga sögu og skrá um afkomendur Sólveigar Jónsdóttur eldri fram að lokum 19. aldar. Er þetta hvort tveggja mjög til hagræðis því fjöldi fólks og margt bæjarnafna kemur við sögu. Helga K. Einarsdóttir Elín Ólafsdóttlr: Sólveiga saga. Örlög þriggja kvenna úr Laxárdal. Skjaldborg 2000. Endalok gamla skipulagsins Eins og alþjóð er kunnugt eru bækur hér- lendis nær einvörðungu gefnar út á haust- mánuðum og ætlaðar til jólagjafa. Það er því ábyrgðarhluti að halda fram að ný skáldsaga sé óheppileg til lestrar meðan lesendur ropa sælir og værukærir eftir jólakræsingamar. Þá áhættu ætla ég þó að taka hvað varðar sögu Michel Houellebecq, Öreindimar, ögrandi sögu svo að langt er annarrar slíkrar. Ekki einungis sökum þess að hún sé berorð um feimnismál — eru annars nokkur feimnismál nútildags? — heldur vegna þess að þetta er ein- staklega skorinorð lýsing á viðhorfum og við- miðum nútímamannsins. Öreindirnar segja sögu hálfbræðranna Bru- no og Michel, sem fæddir eru á miðri tuttug- ustu öld og aldir upp á hrakningi milli ætt- ingja og stofnana, þvi að foreldramir eru of uppteknir af gróða, frjálsum ástum eða dul- speki til að sinna þeim. Þeir lifa á miklu „um- brota- og óhamingjuskeiði," þar sem „Kennd- ir á borð við ást, blíðu og samheldni voru að mestu horfnar, samskipti samtímamanna /.../ einkenndust einatt af skeytingarleysi, jafnvel grimmd". Orsökin er nautnahyggjan sem ein- kennir vestræn nútímasamfélög, kynlífs-, lík- ams- og æskudýrkunin sem við í fáfræði okk- ar héldum að væri bylting en var að áliti sögumanns aðeins brella mark- aðarins til að notfæra sér þrá mannsins eftir unaði og einingu og ófullnægju hans til að gera hann að enn ákafari neytanda. Og þegar nautninni var gefinn laus taumur var tilfinningunum útrýmt. Gagnrýnin beinist hér ekki síst að hippunum og '68 kynslóðinni, sem máske kemur Islendingum á óvart sem kynnt- ust slíku ekki nema i eftirlíking- um. I Frakklandi hefur því ver- ið haldið á lofti af þeirri sömu kynslóð að hún hafi gjörbylt öllum viðhorfum og í raun fundið upp „frelsið". Bruno og Michel eru fórnarlömb þessa ný- fengna „frelsis", neytendur sem aldrei fá nægju sína. Saga þéirra er rakin frá bemsku fram á miðjan aldur og fylgst með örvænting- arfullum tilraunum þeirra til að öðlast lífsfyO- ingu. Bruno eltist við kynóra sína en erföa- fræðingurinn Michel dregur sig í hlé til íhug- unar. Sú íhugun, ásamt þekkingu hans á vis- indalegum framförum, leiðir til óvæntrar nið- urstöðu: sköpunar nýs, fullkomins, kynlauss mannkyns, frjáls úr viöjum hvatanna. Þar er komið að því sem einkum ögrar við þessa sögu, því að sögumaður til- heyrir þessu mannkyni og er að segja sköpunarsögu þess. Ólíkt sköpunarsögum sem við þekkj- um segir hin fullkomna sköpun sögu hins ófullkomna skapara. Ég býst við að þessi þverstæða hafi verið orsök þeirra deilna og hneykslunar sem þessi bók olli. Með þessu sjónarhomi er mann- inum kippt af stalli og mun harkalegar en Darwin og hans líkum tókst nokkru sinni - og þá er okkur brugðið. En hvort sem lesandanum er brugðið eður ei, hvort sem hann hatar þessa bók eða dáir, verður því ekki á móti mælt að hér er fjallað á snjallan hátt um málefni sem snertir okkur öll. Efa- laust ein athyglisverðasta bók þessarar vertíð- ar. Þýðing Friðriks Rafnssonar er hin læsileg- asta, tungutakið samtimans með hæfilegum skammti af slettum en prófarkalestur hefur misfarist, því prentvillur eru allt of margar. Geirlaugur Magnússon Michel Hoellebecq: Öreindirnar. Friörik Rafnsson þýddi. Mál og menning 2000. Rússneskir virtúósar I kvöld kl. 20 heldur tríóið „Rússneskir virtúós- ar“ tónleika í Salnum. Á efhisskrá era m.a. verk eftir Shostakovitch, Rachmaninoff, Sviridov og Rimsky-Korsakov. Meðlimir tríósins era þekktir tónlistarmenn í heimalandi sínu og hafa unnið til verðlauna bæði heima fyrir og erlendis. Þeir era Dimitry A. Tsarenko, stjómandi triósins, sem leikur á bala- laika og á heiðurinn af útsetningum allra laga sem tríóið spilar, Nicholas A. Martynow, sem leikur á bassa-balalaika, og Vera A. Tsarenko sem leikur á domra. Öskurkór Á morgun kl. 17 verða einu tónleikar finnska öskurkórsins Huutajat, sem sungið hefur viða um heim og nýtur mikillar hylli, í porti Hafnarhúss- ins í Reykjavík. Ókeypis inn. Tónleikamir era liður í Stjömuhátið Menningarborgarinnar. Stríðsárakvöldvaka I kvöld kl. 20 verður árleg kvöldvaka Kvenna- sögusafns íslands haldin í veitingastofunni í Þjóð- arbókhlöðunni. Að þessu sinni er hún helguð hlutskipti kvenna á hernámsárunum á íslandi. Herdís Helgadóttir mannfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Konur í hersetnu landi. ísland á árunum 1940-47“ og Bára Baldursdóttir sagnfræð- ingur flytur erindið „“Skemmd þessi breiðist út eins og farsótt". Ríkisafskipti af samböndum ung- lingsstúlkna og setuliðsmanna í síðari heims- styrjöld". Þá munu Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja nokkur þekkt stríðsáralög. Kvöldvakan er öllum opin og aðgangur ókeyp- is. Fagotterí Á morgun kl. 12.30 kemur fram nýstofnaður fagottkvartett fjögurra ungra kvenna á há- skólatónleikum i Norræna húsinu. Þær eiga þaö sameiginlegt að leika á fagott og búa á íslandi, en era langt að komnar. Kvartettinn var formlega stofnaður í haust og hann skipa Annette Arvid- son, Joanne Ámason, Judith Þorbergsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Efnisskráin á tónleikunum verður fjölbreytt og aðgengileg, samsett af jóla- og barokktónlist. Þar era m.a. verk eftir Johan Sebastian Bach, Joseph Bodin de Boismorter og Michel Corette auk þess sem flutt verður Yuletide Fantasy í útsetningu Davids Caroll. Á lífsins leið Útgáfan Stoð og styrkur hefúr gefið út þriðja bindi í hinum vinsæla bókaflokki Á lífsins leið. Þar segja alls 24 þekktir einstaklingar frá minnisstæðum atvikum úr lífi sínu eða kynnum sínum við eftirminnilegt fólk. Sögu- sviðið er ýmist kunnuglegt eða framandi og efnið fjöl- breytt, ýmist áleitið eða glettnislegt. Meðal sögumanna eru Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri, ráðherramir Guðni Ágústsson og Sólveig Pétursdóttir, Amór Guðjohnsen knatt- spymumaður, Þór Jakobsson veðurfræðingur, 'Ú-yggv'i Gíslason skólameistari, Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Sigríður Halldórsdóttir prófessor. Heljartak Skjaldborg gefúr út skáld- söguna Heljartak eftir David Baldacci sem nú keppir við hina stóra á sviði spennu- sagna. Hér segir frá Sidney Archer, hamingjusamri eig- inkonu og móður, sem missir alveg fótanna þegar eigin- maður hennar hverfur skyndilega. Hans er leitað víðs vegar um Banda- ríkin og sú leit verður æ flóknari eins og líf hans og starf reynist hafa verið þegar grannt er skoð- að. Fyrr en varir sogast Sidney inn í harkaleg átök fjáraflamanna og manndrápara uns tvísýnt verður um leikslok. Bjöm Jónsson þýddi söguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.