Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2000, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 27 Úigáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjöimiðlun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ágengir og ábyrgir Við því er að búast, að linir fréttastjórar, sem hafa at- vinnu af að líma fréttatilkynningar úr tölvupósti inn á síð- ur dagblaða, flnnist berin súr, þegar annars staðar er ver- ið með ærinni fyrirhöfn að grafa upp fréttir, sem skipta lesendur máli og gefa innsýn í þjóðfélagið. Mikilvægt er fyrir lesendur að átta sig á, um hvað er verið að tala, þegar sögumönnum er kennt um ótíðindi. Þá er oftast blandað saman tvennu, annars vegar viðfangsefn- um fjölmiðlanna og hins vegar vinnubrögðum þeirra. Þessir tveir ásar eru engan veginn samhliða. Það er gilt umræðuefni, hvort fjölmiðlar komi of nálægt einkalífi fólks í leitinni að upplýsingum. En það er allt annað umræðuefni en hitt, hvort upplýsingarnar, sem finnast við gröftinn séu áreiðanlegar eða ekki. Fjölmiðlar geta hæglega verið ágengir og ábyrgir í senn. Sumir fjölmiðlungar hafa hag af að reyna að koma því inn hjá fólki, að átakalítil kranablaðamennska þeirra sé ábyrg og vönduð, en hinir séu skítugir, sem vinna að upp- greftri staðreynda, er liggja ekki á lausu. Sumir notendur sjá gegnum þessa kenningu, en aðrir ekki. Ef Washington Post væri gefið út á íslandi, mundu kranablaðamenn halda fram, að það væri sorprit. Það gerðu raunar stéttarbræður þeirra vestan hafs, þegar blaðið varð frægt af Watergate-skrifum. Þeir töldu blaðið stunda ábyrgðarlitlar æsifréttir um góðborgara. Mikilvægt er, að lesendur átti sig á, að hvorki er ábyrgðarlítið að grafa eftir staðreyndum né traustvekj- andi að biða eftir fréttatilkynningum, sem streyma úr krana tölvupóstsins. Sem betur fer sýna notkunartölur fjölmiðla, að margir eru þeir, sem átta sig á þessu. Hér á landi eru ekki fjölmiðlar á borð við þá, sem um- deildastir eru erlendis. íslenzkir fjölmiðlar eru allir nær- fæmari í skrifum en vestrænn meðalfjölmiðill. Þeir, sem halda öðru fram, hafa ekki flutt nothæf dæmi því til stuðnings, enda þyrfti að grafa eftir slíku. DV hefur leitazt við að fylgja ströngum vinnureglum. Ein helzta þeirra segir, að afla skuli tveggja sjálfstæðra heimilda að uppljóstrunum. Önnur af þeim helztu segir, að ekki skuli skrúfað einhliða frá krana, heldur sé aflað mismunandi sjónarmiða í umdeildum málum. Kranablaðamenn þurfa engar slíkar vinnureglur. Þeir sitja bara við kranann og taka ekki til hendinni. Til að bæta sér upp hlutskiptið koma þeir sér saman um að kenna sögumönnum um ótíðindin og afla sér þannig sið- ferðilegrar undirstöðu fyrir aðgerðaleysi sínu. Lesendur verða auðvitað að velja og hafna og gera það á ýmsa vegu. Óneitanlega eru sumir hallir undir þann draum, að ótíðindi gerðust ekki, ef þau væru látin liggja milli hluta í fjölmiðlum. Aðrir telja ekki henta lífi sínu að fá vitneskju um ýmislegt misjafnt í þjóðfélaginu. Ef allir hugsuðu eins og kranablaðamenn og fylgismenn þeirra, mundi þjóðfélagið smám saman læsast og grotna niður að innan, án þess að greftinum verði náð út. Á end- anum mundi fara illa fyrir þjóð, sem vildi lifa í ímynduð- um heimi, þar sem allt er slétt og fellt. En hinir eru sem betur fer fleiri, sem vilja láta grafa upp staðreyndir, sem ekki liggja á lausu, hvort sem þær eru notalegar eða óþægilegar. Þess vegna nýtur ábyrg og ágeng fréttamennska vaxandi vinsælda um þessar mund- ir, meðan harðnar á dalnum við suma kranana. Aðalatriðið er, að sífellt fleiri átti sig á, að ábyrg vinna og ágeng vinna eru engar andstæður, heldur þvert á móti oftar hliðstæður í þjóðfélagi, sem opna þarf betur. Jónas Kristjánsson DV Rasismi Nokkrar umræður hafa verið um þjóðemismál und- anfarið, m.a. vegna aukins flölda erlendra starfsmanna sem að langmestu leyti vinna við fiskvinnslu og þjónustustörf á tímabundn- um atvinnuleyfum, einnig innflytjenda frá ýmsum löndum sem ýmist eru orðnir íslenskir ríkisborg- arar eða hafa hér dvalar- leyfi. Alls mun hér um að ræða nálægt 10 þúsund manns og ætla má að þeim fjölgi ört á komandi árum ef viðver- andi atvinnuástand helst. Af tveimur kynþáttum Hér er um mjög viðkvæm og vand- meðfarin mál að ræða, einkanlega þegar smáþjóð á hlut að máli. Þjóð- emislegur metnaður íslendinga er mikill. Við erum stoltir af sögu og þjóöerni okkar um aldaraðir, stoltir af eigin tungumáli, menningu, vís- indum og framþóun. Sé vísað til frá- sagnar Jóns J. .Aðils (íslenskt þjóð- emi) er m.a. rætt um að íslendingar séu af tveimur kynþáttum, Keltum sem bjuggu yfir andlegu fjöri, hug- viti og snilld og hins vegar djúpskyggni, staðfestu og viljaþreki norrænna manna sem fæddi af sér þjóðlíf sem varla átti sinn líkan í sög- unni. Þeir sem bera svo rík- ar þjóðerniskenndir vilja varðveita séreinkenni þjóð- arinnar og telja jafnframt að þúsundir erlendra inn- flytjenda á hverju ári af ólíkum þjóðernum myndu umbreyta þjóðfélaginu í tímans rás. Talsmönnum þessara sjónarmiða virðist fjölga og hinir þöglu jábræður þeirra bíða færis. Enn eru hin þjóöemislegu gildi, sem við vorum alin upp við, á undan- haldi eða að breytast í hinum tækni- vædda heimi. Tölvutæknin, leidd af ungu vel menntuðu fólki, nær til alls heimsins. Nú geta menn lesið á Net- inu allt milli himins og jarðar, kynnst menningu, listum, vísindum, atvinnuháttum og lífsafkomu fjar- lægra þjóða.. Ætti ekki þessi alþjóð- legi þekkingabrunnur á heimsmynd- inni aö geta m.a. dregið úr rasisma og stuðlað að betra sambýli ólikra þjóðerna.? Skilyrði friðar, kærleika og umburðarlyndis á sinn kristilega farveg þar sem illvilja og heiftúð er hægt að breyta í víðtæka mannúð. Þar er aflgjafinn til að umskapa frið og eyða ósætti og hatri. Innflytjendur Ólík menning og trúarbrögð tug- þúsunda innflytjenda til íslands munu alltaf skarast við menningu og hefðir okkar enda trúlega ekki ætlun neins að innflytjendur verði að af- neita mikilvægum lífsgildum fyrir að gerast ísl. ríkisborgarar. Rasistar hafa náð fótfestu í öllum vestrænum ríkjum enda auðvelt að kynda undir þjóðemistilfmningum eins og sagan kennir okkur. Þó svo að hvert sjálf- stætt ríki sé skilgreint eign þjóðar sinnar er heimurinn sameign allra jarðarbúa. Landamæri skilja aðeins að lönd en ekki fólk. Það þarf að rækta góðvilja og mannúð í garð inn- flytjenda og koma í veg fyrir að skortur á málakunnáttu og samfé- lagsþekkingu torveldi eðlileg sam- skipti. Eins og kunnugt er erlendis frá valda rasistar, eins og t.d. nasistar, blóðugum átökum, eignatjóni og hvers konar einelti viö ýmsa minni- Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Landamœri skilja aðeins að lönd en ekki fólk. Það þarf að rœkta góðvilja og mannúð í garð innflytjenda og koma í vegfyrir að skortur á málakunnáttu og sam- félagsþekkingu torveldi eðlileg samskipti. “ hlutahópa af erlendum uppruna. Við þessu þarf að bregðast strax. Við vit- um að undir kraumar. Það þarf lítið til að tendra stórt bál. íslensk stjóm- völd ættu samt sem áður að takmarka áfram verulega fjölda innflytjenda tO að tryggja sem best lífsafkomu þeirra. Atvinnuleyfi útlendinga virðast vera í góðu jafnvægi við þarfir atvinnuveg- anna og jafnt og þétt dregur úr spennu á vinnumarkaði. Kristján Pétursson Menntamálakreppan í þingræðiskerfi eins og okkar er þaö oftast svo að hver ríkisstjóm get- ur leyst sum vandamál, en öðrum veltir hún á undan sér uns þau verða óþolandi. Þá segir stjómin af sér eða tapar meirihluta sínum í kosningum og fer frá. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins undanfarandi áratug hafa menntamálin orðið að slíku óleysan- legu vandamáli sem kristallast nú í verkfalli framhaldsskólakennara. Ekki svo að skilja að kreppan i menntamálum þjóðarinnar hafi haf- ist undir stjóm menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins síöan 1991. Menntamál voru löngu áður orðin afgangsverkefni stjómvalda og helst lögð áhersla á mál sem koma menntun sáralítið við, eins og að flytja rekstur grunnskól- ans til sveitarfélaga. Kannski höfum við aldrei haft almennilega pólitiska forystu í menntamálum síðan Gylfi Þ. Gíslason sat i menntamálaráðuneytinu á árunum 1956-71. En á síðustu árum, eftir að sjálfstæðismenn tóku við menntamálunum og þenslan í upplýsingasam- félagi okkar jók svo til- finnanlega eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, þá hefur steininn fyrst tekiö úr í þess- um efnum. t tíð núverandi mennta- málaráðherra hefur fjármálavand- inn hlaðist upp en tími ráðuneytis- ins verið tekinn í tilgangs- lausar skipulagsbreytingar: ný lög og reglur um stjóm stofnana, ómarkvisst hringl með námskrár. Einmitt það sem menn gera þegar þeir geta ekki gert neitt sem skiptir máli. Sjálfstæöismenn í vanda Nú er ég svo bjartsýnn að vona að kjaradeila fram- haldsskólakennara verði leyst og skólamir famir að starfa áður en þessi grein birtist. En það gerist þá með ein- hvers konar pissi í skó sem kólnar fljótlega. Það er óhjákvæmilegt að setja verulega mikið opinbert fé í skólamálin, til viðbótar því sem nú er gert. Vegna pólitísks þrýstings innan flokks, ummæla sem flokks- foringjar hafa látið falla og annarra aðstæðna í forystuliði Sjálfstæðis- flokksins er útilokað að hann geti gert þetta, nema hugsanlega með því að einkavæða skólakerfið og dæla fé í einkaaðila sem vildu reka skóla með hagnaöi. Slíkt yrði auðvitað miklu dýrara en opinbera skólakerfið okkar, eins og einkaskólar eru alls staðar, en það gerði kannski ekki svo mikið til. Við lifum í allsnægtasamfélagi og erum ekkert sérstaklega sparsöm á ópinbert fé. Þó kynni að vera harð- sótt fyrir núverandi menntamálaráö- herra að fá mikið út úr fjármála- ráðuneytinu í þessu skyni. Reynslem er sú að eyðslufrek ráðu- neyti þrífast best undir stjóm leið- toga eða áhrifamanns litla flokksins í stjómarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Gylfi Þ. Gíslason fékk ríf- legar fjárveitingar til nýjunga á Viö- reisnarstjómarárunum, þegar hann lagði flokk sinn í sífellda útrýming- arhættu til að halda samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn áfram. Nú þenst utanríkisþjónustan út undir forystu formanns Framsóknarflokksins, ný sendiráð eru stofnuð og friðargæslu- lið okkar margfölduð að mannfjölda. Verra er þó að varla er neitt of- boðslega mikið framboð af fólki sem vill reka skóla sem fyrirtæki. Það tæki áratugi að koma upp almenni- legu einkaskólakerfi, og ef það á að rísa á rústum opinbers skólakerfis, þá er verið að leggja drög að skóla- menntunarleysi heillar kynslóöar. Hvað með efnahagsjafnvægið? Sú mynd er nú dregin upp í fjöl- miðlum að kennarar séu einir að reyna að rjúfa þjóðarsátt um stöðug- leika í efnahagslífi þjóðarinnar. Lát- ið er í veðri vaka að ríkisstjómin geti ekki bætt kjör þeirra því að þá muni verkalýðshreyfingin segja upp kjarasamningum sínum, knýja fram launabætur og setja verðbólguskrið- una af stað. Um það er aðeins eitt að segja: sú ríkisstjórn sem ekki þorir að gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna hótana frá aðilum vinnumark- aðarins, hún hefur misst stjóm á ríki sínu og á að biðjast lausnar, auð- mjúklega. Gunnar Karlsson „Kannski höfum við aldrei haft almennilega pólitíska forystu í menntamálum síðan Gylfi Þ. Gíslason sat í menntamálaráðuneytinu á árunum 1956-71.“ - Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra. Gunnar Karlsson prófessor Meö og á móti zmenntaverðlaunanna Maður verður að treysta fólki j „Auövitað þótti agL þetta djörf hug- | mynd, þar sem %" nefndir hafa öll árin verið skipað- ar þremur til fimm mönnum. En það sem varð til þess að sú leið var farin að hafa ein- vald um tilnefndar bækur var aö hin síðari ár hafa niö- urstöður dómnefndar verið málamiðlanir. Nefndimar Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi hafa ekki geta komist að niðurstöðu á annan hátt þar sem meðlimir þeirra hafa ekki verið einróma i vali sínu. Mér þykir því afar eðlilegt að einni manneskju séu fengin það mik- il völd að hún beri ein ábyrgð á til- nefningunum. Auðvitað er þó enginn eyland og einvaldurinn, sem sér um að tilnefna bækim, velur sér ráðgjafa; fólk sem hann treystir og fær til skrafs og ráðagerða. Það hefur verið heilmikill titringur um breyt- ingamar á tilhöguninni en mér þykir sjálfsagt að reyna þessa leið. Enginn einstaklingur er al- veg án tengsla við umhverfi ----- sitt, þ.m.t. rithöfunda og bókaforlög, ekki heldur þó að hann setjist niður með tveimur öðrum. Maður verður samt að treysta fólki til þess að horfa fram hjá slíkum tengslum þegar það hefur tekið að sér svo mikilvægt starf sem þaö er að tilnefna bækur til íslensku bók- menntaverðlaunanna." Verðlaunin klúður frá upphafi „Þegar ég heyrði þetta íyrst fannst mér hug- myndin svo fárán- leg að mér datt ekki í hug að hún yrði nokkru sinni að veruleika. ís- lensku bókmenntaverðaunin hafa að vísu verið hálfgert klúður frá upphafi. Það hefur alltaf verið þessi vandræða- gangur með dómnefndina og raunar virðumst við íslendingar vera eina þjóðin í heiminum sem ekki getur búið sér til forsendur fyr- ir dómnefnd sem við getum haldið okkur við. í ljósi þess hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki sé hreinlega tímabært að leggja verð- launin niður. Ég set líka spuming- armerki viö það hversu óháð- ur lesandi bókmenntaein- valdurinn í fagurbókmennt- unum getur verið þar sem hún er tengd Máli og menn- ingu og það forlag hefur hing- að til kunnað að leggja sínu fólki línurnar. Mikil Máls- og menning- arslagsíða hefur lika verið á tilnefhingum til verðlaun- anna á síðustu árum - jafiivel svo mikil að þegar Bókatíðindi koma út þá veit maður nánast hvaða bækur verða tilnefndar en það er engu líkara en að vissir höfundar séu með fasta áskrift að tilnefningum. Maður á eftir að sjá hvort bókmenntaeinvaldurinn hefur það mikil heilindi til að bera að hún geti breytt því.“ Súsanna Svavarsdóttir blaóamaöur Dómnefnd sem tilnefnir bækur tll íslensku bókmenntaverölaunanna er ekki lengur nefnd, heldur ein manneskja, svonefndur bókmenntaeinvaldur. Ummæli Neysluæði heimskunnar „Nú þegar að- venta gengur í garð heyrast margir kvarta undan þeim ófriði sem fylgir vikunum fyrir jól, auglýsinga- skruminu og upphrópunum þeirra sem umhverfa þessum tíma í neysluæði heimskunnar er birtist með margvíslegum hætti. Þegar er farið að bera á því að fjölmiðlar spyiji fólk hvort ,jólaskapið“ sé komið. Komist var hjá verkfalli mat- gæðinga svo landsmenn misstu ekki sællífis aðventunnar við Jólahlað- borðin“. Þessi svonefnda „hefð“ er engin heíð og felur í sér þá mótsögn að jól séu alls ekki komin þegar enn er jólafasta og skeíjalaus veisluhöld verða seint nefiid fasta.“ Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur á Selfossi, í Mbl. 2. desember. íþróttir kvenna „Þótt jafnræði eigi að ríkja milli kynja á sem flestum sviðum, er jöfn umfjöllun eftir kynjum ekki einfalt mál í íþróttafréttum - reyndar hvort kynið sem á í hlut. Þátttaka kynja í ýmsum íþróttagreinum er mjög mis- munandi og endurspeglast það óhjá- kvæmilega í fréttaílutningi, svo og frá einum árstíma til annars eftir íþróttagreinum og því t.d., hvort stórmót í einhverri iþróttagrein fer fram. Það kallar á mikla tímabundna umfjöllun, t.d. um Evrópumeistara- mót í kvennahandbolta eða þá karla og eðlilega er ekki hægt að bera sam- an kynjahlutfóll á því tímabili." Úr forystugreinum Mbl. 2. desember. Lýðræöið og klúðrið „I ríkjum þar sem lýðræði er í heiðri haft er kosið tvisvar ef enginn forseta- frambjóðenda fær hreinan meirihluta í fyrri umferð. Þetta þykir hinn mesti óþarfi á íslandi og minnihlutafólk situr lon og don á Bessastöðum. Undarlegt er það geðleysi, að nær aldrei er boðið fram á.móti sitjandi forseta og hann er látinn ráða því upp á einsdæmi hve lengi honum þóknast að gegna embætti...Ef ein- hver döngun væri í því framafólki sem langar til Bessastaða myndi koma mótframboð undir lok hers kjörtímabils...Svo þykjast menn hafa efni á aö hafa skoðun á kosninga- klúðri í Bandaríkjunum." Oddur Ólafsson blm. I Degi 2. desember. Skoðun Ríkisútvarpið - framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður Sérkennileg umræða hef- ur skapast um niðurstöður í viðhorfskönnun á vegum fiármálaráðuneytisins með- al starfsmanna Ríkisút- varpsins árið 1998. Málið hefur farið troðna slóð frá formanni starfsmannasam- taka Ríkisútvarpsins um dagblaðið Dag og fulltrúa Samfylkingarinnar í út- varpsráði og til þingkonu þess sama flokks sem gerði fyrirspum um málið á Al- _________ þingi og skrifaði síðan grein nýlega hér í DV. Allur þessi málatilbúnaður er í frammi hafður í því augnamiði að reyna að koma höggi á yfirstjóm Ríkisútvarpsins og kenna forstöðu- mönnum þess um slæman starfsanda, almenn leiðindi og óáran á vinnustað. Fyrirvari um fuilyrðingar Setja má fyrirvara um sumar full- yrðingarnar, sem fólk átti að taka af- stöðu til í umræddri viðhorfskönnun 1998, t.d. þessa: „Starfsandinn hefur batnað á sl. tveimur árum“. Hvers vegna tveimur árum? Eru menn al- mennt meö slíkar tímabundnar andamælingar á hreinu? Hverju átti fólk að svara ef starfsandinn hefði batnað mikið þrem eða fiórum árum fyrr og gæti varla orðið neitt betri? Látum það liggja á milli hluta. Vitaskuld er það göfugt markmið að efla góðan starfsanda á vinnustað. Það er þó ekki síður undir innbyrðis samskiptum, afstöðu og viðmóti starfsmannanna sjálfra og forystu þeirra komið en yfirmannanna. Bezt fer auðvitað á því að allir þessir að- ilar vinni að sameiginlegu mark- miði. Þegar skuldinni er skellt á yf- irmenn Ríkisútvarpsins og þeir út- hrópaöir opinberlega er vert að benda á að starfsmenn voru beðnir að taka afstööu til þessar fullyrðing- ar: „Þegar á heildina er litið er ég ánægð(ur) með næsta yfirmann minn.“ Það voru 56,5% sem svöruðu „mjög sammála" eða „fremur sam- mála“, en 20,8% „mjög ósammmála" eða „fremur ósammála". - Aðrir hlutlausir. Athygliverð svör starfsmanna „Endurmenntunarmál hjá RÚV eru í molum,“ sagði formaöur starfs- mannasamtakanna í bréfi til menntamálanefndar Alþingis í byrj- un þessa árs. Staðreyndin er sú að. Ríkisútvarpið greiddi á síðasta ári 11,5 milljónir króna vegna endur- Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri menntunar, m.a. með fram- lögum í ýmsa sjóði starfs- mannafélaganna sem hafa þann tilgang að styrkja starfsmenn til endurmennt- unar. Meðferðin á þessu fé er hins vegar á verksviði stjórna félaganna. Það fer fram stöðug endurmenntun og starfsþjálfun hjá Ríkisút- varpinu. Hér er sifellt verið að aðlaga starfsemina nýrri og flókinni tækni. ________ Það sér hver heilvita maður að þessi stofnun væri gjörsamlega óstarfhæf ef menn væru ekki alltaf að fá þjálfun í nýj- um vinnubrögðum. Þegar á allt er litið í tilefni af þessu skyndiupp- hlaupi, sem látið var enda inni í söl- um Alþingis, og hinna skuggalegu lýsinga, sem gefnar hafa verið á að- stöðu starfsmanna hjá Ríkisútvarp- inu, er kannski eftirtektarverðast hvemig starfsmenn tóku undir full- yrðinguna: „Ég stefni að því að vinna hjá stofnuninni a.m.k. næstu 2 árin“. Nákvæmlega 70% voru „mjög sammála" eða „fremur sammála". Hlutur Alþingis Fullyrt skal að Ríkisútvarpið þyk- ir eftirsóknarverður vinnustaður vegna fiölbreytni í verkefnum, nýrr- ar og fullkominnar tækni eða ákjós- anlegrar starfsaðstöðu í góðum hópi vinnufélaga. Þessa staðhæfingu byggi ég m.a. á viðtölum mínum við nýja starfsmenn, sem koma á minn fund að undirrita starfssamninga.* Því er hins vegar ekki að leyna aö Ríkisútvarpið sem ríkisstofnun hef- ur átt mjög erfitt meö að bjóða kaup og kjör á borð við fyrirtæki, sem eru aö keppa við það um sérþjálfaö starfsfólk á markaðnum. Tækni- menn Ríkisútvarpsins, sem áður stóðu jafnfætis starfsmönnum Pósts og síma hafa t.d. dregizt verulega aft- ur úr þeim eftir að Landssíminn h.f. var stofnaður og fór að semja sjálfur við sitt fólk, óháð heildarsamningum opinberra starfsmanna. Slík tilvik eru líkleg til að valda gremju. Og þegar mönnum verður tíðrætt um atgervisflótta er einnig vert að hafa hugfast að afstaða og hollusta starfsfólks í garð vinnuveitanda er , óðum að breytast. Ungt fólk á vinnu- markaði skiptir mun tíðar um störf en hinir eldri hafa gert og telur ekk- ert eðlilegra en að flytjast milli fyrir- tækja. Við þessar breyttu aöstæður þarf Ríkisútvarpið að öðlast aukiö sjálfsforræði í rekstrarmálum sínum öllum og verðugra væri að Alþingi íslendinga yrði uppteknara af slíkri umfiöllun um stefnumótun í höfuð- atriðum fyrir þessa stofnun en skyndiuppákomunum utan dag- skrár. Markús örn Antonsson „Fullyrt skal að Ríkisútvarpið þykir eftirsóknarverður vinnustaður vegna fjölbreytni í verkefnum, nýrrar og fullkominnar tcekni eða ákjósanlegrar starfsaðstöðu í + góðum hópi vinnufélaga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.